Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 37
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975 37 VELVAKANDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl, 14-—1 5, frá mánudegi til föstu- dags 0 Um skrift Marinó L. Stefánsson, kennari, skrifar: „Heiðraði Velvakandi. Þann 14. nóv s.l. skrifar þú sjálfur í dálka þína um slæma skrift og frágang bréfa, sem þér berast, og segir, að stundum séu bréfin ólæsileg og fari beint í pappirskörfuna. Þú segir að rit- hönd fólks og almennri snyrti- mennsku virðist hraka eftir þvi sem fleiri setjist á skólabekk. Þetta er þörf athugasemd og gefur tilefni til alvarlegra um- ræðna. Mig iangar til að leggja orð í belg. % Hvernig er ástandið? Áður fyrr, meðan skólar voru fáir eða engir á landi hér, voru margir óskrifandi, sem telja má eðlilegt. En þó var nokkuð um góða skrifara, sem höfðu lært af öðrum eða æft sig eftir forskrift (t.d. Benedikts Gröndals, sem var listaskrifari). 1 þá daga, þegar ekki voru ritvélar eða tölvur, þurftu opinberar stofnanir og verzlanir að hafa góða skrifara. Þessir menn fengu mikla æfingu, enda eru margar gamlar verzlun- arbækur o.fl. frá þeim tima lista- vel skrifaðar. Siðan farið var að nota ritvélar, þarf ekki eins á handskrift að halda og áður var. Segja jafnvel sumir, að ekki þurfi að kenna skrift. Þó hefur það verið gert í seinni tið, oftast 2—3 stundir á viku í barnaskólum og 1 stund á viku í fyrsta bekk i gagnfræða- skólum, — einnig Kvennaskóla, Verzlunarskóla og Iðnskóla. Enda hefur skrift fram undir þetta ver- ið talin ein undirstöðunámsgrein- in ásamt lestri, stafsetningu og reikningi. Vélritun getur aldrei leyst skrift af hólmi að öllu leyti. Mér er allvel kunnugt um ástand þessara mála hér undan- farna áratugi, bæði vegna þess, að ég hef fengizt mikið við skriftar- kennslu og auk þess verið próf- dómari í skrift við barnapróf hér i Reykjavík í meira en 20 ár. Skrift barnanna var mjög misjöfn (veld- ur hver á heldur) en virtist þó á timabili fara batnandi yfirleitt. Nú virðist ástandið heldur fara versnandi aftur. Ég hef það eftir ýmsum skólamönnum (enda reynt það sjálfur), að stundum sé erfitt að lesa skrift sumra nem- enda, bæði barna og unglinga. Hjá fullorðnum er einnig viða pottur brotinn. vitna f eitthvað, en ég get bara ekki skilið hvað það sé... Nú datt mér allt f einu í hug dálítið sem virtlst passa inn i myndina og ég sagði áf jðð: — Þegar við voruni að þvo upp sönglaði Lotta stöðugt: „Hittu mig f kirkjugarðinum klukkan átta.“ Hafði Barbara þá cinnig f huga að lokka hana út? En hvers vegna klukkan átta. fyrst hinir áttu ekki að koma fyrr en klukkan nfu. — Ég hef nú smám saman komizt að þvf, tautaði Christcr, og það er að tímaskyn fröken Lottu er ekki upp á það bezta. Þegar klukkan hennar er átta eru klukkurnar okkar sennilega orðn- ar níu. Þvf er Ifklegt að hún hafi ekki lagt af stað fyrr en Puck sá til hennar rétt fvrir nfu. Örstutt þögn — einkennilega mögnuð, þar sem mörg ósögð orð þrúguðu kyrrðina. Sfðan sagði Einar: — Það lítur sem sagt út fyrir að Barbara hafi komið þessum boð- um til allra viðstaddra að undan- skildum Johannes, Puck og Christer. Aftur rifjaðist upp fyrir inér atriði og ég sagði: aíeUAhnfcí Uklaj % Hverjar eru orsakirnar? 1. Kæruleysi. Góð rithönd og góður frágangur eru ekki talin nauðsyn, nóg sé ef hægt er að komast að efninu. En það er til- litsleysi við þann, sem þarf að lesa, það tefur fyrir, getur valdið misskilningi og vilium og spillir fegurðarsmekk. Það ætti að vera metnaðarmál að skrifa a.m.k. nafn sitt læsilega, en oft er nafnið verst, og það meira að segja undir áriðandi skjölum, svo að einnig þarf að vélrita nafnið. 2. Ilraðinn. Skriffinnska er mikil, og oft reynist enginn timi til að vanda verkið t.d. í skólun- um; ritvélum verður þar litt kom- ið við. Hroðvirknin verður svo að vana. 3. Nýjar námsgreinar. Yfir- stjórn fræðslumála hefur nú ýtt skriftarkennslu að mestu út úr stundaskrám eldri barna og ung- linga, vegna nýrra námsgreina, sem talið var nauðsynlegt að koma að. Danska var færð neðar í aldursfiokka, eðlisfræði og ensku bætt við í 11 og 12 ára bekkjum. Móðurmál (þ.e. lestur, stafsetn- ing, málfræði og ritgerðir) hefur nú færri tima vikulega en áður var í 5. og 6. bekkjum. Mér er tjáð, að ekki sé gert ráð fyrir beinni skriftarkennslu í þessum bekkjum, en talið, að það hve mikið sé skrifað, muni veita nægi- lega þjálfun, enda geti kennarar haft sérstaka tíma með skriftar- kennslu, ef þurfa þyki. Þetta er að minu mati ekki raunhæft. Þeg- ar tími er svo naumur til móður- málskennslunnar, að varla er hægt aó komast yfir hið allra nauðsynlegasta, verður skriftin útundan hjá flestum kennurum, og er það eðlilegt. Það þarf að kenna skrift (stafagerð, sam- ræmi, tilburði). Og þarna duga engin vettlingatök. Þótt verið sé að nudda i nemendum að vanda sig, situr allt við sama. % tJrbætur í fyrstu fjórum bekkjum barná- skóla verður að leggja sérstaka alúð við skriftarkennsluna, svo að börnin verði komin allvel á veg að þeim loknum. I 5. og 6. bekk ætti svo að fyrirskipa kennslu I skrift, a.m.k. eina stund á viku. Á meðan lögskipaðir prófdómarar voru i skrift við barnapróf, var þar nokkurt aðhald fyrir kennara og nemendur. Nú, þegar þvi er hætt, ættu að koma eftirlitskennarar i skrift í Reykjavik og stærstu bæj- unum, en námsstjórar sjái um það annars staðar. Verði allt látið reka á reiðanum, hrakar skriftinni enn. Hvað stoð- ar að láta nemendur skrifa rit- gerðir, danska og enska stila, vinnubækur, stafsetningu o.fl., ef helmingurinn af þvi er ólæsilegt krass? Fögur skrift er æskileg, en aðal- atriðið er læsileg rithönd. Marinó L. Stefánsson, kennari.“ Mikill fengur er að bréfi Marinós, og væri æskilegt ef fleiri sem bera skynbragð á þetta mál, létu til sin heyra. Á Velvakandi þar sérstaklega við kennara, sem haft hafa með höndum skriftar- kennslu, en einnig foreldra barna, börnin sjálf og annað áhugafólk. Velvakandi hitti að máli háskólakennara nokkurn ný- lega. Kvartaði hann sáran undan þvi hve erfitt væri að ráða i próf- verkefni nemenda við þá háu og merku menntastofnun. Þetta sýn- ir, að hér er ekki um neitt ,,pjatt“ að ræða, heldur alvörumál. HÖGNI HREKKVÍSI Má ég biðja um þessa með kisuandlitinu? Ha? Hvað; kisuandliti?? J"" Q2P SlGeA V/öGA £ Biauðbær Veitingahús við Óðinstag - stmi 20490 Ég er Tobbi, kokkur í Brauðbæ Auk vinsæla matseðilsins okkar, þá bjóf um við ávalt rétt dagsins og I dag er það: Sveppasúpa Létt saltað uxabrjóst með stúfuðu hvítkáli eð djúpsteikt fiskflök alhambra Vertu velkominn I BrauSbæ. Tobbi. opiðtn ki.io BRÚÐULAMPINH ER EFST Á ÓSKALISTA 26 TEGUNDIR VERD FRÁ KR. 1610 SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT. LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suöuiiandsbraut 12 simi 84488 /. - ■7Í5Í !.*•** ;• Rowenfc Djúpsteikingar- pottur. Krómaðir eða matt ál. £6 VféV NÚ al9 %i wmr AWNA9 tmí AmiTAV E9 HANN VvEftdAbS IN WAmiR m |vif/.v(r/N|

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.