Morgunblaðið - 23.09.1975, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
fclk í
fréttum
ítalskir
gestir hér
+ Um 7 milljónir ferðamanna
hafa f sumar heimsótt
„Gullnu ströndina" LIGNANO
SABBIADORO. Þessi ferða-
mannaparadfs nýtur mikillar
hylli íslendinga. Sfðastliðin tvö
sumur hafa utn 5000 tslending-
ar eytt sumarleyfi sfnu þar á
vegum Ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar. Hafa þeir notið þar
ágætrar fyrirgreiðslu þjónustu-
fyrirtækja og opinberra aðila,
sem jafnframt vilja stuðla
að auknum gagnkvæmum
viðskiptum á sviði ferðamála.
Á næsta vori og sumri er
væntanlegur til Islands stór
hópur Itala. Auk baðstrandar-
ferða til Lignano eru ráðgerðar
á vegum Utsýnar sérstakar
fræðsluferðir til helztu listmið-
stöðva Italfu Rómar, Florenz,
Pisa, Ravenna, Feneyja og
Milano, og þátttakendum gefst
kostur á að kynnast meistara-
verkum myndlistarinnar og
ftalskri tónlist.
Til undirbúnings þessum
gagnkvæmu viðskiptum var hér
á ferð f vikunni sem leið hópur
ftalskra framámanna embættis-
manna og foryztumanna á sviði
ferðamála. Þeir skoðuðu
Reykjavík og merkisstaði
sunnanlands þágu auk þess boð
Reykjavfkurborgar, samgöngu-
málaráðuneytis og forseta
Islnads. 1 viðtölum við þá kom
fram að Islendingar eru f tölu
vinsælustu gesta f Lignano,
baðstaðnum með 230 þúsund
gistirúm, 8 km langa sand-
strönd, fjölskrúðugur blóm-
gróður og fjölda merkisstaða er
þar á næsta leiti. Á myndinni
hér að ofan sem tekin var f
Austurstræti eru frá vinstri: G.
Romano, forseti ferðamálaráðs
Norður-ltalíu Trieste, E.
Milocco, arkitekt, Lignano, dr.
D. Spaziante, rfkisstjóri, Udine,
A. Giusto, f ferðamálaráði
Lignano, Ingólfur Guðbrands-
son, forstjóri Utsýnar Dr. E.
Zatti, borgarstjóri Lignano, M.
Di Girolomo, kvikmyndahöf-
undur, Lignano, dr. M.
Topavoc, forstjóri SVET,
Lignano, dr. Montrone, forseti
borgarstjórnar Lignano.
+ Elton John þykir
góður vinur. Á þessu ári
hefur hann gefið um-
boðsmanni sfnum úr sem
metið er á 11 millj. kr.
lystisnekkju sem kostaði
um 30 milljónir kr og
veðhlaupahest sem
kostaði 2 milljónir.
... Sagt er að Christina
Onassis sé að byggja 300
milljón króna hús f nánd
við grafreit föður síns á
eynni Skorpios.
+ Nýskipaður sendiherra Ungverjalands hr. Janos Lörencz-Magy
og nýskipaður sendiherra Indlands, dr. K.S. Shelvankar, afhentu
forseta Islands trúnaðarbréf sfn fyrir skömmu, að viðstöddum
utanríkisráðherra, Einari Ágústssyni.
Að venju þágu sendiherrarnir sfðdegisboð forsetahjónanna ásamt
nokkrum fleirum gestum.
UANS
Innritun
stendur yfir
í síma 84750
frá ki. 10—7
KENNUM
YNGST
2ja ÁRA
Kennt ^
veröur:
Barnadansar
Táningadansar
Stepp Jazzdans
Samkvæmis- og
gömlu dansarnir
Jutterbug og rokk
Kennslu-
staðir
Safnaöarheimili
Langhoitssóknar
Ingólfskaffi
Breiöholt II
Seljahverfi
Rein, Akranesi
Samkomuhúsiö,
Borgarnesi
D.S.Í.
Heimsfrægar glervörur, kunnarfyrir lisffenga hönnun
og frumlegt útlit. littala glervörur eru ein
fallegasta tækifærisgjöf, sem hægt er að hugsa sér.
Komið og skoðið úrvalið í verzlun okkar.
HUSGAGNAVERZLUN
KRISTIÁNS SIGGEIRSSONAR HF.
Laugavegi 13 Reykjavík sími 25870