Morgunblaðið - 07.12.1975, Page 3

Morgunblaðið - 07.12.1975, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 43 Gulag Eyjaklasinn II eftir Alexander Solshenitsyn Framhald af bls.41 anir þinar. Kerfið í fangabúð- unum er tilbúið til að svíkja þig og kasta þér fyrir úlfana ef þér tekst ekki að láta mennina fram- kvæma skipanirnar með eigin kænsku og styrk. Hæfnin hér byggist annaðhvort á hnefum þfnum og miskunnarlausri eyði- leggingu með svelti eða svo mikilli þekkingu á lífinu í búð- unum að hver fangi lfti á skipanir þínar sem sitt siðasta hálmstrá. Til þess að stjórna hér verður þú að skipta blóðinu i æðum þínum fyrir einhvern iskaldan grænan vökva. Ég fékk sveit glæpamanna undir mína stjórn. Verið var að refsa þeim fyrir að hafa gert til- raun til að skera yfirmann búð- anna á háls. Þeir gerðu það ekki af þvf að þeir endilega vildu skera hann á háls, heldur til að hræða hann svo hann sendi þá aftur f fangelsi. Þeir fundu á sér að búð- irnar voru drápsstaður, þar sem menn fengu aldrei nóg að borða. Þegar komið var með þá f námuna fundu þeir sér stað, þar sem skuggi var og lögðust niður. Ég gekk til þeirra f einkennisbúningi minum og lagði kurteislega til að þeir byrjuðu að vinna. Sólin og hlýjan höfðu komið þeim i gott skap og því létu þeir sér nægja að hlæja að mér. Ég gekk á brott ruglaður og örvæntingarfullur. I hernum hefði ég byrjað á þvf að gefa þeim skipun um að standa á fætur, en ég hafði það á tilfinn- ingunni, að ef ég gerði þpð hér, myndu þeir aðeins standa upp til að reka rýting á milli rifja minna. Það vildi mér til lífs, að meðan ég var að velta fyrir mér hvað ég ætti að taka til bragðs, lauk vakt minni. Annars væri ég ekki til frásagnar í dag. Akimov tók við af mér. Glæpa- mennirnir lágu áfram í sólinni og hann gaf þeim skipun um að standa á fætur og öskraði á þá í annað sinn, er þeir hlýddu honum ekki. Þegar það ekki dugði hótaði hann að kalla á yfirmanninn. Þá spruttu þeir á fætur og eltu hann unz þeim tókst að slá hann niður og berja hann i nýrun með kú- beini þannig að flytja varð hann strax i sjúkrahúsið. Þar með var lokið vaktstjórastörfum hans, kannski fangelsisvist hans og lífi. Ég entist nokkrum dögum lengur í starfinu, en það færði mér aðeins andlegar kvalir og þunglyndi, ekki þá gleði, sgm ég hafði búizt við. Það endaði með þvf að ég faldi mig fyrir undir- mönnum mínum og yfirmönnum. Þetta var ekki fangelsi. Fangelsi er hrein paradís til að hugsa í, þar var gaman að svelta og rífast. Þú skalt bara reyna það hér, 10 ár i svelti, vinnu og þögn. Yfirforingi minn á vinnustað hét Olga Petronova Matronina. Hún var að afplána 8 ára þrælk- unardóm fyrir það eitt að hafa verið gift manni, sem skotinn var i einni af hreinsununum. Þrátt fyrir það var hún ein af þessum óhagganlegu tryggðartröllum, hreinræktaður kommúnisti, sem hélt áfram að þjöna kommúnista- flokknum og það skipti hana engu máli hvort hún gerði það frjáls eða f fangabúðum. Að hennar dómi voru allar handtökurnar, sem Bería fyrirskipaði, rétt- mætar. „Hvaða rétt eigum við á frfdegi?“ Hún lét sig engu skipta þótt ungar stúlkur í flokki hennar væru látnar þræla i 8 klukku- stundir án hvíldar og þegar orð- rómur komst á kreik um að þær ættu að vinna þriðja sunnudaginn í röð hópuðust þær í kringum hana og spurðu örvæntingarfullar hvort þetta væri rétt. Hún hristi höfuðið reiðilega og hvæsti: „Hvaða rétt eigum við á frídegi, þegar byggingarframkvæmdirnar f Moskvu eru að stöðvast vegna skorts á múrsteinum?“ Mér var skipað að tvöfalda leir- framleiðsluna á minni vakt, en mér tókst ekki að auka hana um svo mikið sem einn vagn og Olga skammaði mig eins og hund frammi fyrir öllum án þess að gera sér grein fyrir að það versta sem hægt er að gera einum for- ingja er að niðurlægja hann frammi fyrir undirmönnunum. Ég viðurkenndi getuleysi mitt og ósigur og grátbað hana um að baðmottur baóskápar baóteppi badtjöld J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU setja mig f vinnu við bókhaldið, því að ég væri góður stærðfræð- ingur. Hún leit á mig með fyrirlitn- ingu og sagðist mundu setja hvaða stúlkukind sem væri í bók- haldsstörf, en hana vantaði góða menn við framleiðsluna. Daginn eftir var ég rekinn og Olga gaf mínum yfirmanni fyrirmæli um að láta mig vinna með járnkarl og sýna mér enga linkind og þá fór ég að grafa leir f foringjabúningi mínum, sem ég var svo stoitur af. Ef ég hefði skilið betur lífið innan girðingarinnar hefði ég getað getið mér til um hlutskipti mitt daginn áður. I matsalnum voru tveir afgreiðslugluggar, annar fyrir óbreytta verkamenn, en hinn fyrir sérréttindamenn. Þegar ég hafði verið skipaður vaktstjóri gekk ég að sérréttinda- glugganum og heimtaði minn mat. Matsveinarnir voru tregir til, þvf að ég var ekki á listanum þeirra, en þeir létu mig samt hafa matinn vegna þess að ég var ný- kominn, gekk um í einkennisbún- ingi og bar mig borginmannlega. Skv. þeirra hugsun gat slíkur maður auðveldlega verið orðinn einn af yfirmönnum búðanna eftir viku, því að allt var hugsan- legt þar. Ég fékk þvf minn mat, en daginn sem ég var rekinn vissu matsveinarnir um leið hvað hafði gerzt og skelltu á mig glugganum. Þetta litla dæmi er dæmigert fyrir lífið i Eyjaklasanum. Erfitt líf fyrir konurnar Lífið fyrir konurnar í búðunum var miklu erfiðara en fyrir okkur karlmennina. Allar konur, sem komu, voru berháttaðar til að leita að lús og rakararnir, sem rökuðu hárið undir höndum þeirra og kynfærunum, skoðuðu þær eins og hvern annan varning', en þeir voru meðal sérréttinda- mannanna i búðunum. Þegar skoðuninni lauk voru konurnar leiddar til búðanna og þar lágu þær naktar á bekkjum meðan sér- réttindamennirnir (trúnaðar- mennirnir) komu klæddir ffnum jökkum fullir af sjálfstrausti og gengu milli þeirra til þess að velja sér hjákonu. Þegar þeim leyst vel á einhverja buðu þeir henni að koma í heimsókn til sfn. Trúnaðarmennirnir bjuggu ekki í bröggunum, heldur höfðu eigin kofa með hitaplötu, pönnum og kartöflum til að steikja, sem var óheyrilegur lúxus og fjarlægur draumur hins almenna fanga. I fyrstu heimsókn var konunum boðinn veizlumatur og þeim boðið að gera samanburð á lífi frillu trúnaðarmanns og þrælavinnu hins almenna fanga. Þeir sem voru óþolinmóðir og frekir heimt- uðu kynmök að launum strax eftir að kartöflurnar höfðu verið snæddar, þeir sem höfðu meiri biðlund fylgdu sinum dömum heim og skýrðu fyrir þeim hvað framtíðin gæti borið í skauti sér ef samkomulag tækist. Það var eins gott fyrir konurnar að taka boðinu meðan það var kurteislega fram sett og yfirleitt að fá boð, þvi að það voru ekki allar jafn heppnar. Þær, sem tóku boðinu, fengu létt og þægileg störf við bókhald, i eldhúsinu, saumastofunni eða skrifstofunni og þær fengu gott að borða, góð föt og þrifaleg húsa- kynni til að búa í. Lífið gat næst- um gengið sinn vanagang eins og utan girðingar. Því var það að margar konur létu undan strax, er þær gerðu sér grein fyrir hinum möguleikanum. En svo voru aðrar, sem elskuðu menn utan girðingar og vildu vera þeim trúar og það voru þær sem lentu í þrælkuninni og vesl- uðust upp. Og hvers virði er trú- mennska konulíks? Gegn slíkum rökum var auðvelt fyrir konurnar að velja auk þess sem enginn for- dæmdi annan I búðunum, allir reyndu að lifa. (Næsti kafli fjallar um börnin í Eyjaklasanum). POLAROI D' GÓÐ MYNDAVÉI___ Á GÓÐU VERÐI ■ ■ ■ Um hátíðarnar kemur fjölskyldan saman. Þá er dýrmætt tækifæri til að eignast góða mynd af hópnum. Polaroid-myndavélarnar skila myndunum fullgerðum á augabragði, litmyndum á 60 sekúndum og svart-hvitum á 20 sekúndum. VERÐ FRÁ KR. 4.960.- FAST M.A. HJA: Reykjavlk. Amatör verzlunin Laugaveg 55 Filmur og vélar, Skólavörðustlg 41. Fókus, Lækjargötu 6B Flans Petersen, Bankastræti og Glæsibæ Myndiðjan Ástþór, Hafnarstræti Heildsölubirgðir: Akranes. Bókaverzlun Andrésar Nlelssonar, Borgarnes Kaupfélag Borgfirðinga. Flateyri. Kaupfélag Húnvetninga. Patreksfjörður. Verzlun Laufeyjar. Táknafjörður Bókaverzlun Ólafs Magnússonar isafjörður Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Sauðárkrókur. Bókaverzlun Kr. Blöndal. Siglufjörður Aðalbúðin Verzl. Gests Fanndal. Ólafsfirði Verzlunin Valberg. Akureyri. Filmuhúsið, Hafnarstræti 104 Húsavík Kaupfélag Þingeyinga. Vestmannaeyjar. Verzlunin Kjarni Verzlunin Miðhús. Keflavík. Stapafell Víkurbær. Hafnarfirði. Ljósmynda og gjafavörur, Reykjavlkurveg 64 MYNDIR HF Austurstræti 17 9 70150

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.