Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 bjuhmmnn'mgpr I Jneyjar Jt'Juvmfdottur fni Ijtxatnýri Úrvals hangikjöt JOTBUÐIN Laugavegi 78 Hlýog falleg bók Þorfpir Þorneirsson Það ereitthvaðsem enginn veit Það er eitthvað sem cMyinii «cu eftir Þorgeir Þorgeirsson Bernskuminningar Líneyjar Jó- hannesdóttur frá Laxamýri eru fágætlega kvikar og lifandi myndir frá horfinni veröld. Hnit- miðaSar frásagnir og skörp at- hyglisgáfa bregða birtu yfir ó- venjulegt mannlíf á höfuðbólinu Laxamýri í Þingeyjarsýslu og ættmenn Jóhanns Sigurjónsson- ar skálds. Þetta er hlý og falleg bók sem ber vitni um næma skynjun og djúpar tilfinningar. Þorgeir Þorgeirsson hefur farið meistarahöndum um efnivið sinn. Hann hefur þjappað miklu efni saman ( knappan og kjarn- yrtan texta. Honum hefur tekist að halda í frásögninni yfirbragði eðlilegs talmáls en gætt hana um leið þeim eigindum góðs rit- máls sem gera hana markvissa og eftirminnilega. Þorgeir held- ur fuflum trúnaði við málfar Lín- eyjar, sem er sérkennilegt og blæbrigðaríkt og nær oft skáld- legri upphafningu. Þetta er bók sem er allt í senn: þjóSlifslýsing, safn skemmtilegra frásagna, einstakar persónulýs- ingar og meitlaS bókmenntaverk. Nýjar víddir í mannlegri skynjun „NÝJAR víddir á mannlegri skynjun" heitir ný bók sem Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent á markaðinn. Hún er eftir Shafica Karagulla, sem er sér- fræðingur í tauga- og geðsjúk- dómum. Karagulla kynnir í bókinni árangur af átta ára rannsókn- um sínum á sviði æðri skynj- unar (Higher Sense Percepti- on), en hún hefur komizt að því, að hæfileikar til æðri skynjunar eru miklu út- breiddari en almennt hefur verið álitið. Uppgötvanir höf- undar á þessu sviði sýna, að þúsundir manna nota þegar þessa hæfileika á öllum sviðum mannlegs lífs. Á bókarkápu segir, að Kara- gulla leggi fram sannanir, reistar á tilraunuih, sem hljóti að vekja athygli og áhuga. Þar kemur og fram, að hér og þar í bókinni muni lesandinn kynn- ast einhverju af eigin reynslu sinni. Meðal þess sem Shafica Kara- gulla hefur kannað og gert til- raunir með eru fjölmörg af- brigði æðri skynjunar, þ. á m. skyggnigáfu, hugsanaflutning, hlutskyggni og forspá. Shafica Karagulla fæddist í Tyrklandi og hefur hún um langt skeið starfað sem tauga- og geðlæknir i fjórum löndum. Læknisfræðinám stundaði hún f Edinborg, starfaði um skeið í Bretlandi, Kanada og loks í Bandarikjunum. Hún er nú forseti og rann- sóknastjóri Stofnunar til rann- sókna á æðri skynjun (Higher Sense Perception Research Foundation) í Kaiiforníu. ■y■'■'■'■■Ý ■ Kjólar í stórkostlegu úrvali komnir og vœntanlegir fyrir jól. TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a Simi frá skiptiborði 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.