Morgunblaðið - 23.09.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
31
Lilja Guðnadóttir
- Kveðja
Lilja Guðnadóttir andaðist 15.
þ.m. Hún var fædd að Ljótarstöð-
um í Austur-Landeyjum 29. apríl
1902, dóttir hjónanna Guðrúnar
Magnúsdóttur og Guðna Þórðar-
sonar, sem þar bjuggu. Hún var
yngst sinna systkina, en þau voru
Guðný, gift Guðjóni Sigurðssyni,
Þórður, skólastjóri, Árni,
magister og Marta, gift Jóni Berg-
steinssyni. Á lífi er aðeins Guðný.
Föður sinn missti hún barn að
aldri. Eins og algengast var þá,
var ekki um annað áð ræða en að
leysa upp heimilið. Eldri systkin-
in urðu að bjarga sér með hjálp
góðra manna, en Lilja var í hús-
mennsku með móður sinni.
Síðan tóku við algeng störf, en
lengst vann hún sem starfsstúlka
á Landspítalanum. Hún bjó ætíð
einsömul og hennar helzta tóm-
stundarstarf voru hannyrðir.
Eftir hana liggur fjöldi fagurra
muna, sem hún gerði.
Síðastliðin 15 ár var hún sjúkl-
ingur og dvaldi þann tima á
sjúkrahúsum. Aldrei heyrðist
— Ef við
hefðum . . .
Framhald af bls. 25
verður erfitt að reka iðnað úti á
landi nema samgöngurnar séu í
góðu lagi.“
SJUKRAHÍJS í tilefni
LANDNÁMSAFMÆLIS
Bygging sjúkrahúss á Ölafsfirði
hefur Iengi verið á döfinni, en á
síðasta ári setti bæjarstjórnin sér
það markmið að hraða byggingu
þess til þess að halda upp á 1100
ára afmæli landnáms á Islandi.
Þetta verður stórt hús og verða
þar undir einu þaki sjúkrahús,
elliheimili og heilsugæzlustöð.
Gagnfræðaskólahús er í bygg-
ingu og Ásgrímur lagði mikla
áherzlu á þýðingu þess, að tekið
var að útskrifa gagnfræðinga á
Ölafsfirði fyrir nokkrum árum.
„Þetta hefur sennilega orðið til
þess, að allir yrðu gagnfræðingar
hér og það var mjög til bóta að
hafa unglingana heima við námið,
en ekki í heimavistarskólum
annars staðar. Það hefur verið
mikil barátta fyrir minni staðina
eins og Ólafsfjörð að halda í unga
fólkið I samkeppninni við þétt-
býlisstaðina. Við megum ekki
slaka á í þeirri baráttu í eitt ár —
þá er voðinn vís. En peningar eru
vart fyrir hendi, því að útsvars-
tekjur eru smáar. Þó hefur
batnað skilningur hins opinbera á
gildi aðstoðarinnar við þessa staði
og ég vona að þar verði framhald
á. Ef minni staðirnir fá ekki næga
aðstoð hins opinbera og viður-
kenningu á, að ekki sé nóg að
halda bara í horfinu í örri þróun
og harðri samkeppni, þá er
voðinn vís.“
Undir lok samtalsins var
Ásgrfmur spurður hvort það væri
eitthvað öðru fremur, sem honum
þætti ánægjulegast að minnast
frá bæjarstjóraferli sfnum. Hann
sagði:
„Það málefni, sem ég hefði
alltaf viljað vinna meira að en
þótti fært, var að aðstoða þá, sem
áttu erfitt. Margir áttu við mjög
þröngan kost að búa, þó að nær
aldrei kæmi fyrir að þeir bæðu
um bæjarstyrk, og mér þykir
alltaf ánægjulegast að minnast
þess, er ég gat veitt þeim ein-
hverja aðstoð i nafni bæjarins.“
Það hefur aldrei þótt auðvelt
starf að vera bæjarstjóri, hvorki á
Ólafsfirði né annars staðar, og 29
ár eru mjög langur tími i slíku
starfi. En lítt hefur hægzt um hjá
Ásgrími, því að hann er nú fram-
kvæmdastjórí Hraðfrystihúss
Ólafsfjarðar og því enn f miðri
hringiðu athafnalífsins á Ólafs-
firði. I lok samtalsins við frétta-
mann Morgunblaðsins sagði hann
um langan feril sinn i bæjar-
stjórastarfinu:
„Ég kom að þessu alveg óreynd-
ur, en þegar ég lít um öxl, þá get
ég sagt, að ég á konu minni, Helgu
Sigurðardóttur, mest að þakka, að
mér tókst það sem mér tókst.“
— sh.
hún mæla æðruorð vegna veik-
inda sinna. Ef spurt var um líðan
hennar, var svarið alltaf hið
sama: „Ég hefi það ágætt“. Alltaf
var hún jafn þakklát starfsfólki
sjúkrahúsanna, sem hjúkraði
henni.
Við systkinin eigum margar
minningar um góða frænku, sem
lét sér svo ákaflega umhugað um
okkur. Fyrir það erum við þakk-
Iát. Sjúkdómur hennar kom í veg
fyrir það, að börn okkar fengju að
njóta þess sama. Þau verða að láta
sér nægja frásagnir okkar af
mannkostum Lilju.
Þórður H. Jónsson.
Settur aðstoð-
arforstjóri
MATTHlAS Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, hefur nýlega sett
Jakob Jakobsson, fiskifræðing,
aðstoðarforstjóra Hafrannsókna-
stofnunarinnar. Jakob er fæddur
í Neskaupstað árið 1931. Hann
varð stúdent frá MR 1952, og lagði
siðan stund á náttúrufræði með
fiskifræði sem sérgrein við
háskólann í Glasgow og Iauk
þaðan prófi 1956. Sama ár tók
hann til starfa hér heima og hefur
unnið að fiskrannsóknum
síðan. Jakob hefur fyrst og fremst
annazt sildarrannsóknir.
r
— Alyktun
Framhald af bls. 23
það að verkum að tekjumögu-
leikar sveitarfélaga eru ekki í
neinu samræmi við framkvæmda-
þörfina.
í upphafi voru sýslufélögin
hugsuð sem samstarfsvettvangur
sveitarfélaga og hafa gegnt því
hlutverki að sumu leyti, en í
meginatriðum hafa þau þróast
yfir í stjórnsýslustofnanir, sem
taka ákvarðanir að mestu án sam-
ráðs við hinar einstöku sveitar-
stjórnir. Þess vegna er nauðsyn-
legt, þegar lögfesta á hlutverk
landshlutasamtaka í stjórnsýslu-
kerfinu að einnig sé athugað
hvert hlutverk sýslufélaganna
skuli vera. Þetta er eitt dæmið
enn um nauðsyn þess, að mála-
flokkurinn, sveitarstjórnarmál, sé
endurskoðaður í heild sinni en
ekki í hlutum.
Það er ljóst, að aðeins fámenn-
ur hópur manna kemur til með að
vinna að samræmingu og endur:
skoðun þessa málaflokks, og er
því hætta á, að ekki komi fram öll
þau sjónarmið, sem skipt geta
máli. Þess vegna er nauðsynlegt,
að allar tillögur verði vel kynntar,
en í þvi sambandi má benda á þau
vinnubrögð sem viðhöfð voru við
kynningu á frumvarpi til laga um
grunnskóla, þar sem nefndar-
menn sátu fyrir svörum á fundum
f héruðum.
AUOI.VsiNfiASÍMINN ER;
^»22480
íRoröimhTnöih
Málverkasýning
Akureyri 20. sept.
BJARNI Jónsson listmálari
opnaði málverkasýningu í Hlíðar-
bæ í Glæsibæjarhreppi s.l.
fimmtudagskvöld og verður hún
opin til sunnudagskvölds til
klukkan 22. Bjarni sýnir þar 83
myndir, olíumálverk og
teikningar.
— Sv.P.
Fylgi Venstre
hefur minnkað
Kaupmannahöfn, 22.
september.
NTB.
FYLGI sósíaldemókrata hefur
aukizt úr 29,9% í kosningunum í
janúar, um 3.1% í 33%, sam-
kvæmt skoðanakönnun f Jyllands-
Posten.
Fylgi flokks frjálslyndra,
Venstre hefur minnkað úr 23,3%
um 5,3% í 18%. Fylgi kommún-
ista hefur minnkað úr 4.2% í 2%
svo vafasamt er hvort þeir koma
manni á þing.
45% eru á móti aðild að Efna-
hagsbandalaginu, 41% eru fylgj-
andi en 14% taka ekki afstöðu
samkvæmt skoðanakönnun í Ber-
linske Tidende.
Flýði í
flugvél
Hamborg, 22. september. Reut-
er.
AUSTUR-þýzkur flugmaður flaug
frá Austur-Þýzkalandi um helg-
ina í sportflugvél, lenti henni á
FuhlsbUttel-flugvelli f Hamborg
og bað um landvistarleyfi. Hann
virðist ekki hafa orðið fyrir skot-
hríð á landamærunum.
DRALON-BABY DRAiON-SPORT
GRETTlS-GAvRN C1007-ull)
GRILON-GARN GRILON-MERINO
CEFJUN AKUREYRl <
Hérer
það allt—
prjónarnir, karfan og
Gefjunar
Jasmine
svefnsófinn
Hvort heldur sem er:
Fallegur sófi eða tvíbreitt rúm.
Breidd: 170 cm, dýpt: 91 cm,
hæð: 80 cm. Rúm: 135x190 cm.
Hjá okkur er úrvaíiÓ af svefnhúsgögnum