Morgunblaðið - 23.12.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
15
— Stefnt að . . .
Framhald af bls. 10
efla til muna virkt fjárveiting-
areftirlit fjármálaráðuneytisins
og ber að skila fjármálaráðu-
neytinu eigi síðar en 20. dag
hvers mánaðar reikningstölu
liðins mánaðar með samanburð
við greiðsluáætlun. Mun nú við
lok afgreiðslu fjárlaga, öllum
ríkisaðilum send sérstök eyðu-
blöð frá fjármálaráðuneytinu
til notkunar við gerð greiðslu-
áætlunar fyrir árið 1976.
4) Afrit af öllum meiri háttar
verksamningum skal skila fjár-
málaráðuneytinu innan 2 vikna
frá undirritun. Gildir þetta hjá
þeim ríkisaðilum, er ákvæði
laga nr. 52/1966 ná til.
Reglugerðin um reiknings-
skil innheimtumanna ríkissjóðs
kemur í stað reglugerðar um
opinber reikningsskil frá árinu
1955. Gerðar eru nú auknar
kröfur um uppgjör og styttur er
frestur innheimtumanna til að
skila yfirlitum um innheimtu.
Ennfremur eru ákvæði um að
fjármálaráðuneytið gefi fyrir-
mæli um, hversu oft hinir ein-
stöku innheimtumenn skuli
skila innheimtufé i ríkissjóð
innan mánaðarins.
Ég hef ákveðið, að frá og með
næstu áramótum skuli ný skip-
an tekin upp við greiðslu reikn-
ings og greiðslubeiðna frá ráðu-
neytum hjá ríkisféhirði. Á
þann veg að kröfur um
greiðslu er berast til rikisfé-
hirðis í viku hverri skulu
greiddar í lok næstu viku. Með
þessari skipan skapast mögu-
leiki á samtíma bókun og end-
urskoðun er telja verður mikil-
vægt skref til aukins aðhalds
með útgjöldum stofnana og rík-
isfyrirtækja. Jafnframt verður
tekin upp tölvuvinnsla á
greiðslu úr ríkissjóði og um leið
gerður samanburður við
greiðsluáætlanir stofnana.
Þá mun Innkaupastofnun
ríkisins gert skylt að tilkynna
fjármáiaráðuneytinu um allar
meiri háttar pantanir frá stofn-
unum og ríkisfyrirtækjum,
þannig að ráðuneytið geti hald-
ið eftir af fjárveitingu viðkom-
andi aðila, fé til greiðslu á inn-
kaupum hjá Innkaupastofnun
ríkisins.
Ég tel tvímælalaust, að með
þeim aðgerðum, er ég hef nú
greint frá mun nást fastari
tök á fjármálastjórn ríkisins
og ekki þurfi að leysa úr fjár-
hagsvandamáli stofnana og rík-
isfyrirtækja eftir að i ógöngur
er komið. Með bættri upplýs-
ingamiðlun í ríkiskerfinu má
koma í veg fyrir ýmis fjárhags-
vandamál í tíma hjá stofnunum
og rikisfyrirtækjum.
ALDARAFMÆLI
FJÁRLAGAGERÐAR
í LANDINU
Undir lok þessara 3. umræðu
um fjárlagafrumvarp árið 1976
þykir mér hlýða að minnast
þess fáum orðið, að í ár eru
liðin hundrað ár frá því fyrsta
fjárlagafrumvarpið var afgreitt
á Alþingi.
Hinn 24. ágúst 1875 var fjár-
lagafrumvarp fyrir fjárhagsár-
in 1876 og 1877 samþykkt frá
Alþingi. Konungur staðfesti
fjárlögin 15. október 1875. Fjár-
lögin fyrir árið 1976 marka því
aldaskil i fjárlagagerðinni. Því
er ekki að neita, að efni fjár-
lagaumræðunnar er yfirleitt
þannig, að ætla mætti, að fjár-
málaráðherra væri svipað inn-
anbrjósts og Páli Ólafssyni,
þegar hann segir, með leyfi
hæstvirts forseta:
„Á þessum tfmamótum mér
mál er við að standa
umhverfis þvf augað sér
ekkert nema yanda.“
Vandamál liðandi stundar
eru jafnan áleitin við fjárlaga-
afgreiðsluna. A hinn bóginn er
þessi vandi einmitt sá, sem
fylgdi vegsemd fjárforræðis
fyrir landið. Fyrstu fjárlögin,
sem samþykkt voru, voru til
tveggja ára og námu 452 þús-
und krónum, og höfðu hækkað í
meðförum þingsins um 9,2%,
eða úr frumvarpstölunni 414
þúsund krónur. Þessi fjárhæð
hefur naumast verið hærri
hundraðshluti af þjóðarfram-
leiðslu en 3 +, þótt heimildir í
þessu efni séu næsta ótraustar
sem nærri má geta. Þegar þess-
ar tölur eru bornar saman við
tölurnar fyrir næsta ár, sem ég
nefndi áðan, kemur glöggt í
ljós, hve mikið vatn hefur til
sjávar runnið á þessari öld um
farvegi ríkisfjármálanna. En
þótt margt sé breytt, er annað
samt við sig. Með leyfi hæst-
virts forseta, ætla ég að ljúka
máli mínu með því að vitna til
nokkurra orða úr grein prófess-
ors Ólafs Björnssonar um
tekjuöflun hins opinbera i riti
sem Alþingissögunefnd gaf út
árið 1953 um Alþingi og fjár-
hagsmálin.
„Um það bil er Alþingi fékk
löggjafarvald í fjármálum með
stjórnarskránni frá 1874 var
skattalöggjöf landsins mjög úr-
elt orðin. Frá því er Alþingi var
endurreist árið 1845 höfðu á
hverju þingi borizt fleiri eða
færri bænarskrár úr einstökum
héruðum, þar sem farið var
fram á lagfæringar á skattalög-
gjöfinni, bæði almennt og í ein-
stökum atriðum, en flestum
slikum bænarskrám var vísað
frá með þeim forsendum, að
undirbúningur gagngerðra
breytinga á skattalöggjöfinni
stæði fyrir dyrum, og væri rétt
að allar meiri háttar breytingar
á henni,yrðu Iátnar biða, þar til
er hin fyrirhugaða allsherjar
endurskoðun hefði farið fram.
Af endurskoðun þessari varð
þó ekki fyrr en árið 1875, að
skipuð var þriggja manna
nefnd með konungsúrskurði 29.
okt 1875 til þess að semja ný
skattalög fyrir Island."
Það er ekki laust við að sumt
af þessu láti kunnuglega í eyr-
um. En það kann að vera mönn-
um nokkur hughreysting, að
skattanefndin frá 1875 skilaði
merku áliti 1877, sem varð und-
irstaða mikillar og þarfrar
breytingar á skattalögum lands-
ins.
Hafa ekkert á móti ís-
lenzkum fréttamönnum
um borð í freigátum
ÞAÐ KOM fram f sjónvarps-
þættinum Kastljós f gærkvöldi,
að brezka flotamálaráðuneytið
hefði ekkert á móti þvf, að
fslenzkir fréttamenn fengju að
dvelja um borð f brezkum her-
skipum á tslandsmiðum.
Fyrirspurn var send til ráðu-
neytisins fyrir nokkru og kom
svar fljótlega gegnum brezka
sendiráðið f Reykjavfk. Var
sagt, að dvöl fslenzkra frétta-
manna um borð f freigátum
væri ekki bundin neinum skil-
yrðum. Mesta vandamálið væri
að koma þeim um borð, helzti
möguleikinn væri að fara um
borð f freigátu sem væri að fara
á Islandsmið frá Skotlandi.
Beauty set, nuddtæki — rakvél
óskatæki konunnar.
Þeytari á standi
Handhárþurrkur
— fljótvirkar
Straujárn — 3 gerðir
Heilsulampar:
háfjallasólir og gigtar
lampar, 5 gerðir.
Brauðristar, sjðlfvirk litstilling
á brauðinu — nýjung.
Ryksugur, ótrúlegur sogkraftur.
3 gerðir
Rakvélar — 6 gerðir
rafhlöður eða rafmagns
þægilegur rakstur.
Sjálfvirkar kaffikönnur
m/nylon- eða bréffilter. 3 gerðir
y/Æ/^.—
m
Sinclair- O Cambodge
— - [LlL L:j LLí 1» j IL fc_ 14 [ s. ! 6 Tx . IL LL io Wm
Sinclair reiknivélar, fyrir alla. 6 gerðir. jólagjöfin
heimilistæki sf
Sætúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455
PHI Ll PS kann tökin á tækninni