Morgunblaðið - 27.11.1975, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÖVEMBER 1975
Engir dansleikir í Tónabæ
á laugardögum til áramóta
AKVEÐIÐ hefur veriö að dans-
leikir verði ekki í Tónabæ á
laugardagskvöldum fram til ára-
móta. Hins vegar verða áfram
dansleikir fyrir unglinga fædda
1960 og eldri á föstudagskvöldum
frá 21 til 1 en lokunartíma
hússins var fyrir nokkru breytt og
er gestum nú ekki hleypt inn f
húsið eftir klukkan 22.30 á föstu-
dagskvöldum.
Aðspurður sagði Omar Einars-
’ son, forstöðumaður Tónabæjar,
að ástæðan fyrir þessari breyt-
ingu væri minnkandi aðsókn síð-
ustu vikur, einnig væru próf nú
almennt að byrja í gagnfræða-
skólum. „Það ætti þvf að vera
nægjanlegt framboð að hafa opið
einu sinni í viku, og ég hef hug á
að hafa góðar hljómsveitir á
föstudagskvöldum fram til ára-
móta og næsta föstudag verður
Paradís f húsinu," sagði Ómar að
lokum.
loka hurðunum
Gleyma að
Siglufirði 25. nóvember.
NOKKUÐ algengt er að
bílstjórar, sem aka um
Strákagöngin skilji hurð-
irnar á göngunum eft-
ir opnar. Þetta er mjög
slæmt vegna þess, að þá
nær að skafa inn í göngin
og við það myndast svell
við opið. Að sögn vega-
gerðarmanna hér, þá væri
alveg hægt að losna við
þetta svell, ef bílstjórar
hefðu hugfast að loka
göngunum jafnan á eftir
sér, þegar þeir eiga leið
um.
— mj.
góð matarkaup:
1 lítrí kostar kr. 185.-
Það eru góð matarkaup í Emmess ís. í hverri 60g sneið eru eftirtalin næringarefni:
Vítamín A i.e. 220 Vítamín D i.e. 6
Vítamín B1 ug. 27 Prótin g 2,7
Vítamín B2 ug. 120 Hitaeiningar 102
OTROENA
Getum boðið nokkra bíla af gerðinni
CX á mjög hagstæðu verði eða frá
G/obusi
kr. 2.070.000 —
ef samið er strax
LAGMÚLI5, SÍMI81555
Hraðar framkvæmd-
ir — ekki harðar
t FRÉTT Mbl. í gær um ályktun
fiskiþings, sem bar fyrirsögnina
„Sjávarútvegur og óðaverðbólga",
urðu þau mistök að talað var um
„harðar framkvæmdir" þar sem
átti að standa „hraðar fram-
kvæmdir". Rétt er málsgreinin öll
þannig:
„Hinar gífurlegu framkvæmdir
Jasskvöld
í Skiphóli
JASSKLUBBUR Hafnarfjarðar
verður með sérstakt jasskvöld í
Skiphóli f kvöld frá kl. 9 til 1.
Enskur jasspíanisti, Ronald Kel-
brick, leikur ásamt Guðmundi
Steingrímssyni, Njáli Sigurjóns-
syni og Lindu Walker. Einnig
verður jammsession og er vonast
til að ungir jass- og rokkhljóm-
listarmenn komi og jammi með.
Frá Ekkna-
sjóði Rvk
EKKNASJÓÐUR Reykjavíkur
var stofnaður 1. marz 1890 af
nokkrum kunnum Reykvíkingum
á þeirri tíð.
Sjóðurinn bætti úr brýnni þörf
og nutu margar ekkjur styrks úr
honum, þegar árin liðu.
En um þennan sjóð hefur farið
eins og marga aðra sjóði, að hann
hefur farið minnkandi í hinu
mikla verðbólguflóði sfðustu ára
og aðrar stofnanir hafa tekið við
hlutverki hans að mestu leyti.
Aðalfundur Ekknasjóðsins
verður haldinn f Dómkirkjunni
(uppi) föstud. 28. nóv. kl. 8.30.
á vegum hins opinbera síðustu
þrjú árin, sem margar hverjar eru
óarðbærar, hafa verið mjög
verðbólguaukandi. Einnig hafa
yfirboð í kaupgjaldsmálum hjá
ríkinu sjálfu, miklar og hraðar
framkvæmdir á vegum þess, stuðl-
að að hinu sama.“
Vill slit á
stjórnmála-
sambandi
við Breta
FUNDUR, sem haldinn var á
vegum Framtíðarinnar, mál-
fundafélags Menntaskólans í
Reykjavík, f kjallara Casa
Nova 25. nóvember s.l. sendi
frá sér cftirfarandi samþvkkt:
„Árás Breta á Island er brot
á varnarsamþykkt Evrópu-
ríkja, sem samþykkt var á ráð-
stefnu allra Evrópuríkja fyrr á
þessu ári. Við hvetjum
íslensku ríkisstjórnina til þess
að slíta þegar i stað stjórn-
málasamttandi við Breta, kalla
sendiherra Islands i London
heim, og vísa breska sendi-
herranúm úr landi. Einnig að
ekki verði samið við Breta með
herskip f íslenskri fiskveiðilög-
sögu.
Árás þessi, sem látin er
afskiptalaus af bandalagsríkj-
um íslands og Breta í N.A.T.O.
sýnir að bandalagsríkin lýsa
þegjandi samþykki yfir árás
Breta. Telur fundurinn því að
Ioka beri herstöð Bandaríkj-
anna á Miðnesheiði um
óákveðinn tíma.“
Tré- og málm-
gardínustangir í mörgum stæröum
PÓSTSENDUM
Mölning & Járnvörur
Laugavegi 23 • Símar 1-12-95 & 1-28-76 • Reykjavík
<&*&***
Veitingahús,
mötuneyti,
sjúkrahús
Eigum fyrirliggjandi eða erum að fá
á næstunni í stórum umbúðum:
Gu/rótarteningar Heilar gu/rætur litlar
Grænar baunir Snittubaunir
Aspargus Ananas
Cectail ávextir Niðursoðnir tómatar.
Ferskjur
ífCarrihTm
l Miiylioltsrceyi 82 Riykjavik Sin/i 8.10/8