Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.11.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NOVEMBER 1975 21 Deilur á Alþingi um auglýsingareglur útvarps: Auglýsingar ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar — skv. reglugerð, segir útvarpsstjóri ALLMIKLAR umræður urðu ut- an dagskrár á Alþingi I gær um útvarpsauglýsingar og taldi Svava Jakobsdóttir, sem hóf um- ræðurnar, að Ríkisútvarpið hefði sett óeðlilegar takmarkanir á efni auglýsinga frá ýmsum launþega- samtökum um útifund o.fl. I dag. Tóku fleiri talsmenn stjórnarand- stöðunnar undir þessa skoðun, en Vilhjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra vitnaði til reglu- gerðar, sem m.a. fjallar um orða- lag auglýsinga, sem ekki mega fela f sér áróður eða árásir á aðra aðila. Kvaðst ráðherrann ekki mundu rifta ákvörðunum út- varpsstjóra, en sjálfsagt væri að málið fengi eðlilega athugun. Skv. upplýsingum, sem Morg- unblaðið aflaði sér I gær hjá Rík- isútvarpinu, voru f fyrrakvöld tvisvar lesnar ^ohljóðandi aug- lýsingar en þeim síðan kippt út: Farmanna- og fiskimannasam- band Islands skorar á alla sam- bandsaðila að taka þátt í aðgerð- um þeim, sem samstarfsnefnd til verndar landhelginni hefur boð- að til n.k. fimmtudag og mótmæla með þvf innrás brezka flotans inn f landhelgina til verndar brezk- um veiðiþjófum og til að mót- mæla þeim samningsdrögum, sem gerð hafa verið við V- Þjóðverja. Farmanna- og fiski- mannasambandið. Morgunblaðið sneri sér f gær til Andrésar Björnssonar útvarps- stjóra og leitaði álits hans á þessu deiluefni. (Jtvarpsstjóri sagði: „Ástæðan fyrir þessu liggur í reglugerðinni um auglýsingar al- mennt. Okkur eru settar all- strangar skorður um fundaaug- lýsingar þannig að þær feli ekki í sér áróður eða hlutdrægni. Þarna var um að ræða yfir 10 auglýs- ingar frá ýmsum aðilum, sem allar voru með því marki brenndar að ég og raunar lög- fræðingur útvarpsins líka töldum þær brjóta í bága við reglugerð- ina. Við getum ekki eggjað fólk f auglýsingum til að leggja niður vinnu né heldur til að mótmæla samningagerð, þvf að við teljum ekki að auglýsingarnar séu vett- vangur fyrir pólitískar yfirlýs- ingar af því tagi. Það er hins vegar til annar vettvangur í ríkis- útvarpinu til að koma sjónar- miðum af þessu tagi á framfæri, og það er óspart gert. Mér þykir hins vegar mjög miður að heyra í þessu sambandi talað um auglýs- ingabann, þvf að það hefur ekki verið bönnuð ein einasta aug- lýsing heldur hafa þær allar verið Iesnar — en bara með því orða- lagi sem við teljum reglum sam- kvæmt.“ Hér fer á eftir stutt frásögn af umræðunum á Alþingi í gær um þetta mál: Svava Jakobsdóttir (k) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í sam- einuðu þingi í gær, vegna meintra takmarkana á útvarpsauglýsingar „Samstarfsnefndar til verndar landhelginni“ um útifund nefndarinnar í dag. Hefðu auglýs- ingar nefndarinnar verið birtar athugasemdalaust í fyrradag en úrskurður útvarpsstjóra, í sam- ráði við lögfræðing stofnunar- innar, hefði sett auglýsingu nefndarinnar í gær óeðlileg mörk. Fundur þessi væri haldinn til að mótmæla hugsanlegum samning- um við Vestur-Þjóðverja og her- skipaíhlutun Breta, sem væri hverjum borgara frjálst, sem og að taka sér frí frá störfum til að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Krafðist hún skýringa á aug- Útfaraskreylingar blomouol Groðurhúsið v/§i^tun simi 36770 lýsingahömlum útvarpsstjóra af hálfu menntamálaráðherra og að hann létti þegar af þessu óviður- kvæmilega banni. Björn Jónsson (A) tók undir orð þingmannsins, sem hann taldi réttmæt í hvívetna, enda væri þessi takmörkun án fordæmis og ósvífin árás á stærstu launþega- samtök landsins, sem hér ættu einkum hlut að máli. Björn sagð- ist þekkja menntamálaráðherra að því að vera dreng góðan, sem ekki mætti vamm sitt vita, og vænti hann því þess mjög eindregið, að hann yrði við fram- komnum tilmælum um að aflétta þessari hvimleiðu auglýsingatak- mörkun. Karvel Pálmason (SFV) tók í sama streng og Svava og Björn. Beindi hann þeim tilmælum til Þórarins Þórarinssonar, for- manns útvarpsráðs, og Ellerts B. Schram, varaformanns ráðsins, að þeir tjáðu sig um málið og rétt- mæti slfkra vinnubragða sem hér væru við höfð. Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra sagðist nýverið hafa fengið vitneskju um þessa ákvörðun. Vitnaði hann til 5. og 6. greinar reglugerðar, sem m.a. fjalla um, að orðalag auglýs- inga mætti ekki fela f sér áróður eða árás á aðra aðila. Hefði út- varpið rétt til að breyta texta slíkra auglýsinga í samráði við auglýsendur. Hann rakti síðan reglugerðarákvæði, um meðferð ágreinings, sem upp kynni að rísa af þessu tagi. Hann sagðist ekki myndu rifta ákvörðun útvarps- stjóra, sem hann vissi í hvívetna samvizkusaman og réttsýnan embættismann, er ekki tæki van- hugsaðar ákvarðanir. Slík skyndi- viðbrögð gæti hann ekki viðhaft — en rétt væri að þetta mál fengi eðlilega athugun og gengi rétta boðleið. — Baskar reiðir Framhald af bls. 19 sem hinn 37 ára gamli Juan Carlos mun taka á móti þeim. Meðal gestanna eru Rockefeller, varaforseti Bandaríkjanna, Giscard d’Estaing, forseti Frakk- lands, Scheel, forseti Vestur- Þýzkalands, og páfi, sem harðlega hafði gagnrýnt Franeo-stjórnina, sendir fulltrúa sína. Utgefandinn José Manuel Lara sagði í dag að hann hefði boðið 9 milljónir dala fyrir einkarétt um allan heim á útgáfu endurminn- ingá Francos. Sagði útgefandinn að hann hefði gert fjölskyldu Francos þetta tilboð, en hann hefði að mestu verið búinn að skrifa þær þegar hann lagðist banaleguna. — Tókst að svíkja Framhald af bls. 32 rannsókn þessa máls og kom þá í Ljós að reikningarnir voru falsaðir og undirskrift systurinnar á þeim öllum og engin matvæli höfðu borizt. Höfðu þannig verið sviknar út um 1500 þúsund krón- um valdníðslu að ræða, ofan frá, sem ekkert fordæmi væri fyrir i 30 ára sögu útvarpsins. Slík af- staða opinbers fjölmiðils til fjöl- mennustu launþegasamtaka í Iandinu væri óviðunandi. Ragnhildur Helgadóttir (S) benti á, að viðkomandi fundur hefði fengið verulegt rúm, bæði í frétta- og auglýsingatíma útvarps, þó ágreiningur hefði risið um orðalag auglýsinga. Hitt væri annað mál að hér væri um stór- pólitískt mál að ræða, viðkvæma og afdrifarika ákvarðanatöku, sem menn hefðu ólfk viðhorf til, innan launþegasamtaka sem utan, og spurning væri, hvort fáir forystumenn gerðu rétt i því að beita heildarsamtökum launþega fyrir vagn eins sjónarmiðs. Hér væri þann veg staðið að málum, að ekki stuðlaði að þeirri þjóðar- samstöðu, sem jafnan hefði ríkt og þyrfti að ríkja á örlagatímum i sögu þjóðarinnar. Þórarinn Þórarinsson (F) og Ellert B. Schram (S) sögðust ekkert hafa vitað um þetta mál fyrr en nú, við þessa umræðu, Andrés Björnsson útvarpsstjóri væri réttsýnn og heiðvirður starfsmaður, sem i hvívetna fylgdi þeim starfsreglum er honum væru settar. Strangari reglur giltu hins vegar um auglýs- ingar en fréttir, en þar hefði þessum fundi verið gerð ítarlega skil, og sama myndu raunin á verða um þessar umræður í þing- inu. Visuðu þeir á bug öllum að- dróttunum um afskipti af þessu máli. Sighvatur Björgvinsson (A), Helgi F. Seljan (k), Stefán Jóns- son (k) og Eðvarð Sigurðsson (k) mótmæltu enn gjörðum útvarps- stjóra. Ragnhildur Helgadóttir (S) tók einnig til máls á ný, sem og Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, sem mót- mælti óviðfelldum aðdróttunum að útvarpsstjóra, sem aldrei myndi beita valdníðslu né rang- sleitni í störfum sínum. ur á þessu ári, um 1500 þúsund krónur árið 1974 og tæp ein milljón árið 1973. Samtals eru þetta tæpar fjórar milljónir króna en miðað við núgildandi verðlag er upphæðin töluvert hærri. Grunur beindist fljótt að fyrr- verandi starfsstúlku spitalans, en hún er af erlendu bergi brotin. Var hún hneppt í gæzluvarðhald og hefur viðurkennt að hafa tekið við peningunum, en eins og fyrr segir kveðst hún hafa tekið á móti þeim fyrir aðra aðila sem hún þó kunni ekki að nefna. Stúlkan er enn í gæzluvarðhaldi og mun rannsóknarlögreglan halda áfram rannsókn málsins. + Ástkærar þakkir vottum við þeim, sem sýndu okkur samúð við fráfall móður minnar, tengda- móður og ömmu okkar, SIGURBJARGAR GUÐBRANDSDÓTTUR Hreiðar Haraldsson, Halla Haraldsson. Ásta Haraldsson, Helga Haraldsson. Stefán Jónsson (k) sagði hér t Útför GUÐRÚNAR BENEDIKTSDÓTTUR, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju, föstudaginn 28 nóvember kl 2 Finnbogi Ingólfsson, Aðalbjörg Ingólfsdóttir, Ragnar Björnsson, Benedikt Ingólfsson, Jóhanna Sigurjónsdóttir. + Útför móður minnar, tengdamóður og ömmu INGIBJARGAR BJÖRNSDÓTTUR Vesturgötu 20. fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28 þ.m kl 3 eftir hádegi Sigríður Þórðardóttir, Magnús Þ. Torfason og börn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, FELIX EÐVARÐSSON, Hellisbraut 5, Hellissandi, verður jarðsunginn að Ingjaldshólskirkju laugardaginn 29 nóv kl 2 e.h. Guðrún Lárusdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir mín, tengdamóðir og systir ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR. Tjaldanesi 3. Garðahreppi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. nóv kl 1 3 30 Helga Benediktsdóttir. Kristján Óli Hjaltason, Elinborg Guðmundsdóttir, Teitný Guðmundsdóttir. + Útför móður okkar HÖLLU LOVÍSU LOFTSDÓTTUR frá Sandlæk fer fram að Hrepphólum, laugardaginn 29 nóv n.k kl 2. Kveðju- athöfn verður í kirkju Óháða safnaðarins sama dag kl 1 0 30 Bílferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 1 2.00 Sigríður Lilja Ámundadóttir Guðrún Ámundadóttir Guðmundur Ámundason Loftur Ámundason. + Hugheilar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð og hlýjan vinarhug við fráfall ÞÓRHALLS JÓNSSONAR, Hjallabraut 4 Hf. Gislina Lára Kristjánsdóttir. Ólafur Herbert Skagvik. Sigrún Jónsdóttir. Jóhann Jónsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu JAKOBÍNU SIGRUNAR VILHJÁLMSDÓTTUR, frá Grenivik Knútur Bjarnason, Bryndís Stefánsdóttir, Áskell Bjarnason, Þórhildur Ingólfsdottir, Grimur Bjarnason, og barnabörn. Inga Stina Stefánsdóttir. Faðir okkar, + ERLENDUR MAGNÚSSON, Kálfatjörn, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 29 nóvember kl. 2 e h Börn hins látna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.