Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 4
 útHutno sem ‘Yr &tta *s opp'Ýs’ stör< o< Er sérstakt starf að vera „stúlka ” á skrifstofu? UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragn- arsdóttir og Lilja Ólafsdóttir. 41S kr iSsstofust ulkan ’ ’ Mikilvœgi skrifstofustúlkunar FLEST ÞAU störf sem skrif- stofustúlkan vinnur, eru unnin innan um annað starfsfóik og viðskiptavini fyrirtækisins. Þvf er eðlilegt að fyrirtækið geri ákveðnar kröfur til skrifstofu- stúlkunnar, ekki sfður en til annarra starfsmanna. Til þess að stúlkan standist þær kröfur, þarf hún að hafa góða aðlögun- arhæfileika, sýna góða fram- komu, þekkja starfið sitt og fyr- irtækið, ásamt því að kunna að meðhöndla þær vélar og tæki sem hún notar við starfið. Framkoman: Leyndardómur vel klæddrar konu er fólginn f þvf, að klæðn- aður hennar hæfi aðstæðunum. Skrifstofustúlkan verður að taka tillit til umhverfisins. Á skrifstofunni hæfir hvorki sportklæðnaður skólastúlkunn- ar né fburðarmikill klæðnaður. Skrifstofustúlkan á að vera snyrtilega klædd og gæta þess, að nýjasti tizkufatnaður hæfir P40 tRO H£P KHPP/iRf" LOKSINS — konurnar eru meðl f baráttunni. Gfsli Ástþórsson fær stjörnu frá okkur. ekki alitaf sem vinnufatnaður á skrifstofunni. Falleg hár- greiðsla og hófleg andlitssnyrt- ing prýðir stúlkuna og skapar góða framkomu. Það er svo og mikilvægt að vingjarnlegur viðskiptablær sé yfir samskiptum skrifstofu- stúlkunnar við annað sam- starfsfólk og viðskiptavini fyr- irtækisins. Sagt er, að framkoma skrif- stofustúlkunnar ráði að miklu leyti þeirri mynd, sem aðrir gera sér af yfirmanni hennar, því auðvitað gera menn ráð fyr- ir að skrifstofustúlkan starfi undir leiðsögn hans. Persónulegir árekstrar milli einstaklinga eru oft helzta or- sök uppsagnar eða brottrekstr- ar f fyrirtækjum. Það er þvf höfuðatriði, að skrifstofustúlkan sé samvinnu- þýð, vingjarnlega og kurteis. Að þekkja starfið og fyr- irtækið: Skrifstofustúlkan er oft metin eftir því verki, sem hún skilar og með hvaða hætti hún framkvæmir skyldustörf sfn. Starfið er ávallt trúnaðar- starf f tvennum skilningi. Ann- ars vegar hvað snertir fyrirtæk- ið og einstaka þætti f starfsemi þess og hins vegar gagnvart við- skiptamönnunum, sem eiga kröfu á því að farið sé með málefni þeirra sem trúnaðar- mál milli þeirra og fyrirtækis- ins. Skrifstofustúlkan skal forð- ast, það í starfi sfnu og utan þess, sem er henni til vanvirðu eða álitshnekkis, eða getur varpað rýrð á það starf er hún vinnur við. Grein þessi, sem er örlítið stytt, birtist í starfsmannablaði, sem gefið var út hjá stóru skrif- stofufyrirtæki hér á landi árið 1973. Ekki fer leynt að sá, er þetta ritar, álítur „skrifstofustúlk- una“ sérstakt fyrirbæri sem setja skuli vissar reglur í um- gengni sinni og þjónustu við hina raunverulegu starfsmenn fyrirtækisins. öll framkoma, útlit, klæðnað- ur og starf hennar skal miða að því að gera karlmönnunum á skrifstofunni lífið þægilegt íhöfuðatriði að vera samvinnu- þýð, vingjarnleg og kurteis) og auka hróður þeirra (framkoma hennar ræður þeirri mynd, sem menn gera sér af yfirmanni hennar). Að „stúlka“geti verið yfirmaður hvarflar ekki að greinarhöfundi. Tekið er fram að oft sé „stúlka" metin eftir því verki, sem hún skilar (eftir hverju skyldi starfsmaður ann- ars metinn?) og fullyrt er að hún.fái borgað fyrir að vinna. (Leikur vafi á því?) Hvatning til að auka vinnuaf- köst eru lokaorð greinarhöf- undar. Að sjálfsögðu til að vera „verðmætari“ vinnuveitandan- um, ekki til að skapa sér verð- mæta starfsreynslu, sem er leið raunverulegra starfsmanna til frama. Er mikilla afreka að vænta af kvenkyns starfsmönnum í stétt skrifstofumanna,. þegar þessi viðhorf móta afstöðu vinnuveit- enda og karlkyns starfsfélaga þeirra? L.Ó. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 En kann hún vélritun? Sumar konur gera hlé á störfum vegna barnauppeldis. Margir karlar yfirgefa eitt fyrirtæki fyrir störf hjá öðru — eða stofna sitt eigið. Sumir valda ekki starfinu og verða að hætta. Til eru þeir, sem missa heilsuna eða deyja fyrir aldur fram, enn aðrir verða áfengis- sjúklingar. En stjórnendur fyrirtækja hætta ekki að veita körlum stöðuhækkanir, þótt slfkt komi fyrir. (William H. Miller, aðstoðarsölustjóri American Oil Company) tknf stofu st ú / k a °skast ,"slórlum6nska5t‘frU.n? i"™nn"n,' lfnum nt-i Rlt®r!, .«**>« i"» „9ss<ol«u" sen? sk[,,stotostú!ku. 6skar a» 'sða vé„itonatVonn- 1 nst. tne'Vta' -R"ar' Stöðu- hœkk- anir Endurtekið efni Ýmsir telja það eðlilegt að konur hafi lægra kaup en karlar, vegna þess að þær eru ekki eins stöðugur vinnukraft- ur og þeir. Skýrslur bandarfsku heil- brigðisþjónustunnar um fjar- vistir frá vinnu vegna veikinda, sýna hins vegar að aldur, staða og Iaun hafa meiri áhrif en kyn. Konur virðast oftar veikar en karlar vegna þess að þær vinna illa launuðu, leiðinlegu störfin, sem bjóða heim ,,veikindum“. Ýmsar rannsóknir sýna að karlar f skrifstofustörfum eru raunverulega oftar veikir en konur og reglan er sú, að konur eldri en 45 ára eru sjaldnar veikar en karlmenn á þeirra aldri. Sama er að segja um starfs- aldur. Konur hætta í starfi vegna þess að þær eru bundnar störfum, sem enginn mundi endast f. Vinnuveitendur geta ekki búist við að lengja starfsaldur í þeim störfum með því að ráða karlmenn f stað kvenna. Karl- arnir eru þá á höttunum eftir öðru starfi, alveg eins og kon- urnar leitast við að yfirgefa starfið af fjölskylduástæðum. Skýrslur bandarísku vinnu- málastofnunarinnar sýna, að eðli starfsins hefur miklu meiri áhrif á starfsaldur en kyn starfsmannsins. 66 Framkvæmdastjóri, sem ég þekki, spurði mig fyrir fáum árum, hvort ég gæti útvegað sér ritara. ,,Já, ég held að ég viti um stúlku, sem er að leita að slíku starfi,“ svaraði ég. „Hvernig lítur hún út,“ var fyrsta spurning kunn- ingja míns. L.Ó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.