Morgunblaðið - 03.10.1975, Síða 36
u <;I,YSINíiASIMI\\ ER:
22480
JtlaraunbTníiií)
FÖSTUDAGUR 3. OKTÓBER 1975
AUdl.VsiMiASÍMINN EK:
22480
JH«r0nnbI«íiií>
Háhyrningarnir
drápust í sjónum
Þessi mynd var tekin úr lofti um miðjan dag f gær þegar skipverjar á Arna
Friðrikssyni voru að búa sig undir að ná háhyrningskúnni um borð, en þarna sést
hún rása í sjónum við skipshlið Árna föst í löngum nælonkaðli. Sjá grein á bís. 3.
Ríkisskattstjóraembættið rann-
sakar ástæður skattamótmæla
í Súlu
SlÐLA dags i gær varð vart við
hlaup ( Súlu og var talið að það
kæmi úr Grænalóni. — Við vitum
ekki enn hversu mikið hlaup
þetta er, sagði Sigurjón Rist,
vatnamælingamaður, er Morgun-
blaðið hafði samband við hann f
gærkvöldi. — Ef um er að ræða
mikið hlaup gæti Súlubrú verið f
hættu, en enn sem komið er höf-
um við ekki séð ástæðu til að fara
austur á sanda.
Það var Sigurður Björnsson á
Kvískerjum, sem fyrstur varð var
við vatnavöxtinn í ánni og var það
síðdegis í gær. Um kvöldmatar-
leytið hafði vatnsmagnið rénað á
ný, en náið var fylgzt með breyt-
ingum á rennsli árinnar í gær-
kvöldi og vaktmaður var þar í alla
nótt.
Sigurjón Rist sagði, að Græna-
lón ryddi sig á hverju ári og hefðu
hlaupin í Súlu verið frá 2—5000
teningsmetra árlega. í fyrra
hefðu hlaupin verið mörg en smá
þannig að þau hefðu ekki haft
skemmdir á mannvirkjum í för
með sér. — Við getum ekkert sagt
um stærð þessa hlaups að svo
komnu máli, sagði Sigurjón, en
sumarið I sumar var mikið vatns-
sumar, þannig að ef Grænalón
ryður sig skyndilega og allt vatns-
magnið kemur í einu getur orðið
um mjög mikið hlaup að ræða.
Vegna undirskriftasafnana í Bol-
ungarvík, Hveragerði og í Borgarnesi
tBÚAR f Bolungarvfk, f Borgar-
nesi og Hveragerði hafa að
undanförnu safnað undirskrift-
Engar hindranir
á símtölum
við Spán í gær
BSRB og ASl beindu þeim til-
mælum til félagsmanna sinna f
gær að afgreiða ekkert er lyti að
samgöngum við Spán, sfmtöl eða
póst f tvo daga, en f samtali við
Olaf Hannibalsson skrifstofu-
stjóra ASt sagði hann, að þetta
væri liður f alþjóðlegum mótmæl-
um gegn Ifflátsdómunum á Spáni.
Engar flugferðir áttu að vera til
Spánar í gær og ekki heldur í dag,
en símaþjónusta var með eðlileg-
um hætti milli íslands og Spánar í
gær eftir því sem sfmastúlkur á
talsambandinu tjáðu okkur, en
þær höfðu þá ekki fengið nein
tilmæli um að sinna ekki slíkri
þjónustu við Spán.
um til þess að mótmæla misræmi
í greiðslum skatta og útsvars og
jafnframt hefur verið óskað eftir
rannsóknum í þessum málum.
Hafa þessi mótmæli verið send
rfkisskattstjóraembættinu og
fjármálaráðuneytinu.
Ólafur Nilsson, skattrannsókna-
stjóri, sagði f samtali við Morgun-
blaðið í gær, að áformað væri að
gera athugun á ástæðum f þessum
þremur bæjum fyrir þessum
beiðnum og taldi Ólafur, að Ifk-
lega yrði einnig reynt að sam-
ræma rannsóknina og leita eftir
hliðstæðum á stöðunum. Sagði
Ólafur að innan tfðar yrði tekin
afstaða hvernig þessu yrði hagað
og hvenær rannsóknin hæfist.
Sagt hefur verið frá undir-
skriftasöfnunum í Bolungarvík,
en Sveinn Sveinsson, skattsjjóri á
ísafirði, tjáði Mbl. í gær, að
embætti hans hefði sent undir-
skriftalistana frá Bolungarvík nú
í vikubyrjun til rikisskattstjóra
og fjármálaráðuneytisins, en
listarnir voru með 50 nöfnum af
482 útsvarsskyldum í Bolungar-
vik og þar af greiða 250 tekju-
skatt.
I Borgarnesi var safnað undir-
skriftum tæplega 300 borgara á
þremur kvöldum og voru listarnir
sendir til ríkisskattstjóra fyrir
einum mánuði.
önnur forsvarskona undir-
skriftasöfnunarinnar í Borgar-
nesi, Arnþrúður Jóhannsdóttir,
sagði í samtali við Mbl.: „Okkur
datt þetta f hug tveimur konum
hérna af því að okkur finnst
geysilegt misræmi f greiðslu út-
Það er þó rík ástæða fyrir fólk á
aldrinum í kring um 30 ár og þar
yfir að huga að endurbólusetn-
ingu því þarna er m.a. fólk, sem
hlaut fyrstu bólusetningu á þess-
um fyrstu árum er efnin voru
ekki nógu góð.
Þarna tel ég aó séu hópar fólks
sem yrðu illa settir ef eitthvað
alvarlegt kæmi upp í þessum efn-
um og það erú ýmsar leiðir opnar
eins og ferðum íslendinga er nú
háttað. Til dæmis fer mikill fjöldi
fólks til Spánar og jafnvel yfir til
Afríku, en á Spáni er mikið um
músataugaveiki og aðrar bakterí-
ur sem valda slæmum magakveis-
um og niðurgangspestum. Reynd-
ar berast í hverri viku bakteríur
til rannsóknar sem í fiestum til-
vikum má rekja til fólks sem er
nýkomið frá Spáni eða Kanaríeyj
um. Berst reyndar anzi mikið af
bakterfum sem eru svo gott sem
landlægar hér og valda hastarleg-
um niðurgangi. Þessar „suðrænu"
bakteriur berast með saur og
vatni eða matvælum þar sem
fyllsta hreinlætis er ekki gætt og í
sjó berast þessar bakteríur einnig
með saurnum. Þessar bakteríur
hafa sömu smitleið og mænuveiki
og því ber að gæta allrar varúðar í
þessum efnum, en það hjálpar
vissulega að i heild erum við til-
tölulega vel varin.“
62 ára kona
lézt í bílslysi
SEXTlú og tveggja ára kona lézt
af völdum áverka, er hún hlaut í
gærmorgun, er bifreið ók á hana
á Kringlumýrarbraut á móts við
Nesti. Konan var að fara vestur
yfir Kringlumýrarbrautina, en
bifreiðin, sem ók á hana var á leið
norður brautina á vinstri akrein.
Konan var þegar flutt f slysadeild
Borgarspftalans, þar sem hún lézt
um klukkustundu sfðar.
Slysið varð klukkan 08.10 í gær-
morgun. Konan, sem bjó í Kópa-
vogi var á leið til vinnu sinnar í
Reykjavík. Hún lenti fyrir hægra
framhorni bifreiðarinnar, sem
var af gerðinni Cortina og barst
með henni nokkurn spöl, unz hún
féll hægra megin aftur af henni
og í götuna.
Ekki er unnt að birta nafn
hinnar látnu að sinni, vegna ætt-
ingja sem ekki hafði náðst til í
gærkveldi.
svara og skatta og svo hefur verið
lengi. Við létum iista ganga í þrjú
kvöld og alls rituðu 276 manns
nöfn sín á listana, en hér eru um
600 útsvarsgreiðendur. Þetta
sendum við síðan til Rannsókna-
deildar ríkisskattstjóra fyrir mán-
uði siðan, en þess má geta að eftir
að við sendum listana að lokinni
þriggja kvölda söfnun, höfðu
margir samband við okkur og
vildu rita nöfn sfn á þá.“
Meðfylgjandi er hausinn á
undirskriftalistunum:
Framhald á bls. 20
Búið að salta í
8500 tunnur
í GÆR var búið að salta alls um
8500 tunnur af sfld á landinu, en
þar af voru 4500 tunnur hjá nóta-
bátum og um 4000 tunnur hjá
reknetabátum. Aðeins einn bátur
fékk sfld í fyrrinótt. Var það Jón
Garðar með 350—400 tunnur í
Reynisdýpinu.
Ónæmi gegn lömunarveiki:
Fjöldi fólks þarf
endurbólusetningu
Mikið af magakveisubakteríum berst frá Suðurlöndum
„ÞAÐ ER greinilegt, að ónæmisástand lslendinga
gegn mænuveiki hefur farið batnandi með árun-
um,“ sagði Margrét Guðnadóttir prófessor f samtali
við Morgunblaðið f gær, en hún hefur frá 1957
fylgzt náið með ástandinu f þessum málum.
„Fyrstu árin,“ hélt hún áfram, „eða fram til 1960,
voru bóluefnin mjög lélcg. Kom það í ljós við
mælingar, sem við gerðum á Keldum. Aður en
bólusetning gegn mænuveiki hófst um 1957 mæld-
um við mótefni f fólki, sem ekki hafði verið bólu-
sett og sfðan aftur eftir að það hafði verið bólusett
tvisvar. Þessar mælingar leiddu f Ijós, að fyrstu
árin var bóluefnið ekki gott, en eftir 1960 hefur
það farið mjög batnandi og um leið hefur ónæmisá-
standið f heild farið batnandi.