Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.12.1975, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 1975 46 Jólakaffi Kvenfélagsins „Hringsins", verður að Hótel Borg kl. 3 sunnudaginn 7. desember 1 975. SKYNDIHAPPDRÆTTI JÓLASKREYTINGAR---IÓLAKORT — PLATTAR Allur ágóðinn rennur til Barnaspítala „Hringsins". Giöfin sem ekki gkymist Löngu eftir viðtöku gjafarinnar, þá mun yðar minnst af ánægðum eiganda. Frábær að gerð og lögun, PARKER er sá penni, sem verður notaður og glaðst yfir um árabil og er hugljúf minning um úrvals gjöf um leið og hann er notaður. PARKER pennar eru lofaðir af fagmönnum fyrir hið stílhreina útlit, þekktir heimshornanna á milli fyrir bestu skrifhæfni. Veljið PARKER penna til gjafa (eða eignar). PARKER penni er lífstíðareign. PARKER pennar kosta frá kr. 490.- til kr. 12,945.- PARKER eftirsóttasti permi heims. 0 borg sem kennara og hljóðfæra- stillingarmanns að Laufásvegi 18. Helga er fædd að Hörgsdal á Síðu þann 26. nóv. 1905, hún ólst upp í föðurgarði til fullorðinsára. Fyrsta árið í Hörgsdal, næstu 5 árin á Prestbakkakoti og siðan 9 ár að Hunkubökkum, alltaf í sömu sveit. Árið 1920 fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og var þá Helga 15 ára. 1923 hóf hún nám í Kennara- skólanum og lauk þaðan prófi 1926. Næstu árin var hún við kennslu og ýmis önnur störf eða þar til árið 1933. Þá giftist hún Öla P. Möller frá Þórshöfn, en hann var þá við kennaranám í Reykjavík. Það sama ár fluttust þau til Þórshafnar og settust þar að og tóku til við að fræða unga sem aldna í því byggðarlagi og gegndu því vandasama starfi næstu 26 árin. Óli P. Möller maður Helgu var skólastjóri við barnaskólann á Þórshöfn, og þrátt fyrir húsfreyjustörf á stóru heimili og uppeldi 4 barna sinna, helgaði hún kennslunni allar sín- ar aukastundir og kenndi bæði almenna kennslu og söngkennslu við skólann. Helga var einnig lengi organisti við Sauðanes- kirkju og oft lék hún á orgel við ýmis tækifæri í Þórshöfn og ná- grenni. Heimili Helgu og Óla var mið- stöð allra þeirra er vildu fræðast enda bæði hjónin þátttakendur i flest þvf sem laut að fræðslu og framförum byggðarlagsins. Einnig stunduðu þau búskap og útgerð um langan tíma. Árið 1956 fluttust þau hjónin frá Þórshöfn til Reykjavíkur og keyptu sér íbúð í Karfavogi 19, A fmœliskveðja: Helga Elíasdóttir kennari Helga Eliasdóttir kennari, nú til heimilis að Laufásvegi 18, varð rm Amn Oíí nÁimmKnr Þó að árin séu orðin mörg, er varla hægt að trúa því að svo sé, sem betur fer, því Helga hefur haft við það lán að búa, að hafa góða heilsu og létt skap sem létt hefur henni lífið á armæðu- stundum. Helga er Skaftfellingur að ætt og uppruna, enda minnist hún oft æskuáranna með gleði og dáir heimabyggð sína. Foreldrar Helgu voru sæmdarhjónin Pálína Elíasdóttir og Eiías Bjarnason kennari og bóndi, sem flestir Reykvíkingar kannast vel við, vegna langvarandi dvalar hér i Framhald á bls. 50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.