Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 21 ÁRSFUNDI hafnasambandsins er nýlokið. I fróðlegu erindi, er Gylfi Isaksson verkfræðingur flutti um fjármál og gjald- skrármál hafna kom fram að af höfnum sveitarfélaga er Akra- neshöfn með mesta umsetn- ingu i hafnargjöldum á árinu 1974 að Reykjavfkurhöfn und- anskilinni. Næstar á eftir eru hafnirnar f Hafnarfirði og Akureyri. Blaðið átti stutt viðtal við bæjarstjórann á Akranesi, Magnús Oddsson, sem einnig er hafnarstjóri. — Hvað veldur þvi að hafnar- gjöld hjá ykkur eru svona mik- il? — Hafnargjöld á Akranesi eru sízt hærri en hjá öðrum höfnum. Við notum hina sam- ræmdu gjaldskrá hafnanna. í ár hækkaði okkar gjaldskrá t.d. ekki fyrr en í júní, en hjá flest- um öðrum höfnum hækkaði gjaldskráin í mars—apríl. Það sem veldur er að athafnalíf við höfnina er mjög mikið. Héðan eru gerðir út fjórir togarar og sá fimmti er væntanlegur. Á vertíð eru venjulega gerðir út 15—20 bátar auk smábáta, sem hefur talsvert fjölgað undan- farin ár. Þá fara um höfnina miklir flutningar á vegum Sem- entsverksmiðju ríkisins. T.d. var á sl ári dæltá landliðlega 120.000 rúmmetrum af skelja- sandi, en hann er notaður sem hráefni i sement. Einnig fara um höfnina flutningar á öðrum hráefnum og fullunnu sementi. Sementsverksmiðjan nýtur í þessu sambandi verulegra af- sláttarkjara og eru flutningar um höfnina mun meiri en hafn- argjöldin gefa til kynna. Þá fara um höfnina miklir flutn- ingar á bflum og farþegum á vegum Skallagrims h.f. Gera má ráð fyrir að nú eftir að Akraborgin hefur fengið viðun- andi aðstöðu til að nýta flutn- ingsmöguleika sína, að hún flytji um 120—150.000 farþega á ári og milli 25—30.000 bíla. Með tilliti til þessara miklu flutninga tel ég að Akranes- höfn sé önnur mesta athafna- höfn landsins. — Hvernig er hafnaraðstaða á Akranesi? — Hafnaraðstaðan er erfið og veldur þar mestu óróleiki í höfninni og ágjöf yfir hafnar- garðinn. ölduhæð innan hafnarinnar er talsvert á annan metra og ágjöf yfir hafnar- garðinn slík, að þar er engu skipi vært í norðvestan átt, en það er versta átt hjá okkur. Tjón á skipum af þessum sökum eru því miður algeng og einnig veldur þetta oft miklum töfum á vinnu við höfnina. T.d. var Reykjafoss að losa farm hér í fyrra mánuði. Tvisvar þurfti skipið að losa landfestar og sigla f var til Reykjavíkur vegna veðurs. I þriðju tilraun tókst að ljúka uppskipun sem — Hvaða framkvæmdir eru á döfinni til úrbóta? — Nú eru í byggingu tvö steinsteypt ker sem fyrirhugað var að nota til að framlengja hafnargarðinn og draga úr óróleika í höfninni. A þessum kerum var byrjað fyrir u.þ.b. þremur árum og þá að undan- gengnum líkantilraunum sem gerðar voru í Danmörku. Nú vilja sérfræðingar að hætt verði við kerin, en að grjót- garðar verði byggðir fram af hafnargarðinum. Þetta veldur talsverðum von- brigðum, því búið var að leggja talsverða fjármuni i kerin. Aðalatriðið er samt að fá bót á þessum tveimur stóru göllum hafnarinnar, þ.e. hreyfingu í höfninni og ágjöf yfir hafnar- garðinn. Akraneshöfn — önnur mesta athafnahöfn landsins Hluti af Akraneshöfn. Fremst til vinstri er ferjan sem annast sementsflutninga til Reykjavfkur. Fvrir aftan hana er Freyfaxi, sem annast sementsflutninga út um land. Við hafnargarðinn liggur Reykjafoss. Einnig sést fremst á bátabryggjuna og nýju ferjubryggjuna. Loðnubátar bfða eftir löndun við hafnargarðinn. T.v. er Akraborgin. tók 10—11 daga í stað þriggja ef hægt hefði verið að vinna að þessu samfleytt. I óveðrinu 3. nóv. fór botn sementsferjunnar upp á bryggjukant, en hún er flatbotna. Talsverðar skemmdir urðu á ferjunni af þessum sökum. Þriðjudaginn 25. nóv. var hér ágætt veður, líklega 2—3 vindstig en áttin var óhagstæð og undiralda þung. Hér i höfninni lentum við f talsverðum erfiðleikum. Flutningaskip sem hér var, barðist ofan í hafnargarðinn og skemmdist. Sama er að segja um togara, sem hér lá. Á þessu sviði er Akraneshöfn ein af tjónahæstu höfnum landsins. Hér hafa samt ekki orðið stórir skaðar eða slys á síðari árum og þakka ég það mikið árvekni og samvizkusemi starfsmanna hafnarinnar. Samtal við Magnús Oddsson bæjarstjóra Dettifoss vefjast fyrir verkfróðum mönnum i sambandi við orku- ver í farvegi Jökulsár á Fjöllum er hlaupahætta. Mannvirkjum gæti orðið hætt við áföllum, ef Jökulsá færi í ham. Það er vitað að bæði hlaupskvettur og stór- hlaup hafa alloft farið niður árdal hennar a.m.k. síðustu 3000 árin, og var síðasta hlaupa- hrinan á 17. og 18. öld allstór- virk í eyðileggingu, — svo að ekki sé minnst á raunverulegt eða ímyndað „hamfarahlaup“ fyrir upphaf okkar tímatals. Nú í sumar hefur verið unnið að nýjum virkjunarhug- myndum við Jökulsá nálægt Hólsseli á Fjöllum — Hóls- Hafragílsfoss. Ljósm.: S.E. Unnið að nýjum virkjunarhug- myndum við Jökulsá á Fjöllum Skinnastað, Öxarfirði, 5. okt. 1 fyrrahaust lauk umfangs- miklum forrannsóknum á veg- um Orkustofnunar við fyrir- hugaða Dettifossvirkjun. Uti- vinnan var aðallega unnin hér uppi á heiðunum sumurin 1972—74 og stjórnaði henni Oddur Sigurðsson jarðfræð- ingur. Hafði flokkurinn vinnu- búðir sínar við Hafragil, skammt frá Dettifossi. Þarna hafa einkum farið fram jarðfræðilegar undirbún- ingsrannsóknir. Á virkjunar- stæðinu voru m.a. boraðar 6 kjarnaholur til þess að kanna jarðlög nálægt Hafragilsfossi í Jökulsá, sumar niðri i gljúfrinu en aðrar uppi á gljúfurbörm- unum á tilvonandi skurða- og stíflustæðum. Vatnsheldni í berglögum var mikið könnuð, lindarvatn, sprunguhreyfingar og margt fleira. Allt kortlagt sem mögulegt var. I þessum virkjunaráætlunum er aðalstiflugarðurinn áform- aður um 2 km ofan við Dettifoss (og 1 km ofan við Selfoss), með miðlunarlóni þar fyrir ofan, en stöðvarhús um 4 km neðar, niðri i gljúfrinu hjá Hafragils- fossi, með þrýstivatnsgöngum úr skurðum hið efra og frá- rennslisgöngum hið neðra. Augljóst mál er að fossa- keðjan óviðjafnanlega á þessum stað, Selfoss — Detti- foss — Hafragilsfoss, yrði ekki svipur hjá sjón, ef orkuver yrði reist þarna í gljúfrunum. Virkjunarrannsóknir i Jökulsá á Fjöllum hófust að ráði upp úr 1950 með athug- unum þeirra Sigurðar Thorodd- sens, verkfræðings, og Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræðings, og hefur oft verið gripið í þær siðan og ýmsar hugmyndir komið fram. Eitt af því sem kann að fjallavirkjun. Er það um 18 km sunnar en Dettifoss-stíflan var fyrirhuguð. Þar hugsa menn sér að fara aftan að Jöklu gömlu og leiða vatnið út úr far- vegi hennar. — Eins og áður stjórnaði Oddur Sigurðsson þessum rannsóknum og unnu með honum 5—10 menn að jafnaði frá Orkustofnun. Þeir félagar hafa m.a. borað 3 rann- sóknarholur, að meðaltali um 30 m djúpar, á væntanlegu stíflustæði á Fjöllunum, mælt hljóðhraða og viðnám í bergi til þess að kanna þykkt lausra yfir- borðslaga og dýpt niður á jarð- vatn og notað ýmsar fleiri til- færingar, og svo unnið að ýmiss konar kortlagningu. — Mun þetta aðeins vera fyrsti áfang- inn í rannsóknunum. Búðir sinar hafa þeir haft hjá Gríms- stöðum á Fjöllum. t þessum nýju virkjunarhug- myndum í Jökulsá er stífla fyrirhuguð vestan Hólssels og mundi þá verða til uppistöðu- lón um 30 ferkilómetrar að flatarmáli, að nokkru á Hóls- fjöllum og að nokkru á eystri hluta Mývatnsöræfa. Lónið næði suður undir Jökulsárbrú hjá Grímsstöðum og suðvestur undir Hrossaborg, sem er al- þekkt smáfell á þessum slóðum. Siðan er hugmyndin að leiða vatnið í skurðum og uppi- stöðum norður Hólsfjöll og Hölssand, um 33 km leið, og alllangt austan við Jökulsá, og gera síðan lóðrétt þrýstivatns- göng um 300 m djúp, ásamt stöðvarhúsi neðanjarðar, á svo kölluðum Borgarási uppi af Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.