Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 45 Hverju stjórna fordómarnir? Flestir bandaríkja- menn hafa nú skilning á hinni miklu félagslegu, sálrænu og fjárhagslegu kúgun svertingja. Mörgum orðum og miklum heilabrotum hef- ur verið eytt til skilgrein- ingar á mismun og skyld- leika kynstofna. Þróun — segja þeir, sem látast réttlátir — verður að vera hægfara. Lífsháttum verður ekki breytt á einni nóttu. Nú er öllum ljóst, þrátt fyrir erfiðleika breyting- anna, að vandamálið hefur aldrei verið flókið. Við beittum svertingja ranglæti og allir vissu að svo var. Sama gildir um konur. Mismunur og skyldleiki kynjanna er flókinn og breytingar erfiðar, en framkoman við konur er ranglát. Það er rangt að láta áhugasamar konur sanna að þær séu tvöfalt hæfari en karlar. Það er rangt að greiða konum lægri laun en körlum fyrir sömu störf, þótt þær láti það viðgang- ast. Það er rangt að útiloka konur frá störfum, sem þær hafa hæfileika til, svo að þær neyðist til að þiggja fyrir lægri laun þau störf, er standa opin. Það er rangt að láta áhugasamar konur greiða sekt þeirra kvenna, sem fást til að vera varavinnuafl. Það er rangt að ákveða að þar sem sumar konur eru illa hæfar til stærð- fræði, sé þessi kona það (fremur en alhæfa slíkt á karla). Það er rangt að krefjast þess að konur vinni fyrir fjölskyldu sína og þjóð, en dragi sig í hlé ef fjölskylda þeirra eða þjóð æskir þess. Það er rangt að neita einstaklingum sem fædd- ir eru kvenkyns, um rétt- inn til að valda fjölskyld- um sínum óþægindum við eftirsókn eftir listum, vísindum, valdi, frama og auði á meðan karlar valda fjölskyldum sínum óþægindum með sókn í þessa hluti og þykir sjálf- sagt. Það er rangt að gera konum upp viðhorf í stað þess að láta þær svara fyrir sig sjálfar. Það er rangt, auk þess að vera sóun og hættu- legt, að ónýta hæfileika. (Born Female Caroline Bird) u Ritarar eru stundum sæmilega launaðir og fyrir kemur, að mjög færir ritarar eru vel launaðir, þar sem þeir veita körlum — sem hafa efni á að greiða fyrir það — einkaþjónustu og vökula aðdáunarfulla athygli eins og eiginkonur Viktoríutímabilsins veittu eigin- mönnum sínum. En uppreisn ,,skrifstofueiginkvenna“ er einnig að breiðast út. Skrýtla, sem birtist í Readers Digest, segir frá ritara, sem hafði tekið eftir tilhneigingu forstjór- ans til að ráða stúlkur í ritarastörf eftir útlitinu og æfa þær síðar í vélritun. Dag nokkurn, þegar hann var að ræða við karlkyns umsækjanda, sem var sérstakt augnayndi, laumaði hún miða á borðið hans: „Ráddu manninn, við kennum honum tæknifræði síðar.“ (Born Female, Caroline Bird) u „Þegar ég fékk stöðu forstjóra Bonwill Teller fyrir- tækisins, skrifuðu blaðamenn um hvernig ég klæddist gráum tweed fötum, sem færu vel við silfurgrátt hár mitt — og hefði ekki misst kvenleikann. Hugsið ykkur fréttamann, sem segði frá karlmanni, sem hefði fengið forstjórastöðu og klæddist vönduðum jakkafötum og hefði ekki tapað karlmannlegu útliti sínu.“ (Mildred Custin) Hvort á ég að segja þér söguna mfna, já, söguna mfna, og lfklega þfna, þú öreiga dóttir, þú alþýðukona? í einstökum dráttum þá hljóðar hún svona: Frá óminnisbernsku var baslað og stritað, hvert basl þetta stefndi, ei spurt var né vitað. Að vetri og sumri, frá vori og hausti f vonleysi drekkt öllu barnslegu trausti. Við sökuðum engan, en sárt var það stundum, við systurnar muninn á kjörunum fundum: þótt bræðurnir ynnu sér fé eða frama, við fengum ei slfkt, þó við þráðum hið sama. Ef okkur var skipað, við áttum að hlýða, en iðnar og feimnar og hógværar bfða, unz kongssonur okkur úr álögum levsti, hver vngismey draumlynd á sögn þessa treysti. En venjur og almenningsálit ef brutum, við aðkast og háðsglott frá nágrönnum hlutum. Með einu var hughreyst, þótt enginn oss skildi, að ókvenlegt skass enginn karlmaður vildi. Og óráðnar draumspár, og ástasvik löngum, varð æfikvöl sumra f lífskjörum þröngum, þau kvenlegu örlög vor, þeim varð ei þokað, ef þar urðum sekar, var hliðunum lokað. Við kotungsson tftt fvrir konungsson hlutum, og kærleika’ í fyrstu og bjartsýnis nutum. En þrá vor um auðsæld og inndæla daga varð öreigans þrotlausa hrakningasaga. Við allflestar höfuðin hljóðlega bevgðum, f hlýðninni og skyldunni takmark vort eygðum. En einstaka þrjózkum og þverlyndum konum var þröngvað með dómi, — svo lutu þær honum. Þvf hugsjón ef áttum og einurð ei skorti, af uppreist það stafaði, heimsku' eða gorti. — Já, hún þyrfti’ að vorkennast, henni skal svfða, hún hljóðnar og vitkast, ef börn hennar lfða! En skemmtilegt er svo, ef skáldin þig finna með skörung og sóp þfnum störfum að sinna; þar grátin þú máske’ ert f glóðina að skara, þvf grátur er einasta Ifkn þinna kjara. Og meðtak þar lofgerð um móðurást blfða, að mest sé að elska og þola og Ifða. Þigg hjartnæma þökk hinna háu og rfku, er hnfgurðu þrotin frá dagsverki slfku. Að drevma og unna, að strita og strfða, að sljófgast, og hljóð hverja skapraun að Ifða, og öllu að fórna um æfinnar daga, er ennþá vor sjálfsagða, fábreytta saga. Ég sagt hef f einlægni söguna mína, já, söguna mfna, og lfklega þfna, en þungbærast er þér þó, alþýðukona, ef æfin, sem dætranna bfður, er svona. Já, viðbragð þvf tökum við stundum og stöndum, og strjúkum burt tárin með skjálfandi höndum, ef greint höfum bjarma af bjartasta degi, svo börn okkar rati þó greiðari vegi. Lát okkur, sem þjónana, f friði þá fara, ef framtíðin stefnir til batnandi kjara. t sögunni okkar þá blað verður brotið, er börn vor fá heilbrigðra Iffsgæða notið. Þó margir enn kými og öxlunum yppti, og ágóða hverjum við háborðin skifti, skal öllum nú leiðbeint, með einbeitni og vilja, vort eðli og kröfur og hlutverk að skilja. Að dreyma og unna, að vaxa og vinna, f vizku og þroska vort kveneðli finna, mun efnið og kjarninn á ókomnum dögum f alþýðukvennanna framtfðarsögum. Málverk: Gesturinn eftir Jón Stefánsson frá 1944. Þú alþýðu- kona INGIBJÖRG Benediktsdóttir, höfundur kvæðisins ,,Þú alþýðukona", var fædd 1 1. ág. 1886 að Bergstöðum í Hallárdal, Húnaþingi. Hún tók gagnfræðapróf á Akur- eyri 1909, var á kennara- námskeiði I Reykjavik 1910 og 1912. Hún kenndi á nokkrum stöðum i Húna- vatnssýslu á fyrsta tug aldar- innar, m a. við Kvenna- skólann á Blönduósi; við barnaskólann í Reykjavík 1913—T8 og barnaskóla Akureyrar 1918 — 22. Ingibjörg var virkur þátt- takandi i U.M.F.Í I.O.G.T. ýmsum kvenfélögum og Kvenréttindafélagi íslands. Hún var aðalritstjóri 40 ára afmælisrits K.R.F.Í. er kom út 1947. Enn fremur ritaði hún fjölda greina i blöð og tímarit, þótti eftirtektarverður ræðumaður og var oft fengin til að flytja erindi á fundum og samkomum. Bókmenntir, þjóðmál og réttindamál kvenna voru henni áhugaefni alla tíð. Ingibjörg gaf út tvær Ijóða- bækur „Frá afdal til aðal- strætis", árið 1 938 og „Horft yfir sjónarsvið", 1946. Árið 1917 giftist Ingibjörg Steinþóri Guðmundssyni, kennara og skólastjóra og áttu þau fjögur börn. Fyrstu þrjú börnin voru fædd á ár- unum 1919 til 1922 og var Ingibjörg þá við fulla kennslu á Akureyri. Hún gekk að störfum fram undir það að börnin fæddust og varð af nokkurt umtal á bænum og hlaut hún jafnvel ámæli fyrir að gæta ekki velsæmis gagn- vart nemendum sínum — að láta þá sjá sig í slíku ásig- komulagi. Hjónin eru bæði skráð í kennaratal og er aðgæta skyldi barnafjölda Ingi- bjargar, varð að fletta upp nafni eiginmanns hennar. Ingibjörg Benediktsdóttir lést í Reykjavik 9. okt. 1 953. BjE. (Heim. m.a. Kennaratal og Æviminningabók Menningar- og minningarsjóðs isl kvenna I., 1 955)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.