Morgunblaðið - 05.12.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
Ljósm. HrcKKViður Guögcirsson.
Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði 16. september f haust og lauk
aðalslátrun 29. október. Slátrað var 19.585 kindum, meðalþungi dilka var 14,4 kg eða
sem næst l'A kg hærri en haustið 1974. Að staðaldri unnu um 55 manns við
sláturhúsið f haust. — Gréta
Bókin semalfírbiða eftír
• •
Oldin okkar
nýtt bindi
Mú birtist þriðji hluti hins vinsæla ritverks ÖLDIN OKKAR
og tekur yfir árin 1951—1960. Eru ,,Aldirnar“ þá orðnar
átta talsins og gera skil sögu þjóðarinnar í samfleytt 360
ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Myndir í bók-
unum eru á þriðja þúsund talsins og er í engu öðru ritverki
að finna slíkan fjölda íslenzkra mynda. — „Aldírnar" eru
þannig lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum, sem
geyma mikinn fróðleik og eru jafnframt svo skemmtilegar
til lestrar, að naumast hafa komið út á íslenzku jafnvin-
sælar bækur. Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta
þessu nýja bindi við þau, sem fyrir eru.
Öldin er skemmtileg, fróðleg og frábær
Tryggiðykkur eintak meðan tiler
Iðunn
Aðalfundur FEF:
Gerðar ályktanir
um skóladagheimili
og tryggingamál
Jóhanna Kristjónsdóttir endurkjörinn formaður
Á aðalfundi Félags einstæðra for-
eldra sem haldinn var á Hótel Esju
fyrir nokkru voru m.a. gerðar sam-
þykktir um skóladagheimilismál og
tryggingamál. Verða þær birtar hér á
eftir. Á fundinn komu sem gestir
fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna,
þingmennirnir Ólafur G. Einarsson,
Vilborg Harðardóttir, Bragi Sigur-
jónsson, Karvel Pálmason og Þór-
arinn Sigurjónsson.
Jóhanna Kristjónsdóttir form FEF
flutti skýrslu stjórnar þar sem lýst var
umfangsmiklu starfi á árinu, m a hvað
snertir fjáröflun vegna húsbyggingar,
umbætur í tryggingamálum og fjölda
mörgum öðrum málum er snerta rétt-
inda- og velferðarmál einstæðra for-
eldra og barna þeirra í stjórn voru
kjörin fyrir næsta starfsár, aðalstjórn:
Þóra Stefánsdóttir, Steindór Hjartar-
son, Ingiþjörg Jónasdóttir og Þórunn
Friðriksdóttir í varastjórn Egill Frið-
leifsson, Stella Jóhannsdóttir og Hulda
Björnsdóttir Jóhanna Kristjónsdóttir
blaðamaður var endurkjörin formaður
FEF.
Eftirfarandi ályktun var gerð um
skóladagheimilismál:
Aðalfundur Félags einstæðra for-
eldra, haldinn að Hótel Esju 17. nóv.,
samþykkir að beina eftirfarandi til
borgarstjórnar Reykjavíkur: Mikil
gremja ríkir með seinagang i skóladag-
heimilismálum í austurbænum Ár er
nú liðið síðan fulltrúar FEF bentu
borgarstjórn á húsnæði, sem hentugt
gat talist. Síð^o hefur annað þessara
húsa verið í athugun og gert i það
tilboð af hálfu borgarinnar fyrir skóla-
dagheimili, án þess að neinn verulegur
atbeini hafi verið hafður á að Ijúka þvi
máli eða snúa sér annað. Fundurinn
skorar á borgarstjórn að vinda að þvi
bráðan bug að leysa málið svo að
skóladagheimili i austurbænum geti
tekið til starfa eigi siðar en um áramót.
Fundurinn skorar á borgarstjórn að
hefja nú þegar raunhæfa athugun á þvi
að finna hús fyrir skóladagheimili sem
gæti tekið til starfa i Breiðholti í upp-
hafi næsta skólaárs.”
Þá var samþykkt ályktun til Alþingis
á þessa leið „Aðalfundur FEF haldinn
17. nóv. 1975 samþykkir að skora á
Alþingi að veita eftirfarandi tillögum
brautargengi án tafar 1. að meðlag/-
barnalífeyrir hækki nú þegar i sam-
ræmi við visitölu vöru og þjónustu í kr.
1 1 951.- 2. að leiðrétting verði gerð á
mæðralaunum 3 að til komi tekju-
trygging fyrir einstæð foreldri með þrjú
börn og fleiri 4 að fyrirkomulagi með-
lagsgreiðslna verði breytt þannig að
meðlag verði greitt þegar frá fæðingu
barns gegn vcttorði frá Sakadómi, inn-
an sex mánaða að unnið sé að fað-
ernismáli 5. að einstæðri móður verði
greiddir sjúkradagpeningar sem fyrir-
vinnu. 6. að skattaafsláttur verði gef-
inn einstæðu foreldri sem stofnar
heimili fyrir barn sitt. 7 að barn á
aldrinum 16 til 17 ára fái greidda
sjúkradagpeninga 8 að inn í könnun
á framfærslukostnaði barna einstæðra
foreldra verði kannaður sérstaklsga
kostnaður vegna barna með sérþarfi.”
Jólabazar Sjálfsbjargar
á sunnudag, 7. desember
Hinn árlegi jólabasar Sjálfs-
bjargar, félags fatlaðra f Reykja-
vfk verður að þessu sinni I
Lindarbæ, Lindargötu 9, á sunnu-
dag, 7. desember n.k., og hefst kl.
14.00. Á meðfylgjandi mynd má
sjá smábrot af því fjölbreytta
vöruúrvali, sem á boðstölum
verður á basarnum. Ágóða af bas-
arnum verður varið til margvfs-
legrar starfsemi Sjálfsbjargarfé-
lagsins.
Norskt ljóðskáld les
úr verkum sínum
1 Norræna húsinu
SUNNUDAGINN 7. desember n.k les
norski Ijóðasnillingurinn Olav H.
Hauge úr verkum sínum í Norræna
húsinu. Þennan dag klukkan 1 6 verður
einnig kynning á athyglisverðum
norskum og dönskum bókum þessa
árs, einkum á haustbókunum. Olav H.
Hauge er garðyrkjubóndi að atvinnu
og býr í Ullvik i Harðangri. Hann er
fæddur árið 1 908 og er eitt sérsfæð-
asta Ijóðskáld i nútima norskri Ijóðlist,
og hefur áhrifa hans gætt mjög hjá
yngri kynslóð skálda í Noregi. Hauge
yrkir á nýnorsku og hefur hann gefið út
margar Ijóðabækur. Þóroddur Guð-
mundsson, skáld, hefur þýtt á íslenzku
nokkur af Ijóðum hans
Á bókakynningunni fjalla norski og
danski sendikennarinn um nýjar bæk-
ur, sem komið hafa út í heimalöndum
þeirra á þessu ári Haustið 1975 koma
út hjá norskum forlögum um 1750
bókatitlar Danski sendikennarinn mun
einkum fjalla um bækur um umhverfi
fólks og kvenréttindamál.