Morgunblaðið - 05.12.1975, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
Jólasöfnun Mæðra-
styrksnefndar að hefjast
JÓLASÖFNUN Mæðrastyrks-
nefndar fer nú að hefjast, en það
hefur verið árviss viðburður frá
árinu 1928, að nefndin hefur lið-
sinnt bágstöddum mæðrum, börn-
um, sjúkum og öldruðum konum
fyrir jðlin. Hefur þetta framlag
nefndarinnar fært birtu og yl inn
á mörg heimilin.
„Ég man, að fyrsta úthlutunin
1928 var um 10—12 kónur á heim-
ili,“ sagði Jónína Guðmundsdótt-
ir, formaður Mæðrastyrksnefnd-
ar, í samtali við blaðið: „Nú hafa
upphæðirnar margfaldast og
þiggjendahópurinn sömuleiðis
stækkað. Þau eru ekki orðin svo
fá heimilin sem sett hafa traust
sitt á jólaglaðning nefndarinnar.
Mæðrastyrksnefnd treystir bæj-
arbúum til að stuðla að því, að
þessi heimili verði ekki fyrir von-
brigðum í ár“.
Jónína sagði, að söfnunarlistar
hefðu verið sendir til fyrirtækja
og stofnana, en tekið væri á móti
gjöfum í skrifstofu nefndarinnar
að Njálsgötu 3 alla virka daga frá
kl. 11—6.
„Hjálparbeiðnir verða að berast
sem fyrst“ sagði frú Jónína og
lagði áherzlu á, að ekki yrði út-
hlutað eftir gömlum beiðnum.
Bæði gætu aðstæður hafa breyzt
og fólkið gæti verið flutt í annað
húsnæði. „Fljótgert er vel gert,“
sagði frú Jónína ennfremur. „Því
fyrr sem við fáum framlög ein-
staklinga og fyrirtækja því betra.
Þá sjáum víð nokkurn veginn,
hvað hægt er að láta á hvern
hóp.“ Einnig undirstrikaði hún að
allar beiðnir yrðu að berast fljótt
í ár, þar sem ekki yrði hægt að
sinna úthlutun eftir 18—19. des.
„Ég sendi vinum mínum og
nefndarinnar í stofnunum og fyr-
irtækjum hlýjar þakkir fyrir alla
aðstoð og hjálp og glöðum gefend-
um þakkar nefndin tryggan
stuðning: Hjálpum þeim, sem eru
hjálparþurfi, og reynum þannig
öll að eiga gleðileg jól,“ sagði Jón-
ína að lokum.
Samningur um
skattamál
fullgildur
FULLGILTUR hefur verið samningur
um skattamál milli íslands og Banda-
ríkjanna 26. nóvember s.l. skiptust
þeir Haraldur Kröyer, sendiherra, og
Robert Ingersoll, varautanríkisráð-
herra Bandarfkjanna, á fullgildingar-
skjölum í Washington. Samningur-
inn, sem gerður er til að komast hjá
tvfsköttun og að koma í veg fyrir
undanskot frá skttlagningu á tekjur
og eignir, var undirritaður f Reykja-
vík 7. maf s.l. en samningurinn tekur
gildi frá og með 1. janúar 1 976.
NÝJAR BÆKUR - GÓÐÁR BÆKUR
Sanngjarnt verð
Sven Hazel: Tortimið Paris — Denis Robins: Hótel Mávaklettur Þessir höfundar eru íslenskum lesendum
kunnir og þarf ekki um að bæta.
Bækur Sven Hazel hafa verið þýddar á 52 tungumál og hann er talinn fremsti núlifandi stríðssagnahöfundur.
Þessi bók fjallar um tilraun Þjóðverja til að eyða París og er talin ein hans besta bók. Allar fyrri bækur Hazels
hafa selst upp.
Denise Robins er að likindum afkastamesti og viðlesnasti ástarsagnahöfundur sem nú er uppi. Bækur
hennar eiga hér vaxandi vinsældum að fagna og þessi nýja bók hennar er einsog hinar fyrri heillandi lestur.
Guðmundur Jakobsson:
Metsöluhöfundar
Mennirnir í brúnni V
í fyrri bindum þessa bókaflokks, höfum við
kynnst starfi fiskimanna. Nú kveður við annan
tón. Hér eru það siglingamenn sem segja frá.
Við kynnumst strandsiglingum, landhelgis-
gæslu og millilandasiglingum. Yfirgripsmikinn
fróðleik er að finna um alla þessa þætti sjó-
mennsku og fjölmargt ber á góma, sem al-
menningi er ekki kunnugt.
Það er ekki ofmælt að allir þeir sem vilja kynna
sér viðfangsefni siglingamanna og landhelgis-
gæslu þurfa að eignast og lesa þess bók.
Verð kr. 2400,- án sölusk.
Þorsteinn Matthíasson:
í dagsins önn
1 1 konur segja sögu sína i þessari bók. Þær
hafa allar verið mæður og eiginkonur. Hafa
samtals eignast 96 börn og eru sælar af sínu
hlutverki. Telja það ekki vanmetið enda hið
göfugasta hverrar konu.
Þeim er það og sameiginlegt að vilja ekki skipta
kjörum við þær kynsystur sínar, sem nú berjast
fyrir gerbreyttum lífsháttum. Dýrmætasta eign
hverrar þjóðar eru góðar eiginkonur og mæður
og þessi bók ætti að vera kærkomin öllum
þeim, sem enn trúa því að „Mamma skipi ávalt
öndvegið." Verð 2000 - án sölusk.
Skyggnst yfir
landamærin
Þessi bók á ekki samleið með öðrum slíkum um
dulræn efni.
Hér segir frá fólki, sem raunverulega hefur
dáið, en verið vakið til jarðlífs aftur. Það hefur
því verið i óþekktum heimi um skeið og kynnst
þar ýmsu sem okkur er hulið. Spurningunni
miklu: Er líf að loknu þessu? er svarað.
Enginn sem hefur áhuga á eilífðarmálum getur
látið ógert að lesa þessa bók.
Höf. Jean-baptiste Delacour
Kristín R. Thorlacius þýddi.
Verð 1 650 - án sölusk.
ÆGISUTGAFAN
Jólamarkaður
FÉLAG einstæöra foreldra held-
ur jólamarkað á Hallveigar-
stöðum á morgun, laugardag, 6.
des. og hefst hann kl. 2 e.h. Þar
verður á boðstólum úrval
handunninna muna, tuskudúkk-
ur, galdranornir, sprellikallar,
FEF á morgun
kertastjakar, boltar auk hvers
konar gjafavöru. Seldir verða
treflar sem FEF prjónar í litum
íþróttafélaganna og ýmiss konar
bakkelsi sem vel geymist til jóla.
Allur ágóði rennur í Húsbygg-
ingar- og minningarsjóð FEF.
Kópavogsbúar
Það er ódýrt í jólabaksturinn hjá okkur
Kókosmjöl fínt og gróft 125 gr 53 —
Kókósmjöl fínt og gróft 250 gr 102 —
Möndlur 100 gr 125 —
Hakkaðar möndlur 50 gr. 90 —
Hnetukjarnar 100 gr 95 —
Marsipan 200 gr 345 —
Essensar og perluger
Athugið
Opið til kl. 10 föstudag og til kl. 6 laugardag.
/ ÞVERBREKKU 8 S 42040-44140 \
Jólatrésseríur
meö amerískum NOMA-perum
(Bubble lights)
HEKLAhf
Laugavegi 170—172 — Sími 2>240