Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 03.12.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 1975 17 Reglur um innflutning fískiskipa EINS OG Morgunblaðið skýrði frá f gær, hefur ríkisstjórnin ákveðið á fundi sfnum að ríkis- ábyrgðir verði um ðákveðinn tfma ekki veittar f sambandi við kaup og innflutning á fiskiskip- um. Sjávarútvegsráðuneytið sendi f gær frá sér fréttatifkvnn- ingu um þetta mál, og fer hún f heild hér á eftir: Með hliðsjón af álitsgerð Fiski- félags Islands frá 17. febrúar s.I. um afrakstursgetu Islandsmiða og afkastagetu fiskiskipastólsins, skýrslna Hafrannsóknastofnunar- innar frá 29. ágúst og 13. október um ástand fiskstofna og annarra dýrategunda á Islandsmiðum og nauðsynlegar friðunaraðgerðir innan íslenskrar fiskveiðiland- helgi og með tilliti til þrörngrar fjárhagsstöðu fjárfestingarsjóða ákvað ríkisstjórnin á fundi sínum hinn 25. f.m. að eftirfarandi regl- ur skuli gilda um innflutning fiskiskipa: 1. Ríkisábyrgðir yerði ekki veitt- ar í sambandi við kaup og inn- flutning á fiskiskipum. 2. Fylgt verði reglum Lánanefnd- ar um innflutning fiskiskipa, enda verði reglum nefndarinn- ar breytt á þann veg að ekki verði leyfðar erlendar lántök- ur vegna kaupa á fiskiskipum umfram lán Fiskveiðasjóðs. Umsóknum til Lánanefndar skulu fylgja: a) Umsögn viðskiptabanka um- sækjanda um fjárhagsstöðu hans og með hvaða hætti kaup- in yrðu fjármögnuð. t b) Staðfesting stjórnar Fisk- veiðasjóðs Islands á því að sjóðurinn muni veita stofnlán til skipakaupanna og með hvaða hætti. c) Yfirlýsingar annarra sjóða um lánveitingar til viðkomandi skipakaupá ef um slíkt er að ræða. Athygli er vakin á þvi að hér hefur aðeins verið fjallað um inn- flutning fiskiskipa en um smfði fiskiskipa innanlands gegnir öðru máli. Sj ávarútvegsráðuneytið 2. desember 1975. Frá kjaramálaráðstcfnu Alþýðusambands tslands f Tjarnarbúð f gær. Kjaramála- ályktun ASÍ Kjaramálaráðstefna Alþýðusambands ís- lands, þar sem mótuð var stefna launþegasamtak- anna f komandi kjara- samningum var haldin í Tjarnarbúð í gær. Eins og getið er á baksíðu Morgunblaðsins í dag, varð talsverð umræða um ályktunina, sem hér er birt í heild: „I efnahagsmálum hafa árin 1974 og 1975 einkennst af óða- verðbólgu, stórfelldri skulda- söfnun við erlenda aðila og þenslu ríkisútgjalda samfara nær stöðugri rýrnun kaupmátt- ar launa og tilraunum stjórn- valda til að draga úr einka- neyslu almennings. Ekki hefur þó verið haldið svo á málum, að efnahagsaðgerðirnar, svo sem tvennar gengisfellingar ásamt gengissigi, hækkaðar skatta- álögur, lagaafnám verðlagsbóta á laun vaxtahækkanir, sérstak- ar og flóknar sjóðamyndanir til að lækka umsamin kjör sjó- manna og fleiri af líku tagi hafi i heild megnað að draga úr verðbplgunni eða hallarekstri þjóðarbúsins. Frá því er kjara- samningar voru gerðir í febrúar 1974 (1. marz) og til 1. nóv. s.l. hefur vísitala fram- færslukostnaðar hækkað úr 262 stigum í 491 stig eða um 87% (sé miðað við 1. febr. er hækkumn 102%). Á sama tíma hefur meðaltímakaupstaxti verkamanna (6. taxti Dags- brúnar e. 1 ár) aðeins hækkað um 46% og almennur tíma- kaupstaxti iðnaðarmanna (alm. e. 2 ár) um 42% svo dæmi séu nefnd. Kaupmáttarrýrnun hefur því orðið 22—24% og þyrftu viðkomandi laun því að hækka um 28—32% til þess að jafna metiri og vega upp kjara- skerðinguna, sem orðið hefur á þessu tímabili. Raunveruleg tekjuskerðing verkafólks, hefur þó orðið verulega meiri en þessar tölur sýna, þar sem atvinnusamdráttur hefur leitt til fækkunar vinnustunda- fjölda á hvern einstakling, svo sem skýrslur Kjararannsóknar- nefndar sanna. Verkalýðssamtökin hafa í tvennum kjarasamningum á þessu ári reynt eftir föngum að berjast við afleiðingar óðaverð- bólgunnar en ekki fengið rönd við reist nema að hluta til, en kaupmáttur tfmakaups er nú minni en hann var við gerð bráðabirgðasamninganna í marzmánuði s.I. en aðeins örlít- ið hærri en hann var við gerð samninganna 13. júní. Kjaramálaráðstefna ASl litur svo á, að reynslan af þróun kjara- og efnahagsmála sfðustu misserin sanni annars vegar að kjaraskerðingin sem orðin er, eigi ekki nema að hluta rætur að rekja til lakari ytri skilyrða þjóðarbúsins, þótt lækkun hafi orðið á verðlagi útflutnings- afurða og þjóðartekjur minnkað af þeim sökum jafn- framt því sem verðlag inn- flutnings hefur hækkað. Bend- ir ráðstefnan í því sambandi á að síðustu 12 mánuðina hefur verðlag innflutnings aðeins hækkað um 8%, en almennt verðlag hefur á sama tima hækkað um a.m.k. 44%, og enn- fremur að þjóðartekjurnar stóðu í stað 1974 en minnka trúlega um 8—9% á árinu 1975. Af þessu tvennu verður að draga þær ályktanir að óðaverð- bólgan og kjaraskerðing verka- fólks eigi sér takmarkaða stoð í þessum meðverkandi orsökum, heldur sé að miklu um að ræða hvort tveggja óstjórn f efna- hagsmálum og beinar tilraunir Ljósmynd ÓI.K.M. til þess að nota lakari viðskipta- kjör en áður ríktu sem tylli- ástæðu til launalækkana og þar með teknatilfærslu frá verka- fólki til atvinnurekenda og fjármálamanna, sem maka krók sinn af verðbólgugróðanum á kostnað launastéttanna. I öðru lagi að kjaraskerðingin er mikl- um mun meiri en nemur sam- drætti þjóðartekna, sem þó er stærri en þurft hefði að vera, ef rétt hefði verið á málum haldið. Enn virðist reynslan sanna að hefðbundin barátta fyrir kaup- hækkunum til að jafna metin gegn óðaverðbólgu, hvað þá til að bæta lífskjörin, sé ekki ein- hlít aðferð, hversu nauðsynleg sem hún þó er. Jafnhliða kaup- gjaldsbaráttunni verði því að ráðast með öllu afli gegn orsök- um verðbólgunnar og hemla hana a.m.k. að því marki að hún verði hér ekki meiri en gerist í viðskiptalöndum okkar. En til þess að þetta megi verða ög að þannig verði lagður grundvöll- ur að varanlegum árangri kjarabóta og kjaraverndar er óhjákvæmilegt að tekin verði upp gerbreytt og heillavæn- legri stefna í efnahagsmálum, en nú hefur verið fylgt um skeið. Grundvallaratriði slíkrar nýrrar stefnumótunar í efna- hagsmálum þurfa að mati kjaramálaráðstefnunnar að verða: 1. Tryggð sé full atvinna. 2. Launakjör almennings verði bætt og sá kaupmátt- ur, sem stefnt er að tryggð- ur með raunhæfu fyrir- Framhald á bls. 31 Sögufélagið gef- ur út 2 bœkur Ljósmynd ÓI.K.M. Tveir stjórnarmenn í Sögufélaginu ásamt Jóni Steffensen prófessor (í miðið), Björn Þorsteinsson til vinstri og Þórður Björnsson. Myndin er tekin í hinni nýju afgreiðslu Sögufélagsins í Hildebrandshúsi. SÖGUFÉLAGIÐ hefur sent frá sér tvær bækur, Menning og meinsemdir, eftir Jón Steffensen prófessor, sem er rannsókna- og heimildarit um íslenzka sögu og fræði og Afmælisrit Björns Sig- fússonar, fvrrum háskólabóka- varðar, sem varð sjötugur hinn 17. janúar sfðastliðinn og er rit- inu ætlað að vera vottur virðingar og þakklætis fyrir störf þau ð sviði vísinda, bókavörzlu og kennslu, sem Björn hefur innt af hendi undanfarna áratugi. Bækur þessar voru kynntar á blaðamannafundi, sem stjórn Sögufélagsins hélt i gær. Fundinn sátu Björn Þorsteinsson, forseti félagsins, Þórður Björnsson sak- sóknari, sem sæti á í stjórn félags- ins og Einar Laxness mennta- skólakennari ogstjórnarmaður i Sögufélaginu. Einnig sat fundinn Jón Steffensen prófessor og Sverrir Tómasson sem séð hefur um afmælisrit Björns Sigfús- sonar. Á fundinum kom fram, að bók Jóns Steffensens hefur að geyma 22 rannsóknarritgerðir um af- komu ísiendinga fyrir 1800, mannfjölda hér á landi á ýmsum tímum, uppruna Islendinga eða mannfræði auk ýmissa þátta um íslenzka menningarsögu. Rit- gerðirnar hafa birzt áður en hafa verið fólgnar í sérfræðitímarit- um, sem eru í fárra höndum. Bólusótt og Pest á Islandi hafa ekki birzt áður og Fólksfjöldi á íslandi í aldanna rás hefur áður komið út á dönsku. I fréttatilkynningu frá Sögu- félaginu, sem dreift var á fundin- um í gær segir m.a.: ,,Hér er um brautryðjandarannsóknir að ræða á sviði mannfræði, sjúkdómssögu, menningarsögu og lækriinga á Is- landi. Höfundur er læknir og raunvísindamaður, sem leitar hins einstaka og áþreifanlega, en er gæddur sagnfræðilegri víðsýni og hefur tileinkað sér trausta textarýni. Bókin einkennist af nákvæmum einstökum rannsókn- um og víðtækri yfirsýn yfir rann- sóknarefnið. Hún er merkt fram- lag til islenzkrar og norrænnar menningarsögu." I þriðja þætti bókarinnar, sem nefnist Úr islenzkri menningar- sögu má t.d. geta þess, að höf- undur kemur þar með hugmynd og leiðir ýmsum líkum að því að Eddukvæði hafi varðveitzt af því að þau hafi verið notuð til lækninga, og Islendingar hafi að fornu ritað bókmenntir með rúnum. I tilefni afmælis dr. Phil Björns Sigfússonar, sem varð sjötugur hinn 17. janúar 1974 ákváðu nokkrir vinir hans að gefa út af- mælisrit honum til heiðurs. Ritið, sem er rúmar 300 blaðsíður, skrifa 17 vísindamerin og fjalla greinarnar um íslenzk fræði og bókasafnsfræði. I bókinni eiga eftirtaldir menn greinar: Arni Bjöðvarsson, Björn Teitsson, Björn Þorsteinsson, Dante Alighieri og Böðvar Guðmunds- son, Finnbogi Guðmundsson, Gunnar Karlsson, Heimir Páls- son, Helgi Skúli Kjartansson Hermann Pálsson, Ingi Sigurðs- son, Kristján Eldjárn Ölafur Halldórsson, Ölafur F. Hjartar, Súsanna Bury, Svavar Sigmunds- son. Sverrir Tómasson og Þór- hallur Vilmundarson. Ritstjörn bókarinnar önnuðust þeir Björn Þorsteinsson, Björn Teitsson og Sverrir Tómasson. Sögufélagið hefur opnað af- greiðslu i svokölluðu Hildbrands- húsi, Garðastræti 13, sem er efst á mótum Fischersunds og Garða- strætis. Afgreiðslan verður opin virka daga klukkan 11 til 12 fyrir hádegi og síðan frá klukkan 14 til 18. Á laugardögum verður opið á tímabilinu frá klukkan 11 til 12. jr Atján söngvar — eftir Kristin Reyr KOMIN er út bókin ,,Atján söngv- ar“ eftir Kristin Reyr, til prentuh- ar bjó Carl Billich. Bókin er svo úr garði gerð að nótnaútsetning allra laganna er birt ásamt ljóðum og síðan ljóðið á ný fyrir aftan hverja nótnaútsetningu. Kristinn Reyr hefur áður gefið út fimm bækur, Varðsöng 1962, Frjálsa ísland 1964, Sefljóð 1964, Sjö einsöngslög 1967, og Nítján sönglög 1972. Bókin er í stóru broti, höfundur gerði kápu og sá um umbrot en Letur s.f. prentaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.