Morgunblaðið - 27.11.1975, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1975
31
Þróttur vann
Hauka óvænt 19:18
ÞRÖTTUR vann Hauka 19:18 í 1.
deild Islandsmótsins f handknatt-
leik í gærkvöldi. Staðan í hálfleik
var 10:10. Leikið var f Laugar-
dalshöll.
Leikurinn var allan timann
mjög jafn. Haukar höfðu þó betur
framan af fyrri hálfleik en
munurinn var þó aldrei nema tvö
mörk. Um miðjan fyrri hálfleik
náðu Þróttarar sér vel á strik og
skoruðu 4 mörk í röð og breyttu
stöðunni í 8:6 sér í vil. I seinni
hálfleik skiptust liðin svo á um
forystu framan af. Þróttur hafði
yfir 14:13 en Haukar skoruðu 3
næstu mörk og þegar aðeins 3
minútur voru til leiksloka var
staðan 18:16 fyrir Hauka. Á loka-
mínútunum tóku Haukarnir of
mikla áhættu i sóknarleik sínum,
jafnhliða því að vörn Þróttar stóð
sig mjög vel og skoruðu Þróttarar
3 síðustu mörkin og sigruðu.
Friðrik Friðriksson, bezti maður
Þróttar, skoraði sigurmarkið.
Sigurmark Þróttar skoraði Frið-
rik Friðriksson þegar um hálf
mínúta var til leiksloka, en ör-
væntingarfullar tilraunir Hauka
til að jafna báru engan árangur.
Langbezti leikmaður Þróttar
var Friðrik Friðriksson, sérstak-
lega í fyrri hálfleik en þá réð
Haukavörnin ekkert við hann. 1
seinni hálfleik reyndu Haukarnir
að taka Friðrik framar á vellinum
og tókst þannig frekar að stöðva
hann en aðrir tóku þá við marka-
skorarahlutverkunum. Bjarni
Jónsson átti einnig mjög góðan
leik í liði Þróttar og í heild barðist
liðið mjög vel og þá ekki síst
þegar mest á reið á lokamínútum
leiksins.
I Haukaliðinu bar að venju
mest á Herði Sigmarssyni og
Eliasi Jónassyni, en Hörður var
þó ákaflega óheppinn með skot
sín í leiknum Sigurgeir Marteins-
son átti einnig mjög góðan leik.
Mörk Þróttar: Friðrik Friðriks-
son 7, Bjarni Jónsson 4, Halldór
Bragason 2, Trausti Þorgrímsson
2, Konráð Jónsson, 2 Björn Vil-
hjálmsson 1 og Gunnar Gunnars-
son 1.
Mörk Hauka: Sigurgeir
Marteinsson 6, Hörður Sigmars-
son 5, Elías Jónasson 3, Ölafur
Ölafsson 1, Guðmundur Haralds-
son 1, Arnór Guðmundsson 1 og
Ingimar Haraldsson 1.
— stjl.
Ármann vann FH 23:22
í æsispennandi leik
ARMANN sigraði FH 23:22 f
æsispennandi leik I 1. deild I
gærkvöldi. f hálfleik var
staðan 14:10 fyrir FH. Eftir
þessi óvæntu úrslit f gærkvöldi
standa Valsmenn langbezt að
vfgi f 1. deild eftir fyrri um-
ferð.
Mörk Ármanns: Pétur
Ingólfsson 11, Hörður Harðar-
son 5, Björn Jóhannesson 4,
Jón Ástvaldsson 2, Gunnar
Traustason 1.
Mörk FH: Geir Hallsteinsson
7, Viðar Simonarson 5,
Þórarinn Ragnarsson 5,
Guðmundur Sveinsson 2,
Guðmundur Magnússon 1,
Guðmundur Stefánsson 1,
Sæmundur Stefánsson 1.
Rangar Gunnarsson mark-
vörður Ármanns varði vítakast
Þórarins Ragnarssonar á loka-
sekúndum ieiksins.
I 2. deild sigraði IR Leikni
31:19.
Nánar á morgun.
Úrslit í UEFA-keppninni
í GÆRKVÖLDI fóru fram fyrri
leikirnir f 3. umferð UEFA bikar-
keppninnar. Þessi úrslit höfðu
borizt þegar Morgunblaðið fór f
prentun:
AC Milan (ftalía)-Spartak
Moskva (Sovét) 4:0
Mörk Milan: Calloni 2, Bogon,
Maldera.
Áhorfendur: 20 þúsund.
Dynamo Dresden (A-Þýzkaland
— Moskva Torpedo (Sovét) 3:0
Mörk Dynamo: Riedel 2,
Kreische.
Áhorfendur: 30þúsund:
Slask Wrocklaw (Pólland) —
Liverpool (England) 1:2
Mörk Slask: Pawlowski. Mörk
Liverpool: Toshack, Faber
(sjálfsmark).
Ahorfendur: 40 þúsund.
Hamburg SV (V-Þýzkaland) —
FC Porto (Portúgal) 2:0
Mörk Hamburger:- Murca
(sjálfsmark), Volkert.
Áhorfendur: 40 þúsund.
Barcelona (Spánn)— Vasas
Budapest (Ungverjaland) 3:1
Mörk Barcelona: Migueli, Rexach,
Neeskens. Mark Vasas: Muller.
Áhorfendur: 70 þúsund.
Ajax (Holland) — Leski
Spartak (Búlgarfa 2:1)
Mörk Ajax: Geels, Steffenhagen.
Mark Lefski: Vionov.
Áhorfendur: 25 þúsund:
Brugge (Belgía) —
(Italfa) 1:0
Mark Brugge: Cools.
Áhorfendur: 37 þúsund.
Páll Björgvinsson fyrirliði landsliðsins f æfingaleik þess við tR f fyrrakvöld. Agúst Svavarsson er f
vörninni, en hann er leikmaður sem landsliðsnefnd hefði átt að gefa kost á að vera með f æfingum liðsins.
Lengst til vinstri er Björgvin Björgvinsson landsliðsmaður, sem ekki hefur leikið einn einasta
handknattleiksleik á þessu keppnistímabili.
Fnrðalegnr nnðirbúningur lam!s-
liðsins íyrir viðamikil verkefni
Roma
N.k. sunnudag leika Islend-
ingar landsleik f handknattleik f
Laugardalshöllinni við Luxem-
burgara. Leikur þessi er liður í
undankeppni Ólympfuleikanna f
handknattleik og 18. desember
mun svo fslenzka liðið mæta
Júgóslövum f LaugardalshöIIinni,
einnig f Ólympfukeppninni. Eins
og flestir -vita, urðu Júgóslavar
gullverðlaunahafar á Ólympfu-
leikunum í Múnchen 1972 og hafa
um árabil átt einu bezta hand-
knattleikslandsliði heimsins á að
skipa. Róðurinn verður þvf
þungur hjá íslenzka landsliðinu
og eftir öllum sólarmerkjum að
dæma hefði ekki veitt af miklurn
og góðum undirbúningi fyrir
leiki þessa. I fyrra hafði stjórn
HSl mikil áform um að ráða
hingað erlendan þjálfara, en
sfðan varð stefnubreyting hjá
henni, eins og öllum er kunnugt:
Ráðinn var til starfa Viðar
Sfmonarson og sfðan honum til
aðstoðar Ágúst ögmundsson.
Undirbúningur landsliðsins
fyrir komandi Ieiki er nú loksins
hafinn. I æfinga- og leikja-
prógrammí fyrir september til
desember sem útbýtt var á blaða-
mannafundi HSl 30. september
s.l. var reyndar greint frá þvf að
æfingarnar ættu að hefjast 17.
nóvember, en taka ber það fram,
að þá var búizt við því að lands-
leikirnir við Luxemburg færu
fyrr fram en raun varð síðan á.
Ætla má að landsliðið geti
fengió eina til tvær sæmilegar
æfingar fyrir landsleikinn við
Luxemburgara. Auðvitað má
segja að Islendingar eigi hvort
sem er að vera nokkuð öruggir
um að vinna þá, en málið er ekki
svona einfalt: Framundan eru
önnur og veigameiri verkefni, og
hlýtur æfing landsliðsins nú að
skoðast sem fyrsti undirbúningur
fyrir þau. Virðist svo sem stjórn
HSl viti tæpast sitt rjúkandi ráð í
landsliðsmálunum og má sem
dæmi um slíkt nefna að fyrir
skömmu var blaðamönnum skýrt
frá því að þeir Ólafur H. Jónsson
og Axel Axelsson myndu leika
með landsliðinu gegn Norð-
mönnum 2. og 3. desember.
Nýjustu fréttir eru hins vegar
þær, að þeir megi ekki vera að því
— þurfi að leika með liði sínu í
Þýzkalandi á sama tíma. Út af
fyrir sig er það náttúrlega for-
kastanlegt að stjórn HSl skuli
ekkert hafa gert til þess að búa
þannig um hnútana að íslenzka
landsliðið hefði forgang hjá
þessum leikmönnum og öðrum
þeim er dvelja í Þýzkalandi, ef á
annað borð er ætlunin að nota þá í
landsleiki.
Landsliðsnefndarmennirnir
Viðar og Agúst völdu um sfðustu
helgi liðið sem á að leika gegn
Luxemburgurum á sunnudaginn.
Sjálfsagt er val einstakra manna
umdeilanlegt eins og ævinlega, en
hitt er samt furðulegra hvaða
sjónarmið virðast ríkja hjá þeim
félögum. Einungis var valinn sá
hópur sem leika á gegn Luxem-
burg, þó svo að nokkrum dögum
seinna eigi að fara fram tveir
landsleikir við Norðmenn. Af
hópnum mættu svo aðeins átta á
æfingu á mánudagskvöldið og sjö
á þriðjudagskvöldið og varð þá
einn markvarðanna að leika sem
útispilari í æfingaleiknum. Sá
hefur sjálfsagt fengið með því
ákjósanlega æfingu fyrir kom-
Allt fjármagnið fer í meistaraflokksþjálf-
imína og áranprinn er síðan ekki sem erfiðið
— sagði Hafsteinn Geirsson
— ÉG TEL, að þjálfunarmálin
hjá okkur séu komin á mjög
erfitt stig, sagði Hafsteinn
Geirsson, formaður Handknatt-
leiksdeildar Hauka, i ávarpi
sem hann flutti s.l. föstudag, er
verðlaun Morgunblaðsins voru
afhent til þeirra íþróttamanna,
sem til þeirra höfðu unnið. —
Það er svo komið, sagði Haf-
steinn, að félögin standa ekki
lengur undir þeim gffurlega
kostnaði sem er því samfara að
hafa þjálfara, þar sem tekjur
liðanna af leikjum þeirra í Is-
landsmótinu eru ekki miklar.
Kostnaðurinn við þjálfun
meistaraflokks kemur niður á
öllu starfi í félögunum og þá
einkum þar sem sízt skyldi, í
yngri flokkunum, sem með öllu
hefur verið ókleyft að sjá fvrir
nægjanlega góðri þjálfun. Fé-
lögin hafa ekki fengizt til þess
að ræða þetta mál sín á milli,
og fjölmiðlar hafa heldur ekki
sýnt því mikinn áhuga.
Hafsteinn sagði, að Hauk-
arnir hefðu verið ásakaðir fyrir
ábyrgðarleysi og uppgjöf er
þeir réðu ekki til sfn þjálfara
fyrir sfðasta keppnistímabil
eins og hin liðin sem leika í 1.
dcild. — Það er lcikmaður sem
sér um þjálfunina og auðvitað
viðurkenni ég, að slfkt er ekki
nógu gott, sagði Hafsteinn, eða
ætti ekki að vera það, ef miðað
er við þær miklu greiðslur sem
því eru samfara að hafa þjálf-
ara. — En lftum á stöðu Hauk-
anna í Islandsmótinu í dag.
Þeir eru á toppnum þrátt fyrir
þjálfaraleysið og ábvrgðar-
leysið. Þetta sannar okkur að
þjálfarar okkar, þeir sem fást
við meistaraflokksþ'jálfun, eru
of dýru verði keyptir fyrir fé-
iögin. Ég held, að það sé
nauðsynlegt fvrir félögin að
fara að athuga sinn gang og
endurskoða málin.
andi landsleiki, eða hitt þó held-
ur!
Hefði ekki verið skynsamlegra
að hafa hópinn stærri og gefa
þeim sem væntanlega koma inn í
liðið, a.m.k. á móti Norðmönnum
tækifæri á því að æfa með liðinu?
Má vera, að þetta hafi ekki verið
gert vegna þess að Iandsliðs-
nefndarmenn telji umræddar æf-
ingar svo veigalitlar, að það sé
sama hvort menn stunda þær eða
ekki. Rennir framkoma landsliðs-
nefndarmanna í sambandi við boð
Víkinga um æfingaleik við
Gummersbach reyndar stoðum
undir slíkt. Þá var helzta rök-
semdin fyrir að ekki var leikið sú,
að ekki þýddi að vera með æfinga-
leiki fyrr en „útlendingarnir“
væru komnir — slíkar æfingar
næðu ekki tilgangi sínum. Ekki
voru „útlendingarnir“ mættir á
æfingu á mánudags- né þriðju-
dagskvöld, þannig að eftir þessu
hefur lítið gagn verið að þeim
æfingum.
Þótt fyrir liggi að undirbúning-
ur Iandsliðsins sé Lítill og illa að
honum staðið, þá má, sem fyrr
segir búast við þvi að íslendingar
vinni sigur i leiknum gegn Lux-
emburgurum á sunnudaginn. Erf-
iðari verða ugglaust leikirnir við
Norðmenn í næstu viku. Gaman
hefði verið á sjá þá Ólaf H. Jóns-
son og Axel Axelsson í leik gegn
þeim, þar sem þeir eru sagðir í
betri æfingu en nokkru sinni
fyrr. Eftir leikinn við Norðmenn
fer svo íslenzka landsliðið f
keppnis- og æfingaferð til Dan-
merkur og dvelur þar í nokkra
daga. Verður sú ferð að skoðast
sem aðalundirbúningur fyrir leik-
inn við Júgóslavi og er vonandi að
vel takist til. Eins og málin standa
núna, er þó óvíst að allir þeir sem
valdir voru í leikinn við Luxem-
burg gefi kost á sér til Danmerk-
urferðarinnar og undirbúnings
vegna júgóslavaleiksins. Er von-
andi að sú staða komi ekki upp að
markverðirnir verði að leika á
línunni!
V-#'
Reykjavíkurmót
TVEIR leikir verða i Reykja-
víkurmótinu í blaki f kvöld. Þá
keppa Víkingur og Þróttur í
kvenna- og karlaflokki. Fyrri leik-
urinn hefst kl. 21:00 og verður
leikið i fþróttahúsi Kennarahá-
skólans.