Morgunblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 23.09.1975, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975 Sagan af töfra- bandinu bláa verðum að vera komin yfir ásinn, áður en orðið er dimmt.“ Svo héldu þau áfram um stund, en þegar þau voru komin nokkuð langt upp á ásinn, miðja vegu eða vel það, varð kerlingin þreytt og vildi Ieggjast fyrir og hvfla sig. „Góða fóstra mín“, sagði drengurinn, „má ég fara upp á fellið það arna og vita hvort ég sé ekki til mannabyggða?“ Það var honum leyft, og þegar hann kom upp á hæðina, sá hann ljósbjarma þar rétt fyrir handan. Hann hljóp aftur til kerlingar fóstru sinnar: „Við verðum að halda áfram, fóstra, það er ekki langt til mannabyggða, því ég sé ljós hér rétt fyrir norðan.“ Hún upp, þreif malpokann og vildi koma með honum og sjá, en þau höfðu ekki gengið lengi, er þau komu að þver- hnýptu bergi. „Þetta grunaði mig“, sagði kerlingin, „nú komumst við ekki lengra, það er líklegast best að leggjast fyrir hérna“. En drengur tók kerlinguna undir aðra hendina og pokann undir hina og hljóp með þau upp klettana. „Nú geturðu séð, að það er ekki langt til mannabyggða, sérðu ljósið þarna?“ En kerla sagði, að þetta væru engar mannabyggðir, það hlytu að vera tröll, því hún sagðist þekkja sig vel á þessari heiði, og gætu engir menn búið þar sem ljósið var, og yfirleitt hvergi þar um slóðir, fyrr en færi að halla norðuraf. Þegar þau höfðu gengið nokkra stund, komu þau að stórum rauðmáluðum bæ. „Hér þorum við ekki inn, hér búa bergþursar", sagði kerling. „Jú, inn förum við, þar sem er ljós, þar er líka fólk“, sagði drengurinn. Hann gekk inn og kerlingin á eftir, en það leið yfir hana um leið og dyrnar opnuðust, því þá sá hún risavaxinn mann sitja þar inni. „Sæll vert þú, frændi“, sagði drengurinn. „Hér hefi ég nú setið í þrjú hundruð ár, og aldrei hefir neinn sagt frændi við mig,“ sagði maðurinn sem inni sat. Drengur settist nú við hliðina á mann- inum og tók að spjalla við hann, eins og þeir væru gamlir kunningjar. „En hvernig fór með hana fóstru þína?“ sagði maðurinn, þegar þeir höfðu ræðst við góða stund. „Mér sýndist líða yfir hana. Ætli það sé ekki best, að þú lítir til hennar?“ Piltur fór út, tók kerlinguna og dró hana inn eftir gólfinu. Við það rankaði DRATTHAGI BLÝANTURINN Hef ég ekki margsagt við þig að dusta af fótunum áður en þú kemur uppf. Snúlii er enn uppi f trénu, en mér tókst að bjarga kisu. STGrfúND ->í Kvikmyndahandrit að morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 53 — Og hver er hún? — Hver barnaði Mariettu Shaw! David lá lengi vakandi næsta morgun áður en hann kom sér á fætur. Hann læddist að baðher- berginu og hélt að Diane væri sofandi. Þá kom hann auga á miða sem var festur við svefn- herbergisdyr hennar og þar stóð: „Ég gal ekki fengið af mér að vekja yður. Nýlagað kaffi á elda- vélinni. Látið eins og þér séuð heima hjá yður. Ég fór út f embættiserindum." Ja, fjárinn sjálfur. Hafði hún ekki verið að tala um að hún ætti frf f dag, laugardag? Þegar hann kom út f eldhúsið, varð hann enn meira undrandi. A eldhúsborðinu lá morgunblaðið og aðalfyrirsögnin á forsíðunni stökk bókstaflega á móti honum: „HIN FRÆGA MYRTA LEIK- KONA JARÐSETT 1 NEW YORK.“ „Margir höfðu vonast eftír þvf að jarðarfór Mariettu Shaw myndi fara fram f Hollywood þar sem hún starfaði árum saman, en nú hefur verið ákveðið að hún verði jarðsungin f New York, svo að veikburða móðir hinnar látnu geti verið við útförina. Móðirin er búsett f Pennsylvanfu.Búizt er við að fjöldi frægra lcikara taki sér ferð á hendur til að vera við útför hinnar frægu stjörnu, en morðið á henni er enn óupplýst. Er búizt við gffurlegum mannfjölda til athafnarinnar og iögreglan mun hafa viðbúnað ... framhald á bls. 19.“ David blaðaði upp á sfðu nftján, en komst aldrei svo langt. Undr- un hans yfir þvf að sjá að fram- haldið af fréttinní var í lefkhús- sfðunni hvarf f skuggann fyrir þeirri reiði sem greip hann þegar hann kom þar auga á hálfsfðu auglýsingu fyrir ofan framhald jarðarfararfréttarinnar: „Marietta Shaw í „Blóðsugan fagra frá Venables IIall.““ Neðst til hliðar stóð með örsmáu letri. Crown Pietures mynd. David neitaði að trúa þvf að Jarius Kroneberg stæði á bak við þetta. Hann hafði verið gersam- lega niðurbrotinn maður vegna dauða hennar, og hafði litið á hana sem dóttur sina. Það var gersamlega óhugsandi að Krone- berg gæti gert sér upp sorgina. Og hvernig gat hann þá lagt hlcssun yfir það að jarðarför cftirlætis- leikkonunnar hans var notuð scm auglýsing fyrir þessa viðbjóðs- legu hryllingsmynd? Gat hugsast að JK hefði ekki haft hugmyrtd um þetta? Að því hefði verið komið f kring án hans vitundar og samþykkis? Þetta bar keim af framtakssemi Ronalds Gibbons, sem aldrei myndi skirrast við að nota slík meðöl sér til fram- dráttar. Og hvar kom Hagen inn f þetta mál? Kannski hafði hann fengið leyfi hjá eiginkonu Krone- bergs og dóttur, sem höfðu áreiðanlega ekki sérstaka ást á Mariettu Shaw. Það var hreint ckki útilokað að þær yrðu að taka ákvarðanir mæðgurnar, þar sem hann vissi ekki betur en JK gamli væri stöðugt undir læknlshendi. Hvað hafði orðið til þess að Ilagen dirfðist að opinbera á svo augljósan hátt peningagræðgi sfna? Atti hann kannski hluta- bréf f Crown Pictures? Þetta varð hann að rannsaka betur og eínnig væri ekki úr vegi að kanna hetur f járhag fyrirtækis Hagen sjálfs. Nei, þetta kom engan veginn heim og saman, hugsaði David. Þessi peningagræðgi Hagcns hreinsaði hann einnig af öllum grun: þeir peningar sem hann gat grætt á þessari sjúklegu auglýs- ingabrellu voru smámunir f samanburði við þær fjárhæðir sem hann hefði grætt ef Marietta hefði ekki verið myrt og hcfði þess f stað snúið aftur til kvik- myndahorgarinnar. Marietta Shaw hafði rckið Hagen á dyr f eitt skipti, tekið hann sfðan f sátt og síðan sparkað honum öðru sinni. Ekki var fráieitt að hugsa sér að það hefði endurtekið sig eina ferðina enn. En hvað nú ef hún hefði samt sem áður ekki tekið hann f sátt f þetta skipti, þrátt fyrir hans mikla hjálparstarf í hennar garð, þegar hún fór að fcta sig upp á við á nýjan leik. Var hugsanlegt að hún hefði þá sagt skilið við hann f eitt skipti fyrir öll? Hvers vegna hefði Hagen átt að hringja á mánudagskvöld og láta eins og hann væri Talmcy? Hann hefði verið sá fyrsti tíl að vita að ■upp myndi komast um það strax næsta’ dag hver myrta konan var f raun og veru. Að þvf frátöldu að þetta varð til að beina grunsemd- um að Talmey — en það var held- ur vafasöm gerð, þegar á heíidina var litið — en hver gat tilgangur- inn hafa verið annar? Hvers vegna hefði hann átt að vera svona áfjáður f að fá lögregluna til að halda að Talmey værí á Iffi? Já, en ÞAÐ var cinmitt kjarni málsins! Tilgangur morðingjans var að lögreglan tryði þvf að Talmey væri enn á Iffi! Það var

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.