Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
3
Tekinn með 900
grömm af hassi
TOLLGÆZLAN á Keflavíkurflug-
velli fann á sunnudaginn tæp 900
grömm af hassi f fórum Iiðlega
tvftugs pilts, sem var að koma
með flugvél frá útlöndum.
Fíkniefnadómstóllinn hefur
rannsókn þessa smyglmáls með
höndum, og fékk Mbl, þær upp-
lýsingar hjá starfsmönnum hans í
gær, að rannsóknin væri rétt að
hefjast, og því væri ekki hægt að
skýra nánar frá málinu á þessu
stigi. Pilturinn, sem tekinn var
með hassið, hefur verið úrskurð-
aður í gæzluvarðhald. Söluverð-
mæti þessa magns sem um ræðir
er eitthvað á aðra milljón króna.
Það sem af er árinu hefur
Fíkniefnadómstóllinn skráð
smygl á um 6,7 kg af fikniefnum
og er um að ræða umtalsverða
aukningu frá þvi í fyrra.
BIFREIÐ — Þannig leit bifreiðin út eftir slysið. Greinilega sjást för eftir rafmagnsstaurana á vélarloki
og toppi. Bifreiðin er af gerðinni Volvo P 544, árgerð 1964. Hún var skrásett i Keflavik.
Góð aðsókn
SAMKVÆMT upplýsingum
Alfreðs Guðmundssonar forstöðu-
manns Kjarvalsstaða sáu 3000
manns málverkasýningu Péturs
Friðriks um helgina, en Pétur
Friðrik opnaði sýninguna á
laugardag.
Umferðarslysið í Grímsnesi:
2 piltar létust
og 2 slösuðust
lífshættulega
LtÐAN piltanna tveggja, sem nú
liggja á gjörgæzludeild Borgar-
sjúkrahússins eftir umferðarslys-
ið f Grfmsnesi, var óbreytt, þegar
Morgunblaðið hafði sfðast fregnir
f gærkvöldi. Annar piltanna, 21
árs gamall frá Laugarvatni var
með meðvitund en hinn, sem er
20 ára og frá Keflavfk, og öku-
maður bifreiðarinnar var meðvit-
undarlaus. Báðir eru piltarnir
mikið slasaðir og sá sfðarnefndi
talinn f lffshættu. Tveir félagar
þeirra biðu bana f þessu hörmu-
lega slysi, Eirfkur Ásgrfmsson frá
Rein, Laugarvatni, fæddur 3. maf
1952 og þvf 23 ára gamall og
Sveinn Sigurður Gunnarsson,
Brekkubraut 5, Keflavfk, fæddur
17. ágúst 1955 og því 20 ára
gamall.
Slysið varð skömmu fyrir
miðnætti sl. laugardagskvöld.
Piltarnir voru fjórir saman á
Volvobíl á leið frá Laugarvatni til
Selfoss. Skammt sunnan við
bæinn Svinavatn er aflíðandi
vinstri beygja og hægra megin við
veginn standa tveir rafmagns-
staurar hlið við hlið, 3—4 metra
frá veginum. Þar sem lögreglan
hefur ekki getað rætt ennþá við
piltinn, sem kominn er til meðvit-
undar eftir slysið, og engir sjónar-
vottar voru að því, liggur ekki
ljóst fyrir hvað gerzt hefur, en svo
virðist sem sá piltanna, sem ók,
hafi einhverra hluta vegna misst
stjórn á bifreiðinni í beygjunni og
hún hafi skollið með miklu afli á
rafmagnstaurana, enda bendir
flest til þess að bifreiðin hafi
verið á mikilli ferð. Vélarlok
bifreiðarinnar skall á öðrum
staurnum og toppur hennar á hin-
um staurnum þar sem hann er
yfir aftursætinu en piltarnir tveir
sem létust sátu einmitt í aftur-
sætinu.
Bifreið kom að slysstaðnum
skömmu eftir að slysið gerðist og
var boðum komið til lögreglunnar
á Selfossi. Fór hún strax á staðinn
með Iækni og aðstoðarmenn.
Þegar þangað kom voru piltarnir
Framhald á bls. 39
var seinn til í vor og taldi Sveinn
ekki likur á að fallþungl dilka
yrði eins góður á þessu hausti og I
fyrra. Aðspurður um ásetning
fjár I haust, sagði hann að hey-
skapur hefði i sumar gengið mjög
seint vegna óþurrka en I fjallvik-
unni kom þurrkafli, sem bjargaði
miklu. „Allt bendir til að ásetn-
ingur ætti að geta orðið allt að því
með sama móti og í fyrra,“ sagði
Sveinn að lokum.
Eiríkur Ásgrímsson.
Sveinn Sigurður Gunnarsson.
Sveinn Skúlason f Bræðratungu.
Grindavík; Grýttu kött og
brenndu til dauða
Grindavík 22. sept.
ALVARLEGT ódæðis-
verk var framið á
heimilisketti í Grindavík
um helgina. S.l. laugar-
dag var lögreglunni í
Grindavík tilkynnt um
fjóra drengi 13 ára
gamla, sem höfðu tekið
heimiliskött og farið með
hann í skipsflak í Grinda-
víkurfjöru þar sem þeir
hengdu dýrið og börðu til
dauðs með grjóti. Að lok-
um kveiktu þeir í kettin-
um. Þegar lögreglan kom
á staðinn var búið að
leysa köttinn niður og lá
hann í skipsflakinu.
Þarna voru einnig fuglar
sem auðséð var að höfðu
einnig verið hengdir og
sviðnir.
í Grindavík hafa að
undanförnu nokkuð
aukizt óknyttir barna og
unglinga. Full ástæða er
til að foreldrar fylgist vel
með hegðun og atferli
barna. Þessi atburður,
sem hér er lýst, er svo
miskunnarlaus að furðu
gegnir og sýnir aó rík
ástæða er til að brýna
alvöru þessara mála fyrir
börnum og unglingum,
en þetta á sér stað daginn
fyrir hinn sérstaka dag
dýraverndunar. Þótt
ótrúlegt megi virðast tók
eigandi kattarins þátt i
að kála kettinum á
þennan hátt.
— Guðfinnur.
Var mjög ánægður
með viðræðurnar
OPINBERRI heimsókn Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra
og konu hans frú Ernu Finnsdótt-
ur til Noregs lauk síðdegis á laug-
ardag. Þá héldu þau hjón til
Kaupmannahafnar og munu
dveljaytra nokkra daga.
Fyrir brottförina kvaðst forsæt-
isráðherra vera mjög hrifinn af
heimsókninni og þeim hjartan-
legu móttökum, sem þau hefðu
fengið. Hann kvaðst sérstaklega
ánægður með viðræðurnar við
norska ráðamenn og hve áhuga-
verð málefni hefðu verið þar á
dagskrá.
Lét forsætisráðherra I ljós sér-
staka hrifningu yfir því, hvernig
Norðmenn stæðu að oliuvinnslu
sinni. „Þar eru þeir stórsnjallir."
Ræða Geirs Hallgrímssonar í
veizlu þeirri, sem norsku forsæt-
isráðherrahjónin héldu þeim is-
lenzku í Akershus s.l. fimmtudag,
er birt á bls. 16 í blaðinu í dag.
Fjölgar í Breið-
holti meðan fækk-
ar annars staðar
IBÚAFJÖLDI við hinar ýmsu göt-
ur Reykjavfkur er ákaflega
misjafn. Hraunbær er mann-
flesta gatan með 3.023 fbúa, næst
kemur Kleppsvegur með 2.009
fbúa, Háaleitisbraut með 1.745 og
þá Vesturberg með 1.465. En
þessar tölur eru f nýútkominni
Árbók Reykjavíkur. Það er þó
athyglisvert að við 3 mannflestar
göturnar er fbúum farið að fækka
aftur, eins og jafnan er í eldri
hverfum, við Kleppsveg um 50
manns frá þvi árið áður og i
Ilraunbæ um 88, og Háaleitis-
braut um 90 og hafði þá þegar
fækkað árin á undan. En Vestur-
berg f hinu nýja Breiðholti er að
sækja sig og hefur þar f jölgað um
326 milli áranna 1973 og 74 og
enn meira árin á undan.
Ef litið er á ýmsar götur í gamla
bænum, sést að þar fækkar
stöðugt fólki, býr t.d. ekki nema
einn við Skólabrú, 3 við Kirkju-
torg og Thorvaldsensstræti, 8 við
Austurstræti o.s.frv. í Vesturbæj-
arhverfinu, norðan við Lækjar-
götu og Hringbraut, er nú 6.221
íbúi, en voru 1960 9.107 og 1945
13.479. Og milli áranna 1973 og
1974 hafði fækkað þar um 224. En
sé allur Vesturbærinn tekinn,
vestan flugvallar og Lækjargötu,
hefur fækkað um 415 frá 1973 til
1974 og alls staðar verið árleg
fækkun sl. 15 ár. I Austurbænum
gamla, milli Lækjargötu og
Snorrabrautar, hefur fækkað um
1300 manns á þessu sama ári. I
Holtahverfi og Múlahverfi hefur
fækkað um 256 og eru þó mann-
margar götur þar, eins og Álfta-
mýri með 1124 ibúa og Háaleitis-
brautin með 1.745 ibúa. I hverf-
inu sunnan Miklubrautar, þ.e.
Hlíðahverfi, Smáibúðahverfi og
Fossvogi, hefur fækkað um 114,
en þar skiptast hverfin þannig, að
aðeins fjölgar í Fossvogshverfi og
í Smáíbúðahverfinu fjölgar, en
vinnur þó ekki upp á móti
fáekkuninni á öllu svæðinu. Ef
litið er á svokallað hverfi III norð-
an Suðurlandsbrautar vinnur
Laugarásinn upp fækkunina i
hverfunum i kring, en þar fjölgar
um 762 meðan fækkar um 693 í
Túnunum, Sundunum, Vogunum
og Heimunum, þar sem eru fjöl-
mennar götur eins og Klepps-
vegur, Álfheimar með 1080
manns og Langholtsvegur með
1.177 manns. Jafnvel i Árbæjar-
hverfi er farið að fækka, en frá
1973 til 1974 hefur fækkað um
125 manns á svæðinu norðan og
austan Elliðaánna, og raunar
Framhald á bls. 39