Morgunblaðið - 05.12.1975, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
að kljást við
Bretann”
• „Mér finnst þetta oft
skemmtilegt, en stundum er
þaé líka afar erfitt. I mínum
verkahring er að bera á borð og
taka af borðum, þvo upp, sápa,
skúra og ryksuga og ég hef
aldrei þurft að vinna svona
mikið og lengi áður á minni
lífsfæddri ævi. Þetta eru stund-
um hálfssólarhringstarnir. En
þetta er oft spennandi þegar
við lendum í sviptingum við
Bretann.“ Sá sem þetta segir er
einn af okkar vösku varðskips-
mönnum sem nú standa í
ströngu í þorskastrfðinu. Hann
hefur þó þá sérstöðu að hann er
svissneskur að uppruna, en
ákvað að varpa hlutleysisstefnu
lands síns fyrir róða og ganga í
lið með tslendingum á þennan
hátt. Markus Loosli heitir
Jfismynd Ól.K.M
Markus Loosli
segir ungur Svisslendingur sem er nú messagutti á Tý
og ætlar í sumar að sigla á kajak á Jökulsá á Fjöllum
hann, ungur piltur og er messa-
gutti á Tý.
Markus kom til Islands í júlí í
sumar sem skiptinemi á vegum
þjóðkirkjunnar og hefur þegar
náð furðu góðum tpkum á fs-
lenzkunni. Upphaflega hafði
hann ætlað að fara til Nýja-
Sjálands, en bæði síðasta
þorskastríð og ummæli nokk-
urra vina hans um ísland urðu
þess valdandi að hann ákvað að
koma hingað. Fyrst sótti hann
hér námskeið i íslenzku, vann
um tíma á barnaheimili en fékk
loks stöðu um borð í Tý 1. októ-
ber og að því hafði hann alitaf
stefnt. „Það bezta við varð-
skipsvistina finnst mér vera
hversu góðir menn eru í áhöfn-
inni,“ sagði hann, „og ég hef
sannarlega ekki orðið fyrir von-
brigðum."
„í fyrstu ferðinni varð ég að
vísu sjóveikur og gat ekkert
borðað fyrr en eftir þrjá daga,
en þá vorum við í 10 vindstig-
um. í annarri ferðinni var sjó-
veikin minni og svo í þeirri
þriðju sem ég var að koma úr
kenndi ég einskis.“ Markus
kvaðst mundu verða með í
næstu ferð Týs en halda síðan
heim til Sviss í jólafrí. Eftir
jólin fer hann á lýðháskólann í
Skálholti þar sem hann verður í
þrjá mánuði, en í sumar hyggst
hann reyna að komast á bónda-
bæ, — helzt fyrir austan. Mark-
us er mikill áhugamaður um
kajaksiglíngar og hann, ásamt
frægum svissneskum kajaksigl-
ingamanni, ætlar að reyna að
sigla á íslenzkum fljótum á kaj-
ak, og hafa þar helzt í huga
Jökulsá á Fjöllum. Einnig hef-
ur Markus áhuga á að kenna
íslendingum að smíða og sigla
kajökum. Síðan heldur hann
aftur heim til Sviss undir
haustið.
Athugasemd frá
formanni HÍP
MORGUNBLAÐINU barst í gær
eftirfarandi athugasemd frá for-
manni Hins fslenzka prentara-
félags, Ólafi Emilssyni:
Vegna viðtals, sem birtist í
Morgúnblaðinu í gær, varðandi
atvinnuástand í prentiðnaði, vil
ég undirritaður fara þess á leit
við blaðið að það birti eftir-
farandi:
I viðtalinu segir, að Isdafoldar-
prentsmiðju skorti rekstrarfé og
að hún sjái sér ekki fært að
endurnýja vélakost sinn. I þessu
sambandi vil ég taka fram, að hér
er aðeins átt við endurnýjun á
hluta setningartækja, því prent-
smiðjan hefur endurnýjað vélar
hjá sér bæði í prentún og bók-
bandi.
En ég vil undirstrika það alveg
sérstaklega, að fjárskortur háir
ekki þessu eina fyrirtæki, heldur
öllum prentsmiðjum f landinu.
Prentiðnaðurinn hefur á undan-
förnum árum ekki notið þeirrar
fyrirgreiðslu um rekstrarfé sem
hann þarf til að vera þess umkom-
inn að fylgjast með hinni öru
þróun í prentiðnaðinum um heim
allan.
Haft er eftir mér í viðtalinu, að
ekki verði leyft að óiðnlært fólk
vinni við setningu á innskriftar-
borð á meðan prentarar gangi at-
vinnulausir. Til að fyrirbyggja
misskilning skal tekið fram, að
ekki er átt við þá sem nú vinna á
innskriftarborð og eru löglegir
félagsmenn, heldur þá sem
hyggjast hefja slík störf.
Með þökk fyrir birtinguna.
Ólafur Emilsson
Verzlunin Vísir 60 ára
VERZLUNIN Visir, Laugavegi 1, á
sextiu ára afmæli i dag. en þetta
er ein eizta verzlun borgarinnar og
liklega fátitt að verzlun hafi verið
jafnlengi til húsa á sama stað og
Visir.
Það voru þeir Sigurbiörn Þorkels-
son og Guðmundur Ásbjörnsson
sem stofnuðu verzlunina þennan
dag fyrir 60 árum i fjórða hluta
hússins að Laugavegi 1. en það
byggði Jón Pétursson háyfirdómari
1 827 Þeir ráku verzlunina til ársins
1 943 en þá tók Sigurbjörn Björns-
son við henni og rak til dauðadags
Á þessum tima var myndað hluta-
félag um verzlunina þar sem ýmsir
hafa komið við sögu en nú rekur
Þórir. sonur Sigurbjörns Björnsson-
ar, verzlunina. en hann hefur starfað
við hana sl 20 ár
Visir hefur jafnan stundað verzlun
á sviði nýlenduvara og er liklega ein
þekktasta verzlun þeirrar tegundar i
Reykjavik, enda stendur hún nærri
hjarta borgarinnar Þótt verzlunin
hafi alla tíð verið á sama stað, hefur
hún þó flutzt aðems til í húsinu og
hefur heldur þrengt að henni eftir öll
þessi ár, að þvi er Þórir tjáði
Morgunblaðinu
Sullur finnst á ný í
tveimur sláturhúsum
Talið var að sullinum hefði verið útrýmt, þar
sem hann hafði ekki fundist um áratuga skeið
UNDANFARNAR 2—3 sláturtíð-
ir hefur það gerst, að fgulsullur
eða öðru nafni höfuðsóttarsullur
hefur fundizt I tveimur sláturhús-
um á landinu. Þessi sullur hafði
þá ekki fundist um áratuga skeið
og var talið að honum hefði verið
útrýmt. A ráðstefnu sem Dýra-
læknafélag tslands hélt fyrir
skömmu, voru dýralæknar sam-
mála um að ástæða væri til auk-
innar árvekni hvað vörnum gegn
sullaveiki viðvfkur. Hvöttu dýra-
læknar bændur að gefnu tilefni
til að grafa öll hræ jafnóðum, og
fóðra ekki hunda sína á hrámeti.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Birni Bjarnason, héraðsdýra-
lækni á Höfn, um þetta mál, en
hann er jafnframt ritari Dýra-
læknafélags Islands. Birnir sagði,
að á síðustu sláturtið hefðu fund-
ist 11 kindur með ígulsull í einu
sláturhúsi, og voru allar kindurn-
ar frá sama bæ. Tvær sláturtíðir
þar á undan hafði orðið vart við
sull í kindum frá þessum sama
Dagskráin verður
ekki endurflutt
ÚTVARPSRÁÐ hefur tekið fyrir
á fundi þá ósk Guðmundar
Garðarssonar alþm., sem hann
bar fram á alþingi, að dagskrá
stúdenta 1. desember s.l., sem var
útvarpað þann sama dag, yrði
endurflutt. Að sögn Þórarins
Þórarinssonar, formanns útvarps-
ráðs, greiddi enginn ráðsmanna
atkvæði með tillöginni og var þá
ekki leitað mótatkvæða, þar sem
hún var talin fallin. Verður dag-
skráin því ekki endurflutt.
bæ. Þá fannst ígulsullur frá öðr-
um bæ í öðru sláturhúsi nú í
haust, og hafði ekki orðið vart við
sull á þessum bæ áður. Birnir
sagði að fyrir mörgum áratugum
hefði mikið borið á þessum sulli
en sfðan hefði honum alveg verið
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs:
Bækur Jakobínu
og Olafs Jóhanns
iagðar fram
ÞAÐ hefur verið ákveðið, að
skáldsagan „Lifandi vatnið"
eftir Jakobfnu Sigurðardóttur
og Ijóðabókin „Að brunnum
eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson
verði að þessu sinni lagðar
fram af fslands hálfu vegna
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs.
Dómnefnd sú, sem úrskurð-
ar hver fær verðlaunin, kemur
saman í Reykjavík í janúar og
mun tilkynna úrskurð sinn 13.
janúar. Af Islands hálfu eiga
sæti i nefndinni Ólafur Jóns-
son ritstjóri og Vésteinn Óla-
son lektor. Þeir hafa einnig
valið fslenzku verkin sem lögð
verða fyrir dómnefndina.
\'erðlaunin, sem nema 50
þúsund dönskum krónum eða
um 1,3 milljónum íslenzkra
króna, verða afhent á fundi
Norðurlandaráðs í Kaup-
mannahöfn 29. febrúar n.k.
Verðlaununum eru nú úthlut-
að í 15. skipti, og hefur Islend-
ingur aldrei hlotið þau.
Isröndin aðeins 20 sjó-
mílur frá Straumnesi
útrýmt þar til honum skýtur nú
upp að nýju. Sagði Birnir að enn
væri á lífi fólk sem væri með sull
frá fyrri árum, en honum er ekki
hægt að ná, aðeins hægt að halda
honum í skefjum. Hundurinn er
afar mikilvægur í llfskeðju orms-
ins því hann ber hann frá kind til
manns, og sagði Birnir að þvi væri
afar mikilvægt að halda hundum
frá hrámeti og grafa öll hræ.
Brezki flotinn
á norðurleið
LANDHELGISGÆZLUFLUG-
VÉLIN SÝR fór I könnunarflug I
gær. Töldu starfsmenn gæzlunnar
54 brezka togara á veiðum við
landið. Voru þeir á svæðinu frá
Héraðsflóadýpi og suður að Hval-
bak. Voru þeir flestir á bilinu
30—50 mflur frá landi og f góðri
gæzlu herskipa og dráttarbáta.
Virtist flotinn vera á norðurleið.
A þessum slóðum voru tvær
freigátur, Brighton og Falmouth,
dráttarbátarnir Star Sirius,
Lloydsman og Euroman, auk
birgða- og aðstoðarskipa.
Euroman hefur ekki áður verið
við Islandsstrendur, en hann er
stór og kraftmikill dráttarbátur,
1182 lestir að stærð.
Varnarliðið sá ís 45 mílur útaf Reykjanesi
LANDHELGISGÆZLAN lét f
gær gæzluflugvélina SÝR kanna
haffsinn undan Vestfjörðum.
Revndist ísinn nú vera miklum
mun nær landi en hann hefur
verið að undanförnu, og er um að
kenna stöðugum vestanvindi að
undanförnu. Var íshrafl næst
landi um 20 sjómílur út af
Straumnesi, og er fátftt að fs sé
svo nærri landi á þessum árstíma.
Þá tilkynnti varnarliðið I gær að
fs hefði sést 45 sjómflur útaf
Reykjanesi. Ætlar Landhelgis-
gæzlan að kanna þetta nánar f
dag.
Landhelgisgæzluvélin SÝR kom
að ísjaðri 306 gráður, 36 sjómílur
útaf Bjargi. Tilkynnti vélin að
ísinn lægi að mestu í 230 gráður
og 30 gráður. Sem fyrr segir var
ísinn næst landi útaf Straumnesi,
aðeins um 20 sjómílur frá landi.
Væntanlega mun Landhelgisgæzl-
an fylgjast áfram með fsröndinni
útaf Vestfjörðum á næstu dögum.
Orustuflugvél frá varnarliðinu
sá í gær ís 45 sjómílur útaf
Reykjanesi. Varð vélin fyrst vör
við ísinn í gærmorgun. Síðar um
daginn var einnig flogið þarna
yfir og hafði ísinn þá rekið um 10
sjómilur í norðurátt. Landhelgis-
gæzlan mun kanna þetta í dag, en
það mun vera afar fátítt að þarna
sé ís að finna.
AÐ UNDANFÖRNU hafa verið
kveðnir upp f Borgardómi
Reykjavfkur þrfr dómar í málum
sem aðstandendur „Varins lands“
höfðuðu vegna skrifa um þá f
hlöðum. Voru málin höfðuð gegn
Arna Björnssyni þjóðháttafræð-
ingi, Degi Þorleifssyni blaða-
manni og Garðari Viborg fuli-
trúa.
KONAN SEM LÉZT — Þetta er
konan sem lézt f fyrradag, eftir að
hafa lent I átökum við 16 ára
gamlan pilt f verzluninni
Brautarnesti f Keflavfk. Hún hét
Guðbjörg Öskarsdóttir, Faxa-
braut 38D f Keflavfk. Hún var 21
árs gömul, fædd 2. febrúar 1954
og lætur eftir sig eiginmann og
tvö ung börn.
I málinu gegn Árna Björnssyni
féll dómur á þá lund, að ummæli
hans voru dæmd ómerk, en þau
birtust i Þjóðviljanum. Þá var
hann dæmdur til að greiða 25
þúsund krónur í málskostnað og
gert að sjá um birtingu á forsend-
um dóms og dómsniðurstöðu f
Þjóðviljanum.
Ummæli Dags Þorleifssonar
birtust einnig í Þjóðviljanum.
Þau voru dæmd ómerk f heild og
Degi gert að greiða 25 þúsund
króna sekt til ríkisins, en til vara í
5 daga varðhald. Dagur er sá eini
sem hefur fengið sektardóm í
málaferlum aðstandenda „Varins
lands“. Þá var hann dæmdur til
að greiða 120 þúsund krónur í
málskostnað og auk þess gert að
sjá um birtingu á forsendum
dóms og dómsniðurstöðu í Þjóð-
viljanum.
Dómur í máli Garðars Viborg
var kveðinn upp í gærmorgun og
er ekki hægt að skýra frá honum
hér, þar eð hann hefur ekki verið
tilkynntur aðilum málsins.
Hrafn Bragason borgardómari
kvað upp þessa þrjá dóma.
Þórir Sigurbjörnsson og kona hans Kristbjörg Oddgeirsdóttir í
verzluninni Vfsi. (Ljósm. ÖI. K.M.)
Þrír dómar í mál-
um „Varins lands”