Morgunblaðið - 03.10.1975, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975
33
VEL-VAKAIMOI
"Velvakandi svarar I sfma 10-100
kl. 14—1 5, frá mánudegi til föstu-
dags
% „Uppdópaðir“
ökumenn
Kona nokkur hafði samband við
okkur og bað um birtingu á eftir-
farandi:
„Tilefni þess að ég sezt við
skriftir er ekki beinlínis ánægju-
legt. Þannig er mál með vexti, að
fyrir skömmu heyrði ég konu,
mér nákunnuga, segja frá því í
boði, að hún hefði nýlega ekið
þrisvar i kringum Dómkirkjuna
vegna þess að hún hefðu hrein-
lega verið búin að gleyma þvi
hvert förinni var heitið. Hún
kvaðst hafa verið undir áhrifum
deyfilyfja, en þegar upplýsingar
voru ljður i langri og nákvæmri
sjúkrasögu hennar. Hún hefur
lengi verið haldin þungbærum og
kvalafullum sjúkdómi, og tekur
að jafnaði sterk lyf til að lina
þjáningarnar.
Ég leiddi ekki hugann alvarlega
að þessu fyrr en nokkrum dögum
síðar, en þá hitti ég aðra konu,
mér sömuleiðis kunnuga i húsi.
Sú mæta kona hefur um árabil
verið þunglynd og taugaveikluð á
köflum, og nú er einmitt einn
slikur kafli i lifi hennar í uppsigl-
ingu, —■ því miður. Er ekki að
orðlengja það, að konan var undir
áhrifum róandi lyfja þegar ég
hitti hana, og það svo að i henni
drafaði. Þó var ekkert rugl á
henni eða neitt slíkt, og áttum við
samræður um daginn og veginn
góða stund. Loks sagðist hún
verða að fara, og viti menn: Bíll-
inn stóð fyrir utan hún steig upp i
hann, settist undir stýri og hvarf
þar með sjónum mínum.
Nú vita bæði guð og menn, að
notkun róandi lyfja og deyfilyfja
er mjög almenn, og þvi má fast-
lega gera ráð fyrir, að þessi tvö
dæmi, sem ég rakst á með fárra
daga millibili séu síður en svo
sjaldgæf. Hins vegar hef ég aldrei
heyrt þess getið að menn eða kon-
ur hafi valdið slysum, sem hægt
hafi verið að rekja til lyfjaneyzlu.
Þó grunar mig, að ekki sé síður
ástæða til að gefa þessu gaum en
því þegar ekið er undir áhrifum
áfengis.
Það hlýtur þó að segja sig sjálft,
að áhrif róandi lyfja og deyfilyfja
hljóta að verða þau að úr við-
bragðsflýti dragi, auk þess sem
fólk verður iðulega utan við sig,
annars hugar og á ýmsan hátt
annarlegt þegar það neytir þeirra-
Nú er ég alls ekki að amast við
lyfjanotkun þegar þörf er fyrir
hana, en að minum dómi ætti það
engan að henda að stofna lifi ann-
arra og sjálfra sin i hættu með því
að aka undir áhrifum þeirra, frek-
ar en áfengis."
gera sér fyrir umhverfi sínu. —
Aðeins eina mynd bað ég hana
um ... hvíslaði hann. og hann
virtist vera að skreppa saman
fyrir augunum á þeim.
— Það var ætlan hennar að
standa við samninginn, þangað til
hún uppgötvaði að hún var
barnshafandi, sagði Watts stilli-
íega.
— Þetta var allt saman þessum
hrokagikk, prófessornum, að
kenna, hvæsti Kroneberg. —
Hann hafði hana alveg f greip
sinni.
Watts sneri aftur að sæti sínu
og settist niður.
— Ég fór að finna hann fyrst og
reyndi að koma vitinu fyrir hann.
„Það verður hún sjálf að ákveða,"
sagði hann hvað eftir annað.
„Mary verður að ráða þvf sjá)f.“
Hræsnin uppmáluð f öllum hans
orðum. „Það skiptir engu máli
hvað Mary ákveður, ég verð þvf
samþ.vkkur." Lygi og aftur lygi
frá upphafi til enda! Sannleik-
urinn var sá að hann var afbrýði-
samur út í frægð hennar og
hræddur um að sneri hún aftur
þangað sem hún vissulega átti
heima myndi hún gcrast honum
fráhverf ... og mætti segja mér
0 Happdrætti
Magnús Þórðarson, Hraun-
hvammi 4, Hafnarfirði skrifar:
„Velvakandi.
Einn er ég þeirra, sem kaupa
happdrættismiða ýmissa félaga-
samtaka, bæði til að styrkja þau
og eins vegna þess að það gæti
hent sig, að ég yrði sá, sem hnoss-
ið hreppti. Nú er það svo, að
fresta verður drætti í ýmsum
þessara happdrætta, stundum um
langan tíma, sjálfsagt vegna sölu-
tregðu. Þá kemur fyrir, að ekki er
hægt að birta vinningsnúmer
vegna þess að innköllun á óseld-
um miðum er ólokið. Dráttur
þessi er oft svo langur, að margur
mun vera búinn að losa sig við
miðana i sorpilátið þegar vinn-
ingsnúmerið er loks birt.
En hvar eru vinningsnúmerin
birt? Einhvers staðar á siðum ein-
hvers dagblaðs.
Rúsinan í pylsuendanum ætti
að vera sú, að ráðuneyti það, sem
happdrættisleyfin veitir, skyldi
hlutaðeigendur til þess að birta
vinningsnúmer í öllum helztu
dagblöðum, á ákveðnum stað, svo
og tilkynningar um drátt eða
frestun á drætti.
Sem sagt — reglu verði komið á
þessi mál.
Magnús Þórðarson.“
0 Hvar er Daníel
Sumarliðason?
Okkur hefur borizt bréf frá
Henry West, sem búsettur er að
College Street 44, Cleethorpe,
South Humberside i Bretlandi.
Hann kveðst hafa kynnzt mörgum
islenzkum sjómönnum á þriðja og
fjórða áratugnum, en hann bjó þá
í Grimsby, í húsi númer 2 við
Knight Street. Hann var einn
skipbrotsmanna á S.T. Sicyon árið
1933 og kom þá til Reykjavíkur.
Einn þeirra, sem hann kynntist
meðan á dvöl hans hér stóð. var
maður að nafni Daníel Sumarliða-
son. Henry West telur að hann
hafi farið að stunda leigubilaakst-
ur í upphafi stríðsins. Þar sem
Henry var i hernum til striðsloka
hafði hann ekki samband við vin
sinn hér, en nú langar hann mjög
til að grennslast fyrir um hann,
og segir, að sé hann á lífi þá mun
hann vera 65—70 ára. Henry bið-
ur Daníel um að skrifa sér, ef
hann fær skilaboðin.
Henry segir ennfremur, að
hann styðji íslendinga heilshugar
i baráttu þeirra fyrir fiskveiðilög-
sögunni. M.a. segist hann gera
það af hugsjónaástæðum, — hann
hafi mikinn áhuga á friðun fiski-
miða og fiskirækt.
0 Tónlist unga
fólksins
„Tvær hundleióar" skrifa:
„Kæri Velvakandi.
Við erum báðar í Tónlistar-
skólanum og erum auk þess félag-
ar í einum ágætis kór. Það sem
fer allmjög I taugarnar á okkur er
afstaða rikisútvarpsins til unga
fólksins. Halda þeir, sem þar
stjórna virkilega, að ungt fólk
hafi ekki áhuga á annarri tónlist
en popptónlist? Ekki er það
a.m.k. að sjá á dagskrá útvarpsins.
Báðar sækjum við að staðaldri
sinfóniutónleika. Þar er yfirleitt
allir tónlistarfrömuðir i bænum
samankomnir, og ef þeir gera sér
lítið fyrir og virða fyrir sér
áhorfendur, þá geta þeir séð, að
áreiðanlega helmingur tónleika-
gestanna er ungt fólk.
Okkur finnst, að útvarpið ætti
að hafa þætti með sígildri tónlist
fyrir ungt fólk, ekki siður en alla
þessa ömurlegu poppþætti.
Poppið er ágætt til ballbrúks og
í hæfilegum skömmtúm í útvarpi,
en að láta þetta dynja yfir út-
varpshlustendur mörgum sinnum
á dag og láta sífellt svo sem unga
fólkið geti ekki hlustað á annað
en popp, er alltof mikið af þvi
góða og hefur áreiðanlega sín
áhrif á tónlistarsmekk ungra og
gamalla."
HOGNI HREKKVISI
Blaðberar —
Hafnarfjörður
Blaöbera vantar í nokkur
hverfi • Hafnarfirði.
Uppl. T síma 50374.
Kennsla hefst 10. október.
Síðustu innritunardagar
kl. 1—5 daglega.
Sími: 32153
BALLETSKOLI
SIGRIÐAR
ÁRMHNN
ISKÚLAGÖTU 32 - 34|
Viö afgreiðum
litmyndir
yöar á3dögum
Umboösmenn um land allt
— ávallt feti framar.
Hans Petersenf
Bankastræti — Glæsibæ
S 20313 S 82590
B3P S\G6A V/öGA £ liLVtTWW
VloWlWú Ó\FIfifSf <bOáúl,
Í6 07? 'ftlLLÚ OQ WrAÁL-
töW UÚNáPSXÚZ 06
M£RZpbföÚQ YlEP <$pL~
UH 4 Y!ÓT\ 'öOVRl ^