Morgunblaðið - 23.12.1975, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
13
NESCO
NESCO HF
Lefiandi lyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og htjómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavik. Simar: 19150-19192-27788
LANDHELGISPENINGURINN — 200 MfLUR1975
Londhelgispeningur hann-
aður af Jens Guðjónssgni
FORRÁÐAMENN fyrirtækisins fs-Spor
hf afhentu s.l. fimmtudag forstjóra
Landhelgisgæzlunnar eintak nr. 1 af
Landhelgispeningnum 1975, sem
fyrirtækið gefur út og framleiðir i tilefni
af útfærzlu fiskveiðilögsögunnar í 200
mílur. Landhelgispeningurinn er með
merki Landhelgisgæzlunnar á framhlið
en á bakhlið er táknræn mynd af
íslenzkum sjómanni
Upplag minnispeningsins er mjög
takmarkað, og verða ekki slegnir meira
en 300 gullpeningar, 750 silfur-
peningar og 1000 bronspeningar.
Stór hluti upplagsins er þegar seldur
Á meðfylgjandi mynd sjást þau Dóra
Jónsdóttir, gullsmiður stjórnarfor-
maður Is-SPOR hf og Jens Guðjóns-
son, gullsmiður — hönnuður Land-
helgispeningsins, afhenda hann Pétri
Sigurðssyni, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar
Ljóðsskreytinga-
samkeppni norska
Bókaklúbbsins:
20 íslenzkir
listamenn
sendu myndir
20 ISLENZKIR listamenn tóku
þátt í ljóðaskreytingasamkeppni
sem Den norske Bokklubben
efndi til í haust í tilefni útgáfu á
ljóðabók með Ijóðum 25 skálda,
en ljóðin i bókinni eru valin frá
tímabilinu eftir síðari heims-
styrjöldina. Ljóðabókin kemur út
í vor. Hver listamaður gat sent 3
teikningar og var samkeppnin
háð um skreytingu á ljóði
Hannesar Péturssonar, Upphaf.
Að lokjnni skoðun myndanna
verður haft samband við þá lista-
menn, sem beðnir verða að mynd-
skreyta ákveðin ljóð, en reiknað
er með a.m.k. 16 myndskreyting-
um. Aætiað er að' lokið verði við
skoðun myndanna í febrúar. M.a.
sendu tveir tslendingar i Sviþjóð
myndir í samkeppnina.
Árni Björnsson
tónskáld sjötugur
Kveðja frá
Tónskáldafélagi lslands.
Arni Björnsson fæddist 23. des-
ember árið 1905 að Lóni í Keldu-
hverfi, sonur hjónanna Sigriðar
B. Ásmundsdóttur og Björns
Guðmundssonar. Tónlistargáfa
Árna kom snemma í ljós, enda er
hún algeng i ætt hans. Hann
aflaði sér nokkurrar tónlistar-
menntunar á heimaslóðum sínum
og starfaði þar sem kórstjóri og
organleikari. En árið 1928 fór
hann til Reykjavíkur til frekara
tónlistarnáms i organleik hjá Páli
Isólfssyni, og þegar Tónlistar-
skólinn í Reykjavík var stofnaður
árið 1930 innritaðist Árni i hann.
Þar lagði hann einkum stund á
píanóleik og. tónsmíðar auk
flautuleiks. Þeir kennarar sem
hann sótti mest til auk Páls, voru
dr. Franz Mixa og dr. Victor
Urbanicic. Hann lauk prófi í
píanóleik árið 1935 og ári síðar
lauk hann við tónsmiðafögin
kontrapúnkt og fúgugerð.
á sinfóníutónleikum, Frelsisljóð,
sem er kantata samin i tilefni af
stofnun lýðveldisins, Tilbrigði við
frumsamið rímnalag fyrir lúðra-
sveit, einnig Tilbrigði um frum-
samið rímnalag fyrir sinfóníu-
hljómsveit Píanósónötu,
Rómönsur fyrir flautu og pían''
og seinast en ekki síst tónlistina
við Nýársnóttina sem flutt var við
opnun Þjóðleikhússins. Auk þess
liggur eftir Arna fjöldi einsöngs-
og kórlaga.
Stíll Árna er sóttur til íslenskra
þjóðlaga. Úr þeim vinnur hann á
óþvingaðan og persónulegan hátt.
Hann gerir meira en að útsetja
þjóðlögin — hann endursemur
þau oft eða semur sjálfur í anda
þeirra. Verk Árna bera það með
sér að honum lætur mjög létt að
semja. Segja má að „hagmælska"
á tónlistarsviðinu sé honum í blóð
borin. Það er kannski ástæðan
fyrir þvf að Árni samdi töluvert
af tækifæristónlist og léttari tón-
list. Þó er ekki mikill munur á
þeim verkum og þeirra sem
metnaðarfyllri mega teljast.
örugg handverkskunnátta Árna
brúar þar bilið.
Arni hefur jafnan verið góður
liðsmaður í hópi tónskálda og
staðið við hlið félaga sinna I
réttindabaráttu þeirra. Fyrr á
þessu ári var hann kjörinn
heiðursfélagi i Tónskáldafélagi
Islands.
Að lokum vil ég óska Árna og
fjölskyldu hans til hamingju með
afmælið. Arni verður að heiman í
dag.
Atli Heimir Sveinsson.
Á námsárunum og svo þeim er í
hönd fóru samdi Árni fjölda
tónsmiða stórra og smárra.
Tónlistarstörf hans voru ákaflega
margþætt og fjölbreytileg. Hann
starfaði sem píanisti, flautu-
leikari, hljómsveitarstjóri, út-
setjari o.fl. A þessum árum
þurftu tónlistarmenn að vinna
langan vinnudag til þess að geta
framfleytt sér og sfnum.
Tónsmíðar Árna urðu þvi til að
loknum vinnudegi í fáum og
stopulum tómstundum. Og það er
undravert hversu miklu hann
kom f verk.
En hugur Arna stóð til frekara
náms. Arið 1944 hélt hann til
Manchester og lauk burtfarar-
prófi frá Konunglega tónlistar-
háskólanum þar tveim árum
síðar. Því næst hélt hann heim
aftur og tók til starfa af fullum
krafti á ný. Hann var m.a. kennari
við Tónlistarskólann í Reykjavík
um árabil, og flautuleikari í Sin-
fóniuhljómsveitinni. En árið 1952
varð hann fyrir miklu slysi, sem
lamaði starfskrafta hans til
mikilla muna. En Árni starfar
enn að tónsmíðum eftir því sem
heilsan leyfir, að vfsu í miklu
smærri stíl en áður og hann
starfar sem organleikari við
guðþjónustur í sjúkrahúsum
borgarinnar. Verk Arna eru víða
þekkt og hefur hann oft unnið til
verðlauna í samkeppnum.
Af stærri verkum Árna má
nefna hljómsveitarsvítuna Upp
til fjalla sem nýlega var flutt hér
HEFIIR BEfllfl EFTIR
Undanfarnar vikur hafa keppinautar okkar lagt sig
sérstaklega fram um að bjóða mönnum upp á hag-
stæð hljómtækjakaup, og hafa ýms dágóð tilboð
komið fram. — Þetta gerum við nú reyndar alltaf,
hvenær sem er og hvernig svo sem á stendur, og
er sú samstæða, sem hér er sýnd, glöggt dæmi um
það. — Hér er um að ræða vandaðan, 20 sinus/RMS
watta, sambyggðan for- og kraftmagnara teg. A-245
frá SUPERSCOPE verksmiðjunum bandarísku á-
samt tveimur SUPERSCOPE S 26A hátölurum og
fullkomnum sjálfvirkum plötuspilara frá BSR i Eng-
landi, teg. BDS-80 með ADC K-7E segulþreif.
— Samstæða þessi kostar kr. 79.600,- og teljum
við, að hagstæðari hljómtækjakaup gerist ekki um
þessar mundir. — Við erum ekki að varpa neinni
rýrð á keppinauta okkar með þessu, siður en svo,
þeir eru margir hverjir hinir gegnustu menn, en hins
vegar viljum við vekja athygli á þvi, að við beitum
nú annari innkaupaaðferð en flestir þeirra. Okkar
aðferð byggist á þvi, að kaupa frá mörgum verk-
smiðjum (við erum nú með einkaumboð fyrir tíu
valda hljómtækjaframleiðendur i sex þjóðlöndum),
ekki einni eða tveimur, og velja saman tæki í sam-
stæður. Ennfremur kaupum við það eitt frá hverjum
og einum framleiðanda, sem hann framleiðir sjálfur
(ekki það, sem framleitt er fyrir hann af öðrum, þó
undir hans eigin vörumerki sé) og útilokum þannig,
eftir því, sem slikt er hægt, milliliða álagningu. —
Það er þessi mismunur í innkaupaaðferðum, sem
gerir hinn stóra gæfumun.