Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 11

Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 11 .svw.v.v.v.*. v.v:;. Fáir eða engir standa rótum í umhverinu, allir er jafn óöruggir. Um hverfið skapar eriðleika, pilluát, ofdrykkju, barna- misþyrmingar, afbrot ungl- inga, eiturlyfjaneyslu og skemmdarverk. Húsmóðirin á að skapa öryggi og gott heimilislíf til að hamla gegn niðurrifsöflum á heimilinu og utan þess. Það er verkefni sem einum manni er ofviða og margar konur kikna und- an því. Vitneskjan um að efna- hagurinn sé grundvallaður á starfsvali eiginmannsins veldur einnig öryggisleysi. Hvað gerist, ef konan stendur ein uppi? Árlega verða u.þ.b. 5.000 norskar konur yngri en 60 ára ekkjur, þar af 2.000 yngri en 50 ára. Meira en 2.000 hjóna- skilnaðir verða árlega, þannig að sem atvinnuvegur er hjónabandið mjög otryggt. KVENLEG — HÚSLEG Þegar börnin vaxa úr grasi finna margar konur þörf fyrir vinnu utan heimilisins. Möguleikar á vinnu eru mjög breytilegir eftir aldri, mennt- un, búsetu, samböndum og barnaheimilisaðstöðu. Vinnu- framlagið á heimilinu hvort sem það hefur varað í 5, 10 eða 20 ár, veitir ekki þjálfun í neitt sérstakt starf og reikn- ast ekki til starfsaldurs. Hún er flokkuð sem varavinnuafl, tekur það sem býðst og end- ar oftast í láglaunaátarfi. í tengslum við húsmóður- starfið er yfirleitt hin alhliða þjónusta við alla á heimilinu hvenær sem er. Sérstök skil- greining á konum kvenna- störfum og þess sem er „kvenlegt" er sameiginleg öllum í fjölskyldunni og hefur afleiðingar í nútíð og framtíð. í hjónabandinu rennur konan saman í eitt, deilirekki einungis borði með karlinum, heldur einnig sæng. Ef hið kynferðislega samlíf tekur á sig blæ skyldubundinnar þjónustu, svipað öðrum þjónustustörfum heimilisins er auðvelt að ímynda sér til- finningalegar afleiðingar. Mönnum sem árum saman hafa skilað vinnuframlagi sínu á sínu einkaheimili, finnst þeir oft utan við sam- félagið. Það þarf sterka sjálfsvitund til að taka þátt í þjóðfélags- og stjórnmálum. Þögn hinna mörgu kvenna ( samtökum og á fundum stafar ekki eingöngu af hlýðni við Pál postula. Hún er afleiðing af einangruninni á heimilinu af skorti á tæki- færum til að afla sér þekk- ingar á málum, óvana við að taka þátt í rökræðum og skorti á sjálfstrausti. ÉG ER ÁNÆGÐ MEÐ AÐ VERA HÚSMÓÐIR: Við verðum allar að taka þátt í að feykja burt helgi- hjúpnum, sem umlykur kvennahlutverkin. Það er þjóðsaga, að öll húsverk séu hræðileg. Það er goðsögn, að allir verði „frjálsir" ef þeir sleppa út af heimilinu. Til- finningin fyrir húsmóður- störfunum er breytileg hjá flestum konum. Mörkum líkar þau vel i nokkur ár, oftast á meðan börnin eru ung. Sum- ar geta aldrei fellt sig við að vera húsmæður, aðrareru ánægðar með það allt sitt líf. Við verðum að dirfast að spyrja, hvort okkur falli hús- móðurstörfin af því að okkur eiga að falla þau, eða vegna þess að við höfum valið þau af ráðnum huga: „Starfi þessu og framtíð hef ég áhuga á og vel það því." Varnarstaða húsmæðra er skiljanleg. Móðir ungbarna, sem vinnur kauplaust 1 2— 16 klukkustundir á dag án afleysinga, orlofs, lífeyris- réttinda og veikindadaga, e.t.v. án viðurkenningar, hef- ur ríka ástæðu til að reiðast ef starf hennar er rifið niður og hún nefnd afæta. Mið- aldra kona sem eytt hefur 20 til 30 árum ævinnar í þjónustu við eiginmann, börn og barnabörn í að skapa gott heimilislíf, tilfinn- ingalega og efnislega, og hefur ekkert annað til að snúa sér að þegar kyrrist á heimilinu á hana er ekki ástæða til að slengja ásökun- um fyrir að hafa sóað ævi sinni. Hin svonefnda „gamal- dags" húsmóðir hefur ekki skapað sitt eigið líf Eins og 99 Hvers vegna hefur enginn ærlegur maður sagt það upphátt og með áherslu? Hver eru rökin fyr- ir því að vinna husmóður- innar er þá fyrst þýðingar- mikil og verðmæt, þegar verkefnin hvert af öðru hafa færst yfir á aðra? Marianna Carlsson, Eksjö I Svenska Dagbladet aðrir er hún barn síns tíma, mótuð af þjóðfélagsaðstæð- um, viðhorfum og reglum samfélags og heimilis. Það sem virtist eðlilegt fyrir 50 eða 20 árum, er breytt nú. Á atvinnuleysistímum var sterk krafa á hendur konum að „stela" ekki vinnu frá karl- mönnum. Sú skoðun á rætur í öðrum þjóðfélagsháttum en nú ríkja. Nú setja æ fleiri spurningamerki við því, hvort karlar eigi að hafa meiri rétt en konur til vinnu utan heimilis og hvort heimilis- störfin tilheyri þeim ekki fullt eins mikið. DEILAOG DROTTNA: Húsmæður horfa oft með samblandi öfundar og blygðunar á konur í launaðri vinnu. Öfundsjúkar af því, að hin hefur starfssvið utan heimilisins og eigin tekjur, Skömmustulegar af því, að hún annar heimilishaldi, barnauppeldi og starfi, meðan húsmóðirin vinnur bara annað starfið. Afleiðing: árásirá konu í atvinnu. Það er gömul breila að stilla konum í atvinnulífi og húsmæðrum hverri gegn annarri. Hvorugur hópurinn fær ávinning af því stríði, ágóðinn rennur til karla- samfélagsins, sem enn einu sinni hefur náð að dreifa sameiginlegum áhugamálum kvenna. Engin ástæða er til að berja hver aðra niður með einföldun á sannleikanum. Við búum í þjóðfélagi, sem er í mótun, erum börn tímans — líka börn óreiðu okkar tíma. VALIÐ SEM HVERFUR: Samfélagið ruglar konur með því að þær geti „valið". Við látum narra okkur til að trúa því, að við höfum raun- verulegt val milli vinnu á eða utan heimilis. Við erum hvattar (loksins) til skóla- göngu og menntunar og jafn- framt til hjónabands og barn- eigna. í raunveruleikanum hverfa valmöguleikarnir eins og dögg fyrir sólu um leið og frumburðurinn lítur dagsins Ijós. Þjóðfélagið veitir nú (um áramótin 1973/74) 5,000 norskra barna möguleika á dagvistun. Karlmaðurinn hefur venjulega hærri laun og hefur litla löngun til að sleppa starfi sínu og leita inn á hið umdeilda svið hús- móðurstarfsins. Ymsir reyna einkalausnir sem neyðarúrræði, svo sem gæslu á einkaheimilum , aldraða ættingja eða atvinnu- lausa ættingja. Sumum tekst að leysa vandamálið á þennan hátt, aðrar gefast upp og viðurkenna, að þjóð- félagið sé byggt upp á þann hátt, að konur verði að vera heima og annast heimili og börn. Hið umrædda val er fljótt eyðilagt fyrir konum. Fæstar okkar gera sér grein fyrir hversu frjálsar/ófrjálsar við göngum inn í húsmóður- starfið. Samfélag og fjöl- skylda heldur uppi hefð- bundinni mynd af konunni frá því við erum ungbörn og til fullorðinsára. Við verðum fyrir áhrifum kenn- ara, auglýsinga, fjölmiðla, að ógleymdri spegilmyndinni stóru: Lífinu í kringum okkur. Á það þurfum við að líta nánar og segja hver annarri frá. Af áróðri og ímyndunum höfum við fengið nóg. Flestum er okkur þröngvað inn í húsmóðurhlutverkið, af því, að ekki eru aðrir sem geta — eða — vilja — annast börnin, af því að hentugt starf er ekki fáanlegt eða af þvi að okkur skortir menntun. Þessa stöðu er ekki hægt að skreyta með „köllun konunnar". Það eru ekki aðeins þessar ástæður sem hægt er að breyta. Við vitum að % heimavinnandi kvenna í Noregi vilja nú fá vinnu utan heimilis. Við vit- um einnig að meira en 600 þúsund konur í landinu hafa aðeins 7 ára skólagöngu að baki. Það útskýrir fjöldann í láglaunastörfum. 80% þess hóps eru konur. Hvað myndu þessar konur velja? Þau hundruð þúsunda sem óska eftir vinnu, þau hundruð þúsunda með barnaprófin og í láglauna- störfum, mættu þær velja aftur? Karlmannsins heilagi réttur er að hafa bæði at- vinnu og fjölskyldu. Sá réttur verður líka að verða réttur kvenna, ekki aðeins á pappírunum, Konur og karlar verða að gera upp við sig hvort þau hafi tíma og orku til umönnunar barna, áður en þau ala þau af sér. Sam- félagið má ekki þvinga konur til að notfæra sé ótímabæra þungun til að ná sér í fram- færanda. Húsmœður eru mesti forréttindahópur þjóðfélagsins Húsmœður eru undirokaðasti þjóðfélagshópurinn Húsmœður eru þrælar nútímans Húsmœður eru sníkjudýr Húsmœður eru síðustu frjálsu mennirnir í þjóðfélaginu Húsmœður skila verðmætasta vinnuframlaginu SSISSl 99 Eitt af mest áberandi einkennum stétta- skiptingar feðraveldisins er að konum er oft att hverjum gegn öðrum, ástand sem áður fyrr oilí fuiium tjandskap miili gleðikvenna og húsmæðra og veldur nú svipaðri tog- streitu milli húsmæðra og kvenna í atvinnulífi. Önnur öfundar hina vegna „öryggis" og virðingar hennar, en sú öfundaða þráir f laumi frelsi það, spenning og tengsl við hinn stóra heim sem hún álítur hina hafa. Vegna forréttinda sem hið tvöfalda siðgæði skapar karlmanninum stendur hann traustum fótum bæði í heimilis- og atvinnulífinu. Fjárhagslegir og félagslegir yfirburðir hans gera honum kleift að etja þessum hóp- um kvenna hvorum gegn öðrum. Kate Millet: „Kynlíf og vald 99 Karlmannasamfélagið skal heldur ekki líða körlum að velja konum lága stöðu vegna llkamlegra eiginleika. við Megum ekki lengur taka því, að karlmenn taki einungis þátt í getnaði barns og leggi síðar aðeins fram fé til framfærslunnar. Hin „mjúku verðmæti" umhyggja hlýja leikur og leiðbeining verða að skiptast milli for- eldranna. Það nægir ekki að snara peningunum á borðið og loka sig síðan inni I karlmanna- heimi, atvinnu, funda, ráð- stefnu og stjórnmála — og eftirláta konunni nýjar kyn- slóðir. Láta hana aleina og móti vilja sínum drottna yfir öllu því stóra tilfinningasviði sem nefnist barnæska. Grein þessi birtist i norska blaðinu SIRENE 1. tbl. 1974, og er eftir norska rit- höfundinn Björgu Vik. Hún er fædd í Oslo 1935 og varin lengi sem blaða- maður, en hóf rithöfundaferil sinn 1963 með smásagna- safninu Söndag Etter- middag. Fleiri bækur eftir hana eru: Nödrop fra en myk sofa 1966 Det grádige hjerte 1968, Grát elskede mann 1970, Kvinneakvariet 1972, Fortellinger om frihet, sem er að koma út nú í haust og leikritið To akter for fem kvinner, sem sýnt verður á litla sviði Þjóðleikhússins síðar á þessu leikári. Hún átti þátt í að hleypa af stokkunum tímaritinu SIRENE sem fjallar um jafn- réttismál og notið hefur mikilla vinsælda og er nú gefið út í 40 þús. eintökum Björg Vik er í ritstjórn blaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.