Morgunblaðið - 05.12.1975, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1975
19
Pílagrímagöngur
bannaðar í Chile
Santiago, 4. desember — Reuter.
RIKISSTJÓRN Chile bannaði f
gærkvöldi allar pflagrfmsgöngur
rómversk kaþólskra á degí hinnar
helgu meyjar, þann 8. desember.
Ástæðuna segir stjórnin vera að
vinstri sinnaðir æsingamenn geti
orðið til að notfæra sér slfkar
göngur. Ákvörðun stjórnarinnar
kom f kjölfar handtöku 12 presta
og nunna, sem ákærð hafa verið
fyrir að aðstoða og hjúkra vinstri
sinnuðum skæruliðum, sem farið
hafa huldu höfði, og „óska“ hins
opinbera um að friðarnefnd ým-
issa kirkjudeilda, sem hjálpað
hefur pólitfskum föngum verði
leyst upp. Talsmaður herforingja-
stjórnarinnar, Rolando Garay
höfuðsmaður, sagði að hátíðar-
höld dagsins gætu aðeins farið
fram innan kirkjudyra. Sagði höf-
uðsmaðurinn að marx-leninistar
væru vfsir til að notfæra sér pfla-
grfmsgöngur, sem átti að fara frá
miðborg Santiago og fieiri stöð-
um að minnismerki hinnar helgu
meyjar f Maipu, 20 km vestan við
Santiago, og bera f þeim kröfu-
spjöld og dreifa flugritum. Meir
en 80% fbúa Chile eru kaþólskir.
Souphanaouvong
forseti Laos
Vientiane, 4. desember. AP — Reuter
Souphanaouvong prins, einn af
leiðtogum Pathet Loahreyfingar-
innar f Laos, var f dag skipaður
forseti hins nýja alþýðulýðveldis
f landinu. Þá var einn af dyggustu
stuðningsmönnum prinsins,
Annar banka-
ræningjanna
skotinn til bana
París, 4. desember, AP.
LÖGREGLAN í París skaut í dag
til bana annan af bankaræningj-
unum tveimur, sem rændu 2
milljónum dollara úr banka í mið-
borg Parfsar í gær og komust á
brott með tvær konur sem gísla.
Hinn ræninginn særðist í skotár-
ás. Ræningjarnir náðust, er
bifreið þeirra lenti í árekstri við
bifreið fransks þingmanns, sem
var að koma frá þingfundi, þar
sem hann hafði lagt til að refs-
ingu til handa mönnum, sem
tækju gísla í afbrotum, yrði
dauðadómur í stað ævilangs fang-
elsis. Maðurinn, sem féll, var frá
N-Afríku, en hinn særði Spán-
verji. Engan annan sakaði.
Kaysone Phomyiharn, skipaður
forsætisráðherra.
Tilkynningin um þetta kemur í
kjölfar ákvörðunarinnar í gær um
að leggja niður hið 700 ára gamla
konungdæmi í landinu. íbúar
Laos eru 3 milljónir.
Það kom nokkuð á óvart að hin
nýja stjórn veitti nokkrum
konungsinnum og hægrimönnum
sæti í stjórninni. Fyrrum
konungur landsins, Savang
Vatthana hefur verið skipaður
ráðgjafi forsetans, svo og
Souvanna Phouma prins. 9 af 45
sætum f efri deild þingsins eru
skipuð hægri mönnum. Fjórir
varaforsætisráðherrar eiga sæti í
stjórninni og eru þeir allir úr
hópi Pathet Laomanna.
Laos fékk sjálfstæði frá
Frökkum árið 1953, en borgara-
stríð geisaði á köflum í landinu
næstu 20 ár, eða þar til friður var
saminn árið 1973. Pathet Lao-
menn náðu völdum í landinu í
fyrra eftir mikla áróðursherferð
gegn hægri mönnum.
Undirritun samkomulagsins um Norræna fjárfestingarbankann. Danski ráðherrann Ivar Nörgard
undirritaði samkomulagið fyrstur og réttir sænska ráðherranum Kjell Olov Feldt pennann. Lengst til
vinstri situr dómsmálaráðherra Finnlands, Kristian Gestrin. Lengst til hægri situr Sigurður Bjarna-
son og við hlið hans menntamálaráðherra Noregs Bjartmar Gjerde.
Norræna fj árfesting
arbankanum valinn
staður í Helsingfors
FUNDUR samstarfsráðherra
Norðurlandaráðs 'var haldinn f
Kaupmannahöfn f gær og fyrra-
dag og var þar samþykkt ein-
róma, að höfuðstöðvar Norræna
fjárfestingarbankans skyldu
verða f Helsingfors.
Af hálfu íslands sat fundinn
Sigurður Bjarnason sendiherra
í Kaupmannahöfn f forföllum
Geirs Hallgrímssor.ar forsætis-
ráðherra, sem ekki átti heiman-
gengt sökum anna. I stuttu sam-
tali við Morgunblaðið sagði Sig-
urður Bjarnason, að ákvörðun-
in um fjárfestingarbankann
hefði verið stærsta málið á dag-
skrá fundarins og tillaga um
staðsetningu hans lögð fram af
sænska ráðherranum Kjeld
Olof-Feldt og hún síðan ein-
róma samþykkt. Áður hafði
aukaþing Norðurlandaráðs
formlega samþykkt stofnun
bankans í Stokkhólmi í sl.
mánuði. Einnig hefur verið
ákveðið að starfsemi bankans
hefjist um áramótin 1976—77.
Bankaráð verður skipað 10
mönnum, tveimur frá hverju
Norðurlandanna sem kosnir
verða til 4 ára og ræður stjórn-
in bankastjóra til 5 ára i senn.
Má hann ekki vera úr hópi
stjórnarmanna né eiga sæti i 10
manna varastjórn. Fundinn
sátu auk Sigurðar og Kjelds
Olofs-Felds, Ivar Nörgaard,
utanríkisviðskiptaráðherra
Danmerkur, Kristian Gestrin,
dómsmálaráðherra Finnlands,
og Bjartmar Gerd, mennta- og
kirkjumálaráðherra Noregs.
A fundi með fréttamönnum
eftir ráðherrafundinn lagði Sig-
urður Bjarnason á það áherzlu
af hálfu íslenzku rikisstjórnar-
innar að hún teldi stofnun
Norræna fjárfestingarbankans
eitthvert mikilvægasta mál,
sem Norðurlandaráð hefði af-
greitt og að íslenzka ríkisstjórn-
in teldi að starfsemi hans ætti
eftir að verða öllum þjóðunum
heilladrjúg.
Gunnars Gunn-
arssonar minnzt
í Jyllands Posten
MORGUNBLAÐINU hefur
horizt úrklippa úr danska blað-
inu Jyllands Posten, frá 28.
nóvember s.l. þar sem Þor-
steinn Stefánsson rithöfundur,
sem búsettur er f Danmörku,
minnist Gunnars Gunnarsson-
ar rithöfundar f alllangri
grein. I grein sinni leiðréttir
Þorsteinn ennfremur „óviður-
kvæmileg umrnæli" I frétta-
tfma danska rfkisútvarpsins
um Gunnar Gunnarsson og rit-
höfundarferil hans. 1 grein
sinni segir Þorsteinn m.a.:
„Arum saman hafa menn hér f
landi meðvitað eða ómeðvitað
verið þöglir um starf þessa rit-
höfundar rithöfundar sem
hefur fært Danmörku meiri
verðmæti en nokkur núlifandi
danskur rithöfundur."
Ástand þorskstofns ekki eins
alvarlegt og Islendingar segja
— segir sjávarútvegsráðherra Breta
London 4. desember.—
frá fréttaritara Morsun-
blaðsins i London. Tom Arms.
BREZKI sjávarútvegsráðherr-
ann, Fred Peart, sagði á fimmtu-
dag að full ástæða væri til að
vernda fslenzka þorskinn. En
hann sagði í útvarpsviðtali f
London að ástand stofnsins væri
ekki svo alvarlegt að grfpa þyrfti
til jafn vfðtækra aðgerða og
fslenzka ríkisst jórnin hefur gert.
Peart sagði að of mikið hefði
verið veitt af ungþorski sfðustu ár
„og með tílliti til þess er hyggi-
legt að snúa þróuninni við“.
„En við erum ekki samþykkir
þvf að svo vfðtækar aðgerðir eins
og Islendingar vilja grfpa til séu
nauðsynlegar.
tslendingar hafa gert mikið úr
þeirri staðreynd að stofn
hrygningarþorsks sé nú 60%
minni en hann var árið 1970, og ef
litið er á þetta eitt sér virðist útlit
svart. En árið 1970 var hlutfall
hrygnandi þorsks mjög hátt en
þrem árum áður, þ.e. 1967 var það
næstum sama og það er nú.
Staðreyndin er sú að þrátt fyrir
slfkar sveiflur f hlutfalli
hrygnandi þorsks, þá hafa verið
furðu litlar sveiflur f fslenzkum
þorskveiðum. Ef við tökum tfma-
bilið frá 1960 til 1974, er meðal-
Fiskimálastjóri Noregs:
Mistök að leyfa olíuborun
fyrir norðan 62. breiddargr.
KNUT Vartland fiski-
málaráðherra Noregs
hefur miklar áhyggj-
ur af þeim forgangi,
sem olfuvinnslumál f
Noregi hafa fram yfir
fiskiðnaðinn og f sam-
tali við Dagbladet sl.
mánudag segir hann
bað skoðun sfna, að
það séu reginmistök
hjá stjórnvöldum að
leyfa olfuboranir á
fiskimiðunum utan
við Tromsö og yfirleitt
fyrir norðan 62.
breiddargráðu án þess
að nægilega vfðtækar
rannsóknir hafi farið
fram. Segir fiskimála-
stjórinn að vitneskju
skorti algerlega um
hvaða hættu slíkar
boranir gætu haft f för
með sér fyrir lffið í
sjónum og fiskinn.
Segist Vartland vera
sammála norsku
sjómannasamtökun-
um um að nauðsynlegt
sé að bíða eftir niður-
stöðum rannsókna
norsku hafrannsókna-
stofnunarinnar, sem
nú fara fram á
svæðinu.
ársafli á þorski 400.000 lestir og
mestu sveiflur upp eða niður hafa
ekki verið meir en 17.000 lestir.“
Peart sagðist geta fallist á að
verndunaraðgerða væri þörf við
tsland og hann hefði skýrt
fslenzku rfkisstjórninni frá þvf,
hins vegar taldi hann sig ekki
geta fallist á að ástandið væri svo
alvarlegt að þörf væri fvrir jafn
vfðtækar aðgerðir og tslendingar
hefðu gripið til.
Peart endurtók boð breta um að
þeir minnkuðu afla sinn við ts-
land niður f 110.000 lestir á ári,
og hann bætti þvf við að þeir
Arias Navarro
setur skilyrði
Madrid 4, desember Reuter
ÁREIÐANLEGAR heimildir
skýrðu frá þvf í dag að Carlos
Arias Navarro forsætisráðherra
Spánar, setti það sem skilyrði fyr-
ir þvf að hann yrði áfram forsæt-
isráðherra að hann fengi frjálsar
hendur við skipun nýrrar rfkis-
stjórnar.
Segja heimildirnar að Navarro
hafi fallist á beiðni Juan Carlos
konungs um að hann héldi áfram
um sinn án þess að skuldbinda sig
til að sitja út fimm ára tímabil
sitt, sem rennur út 1978.
Það sem meðal annars réð því
að konungur bað Navarro að
halda áfram var vandamál við að
finna mann í hans stað, sem
heppilegur gæti talist við að leiða
Spán inn í nýtt tímabil.
Heimildirnar herma að ákveðið
Framhald á bls. 22
væru reiðubúnir að minnka þá
tölu enn, ef aðeins Islendingar
væru fáanlegir til að hækka boð
sitt úr 65.000 lestum. Hann bætti
við: „Við erum reiðubúnir til að
hefja á ný viðræður strax og Is-
lendingar láta af áreitni við
togaraokkar."
Meira en 2,5
milljarða
hagnaður
SAS í fyrra
STJÓRN SAS hefur skýrt frá
því að hagnaður félagsins hafi
numið 70 milljón s. kr. (um
2696 milljón fsl. kr.) á sfðasta
reikningsári sem iauk 30.
september s.l. Af þessari fjár-
hæð skiluðu dótturfvrirtækin
7,8 milljón s. kr. hagnaði. Eins
og kunnugt er hefur SAS verið
rekið með nettóhagnaði árum
saman. Flugreksturinn hjá
SAS stendur að þessu sinni
undir 33,7 milljón s. kr.
hagnaði. Aðrir þættir
starfseminnar þ.á m. sala flug-
véla, gáfu 36,3 milljónir f aðra
hönd. SAS flutti 6,636.000 far
þega s.l. ár og er það 5%
aukning miðað við árið áður.
Fraktflutningarnir drógust
aftur á móti saman um 2%, en
póstflutningar jukust um 5%,
þannig að heildaraukning á
flutningum hjá SAS nam 2%,
að því er fram kemur í frétta-
tilkvnningu frá félaginu.