Tíminn - 18.05.1965, Side 8
TÍMINN
ÞRIÐJUDAGUR 18. maí 1965.
Þeir geyma allt það
bezta handa gestunum
Ekki er ýkja langt sí&an sá
maður þótti mikið sigldur og for-
framaður, sem varð svo frægur
að komast til Danmerkur. Nú þyk-
ir það ekki lengur tíðindum sæta,
þótt fólk bregði sér út fyrir land-
steinana, og þau lönd verða sífellt
fleiri, sem íslendingar hafa gist
um lengri eða skemmri tíma.
Flestir fara þó sem ferðamenn og
þjóta skylduræknir á milli helztu
safna og merkustu bygginga og
eyða síðan meginhluta tímans í
að gera umfangsmikil fatainnkaup
fyrir sig og sína.
Hún fór til ísrael og vann á sam-
yrkjubúi.
Ásta Kristinsdóttir heitir ung
kona, sem gert hefur víðreistara
en allflestar jafnöldrur hennar.
Hún nam innanhússarkitektúr í
Kaupmannahöfn, dvaldi ár á
Spáni, vann á samyrkjubúi í ísrael,
bjó nokkra mánuði á Majorka, eitt
ár í Grikklandi og um skeið í
Tyrklandi . Ásta er gift ungu,
ensku ljóðskáldi, Ronald James
Wathen og eiga þau litla dóttur,
Sunnu, sem fædd er í Aþenu.
— Viltu segja mér frá dvöl þinni
á samyrkjubúinu?
— í sumarfríi frá Kaupmannahöfn
hafði ég fengið mikinn áhuga á
að komast á samyrkjubú í ísrael
og varð úr, að ég lagði leið mína
þangað. ísraelar taka útlendinga í
vinnu á búin gegn fæði og húsa-
skjóli, en kaup fá þeir ekkert frek-
ar en ísraelar sjálfir. í þessum
kibbuts voru um fimm hundruð
manns, þar af voru 10—12 útlend-
ingar, en flestir þeirra munu hafa
haft eitthvert Gyðingablóð í æðum.
ísrael er merkilegt eins og það er
í dag, en eftir tuttugu ár verður
það breytt. Miðaldra Gyðingarnir
eru forvitnilegir, þeir hafa mennt-
unina, þekkinguna og reynsluna.
En unga fólkið er alvarlegt og
húmorinn er dauður. Ungir Gyð-|
ingar eru haldnir brennandi föður-j
landsást og það má ekkert gagn-
rýna, hvað þá gera að gamni sínu
við þá, því að þeir skilja það ekki.
Það var ekkert grín að vinna úti
á bananaekrunum í steikjandi hita
frá því klukkan sex á morgnana til
fimm á daginn. En þetta var ævin-
týri samt. Á kvöldin eftir vinnu
var setið úti, kveikt bál og steikt-
ur matur yfir eldi og spjallað sam-
an. Unga fólkið er feimið og erfittj
að tala við það, en auðfundið að
það vill fylgjast með því, sem er
að gerast úti í heiminum. Stundum |
fenguð við líka arabiska gæðinga
á búinu og riðum á kvöldin út í
eyðimörkina að heimsækja Bedú-.
ínana í tjöld þeirra. Þeir eru blá-
fátækir og lítið fer fyrir hreinlæt-
inu, en gestrisni er mikil og hjart-
anleg. Hvergi hef ég bragðað
betra kaffi en þeirra. Fyrstu nótt-|
ina mína þarna hélt ég að meiri
háttar fótboltaleikur væri háður á
næstu grösum. En þetta voru þá
hýenur og hljóðin í þeim eru alveg
eins og æsingaróp í fótboltaleik
Ég held, að samyrkjubúin hafi
þegar lifað sitt fegursta, a. m.
k. með núverandi fyrirkomulagi.
Aftur á móti hafa þeir byrjað
rekstur búa, þar sem allir vinna
saman, en hver maður á sinn litlaj
skika, enda ólíkt meira vit í því. I
Þau bjuggu undir handarjaðri
Robert Graves á Majorka.
— Og hvert var förinni síðan
heitið?
— Seinna fór ég til Majorka. Mað-
urinn minn var kominn þangað á
undan mér. Við bjuggum í báta-
skúr Robert Graves, en hann og
Gömul
ingu.
grísk kona
mottuhnýt-
maðurinn minn
og hafa lengi
eru vel kunnugir
skipzt á bréfum.i
Grikkir elskulegt fólk og gestrisið.
— Og þá er röðin komin að Grikk-
landsverunni?
— Við höfðum á leigu þriggja
herberga íbúð í Aþenu. íbúðinni
fylgdi stór terrasso, og þaðan var
stórkostlegt útsýni yfir Akrópólis.
Mér kom Aþena fyrir sjónir sem
mjög svipuð Reykjavík, allt er
í uppbyggingu því að segja má, að
gamlar byggingar fyrirfinnist þar
engar og ungar ekki alltaf smekk-
legar, þótt framhliðar húsanna,
sem eru úr marmara, bæti mikið
úr skák.
— Hvernig komu Grikkir þér fyr-
ir sjónir?
— Þeir eru elskulegt fólk og gest-
risið. En ég varð fyrir vonbrigðum
þegar ég kom þangað fyrst. Nú
vitum við, að þeir telja sig beina
afkomendur Forn-Grikkja, og því
átti ég von á að sjá fagra og ítur-
vaxna Appollóa á hverju götu-
horni. En því var ekki að heilsa,
þvl að flestir eru Grikkir lág-
vaxnir með flatt nef. Þeir hafa
blandazt Tyrkjum mikið og öðrum
þjóðum, þótt þeir viðurkenni það
ekki.
— Halda Grikkir einhverjum forn-
um siðvenjum? -mu“IÍ
— Já, og helzt þeim, sem eru trú-lfengu gestir aðeins að líta inn og
arlegs eðlis. Grikkir eru trú-1 var síðan boðið í eldhúsið.
hneigðir menn og kirkjuræknir. i Árlega eru húsin hvítkölkuð
Erkibiskupinn situr í Konstantín-
ópel og þeirra stóri draumur er
að vinna borgina. Þegar sú stund
rennur upp, að kóngurinn hefur
unum niður. Annar siður er sá,
að fyrsta dag hvers mánaðar.komu
alltaf gamlar konur til að óska
til hamingju með mánuðinn og á-
vöxt hans, í júlí er það melónan,
í ágúst vínberin og svo fnamvegis.
Sem merki um gestrisni Grikkja
get ég sagt frá því, að þegar við
sátum kannski á litíu veitingahúsi
í ókunnugu þorpi, var allt í einu
komið vín og matur á borðið, og
var þá einhver viðstaddur, sem
vildi sýna vinsemd sína með þess-
um gjöfum. Þegar við komum í
ný þorp var okkur alltaf tekið
fagnandi höndum, nokkrir hópar
bitust um hylli gestanna og sá,
sem hlutskarpastur varð, tók okk-
ur upp á sína arma og vildi allt
fyrir okkur gera. Grikkir lifa fyrir
sinn ákveðna hóp, og einkalíf er
varla til. Ef veikindi ber að hönd-
um í fjölskyldu, koma samstundis
allir meðlimirnir á vettvang og
raða sér í kringum sjúkrabeðinn,
og finnst hinum sjúka, sem sér
fari þá ögn að létta.
Grikkir halda húsum sínum hvítur.
— Hvernig eru grísku heimilin?
— Öll heimili hafa fína stáss-
stofu með þungum húsgögnum, út-
^Hn^uiSum.. pjúöum og .glerskápum
■
við köttinn,
kostinn.
Tyrklandl.
og tókum við síðari
Þeir geyma allt það bezta
handa gestunum.
— Þið ferðuðuzt
landið?
væntanlega um
— Já. Þótt við hefðum búsetu í
Aþenu, fórum við bæði til Norður-
Grikklands og Krítar. f litlu þorp-
unum á Krít — og annars staðar í
Grikklandi — er mest stunduð
einhliða ræktun. í einu ' þorpinu
með gersemum fjöfskyldunnar, ogívoru ýæktaðar ólívur, í öðru tóm-
atar, appelsínur í hinu þriðja og
í því fjórða var næstum ekkert að
fá, ekki einu sinni brauð. Banda-
ríkin eru með matarhjálp tii eins
innan sem utan og mikið kapp er
lagt á að halda þeim hvítum. Á
hverjum morgni er hafizt handa
að kalka, ef einhvers staðar hefur
Graves hefur marglita hirð íkring-‘sex tær, vinna þeir borgina aftur.; komið blettur. Grikkir eru miklir
um sig, þar í eru fráskildar ame-l Fyrir áhrif kirkjunnar má segja; blómadýrkendur og nota blóm til
rískar konur, grískur myndhöggv-iað þeir standi nær býsantiskum | skreytinga, hvort sem er á heim
ari og ind’verskur töframaður. I tímum en klassiskum. Gestir eru
Mér fannst Graves ákaflega tauga
veiklaður maður. Hann gat aldrei
setið kyrr, þegar hann talaði við
fólk, heldur gekk fram og aftur í
skrifað nema hafa margmenni í
kringum sig, þá fyrst gat hann ein-
beitt sé. Hann býr í litlu þorpi á
Norður-Majorka, þar sem ferða-
menn eru tiltölulega fáséðir.
heilagir og fer móttaka fram eftir
héraðsins á Krít. Þeir senda þang-
að helztu nauðsynjar, og þeim er
úthlutað milli hinna þurfandi, sem
geyma vörur þessar vandlega
þangað til gesti ber að garði.
ilum, veitingahúsum eða úti við. Salatskyr með hvítlauk
Húsmóðir okkar í Aþenu átti heil ] °® agúrkum.
föstum reglum. Komi maður ájósköp af blómum og þar eð húnj
grískt heimili, hefst athöfnin meðjvar barnlaus, urðu blómin börninj Hvermg er grískur matur?
því að húsráðandi kemur með| hennar og nutu umhyggju í sam-l_ Hann er ekki ósvi ður tyrk.
bakka mn, og er a honum skaljræmi við það. Fyrst þegar viðineskum Allt offia -
kringum mann. Aldrei gat hann með dísætri köku, líkjör og vatns-' komum, höfðum við kött, en hennijjjest er um grænmeti baunarétti
glas. Fyrst snæðir gesturinn kök-: til sárrar raunar gerði hann ekki jsalöt, steiktar sardíntir° makkar-
una, drekkur því næst líkjörinn|annag en iella bl5min hennar umióní, makríl og kolkrabba. Almenn-
og loks vatnið. Meðan þessu fer ^ og . ^ ag,ingur borðar bara kjöt á sunnu.
fram, bíður húsráðandi fyrir fram
an mann, og því verður gesturinn
að vera snöggur að renna góðgerð-
velja á milli, hvort við vildum
dögum. Konur eiga yfirleitt ekki
Tyrkneskar konur í „saumaklúbb".
, 'bakarofna, og þegar þær þurfa að
flytja ur husinu ellegar losa okkurjsteikja kjöt eða baka brauð, er
farið með þetta til næsta bakara.
Mjög vinsæll réttur er eins konar
salat, sem er mjög svipað skyrinu
okkar og blandað með hvítlauk og
agjúrku. Þetta er borðað með
brauði, og er mjög gómsætt.
— Hvernig gekk þér að kaupa í
matinn?
— Venjulega fórum við tvisvar í
viku niður í borgina á Stóra mark-
aðinn, sem var ódýr, og þar var
hægt að fá allt milli himins og
jarðar nema rúgbrauð, og þess
j saknaði ég mest. — Ég lærði
ekki mikið í grísku, en nóg
j til þess að ég gat rifizt við
| hvern einasta slátrara, því að þeir
hafa þann hátt á, að viðskiptavin-
1 ur verður að gjöra svo vel og taka
þann bita, sem næstur er á kjöt-
skrokknum, hvað sem hann ætlar
að matbúa Vin er miklu ódýrara
en mjólk — ekki kemst það þó
neinn samjöfnuð við góð, frönsk
vín, en veldrekkandi, þ.á.m. er
Retsina, sem er hvítvín blandað
trjákvoðu, afar beizkt. Sú saga er
(sögð, að Tyrkir hafi blandað trjá-
bvoðunni í vínið til að angra