Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 15

Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 15 Mæðiveiki í norsku sauðfé Allsherjarniðurskurður íhugaður á sýktu svæðunum ÞRANDHEIMI, 21. nóv.: — Mæðiveiki I sauðfé hér f Noregi hefur nú breiðzt alvarlega út. Segja má, að veikinnar hafi orðið vart S flestum fylkjum sunnan Dofrafjalla. Arið 1970 var flutt lifandi sauð- fé hingað frá Hollandi. Um það bil ári seinna varð veikinnar fyrst vart. Til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu hennar var brugðizt 99 Þorsteinn Matthíasson I dags- 99 JW*rxjimhIot>ií> við með ýmsu móti. Meðal annars hafa öll dýr verið skorin á heilum bæjum, reynt hefur verið að ein- angra búfé á bæjum þar sem grunur er um veikina og svo hef- ur verið gripið til umfangsmikilla bólusetninga. En allt kemur fyrir ekki, veikin breiðist út. Landbúnaðaryfirvöld og bændur hafa að sjálfsögðu miklar áhyggjur. Nú er alvarlega farið að tala um allsherjarniður- skurð á sauðfé í sýktum fylkjum svo sem íslendingar gripu til hér áður. Bændur hér í Þrændalögum eru mjög uggandi um að veikin kunni að berast til þeirra, og vilja þeir tafarlausar aðgerðir. Yfir- völdin óttast hins vegar að algjör niðurskurður geti riðið sauðfjár- búskap í Suður-Noregi að fullu. I Noregi eru nú um það bil 1,5 millj. kindur og hafa landbúnað- aryfirvöld lagt mikla áherzlu á að sauðfjárrækt verði aukin. Nú er auðséð að fresta verður þeim áætlunum. Eftirspurn er hér mikil eftir kindakjöti og allmikið flutt inn, þó í mestum mæli frá Nýja- Sjálandi. íslenzkt kindakjöt mun nú fást hér í verzlunum af og til. Segja kaupmenn að eftirspurn eftir íslenzka kindakjötinu sé mikil. — S.T.Þ. S.L. laugardag opnaði Ingvar Þorvaldsson málverkasýningu að Hamragörðum við Hávallagötu. Sýningin er opin daglega frá kl. 4—10, en á laugardag og sunnudag frá kl. 2—10. Lýkur henni á sunnudagskvöld. 30 mvndir, allt olfumálverk, eru á sýningunni. íns onn — ný bók eftir Þorstein Matthíasson Komin er út ný bók þar sem Þorsteinn Matthfasson hefur skráð frásagnir 11 kvenna. Bókin nefnist „í dagsins önn“ með undirtitlinum: Eiginkonur og mæður segja frá ævi og störfum. % Þættirnir í bókinni eru: Alla-Magga, Lára Magnúsdóttir, Lára Wathne, Laufey Valgeirs- dóttir, Bjarnarhöfn, Margrét Sæmundsdóttir að Miðhúsum í Garði, Mundína Þorláksdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir á Ytri-Á, Ölafsfirði, Olga Sigurðardóttir frá Hnífsdal, Ragnheiður Brynjólfs* dóttir frá Ytri-Ey, Sigrún Thor- grímsson á Viktor 707 og Þuríður Guðmundsdóttir frá Bæ. A kápusíðu segir m.a.: „Þcssi bók er útgefin þeim konum til vegsemdar, sem hafa helgað líf sitt mikilvægasta starfi hverrar konu, því að vera móðir og kona. Hér eru til frásagnar 11 konur, sem samtals hafa eignast 96 börn, konur, sem eru hamingjusamar með sitt hlutskipti og vildu ekki skipta kjörum við þær nútíma- konur, sem aðrar brautir kjósa. Þær vita að störf þeirra hafa ekki verið lítilsmetin, því „mamma er alltaf númer eitt“. Bókin er 190 bls. að stærð auk fjölda myndasíðna. Útgefandi er Ægisútgáfan. Bæjarfoss kom- inn til landsins NVTT Eimskipafélagsskip, Bæjarfoss, kom til Reykjavíkur f fyrsta sinn í gær, og er þá floti Eimskipafélagsins 20 skip. Bæjar- foss kom hingað frá Antverpen fullfermdur vörum, ávöxtum og stykkjavöru, alls 250 tonnum, en skipið ber liðlega 400 tonn. Bæjarfoss var smíðaður 1972 í Noregi og er skipið keypt þaðan. 7 manna áhöfn er á skipinu, en frá Reykjavík mun það halda á ströndina með varning til lands- manna. Skip Eimskipafélagsins eru nú alls 34827 brúttótonn. AUtiI.ÝSINCASÍMINN KR: 22480 SfORmBRKRÐUR á horni Vesturlandsvegar og Höföabakka er aö rísa og veröur til leigu næsta sumar. Viö viljum komast í samband viö aðila, einn eða fleiri, sem þurfa húsrými fyrir verzlun, lager, skrifstofur, iðnað og veitingarekstur. Til ráðstöfunar eru eftirfarandi möguleikar: 2500 m2 sem hægt er aö hluta niður aö vild og leigja í stórum og smáum verzlunareiningum 4500 m sem eru 2 salir tengdir með 500 m2 innitorgi, sem á sama hátt er hægt að skipta| í margar verzlanir 7000 m 3 salir tengdir með innitorgi. 1 oooo m2 þ.e. allt húsið Lofthæð er alls staðar 4,40 m, nema á torgi, sem er 500 m? er lofthæð 9 m. Lóð í kring er 12.500 m2ca. 500 bílastæði sem má fjölga. Gjörið svo vel að hafa samband við undirritaðan. Jón Hjartarson Laugavegi 26 — Símar 28900 —21030

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.