Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 1
Sunnudagur 7. desember 1975 Bls. 41—64 Gulag Eyjaklasinn II eftir Alexander Solshenitsyn yrir konurnar var valið milli frillulífs eða veslast upp í þrældómi 1 . grein Fyrir skömmu kom út ^rlendis 2. bindið af Gulag Eyjaklasanum eftir sovézka Nóbelsskáldið Alex- ander Solshenitsyn, sem fjallar um líf í sovézkum fangabúðum 1918—1956. Brezka blaðið Ob- server hefur nú hafið birtingu á úrdrætti úr bókinni og mun Morg- unblaðið birta þá eftir því sem þeir berast og fer fyrsti kaflinn hér á eftir. Gleymd birta umheimsins „Þeir eru að koma með fasist- ana, þeir eru að koma með fasist- ana,“ hrópuðu piltarnir og stúlk- urnar í fangabúðunum Nýju- Jerúsalem, er þau hlupu á móti vörubílunum tveimur, sem fluttu okkur á áfangastað. Ökuferðin frá Krasnaya Presnyafangelsinu í Moskvu var eitt af stærstu augna- blikunum í lífi okkar þrátt fyrir að við yrðum að krjúpa á hörðum pöllunum alla leiðina. Allt loftið, hraðinn, litirnir og umhverfið var okkar. Við höfðum næstum gleymt birtu umheimsins. Strætisvagnarnir voru rauðir, sporvagnarnir bláir og fólkið klætt í föt í öllum regnbogans litum. Er við ókum eftir Volo- kolamskþjóðveginum fylltust vit okkar af angan af nýslegnu heyi og ferskt morgunloftið í sveitinni lék um vanga okkar. Hver getur kunnað betur að meta ferskt loft en fangar? Það lá við að hinn fagurgræni litur gróðursins blindaði augu okkar sem voru aðeins vön að sjá grátt og aftur grátt. Okkur fannst sem við værum á leið út á eitthvert sveita- setur og útilokað væri að við yrð- um fyrir vonbrigðum er á leiðar- enda kæmi. Við stukkum niður af pallinum og teygðum úr dofnum fótunum um leið og við litum í kringum okkur. Okkur geðjaðist vel að búðunum, þær virtust næstum fallegar. Þær voru aðeins girtar með gaddavír en ekki steinsteypt- um veggjum og hvert sem augað eygði sáum við hæðótt sveita- landslag með lfflegum þorpum. Við reyndum að sannfæra hver annan um að þetta gæti ekki verið sem verst. Ungur maður úr búðunum stóð álengdar og hlustaði á okkur með fyrirlitningarsvip unz hann gat ekki lengur orða bundizt og hreytti út úr sér: „hungurstöð, þið eigið eftir að fá að finna fyrir því,“ og spýtti í átt til okkar um leið og hann snerist á hæl og gekk burt. Hann þoldi ekki að hlusta á slíka bjána. Við fengum sting fyrir brjóstið. Nýju fangarnir voru kallaðir að skrifstofu yfirmanns búðanna og þar var okkur sagt að við ættum að vinnai múrsteinagerðinni. Yfirmaðurinn leit á mig og sagði: „Þú ert liðsforingi úr hern- um, hvaða deild stjórnaðir þú?“ „Stórskotaliðssveit.“ Ég skrökv- aði svolítið því að mér fannst virkissveit ekki nægilega mikil- væg á þessu augnabliki. Hann leit á mig og úr augnaráðinu skein bæði traust og efasemdir. „Held- urðu að þú komist af hérna, það er erfitt?“ „Ég held að ég klári mig.“ Ég vissi ekki að ég var að stinga hausnum inn í snöru. „Þú verður vaktstjóri í leirnámunni.“ „Hvað er hann að hræða okkur?“ Annar liðsforingi, Nikolai Akimov, var einnig gerður að vaktstjóra og er við gengum út úr skrifstofunni fundum við til skyldleika og gleði. Akimov, sem bar það með sér, að hann væri góður drengur og hermaður, þótt andlit hans væri ekki gáfulegt, sagði: „Hvað er hann að reyna að hræða okkur. Heldur hann að við getum ekki ráðið við 20 menn, það eru engar jarðsprengjur hér og enginn mun gera loftárásir á okkur.“ Við vorum að reyna að endurvekja innra með okkur sjálfstraustið, sem við höfðum haft á vígstöðvunum. En við vorum hvolpar og skildum ekki hve frábrugðinn Eyjaklasinn var stríðinu. í hernum getur hvaða fífl sem er stjórnað og staðreyndin er sú, að því háttsettari sem menn eru þeim mun auðveldara er fyrir þá að stjórna. Liðsforingi verður að vera óstjórnlega duglegur, kænn og hugrakkur og hann verður að skilja menn sina, en hershöfðingi þarf aðeins að kunna að skrifa nafn sitt, því að allt annað verður gert fyrir hann. Áætlunardeild hans sendir honum allar áætlanir og hermennirnir framkvæma þær, ekki vegna þess að þeir séu sannfærðir um réttmæti þeirra heldur vegna þess að allar skip- anir koma frá æðstu stöðum til hinna lægst settu. „Kerfið er alltaf tilbúið að svíkja þig“ í fangabúðunum er þessu öðru vísi háttað. Það stendur ekkert kerfi á bak við þig og styður skip- Framhald á bls. 43 Fvrir konurnar var um að velja að verða frillur'triinaðarmannanna eða lenda í þrælavinnunni ef þær höfnuðu tilboðinu ‘ V'., : ■ r'*’-'*** ' jljp ý . ' £4/ ; ’tí ' wM ■ ' A :: "-“v--.- í--,' Íj í.v 'Ji-ýi ■■■ ' -.'■- ...•■■■ ' ■ f » :t$r < ■'...:*■ ■:?■• i - ' ■■ '.':' ■ '■ 4:'-. cssmu- --m V 1 ■, - . 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.