Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 63 Jólabækur Helgafells 1975 Aldrei annað eins úrval í stórgjafirnar handa mestu bóka- þjóð veraldar. Aðeins úrvals bækur — Helgafellsbækur „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu"' eftir dr Kristján Eldjárn Snilldarverk um manninn og meistarann, Bóluhjálmar Yfir 40 myndir af hagleiksverkum lista- mannsins. „í túninu heima". Nýtt himinfagurt skáldverk eftir Halldór Laxness. Almannarómur samhljóða ritdómendum: „Besta og fegursta bók Nóbelskáldsins Jólabók ársins „Ljóðasafn Magnúsar Ásgeirs- sonar" tvö stór bindi, yfir 800 blað- slður. Frábær ritgerð um skáldið eftir Kristján Karlsson, bókmenntafræðing. Ekki er of- mælt að Magnús sé einn af höfuðsnillingum íslenskrar tungu, maður sem lifði og þjáðist i miðpúnkti heimsmenningar. „Sagan af Þuríði for- manni og Kambs- ráninu" eftir Brynjólf frá Minnanúpi. Rammíslenskt listaverk, spennartdi leynilögreglusaga Bók unga fólksins. „Timinn og vatnið" Margslungið verk dulmögnuð harmsaga eftir Stein Steinarr. Nú fágurlega myndskreytt af hinum frábæra listamanni, Einari Hákonarsyni. „Maður og kona". Ný viðhafnarútgáfa með fram úrskarandi myndum eftir Gunn- laug Scheving Piltur og stúlka einnig til í viðhafnarútgáfu með glæsilegum myndum eftir Halldór Pétursson. „Una saga danska". Efni að nokkru úr Landnámu, en notað sem efniviður í bráðsnjalla skáldsögu um víkingslund og ástir Höfundurinn er íslenskur bóndi, Þórarinn Helgason í Þykkvabæ i Landbroti. Bók er enn sem fyrr ódýrasta jólagjöfin og samboðin mestu bókaþjóð veraldar Hundruð ódýrra klassiskra verka i Unuhúsi — Helga- felli (Simi 16837) Benedikt Guðmundsson hreppstjóri Staðarbakka Þann 30. nóv. sl. átti sjötugs- afmæli Benedikt Guðmundsson, bóndi á Staðarbakka i Miðfirði. Hann er sonur þeirra merku heiðurshjóna Margrétar Benediktsdóttur og Guðmundar Gislasonar, er þar bjuggu um langt skeið við mikla rausn og vinsældir sinna sveitunga og þeirra mörgu, er þann garð gistu, meðan landpóstar enn héldu uppi ferðum milli Borgarness og Akur- eyrar. Var heimilið rómað fyrir gestrisni og myndarskap, enda kirkjustaður og fyrrum prestsset- ur. Þó eigi væri um mikla skóla- menntun að ræða á unglingsárum Benedikts frekar en þá tíðkaðist yfirleitt f sveitum landsins, voru þroska- og menningarskilyrði góðra heimila slfk, að vart varð betra kosið, enda þá ekki til f málinu orðið kynslóðabil. Þvf nýttist hinum ungu vel áunninn vísdómur hinna eldri, frá kynslóð til kynslóðar, jafnt á sviði and- legra mennta sem verklegrar kunnáttu. Snemma mun Benedikt hafa ákveðið að helga sveitalífinu krafta sína og gerast bóndi, enda er Staðarbakki ákjósanleg bújörð og vel í sveit komið, góð til rækt- unar og hlunnindi nokkur af lax- veiðum í Miðfjarðará. Til að full- nægja sem best hinni fjölbreyttu og merku starfsemi og stöðu bóndans, stundaði Benedikt nám við bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi með lofsamlegum vitnisburði. Að undanteknum námstíma Benedikts á Hvanneyri hefur hann verið þar heima á Staðar- bakka, fyrst í skjóli sinna ágætu foreldra og síðar sem bóndi, ásamt bræðrum sínum Gísla og Magnúsi. A vordögum 1945 kvongaðist Benedikt Asdísi, einkadóttur Guðfinnu og Magnúsar, sem lengi bjuggu á Torfustöðum í Núpsdal, gáfaðri konu og f alla staði hinni ágætustu húsfreyju. Börn þeirra hjóna eru fjögur, vandað fólk og vel gefið, en þau eru: Margrét, gift Ólafi Jóhannssyni, Ingimund- ur, kvongaður Matthildi Sverris- dóttur, Jón, og er hans kona Þor- björg Ólafsdóttir, öll búsett í Reykjavík og yngsti sonurinn Rafn, heitbundinn Ingibjörgu Þórarinsdóttur, enn í föðurgarði og líklegur að taka þar við búi áður langir timar lfða, og er það alltaf gleðiefni landi og lýð, er óðul ganga þannig að erfðum frá einni kynslóð til annarrar. I Auk þess sem þau hjón Asdis og Benedikt hafa um þrjá tugi ára setið jörð sína með miklum myndarskap, stuðlað að gæfu og gengi barna sinna heima og að heiman, hefur á þeim tfma verið f mörg horn að Iíta hvað opinber störf snertir og tekur það jafnan eigi síður til húsfreyjunnar en bóndans, þó hann sé til starfans kosinn eða skipaður. En það ætla ég, að Benedikt hafi gegnt flest- um þeim trúnaðarstörfum sem til falla í hreppsfélagi, þó eigi verði þau öll talin hér, en nefna má hreppsnefnd og þar með talin oddvitastörf um mörg ár, einnig sýslunefnd í Vestur- Húnavatnssýslu og nú Um nokk- urra ára skeið hreppstjóri Ytri- Torfustaðahrepps. öll þessi störf, sem og þau önnur, sem Benedikt hefur verið til kjörinn, hefur hann af hendi leyst af samvisku- semi og allri alúð, enda sfst líkleg- ur til neinna flausturverka eða lítt hugsaðra ákvarðana, hvort heldur verið hefur í opinberum málum eða einkalífi. Á þessum merku timamótum færi ég þeim hjónum og þeirra nánustu mfnar bestu hamingjuóskir og þar undir veit ég að sveitungar okkar taka heilshugar. — Guðmundur Björnsson. Þetta er GRUNDIG Ballade 4, vandaður og glæsi- legur stereo radiófónn á hagstæðu verði. Viðtækið, sem er fullkomið og langdrægt, er með langbylgju, miðbylgju, stuttbylgju og FM. FM bylgjan er gerð fyrir stereo móttöku, en væntanlega hefjast stereo útsendingar útvarps áður en of langt um liður. Plötu- spilarinn, sem er af gerðinni Automatic 60, er auð- vitað stereo líka. Er hann byggður hvort heldur er fyrir einstakar plötur eða 6—7 plötur með sjálf- virkri skiptingu. Stórir, vandaðir „superphon" há- talarar tryggja góðan hljómburð, auk þess, sem úttak er fyrir 2 viðbótarhátalara. I Ballade 4 er einnig hólf, sem nota má fyrir segulbandstæki eða plötugeymslu. — Ballade 4 er i valhnotukassa, og eru utanmál hans þessi: Breidd 133 sm., hæð 76 sm. og dýpt 36 sm. ( fáum orðum sagt, Ballade 4 er fallegt og fullkomið hljómtæki með 3ja ára ábyrgð og kostar aðeins kr. 111.100,00. Við eigum einnig 3 aðrar gerðir GRUNDIG radiófóna. Væri ekki heilla- ráð að koma við og kanna málið nánar? NESCO NESCO HF Letöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.