Morgunblaðið - 14.12.1975, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
® 22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
/^BÍLALEIGAN 7
VfelEYSIRó
CAR Laugavegur 66 ^ o
RENTAL 24460 £
28810 n o
Utvarp og stereo kasettutæki
DATSUN _
7,5 I pr. 100 km
Bílaieigan Miðborg
Car Rental ■, QA 00i
Sendum 1-94-92
FERÐABÍLAR hf
Bilaleiga, simi 81260.
Fólksbilar — stationbilar —
sendibilar — hópferðabilar.
BÍLALEIGA
Car Rental
SENDUM
41660-42902
Gierek endur-
kosinn í Póllandi
Varsjá, 12. des. Reuter.
PÓLSKI kommúnistaflokkurinn
endurkaus í dag leiðtoga sinn Ed-
ward Gierek ti) næstu fimm ára
og rak einn meðlim 1 stjórnmála-
ráðinu sem talinn hafði verið lfk-
iegur eftirmaður Giereks, Fran-
ciszek Szlachcic, fyrrverandi
öryggisráðherra.
Flokksfundurinn sem var hinn
sjöundi kaus fjóra nýja menn í
stjórnmálaráðið. Þykir tiðindum
sæta að enginn þeirra er eldri en
fimmtugur. Hefur forysta pólska
kommúnistaflokksins þá yngsta
meðalaldur f sveit sinni meðal
Austur-Evrópuríkja.
Szlachcic var sviptur öllum
embættum sínum í flokknum og
hreinsun hans sker þar með á
síðustu umtalsverðu tengslin
milli pólsku forystunnar og þjóð-
ernissinnahóps sem sóttist eftir
völdum í kringum 1960. Þjóð-
ernissinnaflokkurinn var stofnað-
ur af vinstrisinnuðum andspyrnu-
hópum meðan hernám nasista
stóð í Póllandi.
Annar maður sem einnig féll f
kosningu til stjórnmálaráðsins
var fyrrverandi fcrsætisráðherra,
Jozef Cyrankiewicz, en hann
hefur staðið af sér allar hreins-
anir frá árinu 1948, sem gerðar
hafa verið í Póllandi. Hann var
ekki á fundinum.
Hrossauppboðið:
Folöld seld á 25
þúsund krónur
EINS OG skýrt var frá í blaðinu
sl. föstudag fór þann dag fram
hrossauppboð í Þórustaðarétt i
Glæsibæjarhreppi. Voru á þessu
uppboði boðin upp 40 ótamin
hross á öllum aldri. Eigandi hross-
anna, sem þarna voru boðin upp,
var gamall bóndi á Þelamörk, sem
óskaði eftir því að hrossin yrðu
boðin upp, þar sem hann hefði
ekki getað aflað heyja. Meðalverð
hrossanna, sem þarna voru seld,
var 30 þúsund krónur en hæst
seldist álitlegur hestur á 65 þús-
und krónur.
Folöld voru slegin á 12—25 þús-
und krónur og f veturgömul
tryppi var boðið allt upp í 30
þúsund krónur.
^ Útvarp Reykjatik , sunnudagur
MORGUNNINN
8.00 Morgunandakt Séra
Pétur Sigurgeirsson, vfgslu-
biskup, flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. Utdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. a.
Sálmaforleikir eftir Johann
Sebastian Bach. Michel
Chapuis leikur á orgel. b.
Sónata nr. 3 f F-dúr fyrii
fiðlu og pfanó eftir Hándei.
Milan Bauer og Michal Karin
leika. c. Konsert í D-dúr (K
314) fyrir flautu og hljóm-
sveit eftir Mozart. Hubert
Barwahser leikur með
Sinfónfuhljómsveit Lund-
úna. Colin Davis stjórnar. d.
Pfanósónata op. 143 1 a-moll
eftir Schuhert. Radu Lupu
leikur.
11.00 Messa 1 Egilsstaða-
kirkju. Prestur: Séra Þor-
valdur Helgason. Organ-
leikari: Jón Ólafur Sigurðs-
son.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
13.25 Um Islenzk ævintýri.
Hallfreður örn Eirfksson
cand. mag. flytur fyrra
hádegiserindi sitt.
14.20 Staldrað við á Raufar-
höfn — þriðji og sfðasti
þáttur þaðan. Jónas Jónasson
litast um og spjallar við fólk.
15.15 Miðdegistónleikar a.
Klarfnettukvartett nr. 2 1 C-
moll op. 4 eftir Bernhard H.
Crussel. Alan Hacker leikur
á klarfnettu, Duncan Druce ð
fiðiu, Simon Rowiand-Jones
á vfólu og Jennifer Ward
Clarke á selló. b.
„Kriesleriana" op. 16 eftir
Robert Schumann. Vladimir
Ashkenasy leikur á pfanó.
16.15 Veðurfregnir. Fréttlr.
16.25 Á bókamarkaðinum
Umsjón: Andrés Björnsson
18.00 Stundin okkar
Fyrst er mynd um Ullu,
sfðan syngja Þrjú ð palli og
Sólskinskórinn um undra-
strðkinn Óia, og sýndur
verður þðttur um Misha.
Baldvin Halldórsson segir
sögu af jóiaundirbúningl
fyrri tfma. Marta og Hinrik
búa til svifbraut. Nemendur
úr Ballettskóla Eddu
Scheving dansa. Loks veróur
kennt, hvernig búa mð til
einfalt jólaskraut.
Umsjónarmenn Hermann
Ragnar Stefðnsson og Sig-
rfður Margrét Gðmundsdðtt-
ir.
Stjórn upptöku Kristfn Pðls-
dóttir.
20.00 Fréttir og veður
20.25 Dagskrð og auglýsingar
20.35 Maður er nefndur
Aron Guðbrandsson
Gfsli Helgason ræðir við
hann um æviferil hans og
Iffsviðhorf.
Upptöku stjðrnaði Sigurður
Sverrlr Pðlsson.
21.40 Valtir veldisstóiar
Breskur leikritaflokkur.
6. þðttur. Erfið byrjun
Rússneskir útlægir sósfal-
demókratar hyggjast halda
þing 1 Bruxelles, en fá ekki
leyfl til þess. Þingið er því
haldið 1 Lundúnum árið
1903.
I þessum þætti er fjallað um
togstreitu leiðtoga sósfal-
demókrata, en hún leiddi til
þess, að samtökin kiofnuðu I
boisévfka og mensévfka.
Þýðandi Óskar Ingimarsson.
22.40 Orgelleikur 1 sjón-
varpssal
Japaninn Yoshiyuki Tao
leikur nokkur iög, fslensk og
eriend.
Stjórn upptöku Tage
Ammendrup.
22.55 Aðkvöldidags
Séra Hreinn Hjartarson
flytur hugvekju.
23.05 Dagskrðrlok
Kynnir: Dóra Ingvadóttir. —
Tónleikar.
17.40 Utvarpssaga barnanna:
„Drengurinn 1 gullbux-
unum“ eftir Max Lundgren.
Olga Guðrún Árnadóttir les
þýðingu sfna (13).
18.00 Stundarkorn með
brezku sópransöngkonunni
Sheilu Armstrong. Tilkvnn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrð
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
KVÖLDIÐ
19.25 Bein Ifna. Umsjónar-
menn. Kári Jónasson og Vil-
helm G. Kristinsson.
20.30 Létt tóniist frá hol-
Ienzka útvarpinu. Hljóm-
sveit undir stjórn Gijsbert
Nieuwland leikur tónlist
eftir Eugen D’Albert, André
Grétry og Franz Lehár.
21.00 „Hvað er 1 pokanum?"
smásaga eftir Ingimar Er-
lend Sigurðsson Höfundur
les.
21.15 Kórsöngur. Háskólakór-
inn syngur fslenzk og erlend
lög. Rut Magnússon stjórnar.
21.40 Grænlenzk nútfmaljóð
Einar Bragi les þýðingar
sfnar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
Heiðar Ástvaldsson dans-
kennari velur lögin og kynn-
ir.
23.25 Fréttir 1 stuttu máli.
Dagskrárlok.
Fjölbreytt barnaefni
í „stundinni” í dag
1 STUNDINNI okkar í
dag virðist vera boðið
upp á fjölbreytt barna-
efni.
Sýnd verður mynd
um telpuna Úllu, Þrjú á
palli og Sólskinskórinn
syngja og Misha bangsi
lætur sig ekki vanta.
Baldvin Halldórsson les
sögu af jólaundirbúningi
frá gamalli tíð. Þá verður
danssýning nemenda
Eddu Scheving og sýnt
verður hvernig búa má
til einfalt jólaskraut.
BREZKA sjónvarpsleikrigið „Myllan" verður sýnt á
mánudags kvöld kl. 22.20 og er það úr leikritaflokkn-
um „Country Matters“ og byggt á smásögu eftir H.E.
Bates. Aðalpersónan er leikin af Rosalind Ayres og
sést hún hér á myndinni ásamt þeim Brendu Bruce og
Ray Smith sem leika Hollandhjónin. Þráður leikritsins
er í meginatriðum sá að stúlkan Alice er væn og hlýðin
í hvívetna og undirgefin foreldrum sínum. Hún er
ráðin til roskinna hjóna og konan sem er sjúklingur
segir Alice að hún verði að lúta vilja húsbóndans í
hvívetna.
PETER Weston sem tíaumar, Lynn Farleigh sem
Krupskaya og Patrick Stewart I hlutverki Lenins í
„Völtum veldisstólum" sem verður i sjónvarpi kl.
21.40 I kvöld og er það 6. þáttur. I þættinum er að
meginhluta fjallað um togstreitu leiðtoga I bolsévikka
og mensévíka.