Morgunblaðið - 23.09.1975, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
13
Frœðslu- og varnar-
starf er það sem gildir
OLOF Burman er sænskur
bindindisfrömuður, sem dval-
izt hefur hér á landi undan-
farna daga. Hann flutti
fræðslufyrirlestur á bindindis-
námskeiði, sem haldið var hér I
Reykjavík f síðustu viku. Þátt-
takendur í námskeiðinu voru
frá öllum Norðurlöndunum.
Olof Burman hefur um langt
skeið starfað að áfengisvarna-
málum f heimalandi sfnu.
Hann hefur verið formaður
nefndar, sem sænska þingið
skipaði fyrir nfu árum til að
gera drög að nýrri áfengis-
varnalöggjöf, en nefndin Iauk
störfum fyrir stuttu.
Mbl. hitti Olof Burman að
máli og spurði hverjar tillögur
nefndarinnar væru í aðalatrið-
um:
— Við leggjum m.a. til, að
áfengisauglýsingar verði bann-
aðar og áfengissala fari ekki
fram á þeim stöðum, sem eink-
um eru sóttir af ungu fólki. Þá
leggjum við til, að fjárframlög
rikisins vegna upplýsingastarf-
semi verði sexfölduð frá þvi
sem nú er. Þá er talað um að
haga áfengissölu þannig að
eftirleiðis verði erfiðara að ná í
vínföng, en sala milliölsins svo-
kallaða er að margra dómi ein
aðalástæðan fyrir þvi hversu
áfengisvandamálið í Svíþjóð er
orðið erfitt viðureignar. í þessu
sambandi má geta þess, að nú
mun um hálf milljón manna í
Sviþjóð vera illa farin af völd-
um áfengisneyzlu. I nýlegri
könnun kom fram, að í landinu
eru um 300 þúsund fullorðnir
karlar áfengissjúklingar, en
eiturlyfjaneytendur eru alls
um 15 þúsund.
Misnotkunar áfengis verður
sífellt meira vart hjá börnum
og unglingum, og aldursflokk-
arnir eru alltaf að verða yngri.
Skýringin er vafalaust sú, að
það er enginn vandi að ná i
þetta. Ölið er til sölu i venju-
legum matvöruverzlunum, og
enda þótt heita eigi að bannað
sé að selja það einstaklingum,
sem hafa ekki náð 18 ára aldri,
þá er útilokað að fylgjast með
því eins og ráð er fyrir gert. Nú
er svo komið, að það er ekki
óalgengt að 9—10 ára gömul
börn sjáist ölvuð á almanna-
færi, en það var með öllu
óþekkt fyrir fáum árum. Áður
en farið var að selja milliölið í
venjulegum verzlunum þá var
selt sterkt öl í áfengiseinkasöl-
unni, sem hefur yfir 300 útsölu-
staði í landinu. Meðan dreifing-
unni var haldið innan þeirra
marka var allt annað við þetta
að eiga.
— Hvenær verða tillögur
nefndarinnar afgreiddar í þing-
inu?
— Þær hafa nú þegar verið
lagðar fyrir, en ég geri ekki ráð
fyrir þvi að til afgreiðslu komi
fyrr en á vori komanda. Það er
út af fyrir sig mjög jákvætt, að
bæði ríkisstjórnin og þingið
gera sér grein fyrir þeim gífur-
lega vanda, sem hér er við að
etja, þannig að gera má ráð
fyrir þvi, að tillögur nefnd-
arinnar verði samþykktar,
a.m.k. að verulegu leyti.
Þótt Norðurlandaþjóðirnar
hafi þungar áhyggjur af
áfengisvandamálunum, þá er
áreiðanlegt að þau hafa sloppið
betur en ýmis önnur þróuð
iðnaðarlönd. Til dæmis valda
áfengissjúkdómar mun alvar-
Iegra heilsutjóni í Frakklandi
en krabbamein og hjartasjúk-
dómar samanlagt.
— Hvaða áhrif hefur aukin
neyzla léttra vina haft í Sví-
þjóð?
— Þegar sýnt varð, að víninn-
flutningur myndi aukast mjög
vegna breyttra viðskiptahátta
við vínframleiðslulöndin gerðu
margir sér vonir um, að neyzla
sterkra drykkja myndi minnka,
en raunin varð allt önnur. Ef
eitthvað er, þá hefur neyzla
sterku drykkjanna aukizt.
Önnur hlið málsins er svo slysa-
tíðni.
Þeim slysum sem hægt er að
rekja til áfengisneyzlu fjölgar
jafnt og þétt.
Ég hef nú gtarfað að áfengis-
varnamálum í þrjátíu ár, þar af
lengi á hælum og sjúkrahúsum
fyrir áfengissjúka. Reynsla mín
er sú, að opinberu fé til þessara
mála sé langtum betur varið til
áfengisvarna og upplýsinga-
starfs, heldur en til dæmis að-
hlynningar þeirra sem þegar
hafa orðið áfenginu að bráð.
Vissulega er mjög mikilvægt að
veita þeim nauðsynlega hjálp
— t.d. með þvi að hafa áfengis-
lausa staði og jafnvel svæði, því
að áfengissjúklingar eiga sér
ekki viðreisnar von nema slíkir
staðir séu fyrir hendi, en
fræðslu- og varnarstarf er það
sem gildir, sagði Olof Burman
að lokum.
— segir Olof Burman um áfengismál
Hafnarstræti 1 1.
Símar: 20424 — 14120
Heima. 85798 — 30008
Til sölu
við Sólheima
Einstaklingsibúð í kjallara. Verð
3.2 millj. Útb. 2 millj.
Við Víðimel
Góð 2ja herb. kjallaraíbúð. Verð
4.2 millj. Útb. 2,8—3 millj.
Við Hrísateig
Góð 2ja herb. kjallaraíbúð. Verð
3,5 millj. Útb. 2,5 millj.
Við Kópavogsbraut
3ja herb. 90 fm séribúð á 1.
hæð. Viðbyggingar og bilskúrs-
réttur.
Við Urðarstig
3ja herb. 80 fm efri hæð. Sér-
inngangur.
Við Lindargötu
3ja herb. séribúð i járnvörðu
timburhúsi.
Við Eyjabakka
ca 104 fm 4ra herb. endaibúð á
3ju hæð. Þvottaherb. og búr inn
af eldh. Geymsla og föndur-
herb., i kjallara. Sameign frág.
og teppal.
Við Löngufti
1 06 fm efrihæð i þribýlishúsi.
Við Þverbrekku
115 fm ibúð á 7. hæð. Þvotta-
herb. á hæðinni.
Við Haðarstíg
Raðhús ca 100 fm á tveimur
hæðum. Verð 7 millj. Útb. 5
millj.
Fasteignaeigendur
Höfum kaupanda að stóru
einbylishúsi á Stór-
Reykjavíkursvæði. Mikil út-
borgun.
Albertsmatarkex,1 pk.
Leyfilegt verð kr. 94
Tilboðsverð kr.
Samklosettpappir
25 stk.
Leyfilegt verð kr. 1500 ^ m
1228
filboðsverð kr.
Viðskiptakortaveró fyrir alla!
pJUD
SKEIFUNN115
Lifur
Leyfilegt verð kr. 545
Tilboðsverð kr.
Sanitas / n\
appelsínu-j v,
safi, W\
2 lítrar j
Leyf ilegt verð kr. 676
Tilboðs iOC
verð kr.f|e>0
Loöfóðraður
herramittisjakki
Bangsi, ^
kr. 798
2.780