Morgunblaðið - 23.09.1975, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1975
39
Kissinger hjá S.Þ.:
„Verðum að grípa tæki-
færin meðan þau gefast,,
Sameinuðu þjóðunum,
22. september. Reuter — AP.
HENRY Kissinger utanrfkisráð-
herra Bandarfkjanna flutti ræðu
á Allsherjarþingi S.Þ. f dag, þar
sem hann lýsti þvf yfir að hann
væri reiðubúinn til að hefja
samningaumleitanir um bráða-
birgðasamkomulag milli tsraels
og Sýrlands um Gólanhæðir. Þá
lagði utanrfkisráðherrann til að
Mótmæla
dauða-
dómnum
á Spáni
HÖPUR járniðnaðarmanna,
sem vinnur við Sigölduvirkj-
um hefur sent ríkisstjórn
Spánar mótmælaályktun
vegna dauðadóma, sem kveðn-
ir hafa verið upp yfir Böskum
og fleiri andófsmönnum á
Spáni. 1 fréttatilkynningu frá
járniðnaðarmönnunum segir
að þeir krefjist ennfremur að
öllum pólitískum föngum verði
sleppt úr fangelsi.
Dræm
kjörsókn
PRESTKOSNINGAR fóru
fram í Nesprestakalli á sunnu-
daginn. Kosningaþátttaka var
dræm, 47% þeirra sem voru á
kjörskrá greiddu atkvæði og
telst kosningin því ekki lög-
mæt. Atkvæði verða talin á
fimmtudaginn. Umsækjendur
voru tveir, sr. Guðmundor Ósk-
ar Ölafsson og sr. örn Friðriks-
son.
Stóðréttir
SAMKVÆMT upplýsingum
Guðmundar Jósafatssonar hjá
Búnaðarfélagi Islands verða
eftirtaldar stóðréttir haldnar á
Norðurlandi á næstunni.
Stafsrétt miðvikudaginn 24.
september, Mælifellsrétt
laugardaginn 28. september og
Reynistaðarétt, Auðkúlurétt,
Undirféllsrétt og Víðidals-
tungurétt sunnudaginn 28.
september. Silfraðastaðarétt
var s.l. sunnudag, 21. septem-
ber.
Spil.verkið á
MH-tónleikum
FYRSTU reglulegu tónleikar
Tónlistarfélags Menntaskólans
í Hamrahlíð verða haldnir í
hátíðasal skólans í kvöld,
þriðjudagskvöld kl. 9, en þar
mun Spilverk þjóðanna koma
fram ásamt nemendum. Tón-
leikarnir eru opnir öllum sem
vilja og er aðgangseyrir fyrir
utanskólafólk kr. 350 en fyrir
skóíafólk kr. 250. Sitthvað er á
döfinni í væntanlegu vetrar-
starfi Tóniistarfélags MH.
— Ford
Framhald af bls. 1
að hafa afhent starfsmanni Hyatt-
hótelsins, þar sem forsetinn bjó,
hótunarbréf til forsetans. Ekki
hafði i kvöld verið gefið upp hvað
stóð i bréfinu.
Þetta er annað banatilræðið við
forsetann á 17 dögum, en sem
kunnugt er miðaði Lynnet
Fromme, ein úr Mansonfjölskyld-
unni, byssu á forsetann i
Sacramento í Kaliforníu 5. þessa
mánaðar, en skot hljóp ekki úr
byssunni, sem var hlaðin 4 skot-
um. Var hún aðeins 2 metra frá
forsetanum. Forsetinn hefur
þrátt fyrir þetta neitað að fara að
ráðum öryggisvarða sinna og
gengið óhikað og heilsað fólki þar
sem hann hefur verið á ferð.
kannaðir yrðu möguleikar á að
endurvekja Genfarráðstefnuna
um Miðausturlönd með þátttöku
Israela, Arabaþjóðanna og ann-
arra þjóða, sem hagsmuna hefðu
að gæta.
Hann sagði i ræðu sinni, að sam-
komulag Israela og Egypta gæti
reynzt sá hverfiás, er sneri þróun-
inni í Miðausturlöndum í friðar-
átt, I átt að varanlegum friði.
Kissinger sagði að grfpa yrði tæki-
Fagna ákvörðun
um Listahátíð
Stjórn Bandalags ísienzkra
listamanna samþykkti eftir-
farandi ályktun á fundi sínum
föstudaginn 19. september síðast-
liðinn:
Stjórn Bandalags íslenzkra
listamanna fagnar þeirri ákvörð-
un að fresta ekki Listahátfð
heldur halda hana á sumri
komanda, og býður aðstoð sína til
að vel megi takast.
r
— Ottazt
Framhald af bls. 40
sunnudagsmorgun varð bóndinn
á næsta bæ við Víkurgerði var
við, að árabátur, sem hann átti,
var horfinn. Jafnframt var farið
að spyrjast fyrir um Gunnar. Var
mjög fljótt farið að tengja báts-
hvarfið við hvarf Gunnars. Leit
hófst strax á sunnudagsmorgun
og tók m.a. þátt í henni TF-Gná,
þyrla Landhelgisgæzlunnar. Fann
hún árabátinn á sunnudaginn.
Vfðtæk leit fór fram að Gunnari
bæði í gær og á sunnudaginn, en
hún hefur engan árangur borið.
Leit verður haldið áfram. Gunnar
Ragnarsson er ókvæntur.
— Hvað þýðir
Framhald af bls. 1
in ein milljón og fimmtfu
þUsund dollarar, en dómarinn
hefur lýst þvf yfir að hann
muni lækka þá upphæð til
muna ef ungfrU Hearst sann-
færi sig um að engin hætta sé á
að hUn hlaupist á brott Ur
foreldrahúsum ef henni verð-
ur sleppt. Patricia Hearst á
yfir sér ákæru f 22 liðum, sem
gætu kostað hana lffstíðar-
fangelsi ef hUn verður fundin
sek.
— Beirút
Framhald af bls. 1
til viðræðna við Suleiman
Franjieh forseta, Karami for-
sætisráðherra og Chamoun innan-
ríkisráðherra. Fyrr í dag ræddi
hann við Yasser Arafat leiðtoga
Frelsishreyfingar Palestfnu-
araba, sem staddur er f BeirUt til
að reyna að miðla málum.
Leiðtogar deiluaðila hafa sakað
hver annan um að eyðileggja
ráðherrans. IJtvarpsstöð Falan-
gistahreyfingarinnar, sem
Falangistahreyfingarinnar, sem
kristnir menn skipa, sagði f kvöld,
að 5000 manna borgaraliði hreyf-
ingarinnar hefði verið skipað að
vera við öllu búið vegna þess að
hætta yæri á að ástandið yrði enn
alvarlegra.
Yfirvöld í BeirUt hafa varað
fólk við því, að ef ekki gefist
tækifæri til að hreinsa rusl og
Urgang, sem hlaðizt hefur upp f
miðborginni, megi búast við
mikilli hættu á drepsóttum. Sum
borgarhverfi Beirút hafa nú verið
án vatns og rafmagns í 4 daga.
I síðustu fréttum í kvöld
hermdi að deiluaðilar hefðu nú
heitið að halda vopnahléð, en
fréttaritarar taka þvi loforði með
varúð þvi að vopnahléi hefur alls
verið lýst yfir 8 sinnum f landinu
á undanförnum vikum.
færin meðan þau gæfust, annars
væri hætta á að friðarumleitanir
mistækjust algerlega.
I ræðu sinni lagði Kissinger
einnig til að kölluð yrði saman
alþjóðaráðstefna um framtíð
Kóreu til að reyna að tryggja
áframhaldandi vopnahlé milli N-
og S-Kóreu. Hann skoraði á Tyrki
að draga herlið sitt á brott frá
Kýpur jafnframt því að tyrkneska
minnihlutanum á eynni yrðu
tryggð sterk ítök í stjórn eigin
mála. Þá fjallaði hann einnig um
leiðir til að draga Ur Utbreiðslu
kjarnorkuvopna og lýsti andstöðu
Bandaríkjastjórnar við yfirráð S-
Afríku yfir Namibíu.
— Finnland
Framhald af bls. 1
sig frá Landsbyggðarflokknum
virtist myndu tapa öllum 13 þing-
sætum sfnum, en líklegt að Lands-
byggðaflokkurinn fengi 3—4
þingmenn. Skv. þessu mun mið-
flokkurinn, Sænski þjóðarflokk-
urinn og Frjálslyndi þjóðarflokk-
urinn fá fleiri þingsæti en jafnað-
armenn á þinginu, sem veitti
flokkunum þremur sterkari
samningsaðstöðu gegn jafnaðar-
mönnum í stjórnarmyndunarvið-
ræðum. Þessir flokkar áttu allir
aðíld að stjórn Sorsa, en þá höfðu
jafnaðarmenn fleiri þingsæti og
gátu því krafizt forsætisráðherra-
embættisins.
Aðeins um 75 af hundraði
kjósenda greiddu atkvæði, sem er
óvenju lág tala, en f kosningunum
1972 greiddi 81% atkvæði. Er
góðu veðri á sunnudag en vondu f
dag kennt um slaka kjörsókn. Ný-
ir kjósendur voru nú óvenju
margir eða um 450 þúsund þar eð
kosningaaldur var lækkaður nið-
ur í 18 ár fyrir kosningarnar. Síð-
ustu tölur gáfu jafnaðarmönnum
25% atkvæða, alþýðudemókröt-
um 19,1%, Miðflokk 17,9 og Sam-
steypuflokki íhaldsmanna 18,4%
18,4%
— N-írland
Framhald af bls. 1
sunnan Belfast, þar sem lög-
reglumaður missti báða fætur og
félagi hans annan fótinn. Sagði f
tilkynningu IRA að árásin hefði
verið gerð f hefndarskyni fyrir
pyntingar lögreglunnar á
kaþólskum mönnum, sem
grunaðir eru um IRA-aðild.
Talsmenn IRA neituðu hins
vegar að vopnahléinu hefði verið
aflýst. Yfirvöld á N-írlandi túlka
sprengjuárásirnar, sem aðgerðir
af hálfu IRA til að þrýsta á
brezku stjórnina að fækka her-
mönnum á N-lrlandi. Hins vegar
segja stjórnmálafréttaritarar
þessa skýringu hæpna, því að auk-
in sprengjutilræði hlytu að hafa
þveröfug áhrif á brezk stjórnvöld
og hvetja þau til að fjölga í brezku
hersveitunum. Leiðtogar
mótmælenda á N-Irlandi hafa
krafizt þess af stjórninni að hún
aflýsi vopnahléinu sjálf og ráðist
af krafti gegn IRA-mönnum.
— Dagný
Framhald af bls. 40
Útgerð hefur gengið mjög vel
það sem af er þessu ári, og með
þéssari sölu í Bretlandi er afla-
verðmæti skipsins orðið 115 millj-
ónir króna. Þess má og geta að
Dagný mun vera eini skuttogar-
inn, sem sýndi hagnað á síðasta
ári eða um 800 þús. krónur. Skip-
stjóri á Dagný er Kristján Rögn-
valdsson.
Jón Olgeirsson, ræðismaður í
Grimsby sagði í samtali við Morg-
unblaðið i gær, að sala Dagnýjar
væri hæsta sala í krónum talin,
sem íslenzkur togari hefði fengið
i Bretlandi en þess bæri að geta
að íslenzka krónan hefði lækkað í
verði á síðasta ári. Jón sagði að
fiskmarkaðurinn I Bretlandi
væri mjög góður nú I byrjun
haustsins. Að öllu venjulegu
hækkaði verð á fiski eftir því sem
liði á haustið og ættu því íslenzkir
Utgerðarmenn og skipstjórar ekki
að þurfa að kvfða þvf að selja í
Bretlandi í haust. Þá teldu brezk-
ir fiskkaupendur að. fiskverðið
yrði jafnara en í fyrra, þar sem
minni birgðir væru til núna, en
öllu máli skipti að koma með góð-
an fisk, eins og Dagný hefði verið
með.
Jón sagði, að fyrir hvert kfló af
þorski hefði Dagný fengið 98—
149 krónur, fyrir kíló af ýsu
131—143 krónur, fyrir kíló af
kola 163—170 krónur, fyrir smá-
lúðu 207 kr. pr. kíló og fyrir hvert
kíló af sólkola kr. 217.
Þá sagði Jón, að næstu sölu í
Bretlandi ætti togarinn Ögri frá
Reykjavík, en hann seldi fyrir 70
þúsund pund í janúar 1973. Ekki
vissi Jón um nein fslenzk skip,
sem væru að leið til Bretlands
með fisk í gær.
— Fjölgar
Framhald af bls. 3
fækkaði þegar f Árbæjarhverfi
árið áður.
Það er í Breiðholtshverfunum,
sem fjölgar, enda fjölgar Reyk-
vfkingum f heild um 450 á þessu
ári eða f 84.772 meðan íbúum á
öllu landinu hefur fjölgað um
3129. Hefur fjölgað um 1.942 í
Breiðholtshverfum frá 1973 til
1974, mest í Breiðholti III, þar
sem fjölgaði um 1.202 á þessu ári.
— 2 létust. . .
Framhald af bls. 3
tveir látnir, og er talið að þeir
hafi látizt samstundis. Hinir pilt-
arnir tveir voru fluttir beint á
BorgarsjUkrahúsið í Reykjavík og
fyrst lagðir inn á slysadeild og
sfðan inn á gjörgæzludeild þar
sem þeir liggja nú.
— Hvað þýðir
Framhald af bls. 38
hann fyrir morð. Umdeilt er
„hvaða aðili hafi lögsögu i
málinu" að sögn saksóknarans i
Denville.
„Eftir langar bænir
sannfærðist ég um, að þetta
væri guðs vilji, að hann hefði
kallað Karen til sin,“ sagði
faðir hennar.
Frú Quinlan sagði: „Hún er
ekki neitt. Hún er ekki lifandi.“
Hjónin ráðfærðu sig við
kaþólskan prest í sókn sinni.
Lögfræðingur Quinlan-
hjónanna, Paul W. Armstrong,
sagði, að prestarnir væru sam-
þykkir ákvörðun þeirra.
— Sýning
Framhald af bls. 38
nafni Edvard Zelenin, sem hefur
verið 15 daga f fangelsi, þar sem
hann ætlaði að sækja ólöglega
sýningu.
Þegar sýningin var fyrst opnuð
og henni sfðan lokað sættu bæði
Rússar og Utlendingar, sem ætl-
uðu að skoða sýninguna, ofbeldi
af hendi lögreglumanna og að-
stoðarmanna þeirra. Þetta voru
þó smámunir miðað við atburðina
í september í fyrra, þegar tilraun
listamanna til að halda fyrstu sýn-
ingu óopinberra verka undir ber-
um himni lauk með þvf, að verkin
voru fjarlægð með jarðýtum.
í menningarhöll f Leníngrad er
nýlokið sýningu líkri þeirri og nú
er haldin í Moskvu en minni. Sýn-
ingin fór friðsamlega fram, 50.000
manns sóttu hana og 15 listamenn
sem áttu verk á sýningunni, hafa
fengið formlegt boð um að ganga í
félag myndlistarmanna.
— Kjaradómur
Framhald af bls. 40
Launin, sem dæmd eru BHM,
gilda frá 1. júlí, en í BSRB-
samningnum fengu félagar innan
þess 2 þúsund krónu hækkun
fyrir júnímánuð, en þeirri hækk-
un er sleppt í dómi Kjaradóms.
• EKKI ÁNÆGÐIR
Morgunblaðið bar þennan dóm
undir Jónas Bjarnason, formann
BHM, og sagði hann: „Við erum í
sjálfu sér ekki ánægðir með
þennan dóm, en hann er þó vottur
af viðurkenningu á þvf að allar
launahækkanir, sem orðið hafa í
þjóðfélaginu, hafa að meira eða
minna leyti verið f prósentum og
þessar flötu greiðslur áttu nánast
hvergi að koma til framkvæmda
nema hjá okkur.“
• LAUNALÆKKUN1
LÆGSTU FLOKKUNUM
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, sagði um dóminn: „Þessi
dómur kjaradóms er á ýmsan hátt
mjög furðulegur. Ég get ekki bet-
ur séð af forsendum dómsins, en
að kjaradómur noti hinar harð-
sóttu kjarabætur verkamanna og
iðnaðarmanna f ríkisverksmiðjun-
um í sumar sem röksemd fyrir því
að veita hinum hærra launuðu í
hópi háskólamanna sérstaka
launahækkun. Sterkar viðmiðanir
við frjálsa vinnumarkaðinn voru
hins vegar ekki teknar til greina í
dómi Kjaradóms í máli BSRB í
júnf síðastliðnum. Kjaradómur
sýnir í þessum dómi hvaða af-
stöðu hann hefur til þeirra, sem
taka laun í flokkum hliðstæðum
10. til 20. launaflokki eftir
samningum BSRB, því að sam-
bærilegir flokkar eru í dómnum
hreinlega lækkaðir í launum.
Þessi dómur nær sem betur fer
ekki til félagsmanna BSRB, þann-
ig að enginn verður lækkaður.
Samt sýnir þetta stefnu Kjara-
dóms. Stjórn BSRB mun fjalla um
dóminn síðar í vikunni.
— Hýrunni
Framhald af bls. 40
stela ávfsuninni. Þarna fékk lög-
reglan nýtt mál til rannsóknar og
þar sem lögreglumenn voru í
miðjum athugunum þessa nýja
máls birtist maður nokkur í
húsinu. Honum varð heldur bilt
við að sjá lögreglumennina þarna
á staðnum, svo bilt við að hann
hélt strax til salernis. Það þótti
lögreglumönnunum dularfullt og
eltu hann þangað inn og komu
þar að þar sem maðurinn var að
troða þúsundköllum bak við
salerniskassann.
Maðurinn var umsvifalaust
handtekinn og færður til yfir-
heyrslu og peningarnir teknir af
honum, en þeir voru samtals
76.500 krónur. Við yfirheyrslur
játaði maðurinn að hafa stolið
ávísuninni af hinum og lokað
hann sfðan inni í herberginu. Að
því búnu hélt hann niður í mið-
borgina, fór þar í banka og leysti
ávísunina Ut. Var það auðsótt mál
og krafðist starfsfólk bankans
ekki einu sinni skilríkja þótt
ávfsunin væri nærri 100 þúsund
krónur og búið að framvísa henni
áður en maðurinn kom í bankann.
Var maður þessi úrskurðaður í 60
daga gæzluvarðhald af Sakadómi
Reykjavíkur i gær, enda mun
hann hafa haft eitthvað meira á
samvizkunni en þetta eina mál.
NU var farið með það sem eftir
var af peningunum til Sigöldu-
starfsmannsins og varð hann að
vonum mjög glaður, jafnvel þótt
nokkur þúsund vantaði upp á
upphæðina. En ekki stóð sú sæla
lengi því nokkrum tímum seinna
var hann kominn á Óðal og var að
skemmta sér þar með nokkrum
mönnum. Vissi hann ekki fyrr til
en búið var að stela af honum 60
þúsund krónum sem hann átti eft-
ir af kaupinu sínu. Var nú
lögreglan kölluð til og í annað
sinn um daginn fékk sami rann-
sóknarlögreglumaður það verk-
efni að hafa upp á hýru Sigöldu-
mannsins. Fóru þeir saman á
nokkra skemmtistaði borgarinnar
og þar voru tíndir Ut nokkrir
líklegir og þeim stungið inn. Við
yfirheyrslur játaði einn þeirra á
sig þjófnaðinn en hann var þá
búinn að eyða mestu fénu, og
aðeins voru eftir 22.727 krónur.
Fékk Sigöldumaðurinn aurana
sína i annað sinn og enn höfðu
þeir rýrnað og það ekki lftið
93,459 krónurnar voru orðnar að
22.727 krónum og Sigöldustarfs-
maðurinn orðinn reynslunni
ríkari. Má telja lfklegt að hann
hafi látið skemmtistaði borgar-
innar eiga sig það sem eftir lifði
helgarinnar.