Morgunblaðið - 03.10.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.10.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975 Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra: Hér fer á eftir frásögn af ræðu Ólafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra á fundi Framsóknafélags Reykjavíkur í fyrrakvöld Frásögnin er nokkuð stytt FJÁRMÁL RÍKISINS hjarruál rikistns hafa verið erfið á þessu ári, sagði Ólafur Jóhannesson Á síðasta ári var verulegur halli á rikissjóði og hann er jafnan i umtals- verðri skuld við Seðlabankann á degi hverjum Samkvæmt reynslu fyrri ára og vegna sérstakra fjáröflunaraðgerða má ætla, að fjárhagur ríkisins batni eitthvað á síðustu mánuðum ársins en hræddur er ég um, að umtalsverður halli verði á ríkissjóði í ár. Þessi staða rikissjóðs hefur átt sinn þátt í verð- þenslunni. Ríkisfjármálin og málefni fjárfestingarlánasjóða eru undirrót of mikillar þenslu og eyðslu. Um þessar mundir er unnið að fjár- lagagerð Það er ekki auðvelt við ríkj- andi aðstæður Á öllum sviðum eru kostnaðarhækkanir miklar Fjárlaga frumvarpið hefði hækkað mjög mikið, ef þessum kostnaðarhækkunum hefði verið fylgt í fcinu og öllu Þótt ég ætli ekki að gefa upplýsingar um fjár lagafrumvarpið áður en það verður lagt fram er óhætt að segja, að hækkun frumvarpsins verður mun minni en dýrtiðarvextinum nemur. Þar af leiðir raunverulegan niðurskurð bæði á rekstrarútgjöldum og fram- kvæmdafé Þessari aðhaldsstefnu er alveg nauðsynlegt að fylgja fram, en vitaskuld er það alþingi, sem hefur úrslitavald í þessum efnum. Það er enginn vafi á því, að margir munu finna fyrir þeim lækkunum, sem til greina koma Mikill hluti útgjalda ríkis- sjóðs er á sviði menningarmála, trygg- ingamála og heilbrigðismála Vel má vera, að alþingismönnum lítist ekki á þetta og þeir hafa valdið til þess að breyta um en þeirra er líka ábyrgðin að finna þá tekjur á móti Nú þarf að nema staðar og rifa seglin Það hefði þurft að gera fyrr Það hefur ekki verið gert og virðist tæpast hafa verið fylgi fyrir því en það er óráð að halda áfram á þessari braut VERÐBÓLGAN Á þessu ári er áætiað, að meðaltals- uerðhækkanir hér á landi muni nema um 48%. Á sama tíma eru lönd eins og Sviss og Austurríki á miðju árinu með verðlagshækkanir upp á 8%. í Svíþjóð nema þær 11%, í Noregi 12%, Finnlandi 18% og jafnvel í Portúgal þar sem aðstæður eru mjög erfiðar um þessar mundir þó ekki nema um 20%. Þótt við íslendingar séum háðari innflutningi en þessar þjóðir, sýna þessar tölur, að þessi þróun hjá okkur á aðems að takmörk- uðu leyti rætur að rekja til hækkunar á innflutningsverði Þess vegna er hér að verulegu leyti um að ræða innlendar orsakir Ég ætla ekki að rekja þá þræði alla í sundur hér en staðreyndirnar blasa við, Verðlagsþróunin á að veru- legu leyti rætur að rekja til gengisfell- ingar snemma á þessu ári og fyrra ári Það er i raun ómögulegt að standa á móti verðhækkunum á innfluttum vörum, sem stafa af gengisbreyt- ingum Hins vegar hafa orðið tals- verðar hækkanir á opinberum þjón- ustugjöldum s s hitaveitu, rafmagns- veitu, pósti og sima o.fl o fl á vegum rikis og sveitarfélaga Ég hefi persónu- lega verið mjög andvígur þessum hækkunum og reynt að standa gegn þeim en viðurkenni þó, að þær hafa átt i sumum tilvikum við rök að styðjast Það er ekki skynsamlegt að reka þessi þjónustufyrirtæki með halla. En ein- hvers staðar verður að stinga við fótum og það stendur ekki öðrum nær en opinberum aðilum sem hafa einokun á sinni þjónustu Á slikum timum sem þessum tel ég, að ekki sé hægt að ætlast til þess, að þessi þjónustufyrir- tæki fái framkvæmdafé greitt i þjón- ustugjöldum. Til þess verða menn að afla lánsfjár eins og á stendur Það liggur á borðinu, að þessar hækkanir og margar fleiri s.s eins og á útvarpi, blöðum o.fl. hafa þau áhrif að hækka visitötuna Sumar vörur og þjónusta vega að minu mati óeðlilega þungt i vísitölunni og þarf að taka til endurskoðunar. Hækkun á land- búnaðarvörum hefur auðvitað haft sín áhrif. Byggingakostnaður er hár og á einnig mikinn þátt í verðbólgunni Kauphækkanir eiga lika stóran þátt i að skrúfa verðlagið upp. Við tökum kaup- hækkanir í stærri stökkum en ná- grannaþjóðir okkar Á EFTA-fundinum sem hér var nýverið, sagði forsvars- maður norska alþýðusambandsins, að hann reiknaði með allsherjar sam- komulagi i Noregi um 3% kaup- hækkun Það eru dálítið aðrar tölur en við tölum um. Ég vil þó taka fram, að ég tel, að i kjarasamningunum s.l vor hafi verið staðið hófsamlega að málum yfirleitt. Ég tel, að forystumenn verka- lýðssamtakanna hah þá sýnt ábyrgðar- tilfinningu að spenna bogann ekki hærra en raun ber vitni um. Við höfum hér verðlagseftirlit, verð- lagsskrifstofu og verðlagsnefnd. En vald verðlagsnefndar nær aðeins til 40—50% af heildinni. Hin opinbera þjónusta nær til 10—20% og land- búnaðarvörur 30—40%, en það er 6 manna nefnd sem ákveður verðlag á þeim Þannig er Ijóst, að verð- myndunarkerfið byggist upp af ýmsum þáttum Allar verðhækkanir koma þvi ekki inn um einn og sama farveginn. En allt er þetta verðlagskerfi orðið gamaft og þarfnast endurskoðunar Enda þótt ég hafi hér dregið upp dökka mynd af verðlagsþróuninni á þessu ári, er rétt og það vil ég undir- strika að verðhækkunarhraðinn hefur minnkað mjög mikið. Frá 1. ágúst til 1. nóvember eru áætlaðar hækkanir um 6—6Vi%. Ef hægt væri að halda í þessu horfi, ætti að vera hægt að stefna á það að verð- lagsþróunin á næsta ári verði um 25% og það er engin smábreyting frá 48%. ÞRÓUN UTANRÍKISVIÐSKIPTA Ólafur Jóhannesson sagði, að ástandið í utanríkisviðskiptum og gjaldeyrismálum væri erfiðara og horf- ur óhagstæðari en gert hefði verið ráð fyrir í áætlunum fyrr á árinu Meginor- sökin fyrir því væri minni útflutningur en ráðgert hefði verið Lækkun útflutn- ingsbirgða er verulega minni en áður var talið að yrði Tekjur af útflutningi verða um 4 400 milljónum lægri en áður ha'fði verið áætlað og munu þá nema um 49 milljörðum Þetta er 6% magnlækkun frá fyrri áætlunum og 4% meiri verðlækkun útflutningsverð- mæta en áætlað hafði verið Auðsætt er að slíkt hefur sín áhrif. Ég undir- strika, að þetta eru enn spár og allar spár geta breytzt Það er alveg aug- Ijóst, að veiki hlekkurinn i utanríkisvið- skiptum okkar á þessu ári er minnk- andi eftirspurn erlendis eftir útflutn- ingsafurðum okkar Þessi minnkandi eftirspurn hefur þrýst verðinu það míkið niður, að útflutningsverðið hefur lækkað um 1 3% á fyrri hluta þessa árs frá því sem var 1974. Menn gera sér vonir um, að það muni draga úr þessum lækkunum seinni hluta ársins þannig, að lækkunin yfir árið verði um 1 1% fyrír árið i heild. Það er reiknað með, að viðskiptakjörin rýrni um 17—18% frá árinu 1974 en þá rýrn- uðu þau um 1 1 % Almennur innflutningur hefur dreg- izt saman um 9% á fyrstu 7 mánuðum ársins en að magni til um 17%. Þessi þróun kemur heim við spár Þjóðhags- stofnunar á sínum tima Þá hefur greiðslujöfnuðaráætlun fyrir árið i heild verið endurskoðuð Gert er ráð fyrir, að viðskiptahallinn, þe hallinn á vöruskíptajöfnuði og þjónustujöfnuði samanlagður, verði um 17,6 milljarðar á árinu en var á árinu 1974 23,3 milljarðar Ástandið hefur þvi nokkuð skánað frá siðasta ári að þessu leyti Þá er um að ræða fjármagnsjöfnuð en þar er átt við lán sem tekin eru erlendis Á þessu ári koma inn meiri erlend lán en i fyrra eða um 19 milljarðar Af þeim fara í af- borganir fyrri lána um 6,2 milljarðar. Nettó innkomin lán hafa i för með sér, þegar þau eru dregin frá viðskiptahalla að upphæð 1 7,6 milljarðar, að áætl- aður halli á greiðslujöfnuði á þessu ári er um 2.500 milljarðar. Þessi mis- munur er jafnaður með lántökum. Það getur verið réttlætanlegt að taka lán og flest ganga þau til nauðsynlegra fram- kvæmda, til skipakaupa og flugvéla- kaupa En samt sem áður hljóta þvi að vera takmörk sett, hversu iangt er hægt að ganga á þessari braut. En til hughreystingar skal þess getið, að þetta er 5,9 milljörðum hagstæðari útkoma en á árinu 1974. En útkoman er samt óhagstæðari en gert var ráð fyrir í áætlunum fyrr á þessu ári Þess vegna hefur heldur hallað á ógæfu- hliðina I þessum efnum. Þéssi halli á viðskiptajöfnuði þýðir, að þjóðin eyðir um 10% meira en hún aflar, en á árinu 19 74 eyddi hún 12% meira en hún aflaði Afborganir af erlendum lánum aukast að mun á næstu árum. Greiðslubyrðin breytist úr 1 1,4% 1974 I nær 15% á þessu ári. Þvi er spáð, að þessi greiðslubyrði geti verið komin upp ! 20% 1979 en þá fer 5 hver gjaldeyriskróna í greiðslú afborg- ana og vaxta Ef greiðslubyrðin er reiknuð út sem hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, nam hún 24,3% 1974 en er áætluð I ár 26,3%. Áætlað er, að gjaldeyrisstaðan muni rýrna um 2.500 milljónir króna i ár. Gjaldeyrisviðskípti viðskiptabankanna sjálfra falla ekki beint saman við þetta Fleira kemur inn I þá mynd Þær tölur eru mjög breytilegar. I apríl, mai og júní var niðurstaðan jákvæð Þá kom meiri gjaldeyrir inn i gjaldeyrisbankana tvo en þeir seldu. Þetta snerist við í júll en i ágúst varð staðan aftur jákvæð en i september allmikið fyrir neðan strikið Þetta leit skuggalega út um tima og lítið kom inn af gjaldeyri lengi vel, en fróðir menn segja mér, að september- mánuður sé jafnan erfiður að þessu leyti Þess vegna er gleðilegt, að geta sagt, að við mánaðarlokin var staðan sæmileg, þar sem síðasta dag mánaðarins kom inn gjaldeyrir að upphæð 565,9 milljónir króna i Lands- bankann og Útvegsbankann en út fóru aðeins 287 milljónir. Þetta er auðvitað mikill barningur en ekki er samt ástæða til að örvænta KJARAMÁL f kjaramálum ríkir mikil óvissa um þessar mundir. Opinberir starfsmenn hafa sett fram sínar kröfur. Þeir eru i þremur hópum, B.S.R.B., BHM og læknarnir. Kröfur þessara aðila eru mjög mismunandi en samkvæmt þeim er um verulegar hækkanir að tefla Þessi mál eru nú komin á það stig að þau eru að fara til sáttasemjara Auk kaupkrafna setja opinberir starfsmenn ofarlega á blað kröfuna um verkfalls- rétt. Þessi mál eru nú i deiglunni en ég verð að segja það, að I mörgum til- vikum eru þessar kröfur óhóflegar og ósanngjarnar En ekki má loka augun- um fyrir þvi, að ýmsir hópar opinberra starfsmanna þurfa að fá leiðréttingar Alþýðusamband íslands hefur ekki enn lagt fram sinar kröfur, þær munu nú I undirbúningi og verða væntanlega lagðar fram 1 næsta mánuði. En fyrir- sjáanlegt er. að geysileg óvissa mun rikja um áramót hvernig mál muni skipast. Rikisstjórnin hefur það hlut- verk i sambandi við samninga Alþýðu- sambandsins og Vinnuveitenda- sambandsins að standa fyrir upplýs- ingasöfnun Það skiptir miklu, að þess- ir aðilar geti vertð sammála um, að þær upplýsingar séu réttar. Ég held, að það sé Ijóst að hækkanir verði ein hverjar. En það skiptir máli, að þær verði raunsæjar og hóflegar og miðaðar við greiðslugetu, En eins og haldið var á málum af Alþýðu- sambandinu s.l vor tel ég, að þetta geti allt farið skaplega, ef verkalýðs- samtökin sýna sömu ábyrgðartilfinn- ingu og þá. AFKOMA ATVINNUVEGANNA Á hinn bóginn verður að líta á það, að afkoma atvinnuveganna er ákaflega þröng. Því er spáð, að framleiðslu- magn í landbúnaði muni minnka um 3% en þá er þess að geta, að horfið er frá geysiháum toppi á síðasta ári Talið er, að magnaukning i sjávarútvegi verði um 2%. Iðnaðarframleiðslan verður um 3% minni en I fyrra. Þar munar mest um álið, en líklega verður framleiðslan um 1% minni í almenn- um iðnaði. Talið er að byggingarstarf- semin muni dragast saman um 1% I almennum byggingum verður sam- dráttur, en aukning í opinberum fram- kvæmdum. Það er erfitt að spá um afkomu atvinnuveganna og líta verður á, að allar tölur eru meðaltalstölur en talið er, að afkoma landbúnaðarins geti orðið sæmilega góð á þessu ári. Um sjávarútveginn er það hins vegar að segja, að útkoman er ákaflega misjöfn Frystiiðnaður og fiskvinnsla standa mjög erfiðlega Þar verður halli, þótt stórfé hafi komið úr verðjöfnunarsjóði og hann muni ganga til þurrðar á árinu. En í saltfiski og herzlu verður afkoman góð Þar verður um allveru- legan hagnað að ræða. Erfitt er að segja til um mjölvinnsluna Fiskimjölið er í mjög lágu verði, en það kann að fara svo, að um einhverja hækkun verði að ræða, en við rikjandi aðstæður er loðnuvinnsla erfið og ekki hægt að sjá fyrir neinn bata i þessum efnum. Ástandið i útgerðinni er mjög mis- jafnt Stóru togararnir eru reknir með miklum halla, en honum er mætt með greiðslum úr rikissjóði á þessu ári. Minni togararnir komast yfirleitt sæmi- lega af, þó er það misjafnt Bátaflotinn á við mikla erfiðleika að etja og í heild verður ekki annað sagt, en útvegurinn standi mjög tæpt, Ef ekki er hægt að gera sér vonir um breytingu til batnaðar I verðlagi eða afla er auðsætt, að sjávarútvegurinn verður ekki vel undir það búinn að mæta miklum hækkunum á útgjöldum. Ég býst við, að iðnaðurinn i heild sinni muni standa svipað eða jafnvel skár en I fyrra Hann bjargast þess vegna, nema kannski viðgerðariðnaðurinn. Sumar greinar útflutningsiðnaðar hafa sýnt góða afkomu Ég hygg, að verzlunin verði með svipaða afkomu og undanfarin ár og betri afkomu en I fyrra AFKOMA LAUNÞEGA Kauptaxtar allra launþega munu I peningum hækka um 27% frá árinu 1974 en meðaltalskauphækkanir eru um 48% eins og áður var getið Þetta sýnir, að um verulega kaupmáttarrýrn- un er að ræða á þessu tímabili. Nemur hún sjálfsagt 13—14% eða jafnvel meiru Þess vegna er ánægjulegt að geta sagt hér, að reiknað er með þvi að verðlagið muni standa á rauða strikinu 1. nóvember, eða 477 stig- um, Það sýnir, að raunsætt viðhorf hefur verið lagt til grundvallar I samn- ingunum s I. vor HVAO ERTILRÁÐA? Úrræði við þessum vanda liggja ekki á lausu Ég tel, að það þurfi að skoða vandlega niðurfærsluleiðina svo- nefndu. Það er ekkert hægt að fullyrða um hana fyrr en að undan- genginni nákvæmri skoðun. Hún er erfið í framkvæmd en ég held, að það geti verið nauðsynlegt að feta sig niður þennan stiga en ekki i stórum stökkum heldur taka litla áfanga I senn Við verðum að sýna áframhaldandi aðhaldssemi I verðlagsákvörðunum t.d i verðlagi opinberrar þjónustu, I fjármáium hins opinbera og framkvæmdum og lána- málum Við verðum að stefna að þvi að hætta að lifa um efni fram Við getum ekki haldið þvi áfram um ótak- markaðan tíma. Er hægt að bæta gjaldeyrisstöðuna með innflutningstakmörkunum? Ég held að það verði ekki gert Það er óheilbrigð stefna að byggja á slíku. Við höfum fengið að kynnast þvi að undanförnu, hvernig er að mæta slikum hömlum í þeim löndum sem við þurfum að selja okkar vörur til, bæði á Spáni og Portúgal þar sem innborgunargjöld hafa verið lögð á og aðrar óbeinar innflutnings- takmarkanir. Við getum ekki komizt upp með það einir að grípa til slikra ráðstafana. Frelsi I viðskiptum er mikils virði fyrir þjóð eins og okkur, sem á svo mikið komið undir utanríkisviðskiptum. Við verðum hins vegar að gæta hófsemi í þessum efnum Það höfum við gert og það verður gert en til annarra og róttækari ráðstafana verður ekki gripið nema eitthvað nýtt komi til. Við verðum að búa iðnaðinn þannig úr garði. að hann geti mætt erlendri samkeppni Auð- vitað er sjálfsagt, að (slendingar kaupi islenzkar vörur, ef á milli er að velja. Og ég tel, að það megi ná verulegum árangri i þeim efnum með sálfræðileg- um áróðri. Þar þurfa fjölmiðlarnir að koma til en engar nýjar hömlur verða settar á Það verður heldur ekki gripið til gengisfellingar Það er búið að þraut reyna þá leið Við höfum oft fram- kvæmt gengisbreytin’gar og það er ómótmælanlegt, að þær hafa átt rikan þátt I að spenna verðlagið upp Þær hafa aldrei borið árangur nema i stutt- an tíma nema aðrar aðstæður hafi breytzt jafnhliða. Og það er heldur ekki ástæða til gengisbreytingar vegna þess, að gengið hefur verið stöðugt En hvernig á þá að bjarga atvinnu- vegunum? Erlendar skuldir eru orðnar svo háar, að það er enginn búhnykkur i því að fella gengið Erlendur kostnaður framleiðslutækjanna er líka orðinn svo mikill, að það dugar ekki að grípa til gengisfellinga En hvaða stjórn getur frekar ráðið við þennan efnahags- vanda, en samstjórn tveggja stærstu þingflokkanna með yfirgnæfandi meiri- hluta þjóðarinnar á bak við sig? LANDHELGISMÁL Enginn-árangur hefur orðið af við- ræðum við Breta og Belga en það er allt annað að tala við Belga en Breta og allt önnur tilboð sem Belgar hafa komið fram með en Bretar, sem töldu íig geta haldið áfram I sama dúr og áður Þeir hafa fengið sinn aðlögunar- tima og þeir geta ekki fengið neitt sem nálgast það sem þeir hafa haft Ég tel engar líkur á, að samningar geti tekizt við Breta fyrir 1 3. nóvember um veiðar innan 50 mllna eða 200 mllna og það virðist langt frá þvi, að Bretar vilji samkomulag Ég tel, að við eigum að reyna með öllum tiltækum ráðum að friða 50 milurnar fullkomlega, en að við eigum að fylgja sömu stefnu gagn- vart svæðinu milli 50 og 200 mílna og við fylgdum áður gagnvart 50 milunum og vera opnir fyrir samn- ingum um umþóttunartíma á hinu nýja svæði. Um Þjóðverja þarf ekki að ræða Óhugsandi er að semja við þá, meðan þeir halda uppteknum hætti. En i þeim efnum biðum við skýrslu frá utanrikisráðherra, þegar hann kemur heim. Þótt ég telji, að ekki komt til samn- inga fyrir 1 3. nóvember tel ég rétt, að viðfæður fari fram. Það er ekki stætt á þvi fyrir okkur að neita ,þeim og við verðum að halda á okkar málum af festu og gætni og vera opnir fyrir skynsamlegum rökum Útfærslan 1 200 milur kemur til framkvæmda hinn 15 október n.k. Það verður erfitt að verja þetta svæði, en við verðum að kosta þv! til sem það kostar. Við verðum að vona, að Bretar geri ekki tilraun til þess að fara inn fyrir 50 milurnar á ný en verðum að vera við þvi búnir að til átaka geti komið LANDHELGISGÆZLAN Landhelgisgæzlan er þess vanbúin að taka á sig þetta verkefni en hún hefur þó betri skipakost en áður Menn hafa verið að lýsa furðu sinni yfir því, að landhelgisgæzlan skuli fá sambæri- lega flugvel við þá sem hún hefur haft Menn hafa gert svo litið úr sér að Framhaltl á bls. 20 að nema staðar og rifa seglin"

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.