Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 14
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 100 ára minning: Anna Guðrún Þorkelsdóttir I dag 7. des. 1975 eru 100 ár liðin frá fæðingu frú Önnu G. Þorkelsdóttur, sem gift var síra Guðmundi Einarssyni prófasti í Ólafsvík og á Mosfelli í Gríms- nesi. Frú Anna var fædd á Mosfelli í Mosfellssveit dóttir prests- hjónanna þar síra Þorkels Bjarna- sonar og Sigríðar Þorkelsdóttur. Þegar Anna var tveggja ára gömul flyzt hún með foreldrum sínum að Reynivöllum í Kjós, því þá fékk faðir hennar veitingu fyrir því prestakalli. Ólst hún því upp á Reynivöllum. Faðir hennar var talinn með fremstu presta- höfðingjum landsins á sinni tíð. Hann var mörg ár alþingismaður, fyrst sem þingmaður fyrir Gull- bringu og Kjósarsýslu en síðar konungkjörinn þingmaður. Hann var búhöldur góður, og beitti sér af alúð fyrir áhuga- og framfara- málum bændastéttarinnar. Hann var líka talinn merkur fræðimaður. Hann skrifaði sagn- fræðirit; og lengi var Islandssaga hans kennslubók í skólum lands- ins. Börn prestshjónanna á Reyni- völlum ólust upp á heimili, þar sem mikill áhugi var á menntun yngri kynslóðarinnar. Á þeim árum, sem frú Anna var að alast upp hugsuðu margir foreldrar minna um að mennta dæturnar en synina, en prests- hjónin á Reynivöllum hugsuðu engu síður um að mennta dæturnar en synina. Þessu til sönnunar nefni ég það að allar dæturnar þrjár voru styrktar til framhaldsnáms, elzta systirin Margrét tók próf frá Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði og síðar frá kennaraskóla í Kaupmanna- höfn. Hún var síðar kennari við Barnaskóla Reykjavíkur i rúm 30 ár. En Anna yngsta dóttirin stund- aði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og einnig í Kaupmannahöfn. Ég mun skýra frá því hvernig frú Anna notaði þessa góðu menntun sína. Hinn 24. ágúst 1908 giftist frú Anna unnusta sínum séra Guðmundi Einarssyni sem þá var nýskipaður sóknarprestur í Nes- firðingaprestakalli í Snæfellsnes- prófastsdæmi. Hann var skipaður 22. júlí og vfgður sóknarprestur 18. ágúst 1908. Strax eftir að þau giftust fluttust þau vestur i Snæfellsnes, og settust að í Ölafs- vík. Þar stofnuðu þau fyrirmynd- arheimili. Þetta sama haust varð frú Anna skólastjóri barnaskólans í Ölafs- vík. Hún var góður skólastjóri. Börnin elskuðu hana og virtu. Við skólastjórnina naut hún aðstoðar eiginmannsins, því hann var kennari við skólann. Frú Anna var skólastjóri barna- skólans í 8 ár, frá 1908 til 1916. Frú Anna hugsaði um fleira en heimili sitt og skólabörnin. Hún gekkst fyrir stofnun kvenfélags Ólafsvíkur og var fyrsti formaður þess, og formannsstarfinu gegndi hún á meðan hún átti heima í Ólafsvík. Aðalmál kvenfélagsins voru kvenréttindamál, líknar- og mannúðarmál. Þau mál voru aðal- mál allra kvenfélaga sem þá voru stofnuð í landinu. Því hefur réttilega verið haldið fram að heimili prestanna hafi um aldaraðir verið sönn mennta- setur. Heimili síra Guðmundar Einarssonar prófasts og konu hans frú Önnu G. Þorkelsdóttur + Þökkúm auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför, HARALDS JÓNSSONAR, Gröf, Breiðuvíkurhreppi. Börn og tengdabörn. + Hugheilar þakkir til allra þeirra mörgu, sem sýndu, okkur hlutteknmgu og heiðruðu minningu hins látna manns, INGIMUNDAR ÞORSTEINSSONAR, kennara, Kársnesbraut 1 1, Kópavogi, Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför móður minnar og dóttur okkar ÁSHILDAR PÉTURSDÓTTUR frá ísafirði. Ásthildur Linda Enika Kristjánsdóttir, Pétur Ingvarsson. + + Frændi okkar. Þökkum vmarhug við andlát og útför VALGEIR MAGNÚSSON, ERLENDAR MAGNÚSSONAR Háteigsvegi 1 7, Kálfstjörn. Reykjavik, Börn, fósturbörn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, þriðjudaginn 9 desember kl 13 30 Rósa Friðjónsdótúr, Þorsteinn Kristinsson. + Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð vegna andláts KRISTJÁNS ÁSGEIRSSONAR, + Alúðar þakkir fyrir auðsynda samúð við andlát og útför VALGERÐAR ÞORVARÐARDÓTTUR Miklubraut 78 skipstjóra. Hornbrekkuvegi 8, Ólafsfirði. GuSmundur Bjarnason, Edda Ingólfsdóttir, Valgarður Bjarnason, Jóna Gunnarsdóttir, Ágústa Kristjánsdóttir. Gunnlaug Kristjánsdóttir, Jónlna Kristjánsdóttir. Haukur Sigurðsson Þorvarður Þorvarðsson, Hjörtur Þorvarðsson, Kristján Þorvarðsson, Jón Þorvarðsson, og Kristján Hauksson. Svanhildur Þorvarðardóttir + Þökkum mnilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÞORGILSAR ÞORGILSSONAR, Innri-Bug Fróðaárhreppi. Johanna Jonsdottir. Guðlaug Þorgilsdóttir, Þorgils Þorgilsson, Jóhann Þorgilsson, Óskar Þorgilsson, Dagmar Guðmundsdóttir, og barnabörn. Steinunn Jóhannsdóttir, Jenný Magnúsdóttir, Ingibjörg Þorgilsson, Bergþór Steinþórsson + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ALEXANDER GUÐJÓNSSON, Borgarholtsbraut 43, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 8 desember kl 1 30 Blóm afbeðin, en þeir er vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Erlendsdóttir, Jórunn Alexandersdóttir, Lorena Rafn Kristvinsson, Hulda Alexandersdóttir, Ingimar Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför INGIBJARGAR BJORNSDÓTTUR Sigríður Þórðardóttir, Magnús Þ. Torfason Þórður Magnússon, Marta Maria Oddsdóttir Torfi Magnússon, Ásgeður 1. Magnúsdóttir Ásgeir Magnússon Þórdis Kristinsdóttir. Bergþór Magnússon, Kolfinna Magnúsdóttir. Magnús Magnússon + Úlför móður okkar GUÐLAUGAR JÓNSDÓTTUR Hléskógum við Vatnsveituveg sem lést 2 desember fer fram frá Dómkírkjunni mánudaginn 8’ desember kl 1 30 eh Sigrún Lárusdóttir Þórunn Guðmundsdóttir, Elín Guðmundsdóttir Óskar Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir. Guðmundur Guðmundsson Þórdls Sigurðardóttir. var ávallt slíkt menntasetur bæði meðan þau voru í Ölafsvík, á Þingvöllum og á Mosfelli í Gríms- nesi. Auk þess að kenna við barnaskólann i Ólafsvík, kenndi síra Guðmundur mörgum piltum undir skóla. Nokkrum piltum kenndi hann alveg undir gagn- fræðapróf. Piltarnir áttu flestir heima á heimili þeirra hjóna yfir vetrarmánuðina. Þó voru nokkrir piltar ávallt með í menntahópn- um, sem heima áttu hjá for- eldrum sínum í Ólafsvík. Öllum þeim piltum sem hjá þeim dvöldu reyndust þau eins og beztu for- eldrar. Enginn getur betur um þetta borið en és undirritaður. Ég átti alveg heima hjá þeim í tvö og hálft ár. Frú Anna var mér, eins öðrum sem bezta móðir. Hún lét sér engu síður annt um það að ég stundaði námið vel, en móður- bróðir minn síra Guðmundur Einarsson. Og þessarar sömu um- hyggju varð ég aðnjótandi, er ég kom aftur til Ólafsvíkur, sem kennari og aðstoðarprestur hans. Traust og einlæg vinátta myndaðist milli frú Önnu og konu minnar. Og því heiðrar kona mín minningu frú Önnu ásamt mér og mörgum öðrum. Ég býst við að margir spyrji hvers vegna þau hjón hafi farið frá Ólafsvík, eftir að hann var orðinn velmetinn prófastur Snæfellinga. Það kom til af því að hann var orðinn þreyttur á sveitarstjórnar- störfum. Hann var oddviti hreppsnefndar mörg síðustu árin í Ólafsvík. Framfaramál sveitar og héraðs lágu honum þungt á hjarta. Margar ferðir í erindum hreppsins fór hann tíl Reykja- víkur, en mætti oft litlum skilningi ráðamanna þings og þjóðar, enda gengu mjög erfiðir timar yfir þjóðina á erfiðleikaár- unum eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Þá var fátækt og bágindi mikil í Ólafsvik og það mæddi á oddvitanum að reyna að hjálpa því fólki er bágast átti. Og þá lagði einnig frú Anna mikið á sig til þess að hjálpa og liðsinna. Hún var þvi einnig þreytt orðin. Þau voru bæði alin upp í sveit, og sveitabúskapur og land- búnaður var þeirra yndi. Þau áttu alltaf nokkrar skepnur meðan þau áttu heima í sjávarþorpi. Og því flytja þau úr þorpi og i sveit. Árið 1923 flytja þau frá Ólafsvík til Þingvalla. Þar áttu þau heima í fimm ár. En árið 1928 var honum veitt Mosfellsprestakall í Grims- nesi og því prestakalli þjónaði hann til dánardægurs 8. febr. 1948. A Mosfelli ráku þau gott bú. Enn var heimilið fyrirmyndar- heimili og menntasetur. Sfðustu 5 árin sem hann lifði var hann einnig prófastur Árnes- inga. Margir áttu erindi heim að Mosfelli. Og stundum voru þar dvalargestir. Þeir, sem þangað komu, veittu athygli trjágarðin- um fagra við húsið. Þar átti frú Anna margt nytsamt handtak. Allt inni og úti bar vott um dugnað og fegurðarsmekk prófastsfrúarinnar. Þeim hjónum síra Guðmundi ' Einarssyni prófasti og frú önnu G. Þorkelsdóttur varð ekki barna auðið. En á meðan þau voru i Ólafsvik, ættleiddu þau ungt sveinbarn þaðan úr kauptúninu. Það var Þorsteinn Guðmundsson síðar rafvirkjameistari á Selfossi. Eftir lát manns síns flutti frú Anna til Reykjavikur og átti heima í 11 ár á Baldursgötu 30. Frú Anna G. Þorkelsdóttir andaðist 18. marz 1959, áttatíu og þriggja ára gömu. Blessuð sé minning hennar. M.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.