Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.1975, Síða 1
40 SIÐUR OG LESBOK 294. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dómsmálaráðherra Spánar: Boðar hægar breytingar Madrid, 22. des. — Reuter. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Spán- ar, Antonio Guarrigues, sagði f dag að umbætur á stjórnarfari Spánar eftir dauða Francos yrðu að vera hægar. Sagði hann á fundi með nýju starfsfólki ráðuneytis sfns að breytingin frá persónu- legri stjórn hans hlyti að vera erfið, og sagði að frumskilvrði fyrir þvf að hún heppnaðist væri að hægt yrði að sætta og sameina þjóðina. Guarrigues er einn hinna frjáls- lyndu ráðherra, sem nýlega tóku sæti í ríkisstjórninni, en gagnrýni á Juan Carlos konung, frá öflum, sem hraða vilja þróun stjórnar- fars i lýðræðisátt hefur vaxið mjög að undanförnu. Til dæmis sagði Felipe Gonzalez, sem er formaður hins bannfærða flokks Sósíalískra verkamanna, á blaða- mannafundi í dag, að fram til þessa hefði stjórnin ekki komið öðru f framkvæmd en að lýsa yfir vilja sfnum til að auka lýðræði. Benti hann á að stjórnin hefði ekki se.tt fram skýra stefnu né tímaáætlun, en það væri það sem fólk biði eftir. Gonzales er ný- kominn úr Evrópuferð, þar sem hann ræddi meðal annars við Willy Brandt, fyrrverandi kansl- ara Vestur-Þýzkalands, og sænsku stjórnina. Eyðileggingarseggir brutu í dag rúður og blómsturpotta í skrif- stofum frjálslynda vikuritsins Guardians og er álitið að hægri- sinnar hafi verið þar á ferð. Þá hefur hópur stjórnmála- manna, þar á meðal kristilegir demókratar og sósíalistar, sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem þeir fordæma morð hægri öfgamanna á vinstrisinnuðum andófsmanni í síðustu viku. Var hann skotinn, þegar fram fór ganga til stuðnings kröfum um algera náðun pólitískra fanga. Um 500 borgarstarfsmenn tóku sér stöðu fyrir framan ráðhúsið í Madrid, til að mótmæla launa- Framhald á bls. 27 OE-LDB Símamynd AP Særður hermdarverkamaður borinn um borð f DC-9 flugvél Austrian Airlines, áður en hún lagði af stað til Algeirsborgar með 6 hermdarverkamenn og 41 gfsl innanborðs. Olíuráðherrar enn í gíslingu: Skila skæruliðar gíslunum einum af öðrum til síns heima Isabella Peron Buenos Aires, 22. desember — AP. NTB. YFIRSTJÓRN flughers Argentínu tilkynnti á mánudag að hægrisinnaðir uppreisnarmenn úr flug- hernum hefðu gefið upp byltingartilraun sína gegn Isabellu Peron, forseta landsins, en þeir hófu hana fyrir 4 dögum. Engin formleg yfirlýsing hefur komið frá leiðtogum uppreisn- arinnar, en óbreyttir stuðnings- menn hennar sögðu fréttamönn- um að samkomulag hefði verið gert við yfirvöld. Vegatálmanir hafa verið fluttar frá vegum, þar á meðal til flugvallar höfuðborg- arinnar. I fáorðri tilkynningu flug- hersins sagði að uppreisnarmenn- irnir yrðu gerðir ábyrgir gagnvart yfirmönnum sínum þar. I kvöld var svo skýrt frá þvf að leiðtogi uppreisnarmannanna, Vfn, Algerisborg, 22. desember — Reuter FLUGVÉL austurrfska flugfé- lagsins Austrian Airlines, með sex skæruliða og gfsla þeirra inn- anborðs, þar á meðal ráðherra nokkurra aðildarrfkja OPEC sam- taka olfuframleiðslurfkja, lenti f Tripoli f kvöld, eftir flug frá Al- geirsborg, að sögn starfsmanns flHgfélagsins. Orlando Jesu Capellini, hefði verið tekinn í vörslu herlögreglu f Buenos Aires og að búist væri við því að hann yrði settur i her- fangelsi. Sá sem skýrði frá þessu er Orlando Agosti, foringi f flug- hernum, sem tók stjórn hans í sínar hendur skömmu eftir að uppreisnin hófst með því að láta handtaka fyrrverandi yfirmann sinn Hector Fautario. Agosti sagði að svo gæti farið að allir yfirmenn, sem þátt tóku i uppreisnartilrauninni, sem kost- aði engin mannslíf, yrðu leiddir fyrir herrétt. Hann skýrði einnig frá því að innanlandsflug hæfist innan skamms frá flugvellinum i Buenos Aires, en það var annað tveggja vfgja uppreisnarmann- anna. Þó að það sé almennt álit yfir- manna argentínsku herjanna að frú Peron eigi að hætta sem for- seti, naut uppreisnartilraunin ekki stuðnings flestra þeirra, þar sem þeir munu ekki álita byltingu Flugvélin fór frá Algeirsborg sfðdegis á mánudag með gfslana og skæruliðana, sem styðja mál- stað Palestfnu-Araba. Er álitið að ferðinni sé heitið til allt að sjö arabiskra höfuðborga. Meðal gfsl- anna, sem teknir voru þegar skæruliðarnir réðust inn f aðal- stöðvar OPEC f Vfn, eru olfumála- ráðherrar sjö Mið-Austurlanda. Eftir að flugvélin, sem er af heppilegustu aðferðina til að losna við hana. gerðinni DC-9, fór frá Algeirs- borg, skýrðu áreiðanlegar heim- ildir frá þvf áliti sínu að skæru- liðarnir ætluðu að fljúga til hinna ýmsu landa til að sleppa gfslunum, einum af öðrum. Ef það reynist rétt kemur flugvélin við í Lfbýu, Irak, Iran, Saudi- Arabfu, Kuwait, Quatar og Ara- bfsku furstadæmunum við Persa- flóa. Utanríkisráðherra Alsír Abdel Bouteflikaf sem hitti leiðtoga skæruliðana, neitaði að segja fréttamönnum hver væri áfanga- staður flugvélarinnar. En hann sagði að í þeim löndum, sem flug- vélin færi til, væri búist við skæruliðunum og gislum þeirra. Talið er að gíslarnir séu 16 eða 17 og meðal þeirra eru olíumála- ráðherra Saudi-Arabiu Ahmed Zaki Yamani fursti innanrfkisráð- herra Irans, Jasmihd Amouzegar og orkumálaráðherra Alsír, Belaid Abdessalen. Þeim síðast- nefnda var sleppt þegar flugvélin kom til Algeirsborgar frá Vín, en hann fór svo aftur um borð áður en hún fór í loftið á ný. Ekkert er ennþá vitað um hverjir skæruliðarnir eru. Þegar Bouteflika, var spurður um mennina fimm og eina konu, sem með þeim var, svaraði hann: „Ég er engin blaðurskjóða" Blaðamenn á Bar el Beida flug- vellinum i Algeirsborg komust nálægt leiðtoga hópsins, þar sem hann skundaði fram og aftur á milli flugstöðvarbyggingarinnar Framhald á bls. 22 Vopnasmygl- arar tekn- ir 1 USA New York, 22. des. — AP. FIMM Bandaríkjamenn af irsku bergi brotnir voru handteknir í dag grunaðir um að hafa smyglað skotfærum til Irska lýðveldishers- ins, ÍRA, á Norður-írlandi. Kvið- dómur í Fíladelfíu fyrirskipaði að þeir skyldu settir í varðhald fyrir að hafa smyglað 378 rifflum og 140.000 skotum til IRA frá því í ágúst 1970. Þeim er einnig gefið að sök að hafa reynt að kaupa sprengjuvörpur, vélbyssur og eld- flaugar. Mennirnir eru allir fæddir á Irlandi og búa á Ffla- delfiu-svæðinu. Hluti vopnanna, sem þeir smygluðu út var gerður upptækur á Irlandi. I síðustu viku sagði Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, að hann áliti að 85% vopna, sem kæmust til Norður-Irlands kæmu frá Banda- ríkjunum. Símamynd AP Olfumálaráðherra Venesúela, dr. Valentin Hernadez, fer frá flug- vellinum f Algeirsborg, en hann var meðal gfslanna, sem hermdar- verkamennirnir, er réðust á aðalstöðvar OPEC, slepptu við komuna til Alsfr. Byltingartilrauninni í Argentínu lokið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.