Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.12.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 7 Talnablekk- ingar stjórnar- andstæðinga Samningsdrögin við Vestur-Þjóðverja urðu stjórnarandstæðingum, einkum Lúðvík Jóseps- syni, tilefni til fáheyrðra talnablekkinga. Því var blákalt haldið fram, að út- flutningsverðmæti um- samins aflamagns Vestur- Þjóðverja væri á bilinu frá 16 til 20 milljarðar fs- lenzkra króna. Og auðvit- að var þvf haldið fram með sömu óskammfeiln- inni, að hér væri um „gjöf" að ræða, sem með öllu hefði verið hægt að komast hjá. Með öllu var litið fram hjá þeirri staðreynd að Þjóðverjar hefðu senni- lega veitt verulega meira fiskmagn án samninga, sem og samanburði við samningstilboð Lúðvfks Jósepssonar frá fyrra ári, þar sem gert var ráð fyrir 20.000 tonna stærri „gjöf", án nokkurra skil- yrða um takmörkum þorsks í aflamagninu. Jafnvel þótt forsendur stjórnarandstæðinga fyrir talnablekkingunni væru teknar góðar og gildar, svo fáránlegar sem þær þó vóru, er verðmætisút- reikningur þeirra svo fjarri sanni að furðu gegnir. Þingræða Guðmundar H. Garðarssonar Guðmundur H. Garð- arsson, alþingismaður, sem gjörþekkir mark- aðsverð sjávarafurða sem starfsmaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihús- anna, sýndi Ijóslega fram á haldleysi þessara full- yrðinga f þingræðu fyrir skemmstu. Hann benti á að 35.000 tonn af karfa, fullunnin á hæsta verð á Sóvétmark- að, væru að cif verðmæti 1678 m.kr. 20.000 tonn af ufsa, fullunnin á sama markað, að cif-verðmæti 1077 m.kr. Og 5000 tonn af þorski, fullunnin á hæsta verð á Bandaríkja- markað, að cifverðmæti 583 m kr. Samtals út- flutningsverðmæti sem svarar 3338 milljónum króna —- í stað 16.000 til 20.000 milljóna, eins og stjórnarandstæðingar héldu fram. Hér skakkar þvf meira en Iftið milli full- yrðinga og staðreynda eins og f fleiri þáttum mál- flutnings stjórnarand- stæðinga f þessum mála- flokki. Það segir svo sfna sögu um sjálfan málstað inn þegar slfkur málflutn- ingur er á borð borinn. Kostir samninganna Guðmundur H. Garðars- son gat þess f ræðu sinni að samningsdrögin væru engan veginn gallalaus. Hins vegar væru kostir þeirra verulega þyngri á metum en gallarnir. í þvi sambandi lagði hann eink- um áherzlu á eftirfarandi: 1. Við hefðum meira vald á veiðum Þjóðverja eftir en áður. 2. Samningurinn felur i sér viðurkenningu Þjóð verja á rétti okkar til samninga um veiðar innan 200 mílnanna. Þessi réttur er sér- staklega undirstrikaður með þvi að frysti- og verksmiðjutog- arar þeirra vfkja út fyrir 200 mílurnar og þeir skuldbinda sig til að lúta fslenzkum lögum og reglugerðum um vernd- unarsvæði (hrygningar- svæði og uppeldissvæði ungfisks) og gerð veiðar- færa. 3. Fjöldi fsfisktogara. sem einir fá að annast veiðarnar, minnkar og verulega bæði frá þvf sem nú er og fólst í fyrra til- boði Lúðvíks Jóseps- sonar. Meðalaldur tog- aranna er mjög hár, 26 og 40 byggðir fyrir 1961. Þessi skip verða naumast endurnýjuð. Hér er þvf um að ræða sýnilegt skref af Þjóðverja hálfu til að hætta með öllu — í ná- inni framtfð, aflasókn á íslandsmið 4. Við getum nú einbeitt landhelgisvörzlu okkar gegn öðrum þjóð- um, einkum Bretum. 5. Lfkur aukast á þvf að opna leiðir til hagstæðra viðskipta f Vestur-Evrópu, ekki sfzt varðandi ufsa, karfa og rækju. 6. Staða okkar á haf- réttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna verður sterkari eftir en áður. 7. Evrópumarkaðir opna nýtt verksvið fyrir togara okkar (ufsa og karfa), sem auðvelda tak- mörkun á sókn f þorsk- stofninn, einkum á árs- timanum júlf—septem- ber. Samningurinn getur því stuðlað að vissu atvinnuöryggi, ef hann endist út samnings- tfmann, öfugt við það, sem gagnrýnendur hans halda fram. Það er ekki nóg, sagði ræðumaður, að afla fisks og fullvinna — það þarf líka að selja hann og á sem hagkvæmustum viðskiptakjörum, ef vel á að vera. viðarþilfur paneli parket BYGGINGAVÚRUVERSLUN KÓPAVOGS SF NÝBÝLAVEGI 8 SÍMI:41000 TIMBURSALAN KÁRSNESBRAUT 2 BYKO w Þar sem fagmennirnir verzla, er yóur óhætt nú viðarklæóningu á veggi, í og á gólf. Verðið er hagstætt. Viðarþiljuverðið hið hagstæðasta á markaðinum, vonum við. loft Stjórnunarfélag íslands Utflutningsverzlun Stjórnunarfélag íslands og Úflutningsmiðstöð iðnaðarins gangast fyrir námskeiði um útflutningsverzlun, mánudaginn 8 og þriðjudaginn 9. des n.k. kl. 1 5.00 — 1 9.00 báða daganna. Efni: Gerð útflutningsskjala pökkun, verðlagning, gerð kynningarrita ofl. Leiðbeinendur eru: Ólafur Sigurmundsson og starfsfólk Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku i sima 24473 eða 82930. Látiö rafmagns- AÐVENTULJÓS lýsa upp hcímíliö í skammdegínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.