Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 61 VELMAKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 4— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. % Árlegt blóðbað Rósa B. Blöndals skrifar: „Nú er bágt til bjargar blessuð rjúpan hvíta. J.H. Þessi orð skáldsins má á hverju hausti sanna þegar veiðimenn hefja árlegt rjúpna-blóðbað. Þótti falleg blaðafrétt i haust, er einn skotmaður hafði skotið 40 rjúpur á einum degi? Mjög greindur bóndi sagði við , mig í sumar: „Eg álít, að rjúpna- 1 drápið sé Islendingum til stór- skammar." Theódór Gunnlaugsson lýsti því í fyrra, rétt fyrir jól, hvernig skot- hríðin gengur inni i óbyggðum landsins. Þangað komast menn nú hindrunarlaust á jeppum. Áður urðu menn að fara fótgangandi á þær veiðar langa vegu. Má þar sjá eitt atriði er eykur eyðingarhættu stofnsins. Enda benti Theódór Gunnlaugsson rækilega á það, að rjúpnastofninn sem nú er, gæti alls ekki náð þvi hámarki við næstu endurnýjun rjúpunnar sem stofninn náði 1927 eða 1930. Veiðitækni og möuleikum hefur fleygt fram á þessu sviði eins og öðrum. Ég hef oft heyrt fólk halda því fram, að engin hætta sé á þvi að rjúpnastofninn verði gjöreyddur. Rjúpan fellur hvort sem er, segja menn, og hún endurnýjar sig alltaf aftur. Ég hygg, að rjúpnafallið sé gamla kynsljóðin og endurnýjun- in gangi fljótt, það er að segja endurnýjunin fyrir það sem deyr samkvæmt náttúrulögmálinu. En áreiðanlega endurnýjar rjúpna- stofninn sig ekki eftir þvi hvað skotmenn hafa skotið margar rjúpur á hverju hausti. Endurnýjun rjúpunnar kemur þess vegna rjúpna-blóðbaðinu ekkert við. Bóndi úr Húnavatnssýslu tók i útvarpserindi i sumar eða vor undir með Theódóri, að rjúpna- stofninn væri i alvarlegri gjör- eyðingarhættu. Rjúpnaskyttur! Munið orð séra Sigurðar Norlands um fugla- veiðar: „Mér finnst dauðinn svo alvarlegur, að menn ættu ekki að leika sér að honum,“ — Rjúpna- veiðar eru ekki stundaðar af nauðsyn. Þær eru leikur með dauðann. Rjúpnaskyttur sem kunna sitt verk, skjóta eingöngu ungana frá vorinu. Hér í liggur eyðingar- hættan, eins og með selina og lundann. En óskyggnir menn á fjöllum, sem margir eru, — þeir skjóta jafnt á skepnur og menn. Skothrið var svo mikil í fyrra- haust I nágrenni Laugarvatns að menn, sem voru á skemmtigöngu Ilún sagði að þá væri óhjákvæmi- legt að lögreglan myndi komast í málið og maður skyldi forðast að hafa önnur samskipti við lögreglu en lífsnauðsyn væri á. Þegar ég sá hvað þjónaðurinn vakti gffur- lega athygli fór ég að finna til þakklætis í hennar garð þvl að nú var þetta allt í cinu ekkert fvndið i né skemmtilegt lengur og þetta var 1 sjálfu sér ekki síðri glæpur en morðið sjálft. Og Barböru fannst vfst með réttu að nógu mikið af athygli og umtali bcindist að Sandellsfjölskyldunni til að þetta kæmi nú ekki Ifka til. — Og ferðataskan? spurði Christer. Mártcn brosti til hans, svo að skein í hvftar tennurnar. — Hún tók hana með sér hingað þcgar hún flúði hingað á aðfangadagskvöld. Það var vfst Einar Bure sem helt á töskunni fyrir hana. Tord Ekstedt starði vantrúar- fullur á hann. — Ætlarðu að segja mér að helgigripirnir hafi verið HÉR — hér á prestssetrinu meðan lög- reglan leitaði þeirra dvrum og dyngjum ... Eg verð nú að segja... sneru aftur þegar skotin gengu eins og örvadrifa framundan. Þarna voru menn að heyja orrustu við rjúpuna. Ég skora á kvennasamtökin miklu að láta nú það boð út ganga, að rjúpur verði ekki keyptar í jólamat eða veizlur. Konur, athugið að hver sú kona, sem heldur rjúpnaveizlu hún leggur það fé sem fer til rjúpna- kaupanna til höfuðs þessari islenzku fjallaprýði. leggur fram í stórri rjúpnaveizlu mikið fé handa skotmönnum til ger- eyðingar rjúpnastofninum, og hún situr við hlið þeirrar konu, sem Jónas Hallgrimsson orti um þessa vísu: Plokkar, pils upp brýtur, pott á hlóðir setur, segir happ, þeim hlýtur og horaða rjúpu étur. Rjúpur hafa aldrei verið jóla- matur á íslandi, nema e.t.v. í matarskorti. Það voru danskir einokunarkaupmenn, sem héldu rjúpnaveizlur. Og nú, loksins, hafa Islendingar efni á þessari „snobb" eftiröpun. Húsmæður! Friðið rjúpuna! Rósa B. Itlöndals.“ 0 Kaupum íslenzkt Hildur Þorbjörnsdóttir skrifar á þessa leið: „Velvakandi minn. Mig langar til að biðja þig að koma á framfæri smárabbi sem á þó helzt erindi til húsmæðranna. Ég hefi verið að hugsa um það siðustu- daga hve gaman gæti verið fyrir okkur konurnar að teggjast allar á eitt i sem flestum málum, sem til heilla gætu orðið á þessum siðustu og verstu tímum. Nú er sýnt að hægt var að ná samstöðu á stórum útifundi til að vekja athygli á stöðu konunnar i þjóðfélaginu. I þeim hópi felst ómæld orka, sem verður að virkja til fleiri góðra hluta en að syngja um okkur sjálfar á kvenna- frídaginn. Dagurinn i dag býður upp á ótal möguleika, þar sem við getum þegjandi tekið höndum saman án þess að halda fundi eða hugsa um stjórnmálaskoðanir. Nú þegar jólainnkaupin fara i hönd höfum við gullin tækifæri til að haga innkaupum þannig, að islenzk iðnfyrirtæki fái sem mest af við- skiptunum, sérstaklega ef þetta er gert að umræðuefni i tæka tið. Þegar talað er um innkaup, þá er um svo margt að velja, — næstum of margt — af alls konar innfluttu dóti, að við verðum að taka af- stöðu áður en við förum að heiman, ef við ætlum að standa við fyrirheitið." Síðan bendir Hildur á ýmislegt, sem framleitt er og selt hér á landi af iðnaðarvarningi. Þetta er tímabær hugvekja, og má reyndar segja að hér hafi verið alltof litið af þvi gert að hvetja neytendur til að kaupa fremur islenzka fram- leiðslu að öðru jöfnu. Bréf Hildar endar á þessum orðum: „Við húsmæðurnar getum ráðið miklu um vörukaupin. í gegnum hendur okkar fara miklir fjármunir til verzlananna. Eigum við nú ekki að gera átak svo um munar? Að halda jól með ein- göngu islenzkum jólagjöfum?" HÖGNI HREKKVÍSI Vissir þú að Högni geymir peninga í körfunni sinni? SIG6A V/óGA £ \lLVt9AU Design Classics of Reykjavík 20 Waterside Paza 27 F New York City, N.Y. USA 10010 Tele. 212-532-0627. is á new firm which will specialize in fine qaulity icelandic merchandise. There are 83 sqaure meters of Show Room space. We are wholesalers to American byers. We are also exporters to lceland. I, Gary Overman, have spent much time in lceland and understand the need for export and its untapped potential for increased export. DCR hf., Hraunbæ 126, Rvik. tele. 85556 and 86446. is a new icelandic firm. ★ ★ ★ ★ ★ — er nýtt fyrirtæki, sem aetlar að sérhæfa sig í dreifingu á islenzkri gæðaframleiðslu. Við höfum 83 fm. sýningar- sal. Við önnumst heildsölu í Bandarikjunum. Við önn- umst einnig innflutning til íslands. Ég, Gary Overman, hef eytt löngum tima á íslandi og skil mjög vel þörf fyrir útflutning og nauðsyn þess að auka hann eins og mögulegt er. Nýkomin Top of The Pops með lögunum Feeling og SOS ásamt 10 öðrum vinsælum lögum. Fæst um land allt. HEIMILISTÆKI SF. Sætúni 8 og Hafnarstræti 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.