Morgunblaðið - 03.12.1975, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.12.1975, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 8 r Frá Verzlunarráði Islands: Afkoma heildverzlunargrema 1974 og 1975 AFKOMA hinna svokölluðu heildverzlunargreina hefur verið nokkrum sveiflum háð undanfarin ár. Þó eru þessar sveiflur mun minni í heildaraf- komunni en hjá einstökum greinum. Ástæður þessara sviptinga eru margvislegar en mestu valda breytingar á inn- lendu verðlagi, gengi, verðlags- ákvæðum, tolli og sveiflur i eft- irspurn, sérstaklega þær, sem stafa að breyttum kaupmætti og spákaupmennsku almenn- ings. Einnig hafa sveiflur í byggingarframkvæmdum á vegum atvinnuveganna og þess opinbera og einstaklinga valdið umtalsverðum sveiflum í af- komunni, þó mest hjá bygg- ingavöruverzluninni. Breytingar á afkomu ein- stakra greina geta þannig verið mjög mismunandi og haft mis- mikil áhrif á niðurstöður heild- arinnar, á sama hátt og afkoma einstakra fyrirtækja er oft verulega frábrugðin afkomu þeirrar greinar sem það tilheyr- ir. Af þessum sökum fæst mun fyllri mynd af breytingum á afkomu heildverzlunargreina, ef litið er á einstakar greinar í stað þess að líta eingöngu á afkomu heildarinnar. Byggingavöruverzlun (614). Afkoma byggingavöruverzl- unar er á margvíslegan hátt háð sveiflum í byggingariðnaði og fjárfestingu almennt. Þetta kemur skýrt fram á árinu 1973, en á því ári jókst t.d. fjárfesting í íbúðarhúsnæði um 47% á föstu verðlagi, mikið vegna jarðeldanna á Heimaey. Af- koma byggingarvöruverzlana verður því óvenjulega góð á ár- inu. Á árinu 1974 snýst dæmið við. Töluverð þensla var í bygg- ingariðnaði fyrri hluta ársins, en samdráttar tók að gæta síð- ari hluta ársins. Á árinu varð samdráttur í fjárfestingu i íbúðarhúsnæði t.d. rúm 16% á stöðugu verðlagi. Gengisbreyt- ingin í byrjun september 1974 olli búsifjum og mörg fyrirtæki áttu miklar birgðir um áramót. Afkomuhlutfall ársins varð því Iægra en undanfarin ár. I ár má búast við, að velta byggingavöruverzlana aukist um 30% i krónum, sem þýðir töluverðan magnsamdrátt í reynd. Ástæðan er fyrst og fremst um 15% magnsam- dráttur í fjárfestingu atvinnu- veganna, þrátt fyrir, að fram- kvæmdir hefjist við Járn- blendisverksmiðjuna í ár. Magnsamdráttur i fjárfestingu íbúðarhúsnæðis verður senni- lega um 5% á árinu, en hreinar opinberar framkvæmdir aukast sennilega um 18%, mest i raf- orkumálum, eða um 80%, og um 30% í hita- og vatnsveitu- málum. Samdráttur ætti að verða á öðrum sviðum opin- berra framkvæmda. Á innflutningi fyrstu níu mánuði ársins er þessi sam- dráttur augljós. Innflutningur á krossvið minnkar t.d. um 48%, ýmsar byggingarplötur um 17%, rúðugler um 25%, steypustyrktarjárn um 28%, þakjárn um 41 % og miðstöðvar- ofnar um 23%. Allt virðist því benda til þess að rekstur bygg- ingarvöruverzlunar standi í járnum í ár, lækki meðalálagn- ing í greininni eins og verðlags- yfirvöld hafa ætlazt til. Bifreiðaverzlun (615). Bifreiðaverzlun fór ekki var- hluta af þeirri eftirspurnar- þenslu og spákaupmennsku, sem einkenndi á margan hátt verzlun á s.I. ári. Á s.l. ári voru fluttar inn rúmlega 10.400 bifreiðar, sem er rúmlega 32% magnaukning frá árinu áður. Þrátt fyrir þessa miklu aukn- ingu, sem kom að mestu fram á fyrri hluta ársins, varð afkoma bifreiðaverzlunar ekki eins góð á árinu og búast hefði mátt við. Ástæðan er gengisfellingin í september, sem olli umtals- verðum gengistöpum hjá mörg- um fyrirtækjum. 1 ár er mjög erfitt að spá um afkomu bifreiðaverzlunar, þar sem margt er óvíst um, hvaða áhrif 25% samdráttur í veltu í krónutölu og um 70% samdrátt- ur að magni til hefur til breyt- inga á tilkostnaði. Spá um afkomu bifreiðaverzlunar er því háð meiri óvissu en er um Framhald á bls. 21 19.11.1975. verzlunarrAð ÍSLANDS REKSTRARREIKNINGUR HEILDVERZLUNARGREINA, atv.gr. 614 -616. (í milljónum króna) 1971 1972 1973 1974 spá 19?5 1. 2. TEKJUR: Vörusala 12.460,7 14.581,4 20.928,9 31.019,5 39.979,0 39.979,0 Aörar tekjur 512,7 687 ,7 1.095,3 1.658,5 2.180,5 2.180,5 Tekjur samtals: 12.973,4 15.269,1 22.024,2 32.678,0 42.159,5 42.159,5 GJÖLD: Vörunotkun 10.681,4 12.382,3 17.469,1 26.167,2 33.671,0 34.401,9 Launakostnaöur - 909,4 1.214,0 1.832,6 2.770,3 3.697,2 3.697,2 Annar kostnaöur 973,8 1.228,7 1.828,0 2.851 ,3 3.697 ,7 3.697 ,7 Tekju- og eignaskattur 122,7 Hagnaöur, tap 286,1 192,9 251,2 234,9 659,6 475,5 413 ,7 493,0 600,6 493,0 - 130,3 Gjöld samtals: 12.973,4 15.269,1 22.024,2 32.678,0 42.159,5 42.159,5 MEÐALALAGNING 16,66% 17 ,76% 1,72% 19,81%. 18,54% 18 ,73% 16,21% HAGNAÐUR / VÖRUSALA x 100 2,30% 3,15% 1,33% 1,50% - 0,33% HAGRÆN REKSTRARAFKOMA: HagnaÖur samkvæmt rekstrarreikningi 286,1 ± leiör. vegna veröbreytinga vörubirgöa + 58,5 — aröur af eigin fé — 232,6 251,2 80,9 - 255,9 659,6 - 305,4 - 337,8 413 ,7 - 583,6 - 567,8 Hagrænn hagnaöur, tap: 112,0 85,6 16,4 - 737,7 (1) í þessum dálki er notuö sama meÖalálagning og 1974. (2) Her er meöalálagningu breytt í samræmi viö ákvarÖanir verÖlagsyfirvalda. Meðfylgjandi tölur um meðalafkomu heildverzlunar- greina samkvæmt rekstrar- reikningum fyrirtækja ná til þriggja heildverzlunargreina, byggingavöruverzlunar (614), bifreiðaverzlunar (615) og al- mennrar heildverzlunar (616). Tölur áranna 1971—1973 eru niðurstöður úrtaksathugunar Þjóðhagsstofnunar með þeirri breytingu, að laun eigenda f einstaklingsfyrirtækjum hafa verið aðskilin frá hagnaði og þeim reiknuð meðallaun í við- komandi verzlunargreinum miðað við vinnuframlag þeirra. Áætlun ársins 1974 er reist á úrtaksathugun Verzlunarráðs Islands á afkomu eínstakra verzlunargreina. Afkoman l ár er hins vegar framreiknuð fyrir einstakar greinar á grund- velli niðurstaðna ársins 1974, miðað við beztu hugmyndir um breytingu tekna og tilkostnaðar á árinu f ár. 1 töflunni er annars vegar miðað við óbreytta meðalálagningu frá árinu áður (dálkur 1) og hins vegar að breytingar verðlags- yfirvalda á álagningunni komi að meðaltali að fullu fram í afkomunni (dálkur2). Stofnun Ama Magnússonar gefur út litprentuð kort STOFNUN Arna Magnússonar hefur hafið útgáfu á litprent- uðum kortum með lýsingum úr fslenzkum miðaldahandritum. Nú hefur stofnunin sent frá sér nfu kort með lýsingum úr fjór- um fslenzkum handritum. Á fimm kortum eru lýsingar úr sögu heilags Nikuláss, en þær eru öðrum þræði valdar vegna þess, að jólahátfð fer f hönd, að þvf er segir f frétt frá stofnuninni. Heilagur Nikulás, erkibiskup frá Myra f I.ikfa f Litlu-Asfu, var einn vinsælasti dýrðlingur kaþólskrar kirkju á miðöldum. Var hann einkum ármaður sæfarenda og barna. Dýrkun hans var mjög út- breidd á íslandi, og eru um það bil 34 kirkjur helgaðar honum. Þá er mynd af Jóhannesi guð- spjallamanni á tveimur kort- anna, og er hún tekin úr Skarðsbók postulasagna. A einu korti er lýsing úr Skarðs- bók Jónsbókar og ein lýsing er úr Flateyjarbók. Kortin munu fást á almennum markaði. Lyfsalaskipti á Akranesi LYFSALINN á Akranesi, Fríða Proppé, hefur sagt lyfsöluleyfi sínu á Akranesi lausu frá og með 1. janúar 1976. Fríða Proppé hefur verið lyfsali á Akranesi frá stofnun Akraness apóteks árið 1935 eða í rúmlega 40 ár. Lyfsöluleyfið á Akranesi hefur síðan verið auglýst laust til um- sóknar og hefur forseti Islands hinn 14. nóvember 1975, að til- lögu heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, veitt það Stefáni Sigurkarlssyni lyfsala f Stykkis- hólmi frá og með 1. janúar 1976 að telja. Graham Hill fórst í flugslysi Lundúnum — 1. des. — AP GRAHAM Hill, fyrrverandi heimsmeistari í kappakstri, fórst f flugslysi skammt frá Lundúnum s.l. laugardagskvöld. Hann flaug sjálfur smáflugvél, sem hrapaði niður á golfvöll, en farþegi hans var félagi hans, Tony Brise, sem einnig var þekktur kappaksturs- maður. Graham Hill var 46 ára að aldri er hann lézt. Honum tókst að verja heimsmeistaratitilinn tvisvar sinnum, en einnig sigraði hann margoft f kappakstri á ýms- um öðrum vettvangi. Eldri maður óskar eftir lítilli íbúð eða herbergi með aðgangi að baði og eldhúsi. Upplýsingar í síma 18970 og 27570. Sala — 2ja herb. íbúð í háhýsi í Breiðholti III. Góð íbúð, fullgerð sameign, m.a. frystiklefi o.fl. Stór innbyggður bílskúr getur fylgt með. Til greina kemur að skipta á íbúð þessari og 4ra herb. íbúð t.d. í Breiðholti eða Árbæ. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 (Silli&Váldi) simi 26600 A Á A A a a a A Á A Á Á A S' A A A A Á A A A A £ Góð bújörð i V-Húnavatnssýslu Til sölu er ca 400 ha jörð á góðum stað í Húnavatnssýlu. Á jörðinni er ca 140 fm ágætt íbúðarhús, 40 kúafjós, 350 kindahús, 2 hlöður samtals 2000 hesta. Ræktuð tún er ca 50 ha. Landið er að mestu girt. Möguleiki á silungs- rækt. Uppl. aðeins gefnar á skrifstofunni. Sölumenn Kristján Knútsson Lúðvik Halldórsson Eigna Jmarkí caðurinn Austurstrati 6. Simi 26933. 5»5»5»5»5»5»5» »5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»5»

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.