Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÖBER 1975 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar kaup — sala 100 ára gamalt faktorsskatthol íslenzk smíð úr mahogny í óðafinnanlegu , standi til sölu. 14 —18 skúffur og renni- lok. Uppl síma 26086 eftir kl. 4 í dag. Lóð 280 fm byggingarlóð í gamla bænum til sölu með samþykktum teikningum. Tilboð sendist augl.d. Mbl. merkt: Lóð — 1 388 fyrir 1 0. þ.m. Kaffibrennsluvél til sölu. Lysthafendur sendi nöfn sín til afgr. Morgunblaðsins fyrir 10. okt. merkt „Kaffi — 2348". Nýkomið Acryl rúllukragapeysur 5 litir. Verð 1270. i Ullarpeysur, rúnnað hálsmál 6 litir. Verð 2070. Regnúlpur stórar karlmannastærðir Verð 2139 Andrés Skólavörðustíg 22 Kjöt og matvöruverslun (Kjörbúð) til sölu í Austurbænum. Mánaðarvelta er ca. 2,5—3 m Um er að ræða rótgróna verslun með föst viðskipti. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. Látið lögmann annast fasteignaviðskipti yðar. Ólafur Ragnarsson, hrl., Lögfræðiskrifstofa Ragnars Ólafssonar, Laugavegi 18, sími 22293. Loftpressa — loftpressa Til sölu er lítið notuð 178 lítrar/ mín, 1 40 p.s.i. max. Til sýnis Skeifunni 1 9. bátar — skip 29 tonna skip til sölu skipið er í góðu standi og t.b. á veiðar. Handfærarúllur, kraftblökk og rækju- búnaður fylgja. Verð kr. 10 millj. með útb. kr. 3 millj. Uppl. í síma 21296 á skrifstofutíma og 94-21 22. *Stít THE OBSEKVER iStít THE OBSERVER iSttí THE OBSERVER iStíí THE OBSERVER *Stíí THE OBSERVER dtít. THE OBS Eftir Roy Brunton Könnun, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa látið gera á „hvftri þrælasölu" í heiminum, hefur Ieitt í ljós, að einkum er um að ræða fjórar „verzlunar- leiðir“ sem mangararnir nota til að senda ungar stúlkur á markað. Nýlega var haldin f Genf 26. ráðstefna Mannréttindanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn mismunum og verndun minnihlutahópa. í skýrslu frá alþjóðalögregl- unni Interpol kom fram, að konur frá 17 löndum eru fluttar milli landa undir því yfirskini, að þær gegni ákveðnum tiltekn- um störfum. Sumar þeirra eru vændiskonur að atvinnu, en aðrar hafa f barnaskap og fé- græógi látið leiðast eða kúgast til þátttöku í vændislifnaði. Á hinn bóginn munu flestar kvennanna á „hvfta þræla- sölumarkaðnum" starfa af frjálsum og fúsum vilja. Nú á tfmum eru mjög fá dæmi um stúlkur, sem rænt hefur verið með valdi og fluttar á milli landa. En f skýrslu, sem unnin er af Mannréttindanefnd UNESCO kemur fram, að dul- búin þrælasala, þ.e. að konur séu ráðnar í einu landi sem dansmeyjar, fjölleikastúlkur, barþjónar o.fl. og síðan fluttar milli landa og hrint út í vændis- lifnað, fari fram alls staðar í heiminum. 1 skýrslunni segir, að þessar konur séu sér meira og minna meðvitandi um, hvað fyrir vinnuveitendunum vaki, þegar ráðning fer fram. „Á hinn bóg- inn er álitlegur fjöldi kvenna, sem lætur ginnast af glæstum tilboðum mangaranna, og aðrar sem láta leiðast út f vændi, vegna þess að þær telja sér ófært um að sjá sér farborða á annan hátt,“ segir í skýrslunni. Svör, sem borizt hafa frá 70 aðildarlöndum S.Þ. leiða í ljós að þrælasalan fer einkum fram f ákveðnum heimshlutum og eftir sérstökum leiðum. Konur frá Suður-Ameríku, einkum Argentínu eru fluttar til Puerto Rico til Miðjarðarhafs- landa Evrópu og Mið- Austurlanda. Einnig er sér- stakur „svæðismarkaður“ f Evrópu, og er þar einkum um að ræða franskar konur, sem starfa f Eros-miðstöðvum f Luxemburg og Vestur- Þýzkalandi. I skýrslunni segir, að tengsl virðist vera f milli þessa svæðismarkaðar og annarra landa, einkum Mið- Austurlanda. Samtök mangara senda ber- sýnilega konur frá Evrópu til Afríkulanda, (skýrslan tiltekur sérstaklega Fílabeinsströndina og Senegal) sem hafa náð því stigi í þróuninni, að þau leyfa alþjóðlega vændisstarfsemi. Einnig er sérstakur Austur- Asíu markaður, sem hefur á boðstólum kvenfólk einkanlega árið 1974 rændu tveir Norður- Afríkumenn ungri stúlku frá Noregi í lest milli Brtissel og Amsterdam. Var það ætlun þeirra að gera hana út sem vændiskonu, en henni tókst að sleppa frá þeim. Kanadamenn sögðu hins vegar að aðeins væri vitað um nokkrar skyndikonur, kanadiskar og bandarfskar, sem störfuðu beggja vegna landamæranna. Danir nefndu dæmi um stúlku, sem svarað hafði auglýsingu um að sýna hunda á sýningu. Viðtökurnar sem hún fékk voru þær, að þrjár konur neyddu ofan í hana eiturlyfjum og fluttu hana síðan til Þýzkalands. Hún komst þó undan. Vestur-Þjóðverjar sögðu, að á undanförnum árum, hefði bert orðið, að Þjóðverjar hefðu lokk- að til landsins ungar stúlkur samtök önnuðust oft útgerð vændiskvenna. Hefðu kon- urnar yfirleitt fengið vega- bréfsáritun sem ferðamenn og kæmu oftast í fylgd með „umboðsmönnum". Dveldust þær í iandinu um mánaðar- skeið, én kæmu yfirleitt aftur að hálfu ári liðnu. Ef vændis- kona hefði langa viðdvöl f land- inu, væri algengt, að mangar- inn yrði sér úti um eitthvert starf, svo sem þjónsstarf eða gerðist leigubílstjóri. Bretar sögðu, að sárafáar konur, sem stundað hefðu vændi í heimalöndum sfnum, hefðu komizt til Bretlands, yfir- leitt með því að ganga í mála- myndahjónabönd. Hins vegar væri vitað um 18 dæmi „dulbú- innar þrælasölu", þ.e. að brezk- ar konur hefðu verið fluttar á milli landa til að stunda vændislifnað. Hefðu þær eink- um farið til Lfbanon, Vestur- Þýzkalands, Italíu og Nígeríu undir því yfirskini að starfa sem framreiðslustúlkur. mót- tökustúlkur á hótelum eða gjaldkerar f spilavíti. I aðildarlöndum Sameinuðu þjóðanna er öll starfsemi á þessum vettvangi stranglega bönnuð með ýmiss konar sam- þykktum. Á ráðstefnu Mann- réttindanefndarinnar lögðu afhjúpa hvíta þrœlosölu frá Thailandi, en einnig frá Filippseyjum, og eru þær send- ar til ýmissa landa. I svörum frá Libanon og Kuwait kemur fram, að þar er ákveðinn vændiskvennamarkaður, og starfa þar einkum arabískar konur. Bandaríkin voru f hópi þeirra þjóða, sem gáfu Mannréttinda- nefndinni nákvæmar upplýs- ingar um ástand mála. Þar kom fram, að á tfmabilinu júlf 1974—júlf 1975 höfðu verið tek- in til rannsóknar 74 mál, sem vörðuðu við Iög gegn þræla- haldi. I mör^um tilvikum var um að ræða illa meðferð á vinnukonum, sem húsbændur höfðu í eins konar þrældómi. Ennfremur voru dæmi um, að vistráðendur í landbúnaði tækju nauðugar förukonur og fátæklinga og vistuðu þær á bæjum, þar sem þær sættu þrælameðferð. Frá Argentínu bárust þær upplýsingar, að konur utan af landi væru einkum fluttar til Puerto Rico og Spánar, en sumar færu einnig til Italíu, Tyrklands og Mið-Austurlanda, og létust þær oft vera ferða- menn. Væru konur úr öllum stéttum fórnardýr þrælasöl- unnar, en þó einkum stúlkur f tfzkuiðnaði, dansmeyjar og fjöl- Ieikastúlkur. Dæmi var nefnt um mann, sem fór með dans- flokk til Mið-Austurlanda, en er þangað kom, tók hann vega- bréfin af stúlkunum og neyddi þær sfðan til vændislifnaðar. Frá Belgíu komu þær upplýs- ingar, að konur frá Frakklandi, Hollandi, Vestur-Þýzkalandi, Argentínu og Uruguay stund- uðu vændislifnað með leynd í Brússel. Arið 1973 voru þrjár ungar stúlkur frá Thailandi fluttar til Belgfu, þar sem þeím var ætlað að stunda vændi, og frá Hong Kong og Eþíópíu til að gegna ýmsum störfum, og Finnar eru um þessar mundir að rannsaka mál, þess efnis, að maður hafði borgað þremur ungum stúlkum peninga fyrir að fara til Italíu og bjóða karlmönnum á veitingahúsum blíðu sína. Frakkar skýrðu frá 75 tilvikum um mansal á ámnum 1965—1973 þar sem hlut áttu að máli 350 stúlkur. Var þar um að ræóa þekktar franskar vændiskonur, sem sendar höfðu verið til nágrannalanda og Afrfku. Eitt tilvik snerti 20 stúlkur, sem fengnar höfðu verið til að stunda vændi í París og DUsseldorf og Essen f Vest- ur-Þýzkafandi. Á síðustu árum hefur komizt upp um marga þá aðila, sem hafa slíka starfsemi með höndum. Frá Luxemburg bárust þær upplýsingar, að skipulögð sérfræðingar áherzlu á, að sam- tökin þyrftu að ráðast gegn þessari ósvinnu á jafnáhrifa- ríkan hátt og unnið hefði verið árum saman gegn eiturlyfja- sölu. Samkvæmt upplýsingum Interpol er það hins vegar ýms- um vandkvæðum bundið að kveða „hvfta þrælasölu" niður. Einkum er sá hængur á, að fórnardýrin neita venjulega allri samvinnu við lögregluna í viðleitni hennar við að safna sönnurgögnum til að dæma fólk það, sem stjórnar samtökunum. Ástæðúrnar eru oftast þær, að konurnar vilja halda vændis- lifnaði áfram, vegna þess hvað hann gefur í aðra hönd, að þær stunda ólöglega atvinnugrein og f þriðja lagi lifa þær í stöðug- um ótta við mangarana. Ennfremur eru sumar stúlk- urnar neyddar til eiturlyfja- neyzlu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.