Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 17 UMHORF Umsjón: Jón Ormur Halldórsson Jón Magnússon Sigurður Sigurjónsson Friðrik Sophusson: Samdráttur í ríkiskerfinu verður aðalbaráttumál SUS á næstunni Friðrik Sóphusson I ræðustól. Á 23. þingi Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem haldið var í Grindavík 12.—14. sept. s.l. var Friðrik Sophusson end- urkjörinn formaður sambandsins. Af því tilefni sneri Umhorfssíðan sér til hans með fáeinar spurningar. — Fyrir hvaða málutn ætla ung- ir sjálfstæðismenn að beita sér á næstunni? Á síðasta SUS þingi var mörkuð stefna í mörgum málaflokkum. Það er ljóst að þessi mál munum við leggja áherzlu á í okkar starfi. Aðalverkefni okkar verður þó að hamla gegn útþenslu rikisbákns- ins, sem átt hefur sér stað undan- farin ár. Við viljum snúa þessari þróun við með því að benda á leiðir til samdráttar í ríkiskerfinu og til eflingar einkaframtakinu. Allir, sem fylgzt hafa með íslenzkum stjórnmálum undan- farin ár, vita, að ungir sjálfstæðis- menn hafa lagt höfuðáherzlu á valddreifinguna í þjóðfélaginu og þessi barátta okkar fyrir sam- drætti í ríkiskerfinu og eflingu einkaframtaks er í samræmi við og í framhaldi af henni. — Telurðu, að núverandi rfkis- stjórn hafi sinnt þessum máium nægilega á því rúma ári, sem hún hefur setið að vöidum? — I stjórnmálaályktun SUSþingsins er lagður raunsær dómur á árangur ríkisstjórnar- innar f nokkrum málaflokkum. í sumum málum hefur ríkisstjórn- in nálgast markmið þau, sem hún setti sér í upphafi, en á öðrum sviðum er enn langt i land. Ekki hefur enn tekizt að draga veru- lega úr verðbólgunni og tekjur ríkisins hafa aukizt meir en tekjur einstaklinganna, þannig að hlutfallið er nú enn óhagstæðara en þegar stjórnin tók við. Þess ber þó að sjálfsögðu að geta, að ríkissjóður var stórskuldugur þegar stjórnin tók við og lítið svigrúm var til undirbúnings fjár- laga. Þessvegna var þá hægt að afsaka það, að Sjálfstæðisflokkn- um tækist ekki aó koma í gegn sjónarmiðum sínum við fjárlaga^ gerðina. Nú hefur ríkisstjórnin fengið nægan tíma þannig að fróðlegt verður að sjá útkomuna í næsta fjárlagafrumvarpi. Verði enn látið undan þrýstihópunum hækka fjárlögin og um ieið skattarnir, en slíkt eykur á mis- vægið í þessum efnum. — Er Samband ungra sjálf- stæðismanna sterk samtök í dag? — Sé miðað við önnur samtök af sömu gerð hérlendis eða við fyrri tíma, tel ég sambandið mjög sterkt. Ný félög hafa verið stofn- uð og félagsmannatalan eykst stöðugt. Þá gegna ungir menn margvíslegum trúnaðarstörfum í flokknum og fyrir hans hönd. Aukinn styrkur SUS stafar þó ekki sízt af því, að ungt fólk hefur hafnað „patent" lausnum öfga- hópa og telur áð víðsýn umbóta- stefna sé betur til þess fallin að móta betra þjóðfélag. — Áttu von á, að þessi þróun haldi áfram? — Meðal æskufólks í Evrópu hefur borið á eflingu lýðræðis- aflanna að undanförnu og slíkir straumar hafa án efa áhrif hér á landi. Til viðbótar þvi má geta þess, að í náinni framtíð batnar mjög öll félagsaðstaða okkar, þegar við flytjum inn i nýja Sjálf- stæðishúsið. Stjórn sambandsins hefur tekið höndum saman við minningasjóð um Ármann Sveins son en hann var eitt sinn fram- kvæmdastjóri SUS. Mun stjórn SUS innan' tíðar safna fjárfram- lögum til að koma upp upplýs- ingamiðstöð fyrir þá sem vinna vilja sjálfstæðisstefnunni brautargengi i þjóðfélaginu. Þar verður safnað saman á einn stað blöðum,bókum og timaritum sem innihalda greinar og ályktanir um stjórnmál. Við vonumst til þess, að ungt sjálfstæðisfólk sýni máli þessu skilning og standi einhuga með stjórninni í þessu máli sem öðrum. JM Alyktun um samdrátt í rík- isbúskapnum 130 ungir sjálfstæðismenn víðs vegar af landinu sóttu 23. þing SUS. 23. þing S.U.S. gagnrýnir harð- lega þá útþenslu ríkisbáknsins sem orðin er og telur að hún hafi í för með sér aukið miðstjórnar- vald, sem er ósamrýmanlegt þeirri frjálshyggju og valddreif- ingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur að leiðarljósi. Ríkisvaldið teýgir sig í auknum mæli inn á svið hins sjálfstæða atvinnu- reksturs og er samkeppnisaðili við einkaframtakið um vinnuafl og þjónustu. Ungir sjálfstæðismenn telja markvissan niðurskurð ríkisút- gjalda eitt alvarlegasta og brýnasta viðfangsefni sem núver- andi rfkisstjórn beri að fram- kvæma. t því sambandi vill þingið leggja áherzlu á eftirfarandi atriði: Fjárlög verði hlutfallslega mun lægri hluti þjóðartekna en nú er. Fjárlögin verði gerð sveigjan- legri en nú er og látin þjóna betur sem hagstjórnartæki. Er þetta einkum brýnt við það ótrygga ástand í efnahagsmálum, sem nú rfkir og krefst mjög ríkulegs að- halds í fjármálum rlkisins. Einfalda ber skattakerfið og herða skattaeftirlit. Stórlega verði dregið úr upp- bóta- og styrkjakerfi ríkisins og rannsóknir látnar fara fram á hagkvæmni ílandbúnaðinum með það fyrir augum að unnt verði að minnka niðurgreiðslur. Ríkisfyrirtæki, sem standa I beinni samkeppni við einkafyrir- tæki verði lögð niður eða breytt I almenningshlutafélög. Hefta ber ofvöxt í starfsmanna- haldi hins opinbera og afnema æviráðningar opinberra starfs- manna. GREINARGERÐ Útþensla rlkisbáknsins hefur meðal annars orðið til að rjúfa eðlileg tengsl hinna mismunandi þátta innan markaðskerfisins og brenglað stórlega verðmætaskyn almennings, sem í auknum mæli býr við margháttaðar niður- greiðslur og uppbætur án þess að gera sér grein fyrir raunkostnaði hinnar opinberu þjónustu. Samhliða almennum samdrætti I ríkiskerfinu og auknum verk- efnum sveitarstjórna og lands- hlutasamtaka á að hætta rekstri ýmissa ríkisfyrirtækja, sem standa I beinni samkeppni við einkafyrirtækin. Rétt er að minna á, að I allflestum tilvikum hefur ríkisrekstur reynzt óhagkvæmari en rekstur einstaklinga. Mörg nú- verandi verkefni rlkisins mætti annað hvort fela einstaklingum, fyrirtækjum þeirra eða bjóða út á hinum frjálsa markaði. Við stofn- un stóriðjufyrirtækja, þar sem visst frumkvæði verður að vera I höndum ríkisvaldsins, ber að kanna allar leiðir til að starfrækja þau sem almenningshlutafélög. Vegna hinnar öru verðbólgu- þróunar á Islandi og háskalegra afleiðinga hennar á kjör almenn- ings I landinu hefur athyglin æ meir beinzt að umsvifum i rlkis- búskapnum og leiðum til að draga úr opinberum útgjöldum. Er það eðlileg almenn krafa að strangs aðhalds sé gætt I rlkisrekstrinum, þegar versnandi efnahagur þjóðarinnar segir mjög greinilega til sín I lakari afkomu heimil- anna. Ungir sjálfstæðismenn telja að sjálfsögðu brýnt, að tímabundnar þrengingar leiði ekki til beinnar afturfarar I mikilvægum sam- eiginlegum hagsmunamálum þjóðarheildarinnar eins og góðri menntun landsmanna eða heil- brigðisþjónustu. Þó verður áj)ess- um sviðum eins og öðrum að hafa hliðsjón af stöðu efnahagsmála landsins hverju sinni og auka sveigjanleika I ákvörðunum um opinberar framkvæmdir og rekstur eftir árferði en hafa ekki hvort tveggja jafnrígbundið I lög- gjöf eða framkvæmdaáætlunum og nú tíðkast. Fjárlög á að binda við mun lægra hlutfall af þjóðartekjum en nú er gert og ástæða er til að skora á alþingismenn að taka á fjárlagagerð af fullri ábyrgð og líta raunsætt á hagsmuni þjóðar- innar allrar. Ungir sjálfstæðismenn taka undir þau sjónarmið, að á erfið- leikatlmum eins og nú sé fráleitt að ætla atvinnuvegunum að axla enn þyngri byrðar vegna aukinna kaupkrafna, heldur eigi kjara- bætur að felast I lægri sköttum og samdrætti I opinberum fram- kvæmdum og rekstri. Ljóst er, að óvissan um þróun efnahagsmála knýr á um nauðsyn þess að fjárlög rfkisins séu tekin til rækilegri endurskoðunar á fjárhagsárinu en almennt hefur tíðkast I fjármálastjórn rikisins. Reynslan, sem fékkst af tilraun- um til niðurskurðar opinberra framkvæmda vegna efnahagsráð- stafana rfkisstjórnarinnar á síðastliðnu vori hefur sýnt að til raunhæfari aðgerða þurfi að grlpa en þeirra, sem fjárveitinga- nefnd Alþingis viðhafði við með- ferð málsins. Leita verður annarra úrræða og skal í því sam- bandi bent á aukið frumkvæði ríkisstjórnarinnar og skipun utanþingsnefndar, sem þing- flokkarnir tilnefni fulltrúa I. Veita ber opinberum stofnun- um og forstöðumönnum þeirra aukið aðhald. A undanförnum ár- um hafa farið fram athuganir sér- skipaðra nefnda á rekstri nokk- urra stærstu ríkisstofnana og til- lögum um hagræðingu skilað í framhaldi af þeim. Lítið virðist hafa farið fyrir aðgerðum I anda niðurstaðna þeirra athugana. Ríkisstjórn undir forystu sjálf- stæðismanna ber að hafa for- göngu um ráðdeild I ríkis- búskapnum, framkvæmdir, ákvarðist með tilliti tii efna og ástæðna, sparnað I rekstri og gagngera endurskoðun á starfs- mannahaldi, opinberra stofnana. Markvissar aðgerðir að þessu leyti eru meðal mikilsverðustu stefnumála sem kjósendur Sjálf- stæðisflokksins hafa ætlað núver- andi ríkisstjórn að hafa forgöngu um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.