Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 23
UHHORF MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 23 Ályktun urn jafnréttismál Þing S.U.S. leggur sérstaka áherzlu á jafnrétti og jafnstöðu karla og kvenna. í samræmi við mannréttinda- stefnu Sjálfstæðisflokksins teljum við, að stefna beri að samfélagi þar sem hver einstaklingur fái tækifæri og frelsi til að þróa og nota hæfi- leika sína og krafta. Gildi hins alþjóðlega kvenna- árs S.Þ. er fyrst og fremst fólgið í því að opna augu fólks og auka skilning þess á málefn- um sem varða konur sérstak- lega og þá ekki síður fjölskyld- una og þjóðfélagið í heild. Þing S.U.S. tekur undir það álit „Nefndar S.Þ. um stöðu kvenna“ að, fullvíst megi telja að eigi þjóð að þróast á sem farsælastan hátt, sé óhjákvæmi- leg full þátttaka bæði karla og kvenna í stjórnmála-, félags-, fjárhags- og menningarlífi þeirra. Þetta á ekki síður við í öllu alþjóðlegu samstarfi. Jafnrétti — Jafnstaða: Stuðla ber að fullu jafnrétti karla og kvenna í lagasetningu alls staðar þar sem slíkt er ekki þegar fyrir hendi. Stuðlað verði að jöfnum rétt- indum og ábyrgð innan fjöl- skyldunnar og heimilisins með því að vekja fólk til vitundar um og viðurkenningar á að karl og kona hafi sömu réttindi og skyldur gagnvart sjálfum sér sem einstaklingi, gagnvaít börnunum sem foreldri og gagnvart þjóðfélaginu sem borgari. Huga skal gaumgæfi- lega að velferð barna og áherzla lögð á mikilvægi heimilisins. Að tryggja eftir því sem kostur er að konur jafnt sem karlar taki fullan þátt í ákvarðanatöku og stefnumótun bæði á innlendum og alþjóðleg- um vettvangi. Leiðir til jafnréttis: Bæta þarf og jafna aðstöðu kynjanna til náms og mennt- unar. Hvetja þarf konur til að notfæra sér möguleika sína til menntunar m.a. með virkri námskynningarstarfsemi. Nauðsynlegt ér að I öllu al- mennu námi felist undirbún- ingur undir hjúskap og fjöl- skyldulíf til að auka skilning á eðli hjónabands, réttindum þess og skyldum, ásamt þeim ólíku viðhorfum og lifnaðar- háttum sem slfkt hefur í för með sér fyrir allan þorra fólks. Éndurmeta ber hina hefð- bundnu verkaskiptingu karla og kvenna, jafnt gagnvart upp- eldi barna, heimilisstörfum og á öðrum sviðum þjóðlífsins. Stefna ber að fæðingarfríi sem geri báðum foreldrum kleift að hafa sem nánust af- skipti af börnum sínum á hinum fyrstu og þýðingarmiklu mánuðum æfi þeirra. Viðurkenna ber uppeldislegt gildi dagvistunarheimila og rétt barna til að njóta þeirra. Stuðla ber að hagkvæmni í byggingu og rekstri þessara heimila. Stuðla ber að því, að 7. grein laga um skólakerfi nr. 55/1974 verði að veruleika. En hún hljóðar svo: í öllu starfi skóla skulu konur og karlar njóta jafnréttis i hvívetna, jafnt kennarar sem nemendur. Nauðsynlegt er að endur- skoða viðhorfamótandi efni skólabóka með tilliti til jafn- réttis kynjanna og tryggja öllum samskonar kennslu á skyldunámsstigi. 23. þing S.U.S. leggur áherzlu á að jafnrétti og jafnstaða karla og kvenna stuðlar að bættu og auknu gildi mannlegs lffs. Alyktun um sjávarútvegsmál 23. þing S.U.S. ályktar að nú þegar þurfi að gera stórfelldar breytingar á rekstrartilhögun í sjávarútvegi. Reynsla undan- farinna ára hefur leitt I ljós margar brotalamir í núverandi skipulagi. Er nú svo komið, að stór hluti af fyrirtækjum er að gjaldþroti kominn og aðeins haldið gangandi með vafa- sömum bráðabirgðaráðstöf- unum. Núverandi sjóðakerfi hefur leitt það af sér að þeir sem afla mikilla verðmæta njóta þess aðeins í litlum mæli, en ýmsir aðrir sækja sífellt fé í hina ýmsu sjóði. Þessu þarf tafarlaust að breyta með því að leggja þetta kerfi niður, og að- eins viðhalda þeim sameigin- legum sjóðum, sem stuðla að frjálsu framtaki í anda sjálf- stæðisstefnunnar. Þingið telur mjög varasamt að á sama tíma og sum fyrir- tæki ramba á barmi gjaldþrots, þá eru vextir hækkaðir og láns- tími styttur hjá fjárfestingar- sjóðum sjávarútvegsins. Þingið telur, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi að hafa forystu um þessar breytingar. Endurskoðun sveitarstiórnarlaga XXIII. þing S.U.S. ályktar: 1. Að endurskoðun laga um sveitarfélög og tekjustofna þeirra verði hraðað sem mest má verða. Þingið leggur áherslu á nauðsyn þess, að endurskoðun ofannefndra laga verði tekin afstaða til atriða svo sem verkaskiptingar rfkis og sveitarfélaga og hlutverks landshlutasamtaka og sýslu- félaga. Þingið varar sérstak- lega við þvf, að ofannefndir þættir séu afgreiddir hver fyrir sig án samhengis við aðra, þar sem þá sé hætta á misræmi sem nú þegar sé farið að gæta. 2. Að við endurskoðun löggjafar um sveitarfélög og tekjustofna þeirra, ásamt setningu laga um landshlutasamtök og endurskoðun lagaákvæða um sýslufélög, verði þess gætt að sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið en ekki skert. 3. Að þegar fastmótaðar tillögur liggja fyrir verði þær kynntar fyrir sveitarstjórnarmönnum og öðrum borgurum á fundum í héruðum. Greinargerð Megininntak ályktunarinnar er að allir þættir, sem snerta um- ræddar stjórnsýslustofnanir þ.e. sveitarfélögin, séu skoðaðir í heild sinni í samhengi, en ekki sitt í hvoru lagi. Með því að lög- festa einn þáttanna án samræm- ingar við aðra er þeirri hættu boðið heim, að sá þáttur sé notaður sem grundvöllur við endurskoðun annarra þátta. Það getur að sjálfsögðu farið svo, að það valdi engum vanda, en hættan á hinu er meiri, þar sem um mjög viðamikinn málaflokk er að ræða. Það er yfirlýst stefna Sjálf- stæðisflokksins að auka beri sjálf- stæði og fjárhagslegt sjálfsfor- Alyktun um kjördæmamálið 23. þing Sambands ungra sjálfstæðismanna telur mjög brýnt, að sem fyrst verði fram- kvæmdar breytingar á kjör- dæmaskipaninni, sem leiði til jöfnunar á atkvæðisrétti borg- aranna. Jafnframt ályktar 23. þing Sambands ungra sjálfstæðis- manna að vinna beri að breyt- ingum á núverandi kosninga- fyrirkomulagi með það að markmiði að komið verði á blönduðu kerfi persónubund- inna kosninga í einmennings- kjördæmum og hlutfallskosn- inga í stórum kjördæmum. Er þá gert ráð fyrir, að helmingur þingmanna verði kjörinn í ein- menningskjördæmum og hinn helmingur þeirra með hlutfalls- Fjármál stjórn- málaflokkanna XXIII. þing S.U.S. hvetur forystu stjórnmálaflokkanna, að þeir geri opinberlega grein fyrir f jármálum sfnum og f jár- öflunarleiðum. Jafnframt beinir S.U.S. þvf til þingmanna Sjálfstæðis- flokksins, að þeir beiti sér fyrir þvi að sett verði sem fyrst löggjöf um fjármál stjóriwnálaflokkanna. kosningu eftir listaframboði I hinum einstöku stærri Iands- hlutakjördæmum. I þessu kosningakerfi felst: a) að landinu öllu verði skipt upp I 30 nokkurn veginn jafnstór einmenningskjör- dæmi, hvað snertir íbúatölu innan þeirra. b) að núverandi kjördæma- mörkum verði haldið, en vægi atkvæða innan þeirra jafnað með fjölda kjörinna þingmanna. c) að atkvæði kjósanda verði tvíþætt eða tvöfalt. Annars vegar gildir annað atkvæðið gagnvart kjöri eins fram- bjóðanda í einmennings- kjördæmi kjósanda, en hitt atkvæðið höfðar til fram- boðslista í landshlutakjör- dæmi hans. d) að einfaldur meirihluti at- kvæða ráði kjöri þing- manna úr einmenningskjör- dæmi en hlutfallsatkvæða- magn um þingmanna af list- um í landshlutakjör- dæmum. e) að hvort heldur stjórnmála- flokkar eða einstaklingar geti, að uppfylltum settum skilyrðum, staðið að fram- boði f einmenningskjör- dæmi. ræði sveitarfélaga. Þeirri stefnu verður ekki framfylgt nema sam- skipti ríkis og sveitarfélaga verði einfölduð, að sameiginlegum verkefnum þeirra verði fækkað og möguleikar sveitarfélaga til tekjuöflunar verði í samræmi við verkefni þeirra. Sem dæmi iim þann vanda sem skapast af samhengislausum að- gerðum i þessum málum, má nefna setningu grunnskólalag- anna. Þar er ákvæði um að lands- hlutasamtök sveitarfélaga skuli bera verulegan hluta kostnaðar við rekstur fræðsluskrifstofu i hverju umdæmi. Þetta ákvæði er sett án tillits til þess, að ofan- nefnd samtök hafa enga tekju- stofna til að mæta auknum út- gjöldum. Það skal tekið fram, að það er yfirlýstur vilji sveitar- stjórnarmanna um land allt að valdið skuli flutt út í héruðin, en þar sem ágreiningur er uppi um hlut landshlutasamtaka í þeirri þróun, þótti nauðsynlegt að lög- festa heimild til handa samtökun- um til skattlagningar á sveitar- félög. Þessa heimild átti að lög- festa án tillits til þess, hvað heildarendurskoðun löggjafar um sveitarstjórnir leiddi í ljós um æskilega þróun landshlutasam- takanna. Hin mikla nauðsyn til þess að endurskoða tekjustofna sveitar- félaga, er til komin vegna hinnar öru þróunar sem átt hefur sér stað í svo til öllum þáttum þjóð- lífsins. ör þróun og auknar kröf- ur þar af leiðandi, í málaflokkum eins og heilbrigðismálum, skóla- málum og umhverfismálum, gera Framhald á bls. 31 Ekki verði samið umneinar veiðiheimildir innan 50 mflna l íll Alyktun um landhelgismál 23. þing SUS lýsir yfir fullum og einörðum stuðningi við bar- áttu þjóðarinnar fyrir fullum og óskoruðum yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu. Jafnframt minnir þingið á nauðsyn þess, að sem fyrst verði gerð áætlun um verndun og nýtingu fiskstofnanna um- hverfis Iandið. Þingið bendir á, að þjóðir sem stundað hafa veiðar við landið, hafi þegar fengið tals- verðan umþóttunartíma til að laga fiskveiðar sínar að breytt- um aðstæðum vegna afdráttar- lausrar stefnu íslendinga i landhelgismálum og þróunar i hafréttarmálum. Komi til samninga um veiði- heimildir erlendra fiskiskipa innan 200 milna markanna er það krafa þingsins, að eftir- töldum skilyrðum sé fullnægt: 1) Samningsaðilar viðurkenni rétt Islands til 200 mílna fiskveiðilögsögu. 2) Ekki verði samið um neinar veiðiheimildir innan 50 milnanna og dregið verði stórlega úr aflamagni er- lendra skipa. 3) Islendingar fái veiði- heimildir i fiskveiðiland- helgi samningsþjóðanna. 4) Samningar verði til skamms tima og falli sjálfkrafa úr gildi verði 200 milur að alþjóðalögum. 5) Tollasamningar Islands við Efnahagsbandalagið komi þegar til framkvæmda. 6) Afnumdir verði ríkisstyrkir til veiða erlendra skipa á islandsmiðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.