Morgunblaðið - 23.09.1975, Side 10

Morgunblaðið - 23.09.1975, Side 10
UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. HIJSMOÐIRIN MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 hornsteinn karlmannasamSelagsins Engin starfsstétt er undir- orpin eins misjöfnu mati og húsmæður. Hvorki laeknar, prestar, vlsindamenn né listamenn fá svo misjafna dóma. Húsmæður eru niður- lægðar og hæddar, upp- hafnar í slagorðum um köllun konunnar — stundum settar. á stall — en oftast vísað til óvirðingarsætis. Og óráðið og viðkvæmnin er í sama hlutfalli. Að hafa skoðun á húsmóðurhlutverkinu er líkt og að stinga hendi inn í vespuhreiður. Við setum fram fáeinar fullyrðingar: (1) Konur hafa ekki skapað hús- móður hlutverkið sjálfar. (2) Konur velja, heldur ekki hús- móður hlutverkið sjálfar, þær eru settar í það. (3) Húsmóðurhlutverkið er sífellt að breytasL_ HVER FANN UPP HÚSMÓÐ- URINA? Sagan um konur einangraðar frá lífi þjóð- félagssins er a.m.k. jafn gömul vestrænni menningu. Á stórveldistíma Hellas var húsmóðirin dæmd til algerrar einangrunar, mátti ekki sitja til borðs með karlkyns gestum og fór sjaldan út af heimilinu. Orðið „familie" (fjölskylda er komið af latn- eska orðinu „famulus", sem þýðir þræll hússins. „Familia" var sameiginlegt heiti fyrir þá þræla, sem til- heyrðu sama manni. Þjóðfélagsstaða og mögu- leikar kvenna hafa alltaf verið breytilegir eftir þörf samfélagsins fyrir vinnuafl þeirra. I bændasamfélaginu gamla tók konan þátt í störfum innanbæjar og utan, en karlinn var valdhafinn út á við og arfur og óðal fylgdi honum. Upprunalega áttu konurað- gang að öllum handverks- greinum, enda áttu þær jafnan þátt í að skapa þær. En við stofnun sveinafélag- anna á miðöldum voru þær útilokaðar. Iðnbyltingin skapaði mikla þörf fyrir ódýrt vinnuafl, gripið var til kvenna og barna, og nýtt samfélag þróaðist. Húsmóðurhlut- verkið eins og við sjáum það í dag myndaðist hjá velstæð- um borgurum, þar sem karl- inn tó'k þátt í atvinnu og félagsmálum, er konan sá um heimilishald og þarna- uppeldi (eins og hún hefur alltaf gert, hvort sem hún er bóndi, iðnaðarmaður eða verksmiðjuverkamaður þar fyrir utan.) Verkamannastétt- in líkti eftir fyrirkomulagi borgarastéttarinnar, um leið og kjörin gerðu kleift að lifa af launum eins, varð heima- húsmóðirin líka stöðutákn verkamannafjölskyldunnar. Kaupstaðir vaxa, fólkið flyzt úr sveitum og ættar- böndin slitna. Hin litla kjarnafjölskylda kúrir saman í blokkaríbúðinni þar sem hús- móðirin fær heilsdagsvinnu við að skapa heimili, mynda eitthvað, sem komi í stað félagsskaparins, umhverfis- ins og átthagaöryggisins, sem við höfum glatað. Karlinn á sinn þátt í að barn verður til. Hann er stolt- ur af að það viðhaldi nafni hans og ávaxti arf hans, en samt eftirlætur hann konunni alla umönnun þess — af því að hún fæðir það. Vel hentar að hún sjái auk þess um þjónustubrögð allrar fjöl- skyldunnar, þar sem hún er heima hjá börnunum hvort eð er. Þannig verður konan fjár- hagslega ómyndug og félagslega spegilmynd þess sem karlmaðurinn starfar utan heimilisins. Gegn þessu hafa kárlar aldrei risið, en konur hafa barizt gegn því í hundrað ár. HLUTVERK EÐA STARF? Sé störfum húsmóðurinnar skipt í þætti, kemur í Ijós að hún innir af hendi störf innan eftirfarandi starfsgreina: Fóstrustörf, hjúkrun, hrein- gerningar, viðgerðir og endurbætur, saumastörf, þvottar, matreiðsla, sálfræði, hagfræði, forskóla- og tóm- stundakennsla, hótel- og veitingastörf, kökufram- leiðsla, félagsleg aðstoð, garðyrkjustörf og bifreiða- stjórn, vöruflutningar. Listinn gæti verið mun lengri. Hver sem sérhæfir sig til eins eða fleiri af þessum at- vinnugreinum, ávinnur sér rétt til launa fyrir unnin störf. Störf húsmóðurinnar eru ekki sérhæfð, um það ber fjöldi ólíkra viðfangsefna vott. Annað sérkenni á hús- móðurstörfum er, að ekki er krafizt neinnar menntunar til að verða húsmóðir. Hús- mæðraskólarnir — hálfs eða heils árs skólar — eru opnir öllum sem óska að verða húsmæður (eða verða þaðán þess). Þriðja sérkennið er að starfið er ólaunað. Fjórða sérkennið, og það undarlegasta er, að starfið er nær eingöngu unnið af konum. Er mögulegt að nefna slíkt safn viðfangsefna „starfs- grein", þegar þeim er safnað saman og þau lögð á herðar einum manni og starfslýsing er óljós — burtséð frá þeim störfum sem innt eru af hendi. Ef húsmóðirin er ekki lengur fyrir hendi, kemur húshjálp í stað hennar, sem hefur reglubundinn vinnu- tíma, laun, veikindadaga og orlof. Húshjálpin ávinnur sér lífeyrissjóðsréttindi, sem hús- móðirin fær ekki af því að hún hefur ekki haft atvinnu. Einu gildir, hversu langur vinnudagur hennar hefur verið og hve margt er í heimili. Sem starfsstétt eru húsmæður mjög sundurleitur hópur af öllum þjóðfélags- stigum. Við skilgreinum sjálfar okkur ekki fyrst og fremst sem húsmæður, held- ur verkamannskonur eða læknisfrúr, Þessi lánsstaða hylur þá staðreynd, að sem húsmæður erum við þjónar karlmannafélagsins, umbunað tilviljanakennt, fremur en fyrir áunnin rétt- indi. Hin krefjandi og að hluta líkamlega erfiða vinna, sem margar konur inna af hendi, er því ekki verðlögð sem starf af samfélaginu. JÁKVÆÐAR HLIÐAR HÚSMÓÐURHLUTVERKS- INS: Húsmóðurstarfið nú á tímum hefur ýmsa kosti. Sá sem heima vinnur hefur góðan tíma til að vera með börnunum, tíma til umhyggju, hlýju, og leið- beininga. Ef til vill er tími aflögu fyrir annað fólk líka, aðra í fjölskyldunni, vini barnanna, jafnvel tími til að rétta þeim hjálparhönd, sem verr eru settir. Maður, sem vinnur á heimilinu er laus við stimpilklukku, strangar tíma- setningar og taugaslítandi ákvæðisvinnu. Vinnutíminn er teygjanlegur (þegar börnin stækka) og mögulegt er að sinna áhugamálum. Vinna húsmóðurinnar skapar heimilinu ekki gjaldeyri, en hún lækkar kostnað við mat, föt og viðhald. Þjóðfélagið sparar mikil útgjöld við dag- heimili og aðra þjónustu, þar sem konur inna ókeypis af hendi barnagæslu og heimilisþjónustu. Fjölskyldan stendur vel að vígi hvað snertir næringarríka fæðu, þrifnað og reglu. Sá, sem heima vinnur getur glaðst af að styðja maka og börn, sjá þau dafna, njóta þess, að heimilið er gott ef viðkom- andi dafnar þar sjálfur. NEIKVÆÐAR HLIÐAR HÚSMÓÐURHLUTVERKS- INS: Vinnan á heimilinu er ólaunuð. Sá, er heima vinnur er efnalega háður þeim, sem vinnur utan þess. Húsmóðir- in fær oftast þá tilfinningu, að vinna utan heimilis sé mikilvægari, hún er verð- launuð með launum og öðrum fjárhagslegum ávinn- ingi. Hún skilgreinir sjálfa sig með annars starfi (t.d. prests- frú), lifir eins og í gegnum annan og matið á eigin verð- leikum rýrnar. Fullorðið fólk, sem neyðist til að halda sig innan fjögurra veggja heimilisins meiri hluta dagsins, finnst það oft ein- angrað, skortir uppörvun, samband og atburði. Umhyggjan þróast þegar verst lætur í ofverndun eða kæruleysi, heimilisstörfin í niðurdrepandi þjónustu eða gleðisnautt vanaverk. Björg Vik Ábyrgðin á börnunum verkar þrúgandi og slítandi. E.t.v. finnst húsmóðurinni, að hún hafi ekki nóg að gefa börnunum, fær vanmeta- kennd bæði vegna þeirra og hinna ólíku starfssviða, sem ætlast er til að hún hafi vald á. „Barahús- móður'tilfinningin er af- leiðing vanmetakenndar- innar og tvískinnungs um- hverfisins í viðhorfinu til hús- móðurinnar. Vinnutíminn er ekki skipulagður og umkringdur smábörnum er erfitt að nýta frístundir á markvissan hátt. Búsetuskilyrði á þéttbýlum svæðum skapa auk þess streitu og ótta. Barnaslys I umferðinni, skortur á öruggum leikstöðum, tóm- stundaheimilum, dag- heimilum og leikskólum þvinga aðalábyrgðina á börn- unum á húsmóðurina. Margir eiga í erfiðleikum með að ná raunverulegu sambandi við aðra. Ná- grannarnir eru oft ókunnugt fólk, troðlð saman í fjölbýlis- og raðhús,, kjörbúðin og biðstöð strætisvagns- ins einu mótsstaðirnir. tmtmmmtmmmmmmmmmmmimmmmmÉÉiiitímmimammmmmm 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.