Tíminn - 18.05.1965, Síða 3
sem haldin var í Reykholti.
Myndin er frá vélasýni
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965.
TÍMINN
Fjölþætt æskulýðsstarfsemi í
Niýra- og Borgarfjarðarsýslum
EJ-Reykjavík, föstudag.
Æskulýðs- og menningarmála-
nefnd Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
hélt tækniviku í Reykholti dagana
2.—9. maí, og tókst mjög vel.
Skiptist vikan niður í vélanám-
skeið, vélasýningu, keppni í akstri
dráttarvéla og fræðslu um öryggis
mál í sambandi við landbúnaðar-
vólar. Nefndin fyrirhugar ýmiss
konar starfsemi í sumar, m. a.
skemmtanir fyrir unglinga, sumar-
námskcið og leiðbeinendanámskeið
og sumarbúðir að Varmalandi £
samvinnu við fþróttaskóla Höskuld-
ar og Vilhjálms.
Nefndin hélt fund með blaða-
ipönnum í dag og skýrði Vilhjálm-
ur Einarsson, starfsmaður nefnd-
arinnar, þar frá tæknivikunni,
sem tókst mjög vel. Vikan hófst 2.
maí með almennum fundi um ör-
yggisráðstafanir við notkun land-
búnaðarvéla. Voru flutt erindi og
sýndar kvikmyndir um þessi mál.
Vélanámskeiðið sjálft stóð í
fjóra daga. Var þátttakendum,
sem voru 25, skipt niður í fjóra
hópa, og var hver hópur hjá ein-
um af eftirtöldum kennurum:
Kristján Hannesson, sem kenndi
ventlastillingu, Pétur Haraldsson,
sem kenndi um rafbúnað, Ragnar
Halldórsson, sem kenndi um gír-
kassa, kúplingu og hemla, og
Halldór Kristjánsson, sem kenndi
um olíuverkið.
Síðan ræddu fulltriiaf, frá ,, un>-
boðum hinna ýmsu véla hver um
sína tegund, og máttu þátttakend-
ur velja um hvaða vél þeir vildu
fræðast.
A vélasýningunni sýndu 10 fyrir-
tæki dráttarvélar, e.i auk þessj
voru sýnd á sýningunni um 201
tæki í sambandi við dráttavélarn-j
ar. Einnig voru sýndar landbúnað-
arbifreiðir frá 5 innflytjendum.
Að lokum var svo keppni í akstri'
dráttarvéla, og varð Bjarni Guð-
ráðsson, »Ng$i, Reykholtsdal, sigur-
vegari. *; •
Síðasta dag tæknivikunnar var
skýrt frá úrslitum ritgerðarsam-
keppni, sem Samvinnutryggingar
Framhalo a 14 siðu
Vertíð
lokið í
Vogunum
SP—Vogum, miðvikudag.
Vertíð er nú lokið hér og var
Ágúst Guðmundsson II að taka
upp netin í dag. Hefur vertíðin
hér verið sæmileg miðað við það,
sem verið hefur í öðrum verstöð
um við sunnanverðan Faxaflóa.
Héðan hafa gengið tveir þilfars
bátar með þorskanet og einnig
réri héðan ein trilla í rúman mán
uð með net. Gekk henni frekar
illa — fékk rúm 23 tonn.
Ágúst Guðmundsson hætti um
mániaðamótin vegna vélabilunar.
fékk hann tæp. 500 tonn. Ágúst
Guðmundsson II tók upp netin í
dag, og er hann þá búinn að fiska
rúm 800 tonn. Eru sjómenn hér
vel ánægðir með þá útkomu, ef
miðað er við aðra staði. Er vertíð
þá lokið hér.
Verkalýðsfélag Vatnsleysustrand
ar hefur sagt upp kaup- og kjara
samningum við atvinnurekendur
frá 5. júní, og eru samningar laus
ir eftir þann tíma.
Hrognkelsaveiði
góð
GPV—Trékyllisvík föstudag.
Hrognkelsaveiði hefur venð góð
hjá Gjögurbátum, þegar hægt hef
ur verið að leggja netin vegna
ísa. Um íbúa Djúpuvíkui er það
gð segja, að þeir höfðu búið sig
unáir að stunda hrognkelsaveiði,
en þar hefur allt verið lokað af ís
í vetur, og virðist því útlit helzt
vera fyrir að þeir missi
algjörlega af veiðinni í þetta sinn.
RAFREIKNIR Hl
ÖNNUM KAFINN
Karl Kristjánsson
heiðraður á
siöteafmælinu
AK—Rvík. — Fjöldi gesta heim
sótti Karl Kristjánsson, alþingis-
mann á sjötwgsafmæli hans s.l.
mánudag, en þann dag dvaldist
hanin á heimili Kristjáns sonar
síns og konu hans Elísabetar
Blöndal. Þingflokkur Framsóknar
manna heimsótti hann þar og
fleiri þingbræður, og ýmsir fluttu
honum ávörp og kveðjur í lausu
máli og bundnu. Homum bárust og
margar góðar gjafir svo sem frá
bæjarstjórn Húsavíkur, Kaupfélagi
Þingeyinga. Almenna bókafélaginu
og vinniff, frændum og samherj-
um bæði hér í Reykjavík og norð
ur í kjördæmi hans. Honum bár-
ust og heillaskeyti svo hundruðum
skipti og voru sum þeirra snjall
ar Ijóðkveðjur. Börm þeirra Karls
og Pálínu, sem nyrðra búa, komu
og suður í tilefni afmælisins.
EJ-Reykjavík, fimmtudag
Rafeindareiknir Háskóla íslands
hefur verið í notkun síðan í des-
ember s. 1. og hafa ýmsir aðilar
notfært sér hann við lausn rann
sóknarverkefna og annarra hag-
nýtra verkefna. Þó hef'ur starf-
semin þessa fáu mánuði mótazt
mjög af aðalmarkmiði stofnunar-
innar, en það er að innlei*? bé á
landi notkun rafeindareikna, og
hafa fimm námskeið verið hald
in í því skyni að kenna mönnum
notkun reiknisins, og hafa 85
manns sótt þessi námskeið.
Magnús Magnússon, prófessor,
forstöðumaður Reiknistofnunar Há
skólans, skýrði blaðamönnum frá
þessu í dag, og sagði hann, að
meðal þeirra, sem notfært hefðu
sér reikninn væru verkfræðingar
á skrifstofu borgarverkfræðings í
sambandi við úrvinnslu landmæl-
inga og útreikninga vegna lóða
marka, götuhæða vegna lagningu
nýrra gatna og fleira. Starfsmenn
raforkumálaskrifstofunnar hafa
unnið úr landmælinum, segulmæl
ingum og úr jarðsveiflumælingum.
Eínnig hafa verið gerðir útreikn
ingar í sambandi við lögn á raf-
magnslínum, þar sem taka verð-
ur tillit til álags á staura og línur
vegna ísingar, vinda og strenging
ar. Einnig er unnið þar að út-
reíkningum í sambandi við statist
ískar athuganir á vatnsrennsli og
við athuganir á samrekstri orku-
vera. Nýlega hafa verið gerðir all
umfangsmiklir útreikningar fyrir
vegamálastjórnína í sambandi við
lagningu Reykjanesbrautar. Þessir
útreikningar eru það umfangs-
miklir, að þeir mundu taka verk
fræðing tvo til þrjá mánuði með
venjulegum aðferðum, en raf-
eindareiknírinn skilar þessum út
reikningum á einum til tveimur
klukkutímum, þegar búið er að
út'búa þá fyrir hann. Aðrar verk
fræðistofnanir hafa einníg notfært
sér rafeindareikninn, svo sem
Rafmagnsveita Reykjavíkur og
Verkfræðistofa Sigurðar Thorodd
sens. Af öðrum verkefnum má
nefna útreikninga í sambandi víð
almanak Þjóðvinafélagsins. Áður
voru þessir reikningar gerðir í
höndunum, og var þá takmarkað,
hvað hægt var að gera mikið af
þeim. Fram til þessa hefur t. d.
verið reiknuð sólarupprás og sól-
setur fyrir aðeins einn stað á
landinu, nefnilega Reykjavík, en
nú með hjálp rafeindareiknísins
hafa þessir reikningar verið gerð
ir fyrir sex staði á landinu, og
auk þess eru reíknuð út birting
og myrkur. Er ekki vafi á, að nú
j verður mögulegt að gera almanak-
I ið enn fullkomnara en það hefur
verið. Á vegum Eðlisfræðistofn-
j unar Háskólans hafa verið gerðir
útreikningar i sambandi við úr-
vinnslu segulmælinga. Atvinnu-
FramhaJö a 14 slðu
Stúdentablaðið komið
FB—Reykjavík, fimmtudag.
; Stúdentablaðið 1. tbl. 1965, er
j komið út, og eru í því margar
, greinar um starfsemi stúdenta inn
I an Háskólans og hugðarefni
þeirra. Björn Teitsson stud mag.
formaður SHÍ skrifar „Fra Stúd
entaráði “ Þá lagði Stúdentablaðið
spurningar fyrir nokkra háskóla-|
menn um eflingu Háskólabóka-
safnsins, og birtast svörin í blaði
inu. Svarendur eru Björn Sigfús'
son háskólabókavörður, dr. Hreinn
Benediktsson og dr Trausti
Einarsson Prófessor Jóhann
Hannesson skrifar um stúdenta-
presta. viðtal er í blaðinu við
■löku) Jakobsson rithöfund sem
nefnist „í sálufélagi við seli í
Hvammsfirði“ Sver'rir Hólmars-
son stud mag. skrifar um T. S.
Eliot og að 'okum er viðta) við
Kristínu Magnúsdóttur fram
kvæmdastjóra Bóksölu stúdenta.
Á VÍÐAVANGI
Þrjár fyrirsagnir
Það sem landsmenn tóku sér
staklega eftir í ræðum ráðherr
anna í eldhúsumræðunum frá
Alþingi í vikunni sem leið var
afsökunartónninn, þessi
beygjulegi afsökunartónn, rétt
Iætingairviðleitnin. En þar fór
að sjálfsögðu eins og í kvæði
Stcphans G. að „í hverri af-
sökun ásökun var“. Við möi?n
um blöstu mistökin, hrakfarir
stjórnarstefnunnar í enn skýr
ari mynd. Þegar ráðherrarnir
birta ræður sínar á eftir í Morg
unblaðinu er ekki ehiu sinni
hægt að semja á þær fyrirsagn
ir án þess að brosleg öfugmæli
þeirra blasi við öllum. Það er
eins og ráðherrarnir lifi enn
í gömlum en gengnum fyrir-
heitum sínuin. Afsakanir er
auðvitað ekki hægt að setja í
fyrirsögn, og því er þar gripið
til gamalla steiguryrða, en nú
hljóma þau sem skringileg
öfugmæli í hrópandj mótsögn
við það, sem orðið er.
í Mbl. s.I. sunnudag eru t.ð.
birtar þrjár ræður ráðherra, og
fyrirsagnir þeirra allra bregða
upp þessari kómísku öfugmæla
mynd. Fyrirsögnin á ræðu
Bjarna forsætisráðherra er
þessi: „JAFNVÆGI í EFNA-
HAGSMÁLUM VERÐI EKKl
SETT ÚR SKORÐUM '. Hér
hrópar forsætisráðherrann upp
um það, að ekki megi setja úr
skorðum það. sem löngu er
farið allt úr reipum og fokið
út í veður og vind dýrtíðar og
verðbólgu. Hann er eins og mað
ur, sem hrópar út í storminn:
við megum ekki missa þetta
logn.
Önnur ræðan i Mogga á
sunnudag er eftir Gunnar Thor
og líklega lokaræða hans í
íhaldspólitíkinni. Þar er fyrir-
sögnin: SÆKJUM MEÐ EIN-
BEITTUM HUG TIL BETRA
OG RÉTTLÁTARA ÞJÓÐFÉ-
LAGS. Þessi fagurmæli undir
Iokin hljóma skrítilega þegar
menn minnast þess, að há-
stemmdasta loforð íhaldsstjórn
arinnar var einmitt að koma á
réttlæti í skattamálum og
lækka skatta mjög, en skatta-
málin taldj stjónnin eitt mesta
óréttlæti þjóðfélagsins er hún-
kom til valda. Þessj ráðherra
var sérstaklega til þess kjörinn
að koma á skattaréttlætinu.
Allir vita, hvernig það tókst.
Þjóðin hlaut hærri skatta og
meira óréttlæti en nokkru
sinni fyrr — og meira að segja
Gunnar varð að súpa drjúgum
á því seyði eins og nú má sjá.
Fyrirsögnin er því eins og níð-
angurslegt háðsmerki. Allur
ferill þessarai ríkisstjórnar hef
ur verið samfelld sókn tii órétt
lætis í þjóðfélaginu.
Þriðja ræðan er eftir Jóhann
Hafstein dómsmálaráðherra.
Fyrirsögnin ei svona „VILJ-
UM EKKI HELTAST AETUR
ÚR ÞRÓUN NÁGRANNAÞJÓÐ
ANNA“. Væru þessi orð tek
in bókstaflega, eru þau þungur
áfellisdómur vfir ríkisstjóm-
inni, því að „viðreisnin" svo-
nefnda og ráðstafanir hennar
voru einmitt i þvi fólgnar að
kippa íslandi aftur á bak i>r
þeirri þróun, sem hélt launum
og lífskjörum jafnhliða því sem
er i nágrannalöndunum. í tíð
þessarar stjórnar drógumst við
einmitt iangt aftur úr. Það er
heronar mesta afrek.
íhaldssiðgæði
Morgunblaðið segir svo í leið
Framhald á 12 síón