Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 3 Sviku tæpa milljón út úr Pósti og síma Játning liggurfyrir VIÐ yfirheyrslur hjá Sakadómi Reykjavíkur hafa ungur maður og ung kona viðurkennt að hafa I fyrra svikið 950 þúsund krónur út Michael Tal ,Jívernig ég varð heimsmeistari” UT ER komin bókin „Hvernig ég varð heimsmeistari,“ einvlgið Botvinnik — Tal 1960, eftir Michaei Tal. Hann hefur komið til Islands og er Islendingum þvf að góðu kunnur. Tefldi hann m.a. við Friðrik Ólafsson á Reykja- víkurskákmótinu 1964. Á bókarkápu segir Bragi Halldórsson m.a. um einvigið: „.. .Skákunnendur fýsti þess vegna að fá svar við því í ein- viginu, hvort mætti sín meira raunsæi Botvinniks eða hug- myndaflug Tals. Botvinnik var síðasta vígi rökhyggjunnar í skák. Takist honum að verja það vígi eða yrði hann að lúta í lægra haldi fyrir hugmyndaauðgi og baráttu- vilja Tals? Vígið féll, og Tal var orðinn yngsti heimsmeistari sög- unnar aðeins tuttugu og þriggja ára að aldri." Dagur ei meir, Séra Pétur! EFTIRFARANDI frétt birtist í Mbl. s.l. sunnudag. „Nýjasta skáldsaga Guðmundar G. Hagalin, Segið nú amen séra Pétur, sem kom út hjá Almenna bókafélag- inu í nóvember er nú uppseld hjá forlaginu. Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins kvað bókina hafa selzt mjög vel en Baldvin kvað þetta aðra bókina sem hefði komið út á árinu hjá Almenna bókafélaginu, hin fyrri var ljóða- bókin Dagur ei meir eftir Matthías Johannessen skáld og ritstjóra". Það sem hér er verið að reyna að segja er, að önnur bók A.B. hafi selzt upp á þessu ári, þ.e. Dagur ei meir, sem seldist algerlega upp á nokkrum vikum í sumar. úr pósti og sfma. Frá þessu svika- máli var skýrt í Morgunblaðinu á sfnum tfma. Ungmennin höfðu þann háttinn á, að hringt var f tvö útibú Pósts og síma, fyrst útibúið á Langholts- vegi í Reykjavík og sfðan útibúið á Selfossi og sagt að hringt væri frá ákveðnun póststöðvum og sím- senda þyrfti peninga milli þess- ara póststöðva, og ættu stúlkur sem nöfn voru gefin upp á að fá peningana afhenta. Það rétta var hins vegar að í bæði skiptin var hringt úr venjulegum símum í Reykjavík. Síðan komu stúlkurn- ar í pósthúsin og framvísuðu per- sónuskilríkjum, sem stolið hafði verið á skemmtistöðum og fengu peningana afhenta. I bæði skiptin voru þetta 475 þúsund krónur. Svikin í Langholtsútibúi voru framin f ágúst en svikin á Selfossi í október. Eftir þessi svik var kerfi því sem notað er við sím- sendingu peninga hjá Pósti og síma breytt. Rannsóknarlögreglan f Reykja- vík hóf strax rannsókn þessara svikamála og var lögð mikil vinna í rannsóknina á sínum tíma. Það var svo I byrjun þessa mánaðar að rannsóknarlögreglan komst á sporið og var unga fólkið sem að framan greindi úrskurðað í gæzluvarðhald. Liggur nú fyrir játning þess. Var það maðurinn sem undirbjó svikin en konan og önnur kona til sóttu peningana. Maðurinn er enn í gæzluvarðhaldi en ungu konunni hefur verið sleppt. ÍGunnar Gunnarsson, 86, Dtes; A Leading Noveltst of Iceland ** ___thrpi* eencrations of YORK times ______________icovering three S»n'r*‘Í?ntucí ----- lan Icelandic farm farnuy sucn REYKJAVIK. lceland, Nov.l the 0ne from whreh he . c.,Miar r.unnarsson,_____ tþp nnlv one of tnese I REYKJAVIK. íceiaau, as the one mmi • LwUPII—Gunnar Gunnarsson, sprang. The only one of these I.1 Ireland’s best-known bpi L • into EnRlish í"ethor', díÆre tod.y .t the f Mr' 'tfunnarsson won Euro- ■can acclaim through a number ff novels he wrote in Danish Vd lived m Denmark íor many %irs beforo movmg back. to V nativo Iceland m 1939. l,ong his b«t. ^ lo "The Church w> the HU. tackbird" ond The Family ______ L tcelandle Farm Family , lí. Mr. Oun- he sprang. The oniy one ui u.ese to be translated into Engltsh was "Guest the 0n®;fEy!Íi ted Another senes of related novels was "The Church on the Hi5;! of wh.ch th. first two volumes. "Ships in th« "y.. and "Night and the Drearn^ have appeared m Engiisn. These are partiy autob.ograph.- “tir. Gunnarrsson celebrated m DW»* W“ later books are m Danish) as a historical novelist, cn!' Y the discovery *"!* '*rly<Æml: °' ,c'!*nwoJíg^L^. y, — -. .«* r-„nnar Gunnarsson Fréttin um andlát Gunnars Gunnarssonar skálds I The New York Times. New York Times segir frá láti Gunn- ars Gunnarsssonar BANDARISKA stórblaðið The New York Times sagði frá láti Gunnars Gunnarssonar skálds með þriggja dálka frétt f sfð- asta mánuði. Þar segir að Gunnar Gunn- arsson hafi „getið sér frægðar- orð í Evrópu fyrir margar skáldsögur sem hann samdi á dönsku." Áherzla er lögð á sögur hans Fjallkirkjuna, Svartfugl og Sögu Borgarættarinnar. Athygli er vakin á því að hann hafi fyrst vakið athygli fyrir Sögu Borgarættarinnar „sem segi frá þremur kynslóð- um íslenzkrar bændafjölskyldu eins og þeirri sem hann var kominn af.“ Bent er á að aðeins ein af fjórum sögunum í þessum bókaflokki hafi verið þýdd á ensku þar sem hún beri heitið „Guest the One-Eyed“. Frá því er skýrt að tvær af bókunum um „Fjallkirkjuna" hafi verið þýddar á ensku og beri heitin „Ships in the Sky“ og „Night and the Dream“. Á það er bent að Gunnar Gunnarsson hafi notið mikillar hylli í Danmörku, einkum fyrir skáldsögur sinar um söguleg efni frá Islandi. Getið er tveggja annarra skáldsagna sem hafi verið þýddar á ensku með heitunum „Seven Days’Darkness" og „The Good Darkness“. Fólkið er enn ófundið I StÐUSTU viku auglýsti rann- sóknarlögreglan eftir tveimur Reykvfkingum, sem ekki hafði spurzt til um nokkurn tíma. Voru þetta 22 ára gamall maður, Hall- grfmur Georg Guðbjörnsson, Hverfisgötu 32, og 59 ára gömul kona, Ragnhildur Erlingsdóttir, Hátúni 10. Þessar auglýsingar hafa engan árangur borið og er fólkið enn ófundið. Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram, sem geta gefið vís- bendingu um það hvar fólkið er niðurkomið. Eru það eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að allir þeir sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið um ferðir þessa fólks, hafi strax samband við lögregluna. Verk frægra mál- ara á sölusýningu hjá Klausturhókun SÖLUSÝNING á verkum þekktra listmálara stendur nú yfir f sýn- ingarsal Klausturhóla, Lækjar- götu 2. Eru þar til sölu myndir eftir Kjarval, Ásgrfm, Blöndal, Mugg, Jón Þorleifsson, Svein Þórarinsson, Brynjólf Þórarins- son, Þorvald Skúlason o.fl. Sýningin verður opin fram yfir áramót. Hjálparbeiðni AÐFARARNÓTT miðvikudagsins 17. desember s.l. misstu hjónin Jón Jóelsson og Elisabet Guðna- dóttir aleigu sína, er hús þeirra Vesturgata 111 á Akranesi, brann til kaldra kola ásamt öllum innan- stokksmunum. Sjálf sluppu hjónin naumlega úr bráðum lifs- háska ásamt þremur ungum börnum sinum. Bæði hús og húsbúnaður voru lágt vátryggð, og fjölskyldan efna- lítil, svo að hér er brýn þörf á drengilegum stuðningi. Morgunblaðið hefur góðfúslega lofað að taka á móti fjárfram- lögum til hinnar bágstöddu fjöl- skyldu, svo og Hjálparstofnun kirkjunnar, Biskupsstofu, Klapp- arstíg 27. Gíró 20 000. Guð gefi glöðura gjafara gleði- leg jól og gæfurikt komandi ár. Björn Jónsson sóknarprestur, Akranesi. Átti að sökkva Þór í Sey ðisfi ar ðar mynni? MORGUNBLAÐINU hefur nú borizt afrit af fjarskeytasamtöl- um sem áttu sér stað milli brezku freigátanna Falmouth og Galateu annars vegar og dráttarskipsins Lloydsman hins vegar í þann mund er aðförin að Þór var gerð I mynni Seyðisfjarðar. I þessum samtöl- um kemur m.a. fram að skip- herra Galateu spurði Lloydsman hvort hann gæti staðfest að Þór væri að sökkva, en Lloydsman svarar þvf neit- andi. Skömmu siðar spurði Galatea Lloydsman ennfremur að þvf hvort þeir hafi náð einhverjum myndum af atburðunum, en Lloydsman segir að enginn um borð hafi haft myndavél við höndina. Hins vegar hafi fslenzk flugvel verið yfir svæðinu og sennilega náð myndum. Fjarskeytasamtölin voru á þessa leið: Kl. 12.42: Falmouth segir Lloydsman að halda út fyr- ir landhelgismörkin og Lloydsman staðfestir að boðin hafi verið móttekin en segir jafnframt að skotið hafi verið að honum. KI. 12.45: Lloydsman spyr Falmouth hvað langur tími muni líða unz hann komi á vett- vang, og Falmouth segir að hann sé í um 30 sjómílna fjar- lægð og hraði sér til þeirra. Kl. 12.53: Falmouth kallar á Euroman eftir að hafa kallað á Lloydsman, en fær svar frá hvorugum. Kl. 12.55: Lloydsman segir Falmouth að hann sé nú kominn út fyrir landhelgis- mörkin og haldi í norðaustlæga- stefnu á fullri ferð. Hann segir einnig að enn hafi verið skotið að sér. Falmouth svarar: Good Show, og spyr hvort Star- bátarnir tveir séu einnig utan við landhelgismörkin núna og hvort Þór hafi hæft nokkurn með skotum sínum. Lloydsman virðist ekki heyra til hans og svarar þessu engu, en endur- tekur að skotið hafi verið að honum. Kl. 12:58: Lloydsman og Falmouth ná aftur sambandi og Lloydsman segir þá að þeir hafi ekki orðið fyrir skoti, en þrem- ur skotum hafi verið skotið yfir þá. KI. 12:59: Lloydsman segir að þeir séu um það bil 4 sjómílur frá landi, — fyrir utan 3 mílurnar. Falmouth segir honum að halda fullri ferð út fyrir 12 mílurnar og spyr einnig hvort Þór sé enn nálægt honum. Lloydsman segir Þór vera við hlið sér og hann haldi sama hraða. KI. 13.00: Lloydsman tilkynnir að Þór hafi rétt í þessu snúið frá Lloydsman og haldið í áttina til Seyðisfjarðar. Kl. 13.02: Galatea kallar Lloydsman upp og biður hann um skýrslu um ástandið. Lloydsman biður Galateu um að biða á meðan náð sé i yfir- manninn. Kl. 13.03: Lloydsman segir Galateu að þeir séu ásamt Star- bátunum í 60 gr. 7,5 sjómflna fjarlægð frá norðurmynni Seyðisfjarðar og séu á fullri ferð. Galatea spyr hvaða tegund skotfæra Þór hafi notað og Lloydsman svarar að eftir þvi sem bezt sé vitað hafi aðeins verið um púðurskot að ræða og hafi þremur slíkum verið skotið að Lloydsman. Þá segir Lloydsman að hann hafi skemmt Þór mikið aftan til á bakborðssfðu yfir sjólínu og sé nokkuð öruggur á þvf að hafa einnig laskað hann undir sjó- línu. Kl. 13.13: Galatea spyr hvort Star Polaris sé einnig hjá Lloydsman, eins og Star Aquarius. Lloydsman kveður svo vera, — þeir séu rétt á undan sér. Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.