Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 Stuttsfðan er f umsjón Ásmundar Jóns- sonar og Baldurs J. Baldurssonar. Þokkabót Fyrirhugaðir eru miðnæturtón- leikar í Háskólabfói miðvikudag- inn 10. desember. Áætlað er að tónleikarnir standa í um tvær klukkustundir og verða þeir haldnir á vegum Steina hf. Fram munu koma: Spilverk þjóðanna, skipað þeim Agli Ólafssyni, Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur, Sigurði Bjólu og Valgeiri Guðjónssyni; hljómsveitin Þokkabót, skipuð þeim Leifi Haukssyni, Ingólfi Steinssyni, Eggert Þorleifssyni, Magnúsi Einarssyni og Halldóri Gunnarssyni; og Einar Vilberg með aðstoðarmönnum, sem eru: Pálmi Gunnarsson (Hljómsv. P.G. og Blues Company) á bassa, Lárus Grfmsson (Eik) á píanó, Þórður Arnason (Mexikó) á gftar Hannes Jón á gítar og Ásgeir Óskarsson (Pelíkan) á trommur og slagverk. Spilverk þjóðanna mun hafa ýmislegt nýtt fram að færa, en einnig munu þeir leika nokkur lög af nýútkominni plötu þeirra. Með Þokkabót mun leika nýr meðlimur og heitir hann Leifur Hauksson og leikur á gítar. Kem- ur hann f stað Gylfa Gunnars- sonar. Þokkabót ætlar að leika lög af tveim LP plötum sínum og einnig lög er ekki hafa heyrst með þeim áður. Lítið hefur heyrst í Einari Vil- berg um langt skeið, en nú verður breyting á því. Einar hefur undanfarnar vikur verið við upp- tökur á eigin tónlist hjá Hljóðrit- un hf. í Hafnarfirði. Tekin hafa verið upp þrettán lög fyrir væntanlega LP plötu og að sögn munu þau flokkast undir „melódiskt rokk“. Nokkur fjöldi Gísli R. Jónsson og Laddi Hálfbræður Helga MöIIer Paradfs Emar Vuberg, lengst til hægri og Hljómplötugagnrýni Júdas: Júdas No. I Jud. 001 JTJDAS NO. I hafa þeir í Júdas nefnt nýútkomna plötu sfna, sem bendir til þess að þeir standi fastar á því en fótunum að láta hér ekki staðar numið. Hljóðritun plötunnar Júdas No: I átti sér stað i hljóðstúdíói Hljóð- rit h.f. í Hafnafirði, á milli 6. júlí ■ og 18. október sfðastliðinn. Greinilegt er að þessi hljóðritun er sú viðamesta, sem hingað til hefur verið framkvæmd þar. Þarna var samankominn mikill fjöldi tónlistarmanna úr öllum áttum. En á plötunni koma fram fimm blásarar, níu strengjahljóð- færaleikarar, um fimmtán söngv- arar auk hljómsveitarinnar Júdas, sem þarna var og er nú skipuð eftirfarandi mönnum: Magnús Kjartansson: píanó, clarinett, rhodes, ARP, söngur, Vignir Bergmann: hljómgítar, rafmagnsgítar, söngur. Finnbogi Kjartansson: fender og ricken- baker bassi, slagverk og söngur. Hrólfur Gunnarsson: trommur, slagverk. Tónlist sú, sem Júdas flytur á þessari plötu er mjög í anda þeirrar tónlistarstefnu, sem hljómsveitin hefur verið að móta í nokkuð langan tíma. Tónlistin er sem sagt í flestum tilfellum f anda hinnar svokölluðu „disko- tónlistar", sem t.d. hefur verið mjög áberandi í diskótekum flestra dansstaða hér f Reykjavfk. Þeir hlutir, sem Júdas eru að gera á þessari plötu, verða þó að teljast á nokkru hærra plani tónlistar en þar heyrist. Á þetta einkum við um þann fjölbreytileika, sem platan býr yfir. Gefur þar m.a. að heyra róleg og falleg lög, eins og It’s Raining Again, innan um mikla rokktónlist (First class Rock and Roll og „disko-tónlist“ (New York Overture). Leiðir þetta oft á tíðum út í nokkurs konar jassrokk undir áhrifum frá Hancock. Áhrif frá vinnubrögð- um Herbie Hancock virðast annars einnig vera ríkuleg í strengjaútsetningum þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Magnúsar Ingimarssonar og svo hljómborðsleik Magnúsar Kjartanssonar. Líkt og vænta mátti eru flest lög plötunnar eftir Magnús Kjartansson. Flest eru þau tónverk mjög f anda þess er Magnús hefur áður gert. Lagið Poseidon hefur all nokkra sér- stöðu á plötunni. Þetta er nokkurs konar ,jam“ með Júdasi og Karli Einnig finnst mér vælandi tónn i söng Magnúsar ekki nógu skemmtilegur. Platan er annars að mörgu leyti mjög kraftmikil, fjörug og að því er ég bezt veit eina rokk eða rokk- soulplata jólamarkaðsins. A.J. Spilverk þjóðanna Steinar h.f. Sighvatssyni og er það að mínum dómi einn skemmtilegasti kafli plötunnar. Hljóðfæraleikur hljómsveitar- innar verður að teljast mjög öruggur og vel samæfður, eins og hve greinilegast kemur fram í samspili hjá bassa og trommum. Vignir Bergmann sýnir einnig mjög góð tilþrif í gítarleik og Magnús stendur fyrir sínu. Við innkomu kórsöngs, strengjanna og blástursins verður á þessu nokkur breyting sem er talandi Egg 014 dæmi um nauðsyn stærra stúdfós Spilverk þjóðanna skipað þeim Agli Ölafssyni, Sigurði bjólu, Val- geiri Guðjónssyni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur hefur nú á vissan hátt tekist að koma sér upp ákveðnu menningarlegu tákni. Tákni, sem ýmsir tónlistahugs- uðir (framhaldsskólanna) leita til. Frumverk þessa spilverks er nokkurs konar tímamótaverk f ís- lenskum tónlistarheimi. Meistara- verk f vissum skilningi innan vissra marka. Tónlist þessa spil- verks byggir greinilega á bak- Miðnætnrtónleikai í Háskólabíói Kabarett Paradís LAUGARDAGINN 22. nóvember hélt hljómsveit- in Paradfs tónleika með skemmtiatriðum þ.e. kabarett við dræma aðsókn (um 200 manns) í Austurbæiarbíói. Um þessa tónleika er ekki mik- ið að segja því fátt nýtt eða frumlegt kom þar fram. Kabarettinn stóð í tæplega tvo og hálfan tíma og þar af lék Paradís f tæpan hálftíma. — Miðaverð var 1000 krónur. Hljómsveitin lék fimm lög, þar af eitt frumsam- ið. Hljóðfæraleikur var þokkalega af hendi leyst- ur, en enginn virtist þó öðrum fremri af meðlim- um hljómsveitarinnar. Annað er boðið var upp á var söngkonan Helga Möller er flutti fjögur Iög við eigin undirleik á gítar. Þrjú laganna voru frumsamin og eitt eftir Janis Ian. Lögin voru öll í stíl söngkvennanna Joni Michel og Janis Ian og mjög áheyrileg. Gaman verður að sjá hvort eitthvað meira á eftir að koma frá Helgu opinberlega. Fjórmenningarnir Hálfbræður hermdu eftir sviðsframkomu ýmissa skemmtikrafta með lát- bragði og voru viðeigandi lög leikin af segulbandi um leið. Eftir alllangan þátt þeirra og losaralegan komu Halli og Laddi og léku þátt með sams konar efni, þó mun betur æfðan. Galdramaðurinn Baldur Brjánsson sýndi einnig nokkur hefðbundin galdrabrögðf Kynnir var „Kaffibrúsakarlinn" Gfsli Rúnar Jónsson og leysti hann hlutverk sitt vel af hendi. Milli þátta voru leikin lög af diskótekinu As- láki. Það sem einkenndi þennan kabarett var alveg ærandi hljóðstyrkur úr tækjum flestra er fram komu og var það mjög truflandi. Bald.J.B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.