Morgunblaðið - 14.12.1975, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1975
1. stig: 2. stig: 3. stig: 4. stig:
um 30% minna níkótín um 60% minna níkótín um 70% minna níkótín um 80% minna níkótín
og tjara og tjara. og tjara. og tjara.
Hvernig hætta má reykingum
á 4 sinnum tveimur vikum.
Á meðan þú reykir áfram í nokkurn
tima eftirlætis sigarettu þína
verður þú jafnframt óháðari reyk-
ingum. Án neikvæðra aukaverkana
og án þess að bæta við líkams-
þyngd.
Frá Bandaríkjunum kemur nú ný
aðferð, þróuð af læknum í
Kaliforníu, fyrir alla þá, sem hafa
reynt árangurslaust að hætta reyk-
ingum eða fyrir þá sem vildu gjarn-
an hætta en óttast aukaverkanir.
Þessi aðferð hefur verið nefnd:
MD4 stoþ smoking method.
Eðlilegt reykbindindi — á meðan
þér reykið.
MD4 Method er byggt uþþ á 4
mismunandi síum, og er hver þeirra
notuð í 14 daga. Áhrif þeirra koma
fram við stigminnkandi níkótín- og
tjörumagn í reyknum. Þannig verð-
ur ,,Níkótín hungur" þitt, smám
saman minna — án aukaverkana
—, þar til þú einfaldlega hættir að
reykja.
1. stig: Innihald skaðlegra efna í
sígarettunni minnkar um 30% án
þess að bragðiö breytist.
2. stig: Tjara og níkótfn hefur nú
minnkað um 60%. Eftir nokkra
daga kemur árangurinn í Ijós, minni
þreyta og minni hósti.
3. stig: Fjöldi þeirra sígaretta, sem
þú hefur reykt, hefur minnkað tals-
vert, án þess að þú verðir var við
það. Þörf líkamans fyrir níkótíni
hefur dofnað.
4. stig: Jafnvel þótt þú reykir 10
sígarettur á dag, þá er innihald
skaðlegra efna samsvarandi 2 síga-
rettum án MD4.
Nú getur það tekist.
Ef þú ert nú tilbúin að hætta reyk-
ingum, þá er líkaminn einnig undir
það búinn.
Fæst einungis í lyfjaverzlunum.
MD4
nti smoking method
Þér verður
hlýtt tíl hans
Þurrkarinn frá ENGLISH ELECTRIC I
er ómissandi i islenskri veöráttu.
Tvær hitastillingar.
5 kg. afköst.
Einfaldur öryggisbúnaður.
Útblástursbarki einnig fáanlegur.
Yfir 20 ára reynsla hérlendis.
Varahluta- og viðgeröarþjónusta frá eigin verkstæöi.
Laugavegi 178 Sími 38000
— Minning
Sigmundur
Framhald af bls. 32
hann heiðursfélaga stéttarfélags
síns. Sigmundur starfaði einnig í
Sjálfstæðisfélagi Siglufjarðar og
Skagfirðingafélaginu í Siglufirði.
Sigmundur Sigtryggsson ólst
upp í fögru héraði og björtu. Sjón-
deildarhringurinn var víður og
fagur: Búsældarlegar byggðir,
blár f jörður og breiður, Tindastól,
Drangey, Þórðarhöfði. Á sumrum
brann sól á gluggum um lágnætti.
Það var líka heiðríkja og birta
yfir fólkinu í átthögum hans á
fyrstu áratugum aldarinnar.
Söngur og gleði voru förunautar
þess. Og alla ævi var Sigmundur
sannur Skagfirðingur. Hann naut
þess að syngja, var gæddur hrein-
fagurri bassarödd. Þeirrar raddar
naút Siglufjarðarkrikja um
langt árabil. Mágur hans og vin-
ur, Páll Erlendsson, leiddi þar
lengi sönginn af fágaðri smekk-
vísi. í þeirri kirkju mun hann
kvaddur á morgun.
Það var gott að vera barn I
Siglufirði á þeim árum er Islands-
bersar og fátækir námsmenn og
tónlistarmenn áttu gengi sitt und-
ir silfurfiskinum einum. Andblær
tfmanna var ferskur og lognmolla
víðs fjarri. Margt var á verð og
flugi, sumt á hverfanda hveli. En
vissir hlutir og ákveðnir menn
stóðu óhagganlegir og rótfastir í
straumröst mikilla breytinga.
Einn þeirra manna var Sigmund-
ur Sigtryggsson sem stundum var
nefndur Sigmundur í Gröf eða
Sigmundur I Eincó. Á sumrin
varð bærinn okkar við lygnan
fjörðinn heimsborgaralegur á
svipinn. Og Sigmundur stóð f
versluninni við Tjarnargötuna á
móti Hvíta húsinu og afgreiddi
málningu (eða mál á norðlensku)
með spaugsyrði á vör.
Á veturna var bærinn eins og
afskekkt Alpaþorp, kyrrðin og
friðurinn gat minnt á jólakort. Og
Sigmundur stóð í Eincó og lét
mönnum f té gamanyrði ásamt
nöglum og verkfærum.
Og þó man ég hann ekki best í
búðinni heldur heima. Þar naut
hann sfn jafnvel enn betur en í
önn dagsins. Þar var jafnan margt
um manninn. Ég kom þar dögum
oftar meira en áratug og aldrei
man ég þar fámennt borðhald eða
dauflegt. Auk barna og fóstur-
barna flykktust þangað frændur
og vinir, skólafólk í sumarvinnu
eða jólaleyfi, enda ætíð að góðu að
hverfa: Margrét mildin og ástúðin
persónugerð og Sigmundur glað-
værðin og fjörið og fyndnin. Og
bæði voru þau gædd óvenjulegum
sálargáfum, yljuðum þeirri mann-
ást sem byggir á einlægri og
fölskvalausri trú. Þess vegna var
heimili þeirra hlý vin f vetrar-
kulda og kyrrlátt skjól f sumar-
önnum.
Sigmundur Sigtryggsson var
manna skemmtilegastur. Hress
var hann jafnan og kátur. Hann
var flestum hnyttnari. Tilsvör
hans sum urðu landfleyg og hafa
jafnvel komist á bækur. En skop-
vísi hans var aldrei blandin ill-
kvittni eða kaldhæðni. Fyndni
hans var , græskulaus. Lífsfjör
hans brann hlýjum loga en gneist-
aði ekki köldum eldi. Þess vegna
var gott að vera samvistum við
hann — og gaman.
Síðustu æviárin vissi Sigmund-
ur fátt um hvað gerðist hér í
heimi. Ævin var orðin löng, spor-
in mörg, nánustu ástvinir hans
sumir horfnir sjónum manna. Því
varð hvíldin honum að lfkindum
kær. Það vitum við vinir hans og
kveðjum hann í glaðri von og trú.
En engu að sfður býr söknuður í
huga. Hinir gömlu, góðu dagar,
sem hann átti svo ríkan þátt í að
gæða lífi og lit, hafa færst enn
fjær við lát hans.
„Og andlitin sem þér ætíð fannst
að ekkert þokaði úr skorðum
— hin sömu jafn langt og lengst
þú manst —
ei ljóma nú við þér sem forðum."
(Þ.Vald.)
Þakkir fylgja honum fyrir það
sem hann „var og vann“. Blessuð
sé minning hins mæta drengs.
Bœkur sem
vekja
persónuleiki
skólabarnsins
Páll Skúlason
hugsun
og
veruleiki í
Persónuleiki skólabarnsins
I útgáfu dr. Matthiasar Jónassonar
12 sérfræðingar skrifa um þróun persónUleika barna og unglinga. Ómiss-
andi öllum foreldrum, kennurum, kennaranemum og fóstrum.
Hugsun og veruleiki
eftir Pál Skúlason prófessor
Alþýðlegt heimspekirit sem fjallar um ýmsar ráðgátur mannlifsins sem
á flesta leita. Bókin er skrifuð á aðgengilegan og einfaldan hátt án þess
að slakað sé á kröfum um fræðilega nákvæmni.
Ólafur Haukur Árnason.