Morgunblaðið - 14.12.1975, Side 12

Morgunblaðið - 14.12.1975, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975 Orina Fallaci talar við Mario Soares Seinni hluti I Portúgal er hættan á valda- ráni hægri manna ógn- vænlegri en borgarastyrjöld... ii. Orina Fallaci: Soares, við skulum snúa okkur aftur að tranum og kinnhestinum og íhuga afleiðingarnar. Verður borgara- styrjöld eður ei? Mario Soares: Ja. Veruleg hætta er á ferðum. Ég hef haldið því fram síðustu sex mánuði, og nú er jafnvel kommúnista- pressan farin að samsinna því. . . Borgara- styrjöld... við reynum af fremsta megni að koma í veg fyrir hana. Ég hef trú á að við megum hafa dálitla von um að það takist. Fallaci: Aðeins dálitla? Soares: Já, . . . dálitla von . . . II y a des chances ... il y a des chances... Fallaci: Þér virðist ekki ýkja sann- færður. Soares: Sjáið þér nú til. Þegar þér áttuð samtöl við mig og Cunhal í maímánuði síðast liðnum, fannst mér við vera á mörk- um þess að fá kommúnistastjórn í Portúgal, eða öllu heldur hernaðareinræði kommúnista. Einræði sem Cunhal og Goncalves myndu skipta með sér og síðan stjórna. Það hneig afar margt í þá átt. Republicamálið var eitt af þeim. Þess vegna sagði ég mig úr stjórninni ásamt öllum fulltrúum Sósíalistaflokksins. Ég var gagnrýndur óspart fyrir að skilja leið- ina eftir opna. Það var íað að því að leiðin væri nú Cunhal opin þar með. En þeir spádómar fóru á allt annan veg. Erfiðleik- ar Cunhals hófust á sömu stundu og sósíalistar hurfu úr rikisstjórn. Til að bæta sér þetta upp var Cunhal neyddur til að sækja eftir samvinnu við Otelo Carvalho yfirmann Copcons. En Otelo sneri baki við honum og Cunhal var skil- inn eftir einn og yfirgefinn ásamt Goncalves og staða þeirra versnaði eins og sfðar kom í ljós og óþarft er að fjölyrða um í smáatriðum. Til að beita nú lfkingu yðar: Irinn liggur á gólfinu. Liggur. En er samt sem áður í þeirri stöðu sem vekur grun- semdir í augum þjóðarinnar og al- menningsálitsins og hann verður að velja í þessari klípu: Ætlar hann að leika leikinn samkvæmt leikreglum lýðræðis eða hrifsa völdin með valdbeitingu. Ég óttast að Cun- hal sé frábitinn því að gangast undir lýðræðisreglur. Það brýtur í bága við hug- myndakerfi hans. Og valdbeiting þýðir aðeins eitt: vopnuð átök, borgarastyrjöld. Við viljum ekki að borgarastyrjöld skelli á. Það vill ekki heldur Melo Antunes og hópur hans, meirihluti MFA. En ef kommúnistar varpa allri gætni fyrir róða og hefja aðgerðir.. . Fallaci: Hvernig maður er Concalves? Soares: Hann er ekki ógeðfelldur. Alls tekki. Hann vekur samhygð vegna þess að hann er ídealisti. Hann er einlægur. Hann trúir á það sem hann gerir, þótt ein- feldningslegt sé. Vissulega er hann maður sem gefst öfgunum á vald en í almennum samskiptum er hann feiminn. I ríkisstjórn lenti ég til dæmis "aldrei í þrætu við hann, hann var alltaf reiðubúinn að leita mála- miðlunar, samkomulags. Hann sýnir að- eins festu, þegar hann er f fjölda, í neyðar- stöðu og með Cunhal sér við hlið. Fallaci: Og hvað um Melo Antunes? Soares: Hann er ekki hermaður. Hann er stjórnmálamaður. I mesta lagi má kalla hann menntaðan hermann. Hann hefur ótvfræða pólitíska hæfni og hann er flest um betur gefinn og hefur sterka siðferðis- kennd. Hann beið ekki fram til 25. apríl með að lýsa andúð á fasismanum. Árið 1969 bauð hann sig fram í kosningum á móti Caetano. Ég hef þekkt hann síðan. Við höfum verið vinir síðan. Og enda þótt ekki sé samvinna milli Sósíalistaflokksins og níu manna hópsins, milli Antunes og mín, viðurkenni ég að áform okkar eru í sama farvegi. Melo Antunes gerir sér fylli- lega grein fyrir því að Sósfalistaflokkur- inn er á hans bandi. Fallaci: Og nýi forsætisráðherrann, Pinheiro de Azevedo aðmíráll? Soares: Mjög hreinn og beinn, mjög opinskár, mjög tilfinningarfkur. Of til- finningaríkur. I Portúgal lýsum við mönn- um eins og honum þannig, að þeir hafi hjartað í munninum. Hann er eiginlega of fús að tjá hug sinn. Hann álítur sig vera sterkan, frá hernaðarlegu sjónarmiði og hann talar svo umbúðalaust. En við eigum eftir að sjá, hvort hann er ekki að blekkja sjálfan sig. Meðal annars vegna þess að þar sem hann er hermaður, finnst honum erfitt að hlýða á aðrar skoðanir en þær sem falla að hans sjónarmiðum. Hug- myndafræðilega séð mætti segja að hann ætti sess á milli Sósfalistaflokksins og Kommúnistaflokksins. Hvað fyrir honum vakir í raun og veru veit ég ekki. Svo að erfitt er að geta sér til um, hvernig mál muni þróast undir stjórn hans. Fallaci: Og Costa Gomes forseti? Soares: Þarna nefnduð þér stóra vanda- málið okkar. Stóra spurningamerkið okkar. Costa Gomes. Hver er staða Costa Gomes? Hver er Costa Gomes í raun og veru? I fyrsta lagi er hann ekki venju- legur hermaður, í hernum var hann verk- fræðingur með hershöfðingjatign. Hann var hækkaður upp í stórfylkishöfðingja í byltingunni. Svo að hann nýtur ekki þess herfylgis sem Goncalves gerði og Carvalho og Antunes. Engu að síður er mark tekið á orðum hans í röðum herforingja. Hann hefur öðlazt mikla manneskjulega reynslu f hernum, hann kann að koma fram við hermenn. Costa Gomes er stærðfræði- menntaður maður: hvaða leik er hann að leika? Við fyrstu sýn virðist sem hann hafi gert ótal tilslakanir gagnvart kommúnistum og hann gerir það enn. Samt sem áður hefur hann alltaf talað aðra tungu en kommúnistarnir og Goncalves. Eina örugga, sem ég vil segja um Costa Gomes, er að hann virðist altek- inn af þeirri hugmynd að vopnaskak verði og hann vill forðast það. Hann gerir allt sem í hans valdi stendur til að forðast það og... Fallaci: En hvað gerið þið til að forðast það? Soares: Það er aðeins um eitt að ræða. Reyna að telja Goncalves og Cunhal hug- hvarf. Ég reyni til dæmis að fá Cunhal til að fallast á að hafa fundi með evrópskum leiðtogum kommúnista og sósfalista. Þér hljótið að skilja að eftir síðustu atburðina í Norður-Portúgal hefur áhugi á samstöðu með kommúnistum f Portúgal styrkzt, sér- staklega í Evrópulöndunum. Vissulega er alþjóðleg samstaða mikilvæg en hún verð- ur umdeilanleg ef hún er byggð á röngum forsendum, röngum upplýsingum. Við verðum að koma evrópskum sósfalistum og kommúnistum í skilning um f hverju portúgalska byltingin felst og hversu djöfulleg og ófyrirleitin hernaðarlist portúgalska kommúnistaflokksins er. Enginn af hinum evrópsku kommúnista flokkunum hefur nokkurn tfma haft í hyggju að steypa ríkisstjórn og koma efna- hag landsins á kaldan klaka og valda algeru öngþveiti í landinu til að koma á einræði kommúnista. Þvert á móti. Italski kommúnistaflokkurinn er talandi dæmi. Þeir telja þar, að aðeins innan ramma þróaðs kapitalísks rikis sé mögulegt að byggja upp lýðræði, er varði veginn í áttina til sósíalisks þjóðfélags. Ekki skal sósíalisma náð með því að eyðileggja það lýðræði sem er við lýði. Við megum ekki og getum ekki fórnað pólitisku lýðræði og frelsi sem eru í sjálfu sér takmörk og hugsjónir sósialismans. Jafnvel þótt um sé að ræða „borgaralegt“ frelsi eins og Cunhal kallar það. Vandamálið er ekki. fræðilegt, nema sfður sé, og hvað Evrópu varðar kemur málið að minnsta kosti þremur öðrum ríkjum við, Italiu, Spáni, Frakklandi, auk Portúgals. Ef kommúnistaflokkum þessara landa tekst að sannfæra Cunhal um nytsemi slfks leiðtogafundar gætu þeir kannski einnig sannfært hann um nauðsyn þess að hafa hemil á sér og kasta sér ekki út í borgara- styrjöld. Fallaci: Soares, eruð þér þá trúaður á að hægt verði að koma í veg fyrir borgara- styrjöld? Soares: Portúgalir eru afar ólikir Spán- verjum. Sáttfúsari, samrýndari og sveigjanlegri. Þeir eru ekki blóðþyrstir. Ef allt þetta hefði gerzt á Spáni væri borgarastyrjöld skollin á. Samt erum við nú engir englar og þess sjást vissulega merki að dregið hafi úr friðarást okkar. ÖIl þessi vopn sem finnast dag hvern. Allar þessar ofbeldisaðgerðir. Og á því stigi sem við erum nú komin á í deilunni við kommúnista... Fallaci: Eruð þér að gefa í skyn að stjórnleysið sé að setja Portúgal á annan endann. Soares: Já. Ég skal nefna yður tvö Framhald á bls. 14 oiIIbvibO oleíO

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.