Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. DESEMBER 1975 23 Taugastríð að sögn yfirmanns Brightons Plymouth, 22. des. Reuter. YFIRMAÐUR brezku freigát- unnar Brighton, Nick Kettlewell sjóliðsforingi, sagði við heim- komuna frá Islandsmiðum um helgina að ef fiskveiðideilan við Islendinga héldi áfram öllu lengur „mundi einhver slasast“. Hann líkti viðureign freigát- anna og íslenzku varðskipanna við bilaárekstraleik í skemmti- görðum, en kvað muninn vera þann að hann færi fram í átta vindstigum og einhver mundi slasast. Hann kallaði viðureignina við varðskipin „taugastríð“ og sagði að þegar varðskipin nálguðust væri spurningin sú „hvor færi fyrr á taugum". Hann sagði blaðamönnum að aldrei hefði verið tekið ofan af fallbyssum freigátunnar þær þrjár vikur sem hún var á Islands- miðum. ,,En ef einhver skýtur á skip hennar hátignar," bætti hann við, ,,og staðnæmist ekki þrátt fyrir greinilega viðvörun, liggur í augum uppi að skipshöfnin gerir nauðsynlegar ráðstafanir til að verja sig.“ Flóttamaður tekinn fastur Essen, 22. des. Reuter. 26 ÁRA gamall austur-þýzkur hermaður, Wolfgang Weinhold, var f dag úrskurðaður f gæzlu- varðhald f Essen f Vestur- Þýzkalandi vegna gruns um morð Tveir 'suður-afrfskir hermenn, Hannes Treblanche og Robert Henry Wiehan, sem handtekn- ir voru f bardögum f Angóla af hersveitum MPLA- hreyfingarinnar. Hreyfingin, sem nýtur stuðnings Sovétrfkj- anna, hefur haldið þvf fram að hermenn frá Suður-Afrfku berjist með hreyfingunum Unita og Fnla, sem eru henni andstæðar. Hermennirnir tveir voru sýndir blaðamönn- um f Lagos, höfuðborg Nfgerfu. á tveimur austur-þýzkum landa- mæravörðum á föstudag. Weinhold, sem er kvæntur og á eitt barn f Austur-Þýzkalandi, var handtekinn í gærkvöldi í Marl fyrir norðan Essen þar sem hann á ættingja. Austur-þýzka frétta- stofan, ADN, hélt þvf fram að lýst hefði verið eftir Winhold vegna kynferðisafbrots og sagði að Aust- ur-Þjóðverjar hefðu krafizt þess að hann yrði fr&mseldur. Atburðurinn á föstudag gerðist skammt frá Hildburghausen, um 60 km suður af Erfurt í Austur- Þýzkalandi. Bæverskur lögreglu- maður kvaðst hafa heyrt skothríð á þessu svæði. Seinna sagði vest- ur-þýzkur ökumaður að hann hefði tekið upp í bíl sinn mann sem hefði sagt að hann væri ný- flúinn frá Austur-Þýzkalandi og skilið hann eftir skammt frá Co- burg. Vitað er með vissu að 96 Aust- ur-Þjóðverjar, þar af nokkrir landamæraverðir, hafa beðið bana á landamærunum þegar þeir hafa reynt að flýja yfir þau síðan landamærunum var lokað 1961. I síðustu viku var fréttaritari tímaritsins Der Spiegel rekinn frá Austur-Berlín vegna fréttar frá honum um að austur-þýzkir foreldrar sem hefðu reynt að flýja land hefðu verið skyldaðir til að afhenda börn sín „áreiðan- legri" foreldrum sem tækju þau í fóstur. Þó að enn eigi að rfkja vopnahlé I Libanon, samkvæmt yfirlýsingum strfðandi aðila hefur margsinnis komið tii skotbardaga f höfuðborginni Beirut og á öðrum stöðum undanfarna daga. Myndin sýnir herskáa múhameðstrúarmenn skjóta úr vélbyssu úr rússajeppa, vörðum með sandpokum. Mesti samdrátturinn afstaðinn segir EBE Brússel, 22. desember, Reuter. VERSTU erfiðleikarnir af völd- um samdráttarins f heiminum eru afstaðnir og gera má ráð fyrir að þjóðaframleiðsla í aðildarlönd- um Efnahagsbandalagsins aukist um sem svarar þrjá af hundraði á næsta ári að þvf er framkvæmda- nefnd bandalagsins sagði f árlegu efnahagsyfirliti sfnu f dag. Á þessu ári er talið að þjóða- framleiðsla hafi minnkað i þess- um löndum um 2.5 af hundraði. Meiri bjartsýni gætir í skýrslu bandalagsins en f nýlegu yfirliti Efnahags- og framfarastofnunar- innar (OECD). Þrátt fyrir aukinn hagvöxt ger- ir EBE ráð fyrir heldur versnandi greiðslujöfnuði bandalagsríkj- anna. Þótt mestu erfiðleikarnir séu að baki telur bandalagið nauðsynlegt að haldið verði áfram stuðningi við atvinnuvegi og að fylgt verði óbreyttri stefnu í gjaldeyrismálum. Framkvæmdanefnd EBE segir að þjóðartekjur háþróaðra ríkja utan bandalagsins minnki um 1,5 af hundraði á þessu ári en telur að þær geti aukist um fimm af hundraði á næsta ári. Hins vegar telur nefndin að i Evrópulöndum utan bandalagsins verði aukning- in líklega ekki meiri en 1,5 af hundraði. Átvinnuleysi mun enn aukast á næstu mánuðum að mati nefndar- innar. I vor muni draga smátt og smátt úr atvinnuleysi f nokkrum löndum, segir nefndin, en bendir á að atvinnuástand sé breytilegt eftir löndum. Nefndin telur að bati í verðlags- málum f ýmsum löndum gæti orði óverulegur. I skýrslu nefndarinn- ar segir að sá efnahagsbati sem sé hafinn í EBE-löndum muni lík- lega aukast á næstu mánuðum en hann verði takmarkaður og hlut- fallslega stór hluti framleiðslu- getunnar verði ónýttur á næsta ári vegna viðvarandi verðbólgu. Nefndin segir að útgjöld til neyzlu hafi aukizt í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi en hvort áhrif- in verði jákvæð fari eftir því hvað verðbólgan verði mikil. Nefndin telur að bandalagslöndunum muni reynast það æ erfiðara að draga úr verðbólguþrýstingi. „Erfið ákvörðun en rétt, ”sagði Kreisku Vín, 22. desember Reuter. „ÞETTA var erfið ákvörðun," sagði Bruno Kreisky kanslari þegar hann tilkynnti að lokn- um fundi með stjórn sinni að ákveðið hefði verið að leyfa hryðjuverkamönnunum sem réðust inn i aðalstöðvar OPEC f Vin að fara úr landi með gfsla sfna. „En mér fannst þetta rétt ákvörðun,“ sagði Kreisky sem var fölur og þreytulegur. Ráðherrar OPEC-landanna, þar á meðal Ahmed Zaki Yam- ani, olfuráðherra Saudi-Arabíu, og Jamshind Amouzegar, inn- anrfkisráðherra trans, sátu á fundi þar sem þeir ræddu lækk- un á olíuverði þegar hryðju- verkamennirnir ruddust inn f ráðstefnusalinn með vélbyssu- skothríð sem varð tveimur öryggisvörðum að bana. Einn hryðjuverkamannanna var skotinn í kviðinn og var fluttur f sjúkrahús en hryðju- verkamennirnir kröfðust þess að hann færi með þeim frá Austurríki. Hryðjuverkamenn- irnir skiptu þeim 60 til 70 full- trúum sem þeir tóku í gíslingu í tvo hópa þannig að fulltrúun- um frá Saudi-Arabíu, Iran, Ku- wait og Arabíska furstasam- bandinu var haldið aðskildum frá hinum fulltrúunum. Árásinni var greinilega fyrst og fremst beint gegn þessum fulltrúum.' Að kröfu hryðju- verkamannanna var yfirlýsing frá þeim lesin i austurríska út- varpinu á tveggja stunda fresti og þar var farið hörðum orðum um Israel, og Anwar Sadat, for- seti Egypta, sakaður um svik við málstað Palestínumanna. Samningaviðræður stjórn- valda við hryðjuverkamennina töfðust vegna þess að stjórnin hélt þvi fram að særði hryðju- verkamaðurinn væri of þjakað- ur til þess að hægt væri að flytja hann frá sjúkrahúsinu. Að lokum sagði Kreisky að fundizt hefði lausn á þvi hvern- ig flytja ætti manninn frá sjúkrahúsinu og að honum yrði leyft að fara með. Kreisky sagði að þrir menn hefðu fallið í árás- inni en lögreglan heldur fast við það að aðeins tveir hafi fali- ið. Kreisky vísaði á bug þeirri gagnrýni að öryggisráðstöfun- um Austurríkismanna hefði verið ábótavant og sagði að lög- regluvernd væri alltaf veitt þegar þess væri farið á leit, en OPEC hefði ekki farið fram á slíka vernd og aðalstöðvar sam- takanna væru yfirráðasvæði þeirra. Kanslarinn sagði að gíslarnir hefðu sjálfir samþykkt að fara með hryðjuverkamönnunum og kvaðst við þvi búinn að sæta gagnrýni fyrir ákvörðunina, en hann bætti við: „Enginn getur verið rausnarlegur með lif ann- arra." I september 1S73 féllst Kreisky á að loka búðum Gyð- inga sem höfðu flúið frá Sovét- ríkjunum til að bjarga lífi fjög- urra gísla sem voru á valdi tveggja Araba á Vínarflugvelli og sú ákvörðun var gagnrýnd. Dr. Kreisky sagði að hryðju- Kreisky verkamennirnir hefðu hótað að myrða frönsku gíslana og sfðan þá frá Saudi-Arabiu. Hann sagði að íranski sendifulltrúinn Riyadh AI-Azzawi hefði fimm sinnum talað við hryðjuverka- mennina og kvaðst telja að ekki hefði verið unnt að halda við- ræðunum áfram öllu lengur. Sendiherra Libýu í Búdapest, sem hryðjuverkamennirnir völdu sem milligöngumann, tók þátt í lokastigi viðræðnanna. Að sögn Kreiskys íhugaði stjórnin ekki þann möguleika að draga viðræðurnar á langinn til að þreyta hryðjuverka- menninga eins og hollenzka stjórnin á dögunum er nenni tókst að fá S-Mólukkumenn til að sleppa gfslum sfnum. „Menn höfðu þegar verið drepnir," sagði Kreisky og kvað fordæmi Hollendinga ekki gott þar sem gislar hefðu verið drepnir. „Hvað annað gátum við gert. Attum við að taka OPEC-bygginguna með áhlaupi án þess að hugleiða hve margir yrðu myrtir?" ERLENT Áfrýjar Dusseldorf, 22. des. Reuter. NJÓSNARINN Gúnter Guillaume og Cristel kona hans hafa áfrýjað 13 og átta ára fangelsisdómi sem þau hafa fengið fyrir landráð. Þau voru dæmd í síðustu viku. Boeing-þota brotlenti Míanó, 22. desember, Reuter. BOEING-þota bandarfska flug- félagsins Trans World Airlines brotlenti og brotnaði í tvennt f lendingu i Malpensa-flugvelli hjá Milanó, í dag. 33 slösuðust, enginn alvarlega. 113 farþegar voru með þotunni sem var að koma frá New York, aðallega Italir á leið heim i jóla- leyfi. Báðir vængirnir fóru af flugvélinni. Skyggni var slæmt og blindflugstæki notuð við lending- una.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.