Morgunblaðið - 14.12.1975, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
Notaðir bílar til sölu
ÁRG. TEG.
'75 Ford Monarc
'75 Ford Escourt
'74 Ford Cougar
'74 Renault R4
'74 Chevrolet Vega
'74 Volkswagen
'74 Saab 95
'74 Mini
ÁRG. TEG.
'74 Ford Bronco —
skipti
'74 Volvo 144
'73 Range Rover —
skipti
'73 Citroen GS station
'72 Peugeot 504 disel
— skipti
ZMormnbJatofo
I Vesturbær
Æg issíða
Nesvegur II
Úthverfi
Laugateigur
Álfheimar frá 43
Langholtsvegur 71 —
i Gnoðarvogur frá 14-
burðarfólk
Austurbær
Miðbær
Ingólfsstræti
Bergstaðarstræti,
Samtún
-108 Laugarnesvegur
-42 84—118
Uppl. í síma 35408
Tegundir jóiatrjáa: . *
DANSKT RAUÐGRENI
ÞÝZkT BLÁGRENI
DANSKUR ÞINUR
Jólatrjánum er ölium pakkað
í þartil gerð nælonnet
ogslæk, BYLIHU, Breiðholti
Það er fótur
fyrir því, að fallegustu
jólatrén séu í ALASKA
JOLATREN
eru
KOMIN!
Sigmundur
Sigtryggsson
Siglufírði
— Minning
F. 24. júlf 1889.
D. 9. desember 1975.
Er ég frétti lát Sigmundar Sig-
tryggssonar fannst mér sem gam-
alkunnugt kennileiti hefði sokkið
í sæ. „Hvannadalabjarg er brunn-
ið“, stendur þar. Sigmund man ég
frá því barnsvitundin tók að
skynja umhverfið. Heimili hans
og fjölskylda voru einn af föstu
punktunum á korti bernsku
minnar og æsku.
Sigmundur Sigtryggsson var
fæddur á Ljótsstöðum á Höfða-
strönd 24. júlí 1889. Foreldrar
hans voru hjónin Jakobína Krist-
ín Friðriksdóttir, bónda á Hofi og
Miklabæ í Óslandshlíð, Níeslson-
ar, faktors á Siglufirði, Nielsens,
og Sigtryggur, lengst bóndi í Gröf
á Höfðaströnd. Sigmundsson,
bónda á Ljótsstöðum og verslun-
arstjóra i Hofsósi, Pálssonar,
hreppstjóra í Viðvík, Jönssonar.
— Sigmundur ólst upp með for-
eldrum sínum, fyrst á Ljótsstöð-
um, síðan á Marbæli í Óslandshlíð
og frá árinu 1898 í Gröf.
Árið 1915 kvæntist Sigmundur
Margréti Erlendsdóttur, verslun-
arstjóra í Grafarósi og Hofsósi,
Pálssonar, bónda á Hofi í Hjalta-
dal, Erlendssonar. Kona Erlends
og móðir Margrétar var Guðbjörg
Stefánsdóttir, bónda á Fjöllum í
Kelduhverfi, Ólafssonar. — Mar-
grét og Sigmundur hófu búskap í
Gröf en fluttust að Hólakoti í
sömu sveit árið 1921. Þar bjuggu
þau til 1932 að þau fluttust til
Siglufjarðar, með skammri við-
dvöl í Hofsósi þó. — I Siglufirði
starfaði Sigmundur lengst af hjá
versluninni Eincó. — Margrét,
kona hans, lést 1959.
Þeim hjónum varð tveggja
barna auðið. Þau voru sr. Erlend-
ur, fyrr sóknarprestur Seyðfirð-
inga og biskupsritari, nú farprest-
ur þjóðkirkjunnar, og Hulda sem
gift var Stefáni, fyrrum bæjar-
stjóra í Siglufirði, og látin er fyrir
nokkrum árum. A heimili þeirra
Margrétar ólust og upp tvær
stúlkur; Kristín Rögnvaldsdótt-
ir, sem giftist Baldri Ólafssyni,
múrara í Siglufirði, og Sigríður
Sigurðardóttir, sem átti Kristján
Kristjánsson, húsasmið í Reykja-
vfk. Eiginmenn fósturdætranna
eru báðir látnir. Hjá þeim átti og
heimili Guðbjörg, móðir Margrét-
ar, mörg siðustu æviár sín.
Mér er tjáð að Sigmundur hafi
verið afar framkvæmdasamur
bóndi, bætt jörð sína með túna-
sléttun og reist íbúðarhús úr
timbri og öll útihús að nýju.
I starfi sfnu f Siglufirði var
hann með afbrigðum trúr og sam-
viskusamur. Tryggð hans við fyr-
irtækið, sem hann vann, og stjórn-
endur þess var með fádæmum. Og
svo var alls staðar þar sem hann
lagði hönd að verki. Hann var
lengi formaður Verslunarmanna-
félags Siglufjarðar og starfaði
jafnan mikið í þágu þess. Félagar
hans sýndu honum verðskuldað
traust og mátu jafnframt fórnfýsi
hans að verðleikum. Þeir kusu
Framhald á bls. 36