Morgunblaðið - 23.12.1975, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975
Davíð Oddsson borgarfulltrúi:
HÉR FER á eftir ræða Davfðs Oddssonar borgarfulltrúa,
er hann flutti á borgarstjórnarfundi f sfðustu viku þegar
drög að samningi listamanna og borgaryfirvalda um
Kjarvalsstaði voru til umræðu. Borgarstjórn samþykkti
drögin með mótatkvæðum Davfðs Oddssonar og Páls
Gfslasonar.
Davfð Oddsson
Hvort á að ráða að Kjarvals-
stöðum — frelsi eða ritskoðun?
Herra forseti. Mig langar að
ræða nokkuð um þann samning,
sem hér liggur fyrir til staðfest-
ingar. Hann lýtur að breytingum
sem gera skal á reglum þeim sem
gilda um Kjarvalsstaði. Fyrst
mun ég þó ræða í fáum orðum
aðdraganda og gang málsins, því
samninginn verður að sjálfsögðu
að skoða i ljósi þeirra reglna, sem
giltu þegar upp úr sauð og í Ijósi
þess, sem síðan hefur gerzt.
Það var í lok janúar s.I. sem
F.I.M. — rauf einhliða samband
við Reykjavíkurborg um rekstur
Kjarvalsstaða. Astæðan var sú, að
sýningarráð Vestursalar Kjarvals-
staða hefði þá í þriðja sinn mein-
að málara að sýna í sýningarsal
sem ella stæði auður. Borgarráði
fannst nóg um ósveigjanleika sýn-
ingarráðsins og mælirinn væri
fullur. Þó vildi borgarráð í
lengstu lög forðast að taka ráðin
af sýningarráði salarins. Var þá
ákveðið að taka niður um sinn
þær myndir sem voru i austursal
hússins og skjóta þar skjólshúsi
yfir hinn útskúfaða málara. Þessi
leið var svo sannarlega engin óska
leið, en hún var valin til að forð-
ast að lenda í hreinum árekstri
við listamennina. Svo sem borg-
arfulltrúum var kunnugt varð
þeim árekstri þó ekki forðað og
F.I.M. rauf sambandið, eins og ég
áðan sagði.
Ég studdi þessar aðgerðir borg-
arráðs hér í borgarstjórn. Tals-
menn F.I.M. fullyrtu að borgarráð
hefði einvörðungu gripið til að-
gerða sinna, þar sem velferð eins
manns væri í hættu. Þessu hafn-
aði borgarráðsmeirihlutinn ein-
dregið og algjörlega og lýsti því
skorinort yfir að hér væri um
prinsipmál að tefla. Spurningin
væri sú, hvort þröngsýni og
hleypidómar eða víðsýni og um-
burðarlyndi skyldu ráða ferðinni
að Kjarvalsstöðum. Ég var sann-
færður um það þá og er enn að
þetta sjónarmið hafi ráðið ákvörð-
ununum. Þess vegna studdi
ég þær. Og ég tel að þessi
sjónarmið séu enn í fullu
gildi. Borgarstjóri, sem túlkaði
sjónarmið þeirra 11 borg-
arfulltrúa, sem stóðu að þess-
um ákvörðunum, flutti yfirgrips-
mikla ræðu hér í borgarstjórninni
og skýrði mjög vel þau atriði, sem
lágu til grundvallar þeim ákvörð-
unum, sem teknar voru. Með leyfi
hæstvirts forseta vil ég leyfa mér
að vitna orðrétt til nokkurra kafla
úr þessari ræðu borgarstjóra, þar
sem glöggt komu fram þau prin-
sip, sem hann og við sem að þessu
stóðum, töldum að gilda ættu.
Fyrst í ræðu sinni rekur borgar-
stjóri með hvaða hætti hafi verið
til Kjarvalsstaða stofnað og hve
framlag F.I.M. til þess hafi verið
takmarkað; sfðan segir borgar-
stjóri: „Félagið á því enga aðild
að húsinu, enda varð það að ráði,
að hið fjögurra manna sýningar-
ráð yrði skipað af Bandalagi ísl.
Iistamanna. Var þá haft í huga, að
fleiri greinar en myndlist gætu
átt aðild, en svo hefur þó ekki
orðið í reynd, þótt húsið hafi ver-
ið notað fyrir aðrar listgreinar.
Samkvæmt reglum um húsið er
rekstur þess í höndum sérstakrar
hússtjórnar, sem starfar undir yf-
irstjórn borgarráðs. I hússtjórn
eiga sæti þrír menn, sem borgar-
stjórn kýs, og skal formaður vera
borgarfulltrúi. Sýningarsalur í
vesturhluta hússins er hins vegar
undir stjórn sérstaks sýningar-
ráðs, sem er þannig skipað, að í
því eiga sæti fulltrúar í hússtjórn
ásamt fjórum fulltrúum, sem
Bandalag fsl. listamanna tilnefn-
ir. Stjórn sýningarráðs á vestursal
hefur verið í því fólgin, að ráðið
ákveður hverjum skuli heimilað
að halda þar listsýningar og hve
lengi. Enn fremur ákveður ráðið,
hvort og hvenær heimila skuli
afnot salarins til annarra nota,
t.d. til tónleikahalds, upplestrar
eða áþekkrar starfsemi.
Að sjálfsögðu var þessi skipan
ákveðin í trausti þess, að meiri-
hlutinn notaði vald sitt innan hóf-
legra marka, enda fengu allir að-
gang að Listamannaskálanum,
sem myndlistamenn sjálfir stjórn-
uðu á sfnum tíma. Eigi að síður
þótti ekki rétt, að húseigandinn
afsalaði til annarra formlegu
valdi yfir hluta hússins. Vegna
þess voru sett í reglur ákvæði
um að borgarráð gæti, ef til
ágreinings kæmi, bætt við tveim
mönnum í sýningarráð, sem yrði
þá þannig skipað, að auk 3 hús-
stjórnarmanna og 4 fulltrúa
bandalagsins komu 2 fulltrúar
borgarráðs. Var þessi regla sett til
ítrasta öryggis og þá með það í
huga, að oft hafi verið væringar
meðal myndlistarmanna og dóm-
ar þeirra um list hvers annars oft
verið harðir og óbilgjarnir."
Um það hvernig samstarfið
reyndist segir borgarstjóri svo í
ræðu sinni: „Kjarvalsstaðir hafa
nú starfað í u.þ.b. tvö ár og þvi
nokkur reynsla komin á starfsem-
ina og samstarfið í sýningarráði.
Því miður kom fljótlega i Ijós, að
myndlistarmenn í sýningarráði
vildu beita ströngum ritskoðunar-
reglum um það, hverjir fengju að
sýna í húsinu. Þremur aðilum
hefur verið synjað af sýningar-
ráði um sýningaraðild. Ragnar
Páll Einarsson, sem ekki áfrýjaði.
Jón Baldvinsson, sem áfrýjaði og
hlaut samþykki sýningarráðs eft-
ir að borgarráð hafði skipað sína
fulltrúa, og Jakob V. Hafstein.
Um þessa ströngu ritskoðun hafa
farið fram umræður í borgarráði,
og borgarráð gerði nýlega ályktun
þess efnis, að vestursalur Kjar-
valsstaða eigi að standa íslenzkum
myndlistarmönnum til boða og
ekki eigi að meina þeim að halda
þar sýningar, nema mjög rikar
ástæður séu til.
Jafnframt samþykkti borgarráð
þá, að sá aðili, sem síðast var
neitað um vestursalinn, fengi sýn-
ingaraðstöðu í austursal hússins
(Kjarvalssal), en borgarráð hefur
full umráð þess salar skv. hús-
reglum. I þeirri ákvörðun borgat-
ráðs fólst ekki, að borgin vildi
ekki áframhaldandi samvinnu við
listamenn um rekstur hússins, en
hins vegar ber að líta á hana
þannig, að borgaryfirvöld geti
ekki sætt sig við, að jafn ströng
ritskoðunarstefna og fulltrúar
listamanna hafa fylgt eigi að rfkja
í húsinu."
Um ágreining F.l.M. og borgar-
yfirvalda hafði borgarstjóri þetta
að segja: „Borgaryfirvöld vilja, að
andlegt frjálsræði ríki innan dyra
í Kjarvalsstöðum. Þar má sýna
bæði úrvals list og miðlungi góða
— um þá list, sem þar er sýnd, má
deila —, en almenningur og þó
umfram allt tíminn á úr þvf að
skera, hvað sé vert langlífis af
því, sem þar kemur fram.
Um þetta stendur djúpstæður
ágreiningur. Á fundi með full-
trúum F.I.M. kom fram, að þeir
vildu ekki láta af hinni ströngu
ritskoðunarstefnu og væri áfram-
hald hennar forsenda af þeirra
hálfu til frekara samstarfs við
borgina. Þetta samstarf hafa þeir
nú rofið einhliða, þar sem borgar-
yfirvöld vilja ekki sætta sig við
þetta sjónarmið myndlistar-
manna.
Ræðu sinni lauk borgarstjóri
með þessum orðum:
Borgaryfirvöld eru hér eftir
sem hingað til reiðubúin til sam-
starfs við samtök listamanna um
rekstur Kjarvalsstaða með það
markmið f huga, að húsið geti
orðið lifandi menningarmiðstöð í
borginni. Húsið er hins vegar
byggt fyrir fé almennings í
Reykjavík, og því hlýtur borgar-
stjórn að vilja hafa úrslitaráð um
það, hvernig húsið er notað og
umfram allt að koma í veg fyrir
misnotkun þess.“
I þessari ræðu borgarstjóra,
sem ég hef hér vitnað til lýsti
hann þeim ágreiningi sem um er
að tefla og gat þess jafnframt, að
STJÖRN Sambands ísl. sveitarfél-
aga hefur sent frá sér ályktun þar
sem stjórnin lýsir yfir undrun
sinni á framkomnu frumvarpi um
breytingar á almannatrygginga-
lögum, sem skyldar sveitarfélög
til álagningar og innheimtu við-
bótarútsvars til að standa undir
auknum kostnaði við sjúkratrygg-
ingar. Mótmælir stjórnin því
harðlega, að auknum kostnaði við
sjúkratryggingar verði þannig
velt yfir á sveitarfélögin til við-
bótar þeim 10% af kostnaði
sjúkratrygginganna, sem sveitar-
félögin hafa greitt.
I ályktun stjórnarinnar er vak-
in athygli á því, að þetta ákvæði
gangi f berhöggi við þær tillögur,
sem komið hafi fram um endur-
skoðun verkaskiptingar milli rík-
sá ágreiningur væri djúpstæður.
Því leyfði maður sér að vona, að
samningur milli þessara sömu
aðila myndi greiða úr þeim
ágreiningi, en því miður fer því
fjarri. Hvergi kemur fram að
myndlistarmenn hafi fallið frá að
gera strangar ritskoðunarkröfur
eins og hæstvirtur borgarstjóri
kallaði það. Þá gerði borgarráð
ályktun á sínum tíma, ályktun
sem borgarstjórn staðfesti, um að
Vestursalur Kjarvalsstaða ætti að
standa íslenzkum myndlistar-
mönnum til boða og ekki eigi að
meina þeim að halda þar sýningar
nema mjög rfk ástæða sé til. Ekki
kemur fram að þessi ályktun sé
úr gildi fallin og jafnframt er
ljóst að þessi tvö sjónarmið eru
ósættanleg. Því hefur annar hvor
aðilinn fallið frá sínum prinsip-
um. — F.l.M. frá hinni ströngu
ritskoðun eða borgin frá frjáls-
ræðisstefnunni. Ströng ritskoðun
og víðtækt frelsi eiga aldrei sam-
leið.
Á Kjarvalsstöðum á að sýna úr-
vals list og miðlungi góða — um
þetta stendur djúpstæður ágrein-
ingur, sagði borgarstjóri í þeirri
ræðu sem ég vitnaði áðan til.
Ströng ritskoðun væri sú for-
senda sem F.I.M. vildi ganga út
frá ella kæmu samningar ekki til
greina. Nú eru þeir til samninga
komnir en ekki fallnir frá þeirri
forsendu, svo vitað sé, svo borgar-
yfirvöld virðast ætla að sætta sig
við að ritskoðunarforsendan
standi.
Borgarstjóri sagði orðrétt, með
leyfi forseta:
„Húsið er hins vegar byggt
fyrir fé almennings í Reykjavík
og því hlýtur borgarstjórn að vilja
hafa úrslitaráð um það, hvernig
húsið er notað og umfram allt að
koma í veg fyrir misnotkun þess.“
Frá þessu er enn fallið.
Því fer fjarri að ég telji, að orð
manna og yfirlýsingar eigi að
blfva, hvað sem á dynur. Auðvitað
getur svo farið að menn verði að
hverfa frá fyrri yfirlýsingum
sínum vegna breyttra aðstæðna,
vegna þess að þeir skipti um
skoðun eða vegna þess að þeim
hafi hreinlega skjátlast. Menn
geta jafnvel orðið að hverfa frá
megin sjónarmiðum og prins-
ipum, sem þeir hafa bundið
trúnað við. En þá verður að ganga
beint til verks og segja það
umbúðalaust. Ætli borgaryfirvöld
að ganga til þess samnings eins og
hann liggur fyrir staðfestur af
borgarráði, þá eiga þau að segja
svo allir borgarbúar megi heyra,
að þau hafni ekki lengur strangri
ritskoðunarstefnu eða sætti sig að
is og sveitarfélaga en þær gera
ráð fyrir að rfkið yfirtaki allan
kostnað við sjúkratryggingar.
Stjórn sambandsins bendir enn-
fremur á, að sveitarfélögin hafi
bein afskipti hvorki af stjórn né
framkvæmd sjúkratrygginga, en
ríkisvaldið ráði mestu um kostnað
þeirra með lagasetningum, stjórn-
valdsákvörðunum og aðild að
kjarasamningum. I þessu sam-
bandi er tekið fram að í nágranna-
löndum okkar beri ríkið allan
kostnað af lífeyris- og sjúkra-
tryggingum.
Alyktun stjórnar Sambands ísl.
sveitarfélaga lýkur með þessum
orðum: „Telji ríkisvaldið þörf
aukinna tekna vegna sjúkra-
trygginga, virðist eðlilegast að
minnsta kosti við hana. Þau eiga
líka að segja hreint út, að borgar-
yfirvöld hafi fallið frá þeim
megin sjónarmiðum, að borgar-
stjórn eigi að hafa úrslitaráð um
hvernig húsið Kjarvalsstaðir er
notað og að borgarstjórn telji sig
ekki lengur eiga að koma f veg
fyrir að það sé misnotað. En þetta
hafa borgaryfirvöld ekki gert.
Þau binda sig þegjandi og hljóða-
laust með samningi til eins og
hálfs árs, án þess að skeyta hið
minnsta hvorum megin hryggjar
hin gömlu og göfugu prinsip
liggja.
Með þessum samningi eru
borgaryfirvöld, að mínu mati, að
biðjast afsökunar á því, að þau
skyldu hafa blandað sér í rekstur
Kjarvalsstaða og haft á því
skoðun að reynt var að misnota
þá. Því það er ekki eitt orð i
samningnum, sem getur komið f
veg fyrir slfka misnotkun — þvert
á móti — samningurinn tryggir
aðeins að borgaryfirvöld geta
ekki skipt sér af slíkri misnotkun
eins og þau gátu áður.
Ég studdi aðgerðir borgaryfir-
valda á sínum tíma af prinsip-
ástæðum. A öll þau prinsip sýnist
nú eiga að ganga og hlýt ég því að
verða á móti samningnum.
Ég ætla ekki að reka einstakar
greinar samningsins enda borgar-
stjórn aðeins áætlaðar örfáar
mínútur til að kynna sér hann og
komast að niðurstöðu.
Breytingarnar eru þessar helzt-
ar. Meirihluti F.I.M. og B.I.L. er
fastákveðinn, því áfrýjunarréttur-
inn er úr gildi felldur. Áður átti
B.Í.L. að skipa 4 fulltrúa úr öllum
listgreinum. Það var að vísu ekki
gert en var engu að síður stefnan
og ekki vafi að sú stefna var rétt.
Nú á B.I.L. að tilnefna aðeins 1 en
F.I.M. 3.
Þessir aðilar fá nú raunveruleg
yfirráð yfir öllu húsinu — það er
afdrifarfk breyting og er gert í
þeim tilgangi að reyna að loka
öllum leiðum hins almenna borg-
ara, sem hugsanlega yrði misrétti
beittur. Hann kemst ekki lengur
til borgarráðs, hann skal heldur
ekki komast til hússtjórnar Kjar-
valsstaða.
Ráðinn skal að húsinu listfræð-
ingur. Hann verður ekki fram-
kvæmdastjóri við húsið, eða í
borgarkerfinu, heldur listráðs,
sem hvergi heyrir undir borgar-
kerfið og er einstakt fyrirbæri
innan borgarkerfisins. Þessi list-
fræðingur listráðsins er svo hins
vegar ráðinn til tveggja ára, en
listráðið til l‘A árs, svo hann
verðúr hugsanlega framkvæmda-
stjóri ráðs sem ekki er til í hálft
ár, og ætti það að vera heldur
þægilegt starf.
Borgarstjórn hefur ekki haft
tóm til að kynna sér þennan
samning. En það skiptir þó ekki
megin máli. Hitt skiptir meira
máli, hvort frelsið eða rit-
skoðunin eigi að ráða ferðinni að
Kjarvalsstöðum. Ég veit hvoru ég
fylgi og því mun ég greiða at-
kvæði gegn þessum samningi, og
óska hér með eftir atkvæða-
greiðslu um þennan lið.
ríkið noti til þess sína eigin tekju-
stofna og sfna eigin innheimtu-
menn.“
4 litmyndabækur
um Mikka mús
MYNDABÓKAUTGÁFAN hefur
sent frá sér fjórar litmyndabækur
með sögum eftir Walt Disney.
Þær eru allar um Mikka mús og
ævintýri hans.
Sögurnar nefnast Hundurinn í
höllinni, Litli þvottabjörninn,
Beinið sem talaði og Leyndardóm-
ur Ostruflóa.
Filmusetning var gerð í Odda
h.f., en bækurnar voru prentaðar
i Vestur-Þýzkalandi.
Samband ísl. sveitarfélaga:
Ríkið noti eigin tekjustofna
og eigin innheimtumenn