Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 Gullhöllin sem sveif í loftinu alla þrjá hausana í einu höggi. „Skelfing- ar ósköp ertu hraustur og duglegur", sagði konungsdóttir. Hún var nú glaðari en frá verði sagt, af því að vera laus við tröllkarlinn Ijóta með hausana þrjá. En þessi gleði hennar stóð ekki lengi, því allt í einu mundi hún eftir aumingj- anum henni systur sinni, en henni hafði miklu ægilegri þursi stolið, og var sá með sex höfuðuð. Og hann bjó í gullhöll, þrjú hundruð mílur frá heimsenda. Piltur var hinn roggnasti. Hann sagði að það gerði ekki mikið til, þótt dálítið langt væri þangað, hann gæti sótt bæði systur kon- ungsdótturinnar, sem var í gullhöllinni og höllina sem hún væri í og allt saman. Hann þóttist heldur en ekki kempa aftir að hafa lagt þríhöfðaða þursann að velli. Því næst lagði hann af stað, gyrtur sverðinu góða, settist á bak folaldinu og bað drekana um að bera fyrir sig það sem eftir var af uxa- og grísaskrokkunum. Og þeir urðu bara fegnir að fá að hreyfa sig eitthvað greyin, sem ekki var nein furða, þar sem þeir höfðu sofið í heila öld, svo þá munaði ekki mikið um að halda á naglatunnunum líka. Þegar piltur með hinu fríða föruneyti sínu, hafði farið óralangan veg, sagði folaldið hans einn góðan veðurdag: „Sérðu nokkuð?“ Piltur góndi og rýndi og þegar hann var búinn að gá eins og hann gat, sagðist hann sjá eitthvað sem blikaði eins og stjarna óralangt í burtu. „O, ætli það stækki ekki“, sagði folaldið góða. Þegar enn hafði verið farið langar leið- ir, spurði folaldið aftur: „Sérðu nokkuð núna?“ — „Já, nú sé ég eitthvað, sem blikar á eins og tungl langt í fjarska“. — „Nú, ekki annað“, sagði folaldið, eins og það væri orðið þreytt á því, hvað piltur sá illa, og sá hann þó allra manna best. Enn var ferðinni haldið áfram, langt og lengra en langt, yfir hraun, heiðar og langa fjörusanda, þar sem brimið dundi á flúðunum fyrir framan. Og loksins spurði folaldið enn: „Sérðu nú nokkuð?“ „Já, nú sýnist mér það skína eins og sólin“, sagði piltur. Það var ekki laust við að hann fengi ofbirtu í augun. „Já, þetta er gullhöllin sem við erum á leiðinni til“, sagði folaldið og frýsaði, „en fyrir utan hana liggur ógurlegur ormur. Og sjálf hangir höllin í lausu lofti, svo það er ekki svo auðgert að komast að henni. En ég kann nú ráð við mörgu. Þú skalt bera við og kjarr og hríslur á orminn og svo kveikja í því en milli laga skaltu láta alla naglana, sem þú hefir meðferðis. Mun þetta vel duga“. Þegar þau voru komin nærri orminum hinum mikla, sem auðvitað var steinsof- andi, gaf piltur drekunum nokkra af grísaskrokkunum, sem eftir voru og bað þá svo um að hjálpa sér. Og af því drekarnir vissu, að enn var eftir kjöt og líka af því að þá langaði eitthvað að gera, þá hjálpuðu þeir pilti til þess að bera við og nagla á orminn hinn mikla, sem svo var brenndur til ösku af viði og glóandi nöglum. Þegar það var búið, flugu tveir drekarnir og lyftu höllinni upp því þeir voru sterkir, megið þið vita, en einn losaði hana úr króknum, sem hún hékk á og svo létu þeir hana síga niður á jörðina, hægt og hægt. En af þessu verki urðu þeir allir svo sveittir, að það rann af þeim allur mosinn, sem þeir voru búnir að safna á sig með því að sofa í hundrað ár. Þegar þessi dásamlega höll stóð aftur á jörðu niðri, gekk piltur inn, en hálf- gerður óhugur var samt í honum, þótt hann hefði sverðið góða, svo hann þorði ekki annað en láta þann. drekann, sem var minnst þreyttur, koma á eftir sér svona til vonar og vara. f þessari höll var allt helmingi glæsilegra en í hinni, en ekki sást þar heldur nokkur lifandi maður, ekki fyrr en piltur kom inn í innsta salinn þar lá konungsdóttir á hvílubekk og svaf svo fast, að piltur hélt að hún væri dáin, en hún skipti litum fagurlega. En ekki gat piltur vakið hana, og þegar hann stóð þarna og horfði á hana, kom tröllið þjótandi, en piltur þurfti nú ekki fyrir því að hafa, því drekinn gleypti það með húð og hári. Hann var víst orðinn svangur eftir alla Sniilla! Snúlla! Ég er mjög vandaður f allri framkomu og auk þess get ég komið á óvart á öðrum sviðum. Þú ert alveg dásamleg og hvernig þú steinheldur kjafti meðan ég tala. X Mennirnir eru eins og fisk- arnir, þeir myndu aldrei ienda f neinum erfiðleikum, ef þeir lokuðu munninum á réttum tfma. ég að telja fóik. Sfðasti þátturinn okkar vakti heimsathygli — það slökktu aliír á tækjunum sínum Það er fanginn Snúiii, hann heimtar að fá einhvern inn f seiiuna til sfn til að segja „Guð hjálpi þér,“ þegar hann fær hnerraköstin sfn. X Skipsdrengurinn stóð f brúnni hjá skipstjóranum. Skipstjórinn þurfti að skreppa niður og sagði við drenginn: — Hérna, taktu við stýrinu á meðan ég er f burtu. Ef þú stefnir á þessa stjörnu þarna, er aiit f lagi. Drengurinn tók við stýrinu, en fór brátt af réttri leið, svo að honum virtist stjarnan vera komin rétt aftur fyrir skipið. — Bentu mér á aðra stjörnu, sem ég get stýrt eftir, hrópaði hann til skipstjórans, ég er kominn framhjá þessari. X Klerkur mætti einu af sókn- arbörnum sfnum á förnum vegi. — Kæra frú, sagði hann, mér þótti mjög ieiðinlegt að maður- inn þinn skyidi fara úr kirkju sfðastliðinn sunnudag á meðan á guðsþjónustu stóð. Ég vona að það hafi ekki verið neitt alvar- legt að honum. — Nei, nei, svaraði frúin, það var ekki neitt aivarlegt. Hann er bara fæddur með þeim ósköpum að ganga f svefni. X — Jói, sá var blankur f gær, hann sagðist mundu deyja af þakklæti og hrifningu, ef é" lánaði honum þúsundkali. — Nú, gerðirðu það? — Nei, ég vildi heldur bjarga lffi hans. — Jæja, sonur sæll, sagði faðirinn við son sinn eftir fyrsta dag hans f vinnunni, mundu að þú getur aldrei gert of mikið fyrir góðan húsbónda. — Ég ætla heldur ekki að gera það, svaraði sonurinn. Moröíkirkjugaröinum Mariu Lang Jóhanna Kristjóns dóttir þýddi. 51 konar veðmál að ræða? Eða var þetta aðeins mótmælagerð gegn kirkju og trú? Márten Gustafsson gekk hratt fram og aftur um góifið á meðan hann talaði: — Kannski hvort tveggja, viðurkenndi hann hálf feimnis- lega ert fékk þó ekki varizt brosi. — Ég vildi slá um mig í augum Barböru. Hún var nokkrum árum eldri en ég og kom alltaf fram við mig eins og strákling. Við töl- uðum oft um trúmál og stundum tókst mér að hneyksia hana hressilega með yfiriýsingum mfnum, sem voru í hæsta máta djarfar og ókristiicgar. Eg ntan ekki hvernig þetta barst f tal . .. kirkjusiifrið, hjátrú og heilagir munir ... að minnsta kosti man ég að mér gramdist þegar Barbara sagði við mig að innst inni væri ég hræddur við refsingu guðs: ég myndi til dæmis aldrei hafa kjark í mér til að brjóstast inn f skrúðhúsið og steia helgum munum kirkjunnar. Nú svo glevmdum við þessu sjálfsagt bæði, en á aðfangadag kom ég hingað til að bjóða gleðileg jól og þegar ég kom var Barbara á söng- æfingu í kirkjunni. Ég læddist inn f kirkjuna til að bfða eftir henni. Ég neita því alls ekki að sjálfsagt hef ég í aðra röndína verið dálftið skotinn í henni, ekki sérlega mikið, en þó nóg til þess að það gerði tilveruna hér, sem vægast sagt er heldur litlaus, ögn bærilegri. Jæja, svo kom ég auga á Lundgren sem sat inni í skrúð- húsinu og var f óða önn að fægja silfrið og þá fékk ég allt f einu þessa snjöllu hugmynd að ég ætti hreinlega að stela heila klabbinu. Wijk lögregluforingi hefur þegar iýst því hvernig ég fór að. Ég vafði gripina innan í leðurjakkann minn og svo arkaði ég yfir f Sandellshúsið eins og jólasveinn. Þá held ég að klukkan hafi verið fimm eða kannski fáeinum mínútum betur. Ég hafði hugsað mér að fá Barböru til að koma út undir einhverju yfirskvni en hún var þá ein heima, svo að ég gekk inn f eld- húsið hennar og breiddi úr gripunum á borðið. Það var ólýs- anlegt að horfa á hana næstu sekúndurnar ... hún varð bæði undrandi og hneyksiuð ... svo fór hún allt f einu að skcllihlæja að bíræfninni í mér. Við stóðum þarna og skemmtum okkur vfir þessu í nokkrar mínutur, kannski í kortér eða svo, en þá varð hún allt í einu hrædd um að Arne kæmi askvaðandi og skipaði mér að fara strax. Þar sem ég hef heyrt að menn hafi verið að velta fyrir sér hvort hafi verið kveikt eða siökkt niðrí í búðinni og verzluninni, get ég svo sem sagt frá því nú að þegar ég kom var kveikt niðri en þegar ég fór var búið að slökkva Ijósið... — Það gæti bent til þess, sagði Christer hugsandi — að niorðið hefði verið framið á þeim sömu mínútum og þér voruð í húsinu. Eg býst ckki við það tjói neitt að spyrja vður hvort þér hafið hitt einhvern, þegar þér voruð á leið til hússins eða þaðan aftur? — Ekki aðra en Friedeborg. Mótorinn klikkaði f hjóiinu mínu í svona eins kílómctra fjarlægð frá kirkjunni — þarna á heim- leiðinni og þá kom hún þrammandi og fór að spyrja mig nærgönguiia spurninga og hún fór f (augarnar á mér með þessu masi. — Þetta kemur hcim og saman, sagði Christer — Það hlýtur að hafa tekið hana fimmtán til tuttugu minútur að ganga einn kflómetra og þegar hún kom að verzuninni var kiukkan orðin háif sex. Og á meðan hafði Barbara sem sagt stungið kirkju- siifrinu niður í tösku og ætlaði að flýta sér að skila því aftur á sinn stað. Márten stóð við arininn og virtist aiiur rólegri og f meira hugarjafnvægi en áður. — Já. Hun var ekki jafn hrifin af þessu og ég. Og vitanlega kom mér það ekki á óvart. Henni fannst það ekkert sniðug til- hugsun að bfða og sjá hvernig prestinum og öilu pakkinu yrði við, þegar f ljós kæmi að kirkju- gripirnir allir voru á bak og braut. Enhún var svoóheppin að hún rakst á prestinn og það cnd- aði með því að hún varð að fara með töskuna heim til sfn aftur. Hún var svo áhyggjufull út af því hvað hún ætti að gera við hana, að hún tók vfst ekki einu sinni eftir þvf hvort ljós var kveikt á skrif- stofunni. Loks setti hún töskuna inn f fataskáp og síðan scgist hún hafa farið að hita kaffi. — Og sfðan, sagði Christer — varð uppvíst um morðið og lög- regiumenn á hverju strái. Og hvernig fór hún að því að fela töskuna? — Þegar svo var nú komið, svaraði Márten alvörugefinn — brást Barbara alit öðruvfsi við en ég. Mér fannst eðiilegast að fara til prestsíns og segja honum ailt af iétta og viðurkenna þessi af- glöp, en hún neitaði þvf harðlega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.